Alþýðublaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 1
Föstudagur 28. febrúar 1997 _______________________________________________Stofnað 1919____________________________________________________________28. tölublað - 78. árgangur ■ Blikur á lofti varðandi framtíð þríhliða loðnusamningsins Segjum upp loðnusamningnum í haust! - segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ. Vill semja við Grænlendinga eina. Norðmenn hafa skrökvað upp á sig veiði við Jan Mayen, þó allir viti að loðnan gengur þangað ekki lengur. “Við eigum hikstalaust að segja upp loðnusamningnum við Norð- menn og Grænlendinga næsta haust. Síðan eigum við að semja við Græn- lendinga eina, en loka á Norðmenn. Það er viðurkennt af öllum að engin loðna hefur gengið í lögsögu Jan Mayen, skipstjómarmönnum og fræðingum. En Norðmenn hafa skrökvað upp á sig afla við eyjuna, sem þeir tóku þó raunverulega innan íslensku lögsögunnar samkvæmt samningnum. Þetta vita allir. Norð- menn eiga því engan rétt á þessari loðnu í framtíðinni.” Þetta sagði Kristján Ragnarson, formaður LÍÚ, við Alþýðublaðið í gær. En loðnusamningur þjóðanna þriggja rennur út í haust, og verði honum ekki sagt formlega upp fram- lengist hann sjálfkrafa um tvö ár. í dag er skiptingin þannig að Islend- ingar fá 78 prósent veiðiheimild- anna, og Norðmenn og Grænlend- ingar sín hvor 11 prósentin. Kristján sagði að það gæti vissulega verið svolítil áhætta fólgin í því að hafa Norðmenn utan samningsins, en þá áhættu ættu menn að taka. Kristján sagði að ástæðan fyrir því að Norðmenn þættust hafa veitt loðnu við Jan Mayen, sem aldrei hefði gengið þangað, væri tvíþætt. Annars vegar væru Norðmenn að viðhalda tilkalli sínu til loðnunnar, því samningurinn byggði á því að loðnan gengi í lögsögu Jan Mayen. Hinsvegar mættu þeir ekki veiða nema 60 prósent af afla sínum innan íslensku lögsögunnar, og eftir því sem þeir skrökvuðu meiri afla upp á sig við Jan Mayen þá gætu þeir veitt meira innan íslensku lögsögunnar. “Við höfum átt í ákveðnum sam- skiptaörðugleikum við Grænlend- inga útaf karfa og grálúðu,” sagði Kristján. “En í tengslum við tvíhliða samning um loðnu mætti stórlega bæta og auka samskipti okkar við þá.” Guðmundur Andri snýr aftur Guðmundur Andri er mættur til leiks á ný sem einn af dálkahöfundum Al- þýðublaðsins og í blaðinu í dag skrifar hann um ásakanir um vanhæfni Péturs Hafsteins sem hæstaréttardómara. Á næstu vikum munu Hrafn Jökuls- son, ritstjóri Mannlífs, og Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri Máls og menningar, verða vikapiltar Alþýðu- blaðsins ásamt Guðmundi Andra. Jón Baldvin minnist Dengs “Kína hefur tekið örari breytingum en dæmi eru um í heimsbyggðinni. Kína er stærsta tilraunastofa þjóðfé- lagsbreytinga sem heimurinn hefur nokkum tímann séð. í þessum skiln- ingi er Deng Xiaoping að mínu mati einhver merkasti stjómmálaleiðtogi aldarinnar. Stefnan sem hann mótaði og ákvarðanir sem hann tók hafa gert meira til að breyta lífi fleiri einstak- linga til hins betra en kannski era dæmi um,” segir Jón Baldvin Hannibalsson í viðtali um Kína og arfleifð Dengs. Jón Baldvin segir Deng kerfisbundið hafa reynt að þurrka út hina skelfilegu arf- leifð Maós. “Hann hefur gert það með aðferðum sem í mínum huga vekja að- dáun, vegna þess að þar var unnið af fýrirhyggju og þekkingu.” Sjá viðtal við Jón Baldvin á miðopnu. Keppinautar en þó samherjar. Rúnar Geirmundsson og Gunnar Ingi Gunnarsson bera saman bækur sín- ar við upphaf aðalfundar Alþýðuflokksfélags Reykjavfkur. Fundurinn var sviptingasamur og fóru leikar svo að Gunnar Ingi, sitjandi formaöur, dró fram- boð sitt til baka á fundinum, og Rúnar var kjörinn formaöur félagsins. ■ Harðar umræður um öryggi skipa á Alþingi Fjöldi skipa virðast hreinar dauðagildrur - segir Kristján Pálsson og krefst þess að samgöngumálaráðherra birti lista yfir 191 skip sem vitað er að standast ekki öryggiskröfur. “Ég krefst þess að samgöngumála- ráðherra birti lista yfir 191 skip sem ekki standast öryggiskröfur í dag. Ég geri þessa kröfu vegna þeirra sjó- manna sem þar era og fjölskyldna þeirra. Ég hef óskað eftir þessum lista en ekki fengið. Hvað veldur því?” Þessa kröfu setti Kristján Pálsson fram í utandagskráramræðu sem hann efndi til á alþingi um öryggi sjómanna, og kom til harðra orða- skipta milli hans og Halldórs Blöndal samgöngumálaráðherra, sem reiddist málflutningi þingmannsins. Kristján Pálsson sagðist hafa skelftlegar upplýsingar um ástand skipaflotans. Hann rakti að nýleg út- tekt á stöðugleika skipa hefði leitt í ljós, að um 80 prósent tréskipa undir 15 metrum að lengd stæðust ekki kröfur um öryggi, um 52 prósent tré- skipa 15 til 24 metra og um 28 pró- sent málmskipa 15 til 24 metra. Af þeim 728 skipum sem hefðu verið skoðuð hefðu því 191 ekki skip stað- ist lögbundnar öryggiskröfur. “Þetta era einhverjar verstu fréttir sem ég hef fengið,” sagði Kristján Pálsson og kvað þetta ótrúlega stöðu. “Er þetta ef til vill aðeins toppurinn á ísjakanum? Fjöldi skipa virðast vera hreinar dauðagildrar. Málið er grafalvarlegt og grípa verður til að- gerða strax. Ég spyr ráðherrann: Hvaða aðgerða ætlar hann að grípa til?” I umræðunni kom fram hjá Stefáni Guðmundssyni þingmanni Frarn- sóknarflokksins, sem sæti á í sam- göngunefnd, að hann myndi hlutast til um að málið yrði þegar í stað tek- ið upp innan nefndarinnar. Rúnar Geirmundsson kjörinn formaður Þrjár konur efstar í stjórnarkjöri Rúnar Geirmundsson var kos- inn formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur á miklum hitafundi á miðvikudagskvöldið. Uppstillinganefnd gerði tillögu um að sitjandi formaður, Gunnar Ingi Gunnarsson, heilsugæslu- læknir, gegndi embættinu áfram. Gylfi Þ. Gíslason, yngri, gerði hinsvegar tillögu um Rúnar Geir- mundsson, og ljóst var að hann hafði talsverðan stuðning á fund- inum. Rúnar hélt framboði sínu til streitu og eftir nokkrar umræður á fundinum ákvað Gunnar Ingi að draga framboð sitt til baka, og kvaðst gera það til að efla ein- drægni í félaginu. Nokkrir fundar- manna efuðust um að hann gæti dregið framboðið til baka, en eftir stutt fundarhlé var lýst sjálfkjöri Rúnars. Mikil umskipti urði í stjóm- inni, og ekki náðu allir af lista uppstillinganefndar kjöri. Þrjár konur urðu hæstar í kosningunni, þær Ásgerður Bjamadóttir, Magnea Marinósdóttir og Kol- brún Bergþórsdóttir. Auk þeirra náðu kjöri Kristinn Ásgeirsson, Ingvar Sverrisson og Börkur Gunnarsson. Stjómin hefur ekki ennþá skipt með sér verkum, en mun hittast næstu daga til að gera það.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.