Alþýðublaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 HmiMMB 21265. tölublað Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýöublaösútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Undir merkjum Stephans G. Tillaga Marðar Ámasonar á alþingi um stofnun Stephansstofu til að annast samskipti við Vestur-íslendinga og fleiri hópa íslands- manna erlendis hefur vakið verðskuldaða athygli. Sagnfræðingar ætla að á síðustu áratugum 19. aldar og fram að heimsstyrjöldinni fyrri hafi nær fjórðungur íslendinga yfirgefið gamla landið og flust vestur um haf í leit að lífshamingju og betri kjörum. Eftir lífleg samskipti á fyrstu áratugum aldarinnar hafa samskipti dvínað við afkomendur landnemanna, og af opinberri hálfu hefur verið staðið slælega að verki við að hlú að þessum mik- ilvægum tengslum. Aðrar Evrópuþjóðir hafa á hinn bóginn lagt nokkuð á sig til að halda sem bestu sambandi við ættingja í Banda- ríkjunum og í Kanada, og talið sig hafa af þeim augljósan ávinning, bæði menningarlegan, viðskiptalegan og pólitískan. Hvað skýrast kemur slíkur ávinningur í ljós á sviði ferðamennsku. Á síðustu árum hefur áhugi eflst á að styrkja á ný samskipti vestur um haf, og helst í hendur við aukna forvitni vestra um gamla landið. “Síaukinn ættfræðiáhugi veldur þar nokkru í tengslum við þörf manna í iðnvæddu þéttbýlissamfélagi til að leita róta sinna” segir í greinargerð með tillögu Marðar. “Á tímum sífellt aukinna al- þjóðasamskipta hafa augu manna einnig opnast fyrir því að í Kanada og Bandaríkjunum er fjölmennur hópur fólks sem vegna uppruna síns hefur sjálfsprottinn áhuga á íslenskri menningu, sögu og samfélagi.” Fjöldi fólks af íslenskum ættum vestra er ekki kunn- ur, en ætlað er að Vestur-íslendingar kunni að vera milli 100 og 200 þúsund. Þar við bætist allstór hópur fólks sem síðar hefur flust vest- ur um haf og afkomenda þeirra, þar á meðal þær konur sem stofn- uðu til hjónabands við Bandaríkjamenn úr setuliðinu á stríðsárun- um og síðar. í tíð Jóns Baldvins Hannibalssonar í utanríkisráðuneytinu var hafist handa við verulegt átak til að bæta samskipti okkar við Vest- ur-íslendinga og annað fólk af íslenskum ættum í Vesturheimi. í samvinnu við Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi og íslend- ingafélögin í Bandaríkjunum var ákveðið að hefja skrásetningu fólks af íslenskum ættum vestanhafs, og hafa viðtökur þar verið góðar. Hinsvegar hefur skort mannafla og aðstöðu hér heima til að sinna þessu verki svo vel væri. Það er ofætlan að nefnd áhuga- manna á vegum utanríkisráðuneytisins sé látin ein um að stjóma verkefni af þessu tagi, hvað þá að annast ýmis önnur samskipti sem krefjast skipulegra vinnubragða og nokkurs umstangs. Tillagan um Stephansstofu kemur því á hárréttum tíma. Á þing- inu hafa komið fram hugmyndir um að stofunni verði að lokum fundinn staður á Hofsósi í tengslum við Vesturfarasafnið sem á fyrsta starfsári sínu hefur fengið einróma lof um sjö þúsund gesta. Hofsós er einnig heimili fyrirtækisins Snorra Þorfinnssonar hf., sem hyggst beita sér fyrir margvíslegum samskiptum vestur, og hefur nýlega aflað sér bandamanna í Háskólanum á Akureyri við að setja á stofn vísi að rannsóknarstofnun í ættfræði. Með stofnun Stephansstofu á Hofsósi væri þessi fágra Skagafjarðarbyggð orðin miðstöð tengsla okkar við Vestur-íslendinga og aðra íslenska Am- eríkumenn, og raunar við ýmsa aðra hópa Islendinga og fólks af ís- lenskum ættum erlendis, ef hugmyndir Marðar Ámasonar verða að veruleika. Það er við hæfi að hin nýja miðstöð beri nafn Stephans G. Stephanssonar skáldbónda í Klettafjöllum. Stephan fluttist vestur ungur að árum, og kom aðeins einu sinni aftur heim í stutta heið- ursferð. Stephan G. er þó svo rammíslenskur að okkur dettur sjald- an í hug að það var breskur nýlenduþegn sem orti um frænku eld- fjalls og íshafs, sifja árfoss og hvers. Stephan G. var uppi á miklum tímamótum. Hann stóð föstum fótum í sínum forna jarðvegi en horfði í morgunroða nýrrar aldar fránum augum. Nýtt átak við að efla tengsl okkar við frændur og vini á fjörrum slóðum á einnig að hefja undir þeim sömu merkjum. Saman nemum við næringuna úr sögulegri rót og vöxum fram til nýrra landvinninga. skoðanir F Eg borga ekkert Háttvísi, formfesta, réttsýni _ vammleysi: þetta voru þau orð sem einkum voru höfð um Pétur Kr. Haf- stein í forsetakosningunum, jafnt af aðdáendum hans sem hinum sem þóttu þessir eiginleikar ekki endilega varða mestu við val á forseta. Engum datt í hug að vefengja mannkosti Pét- urs og í ósigrinum vann hann hugi og hjörtu fólks með drengilegri fram- komu. Um stundarsakir. Því nú bregður svo við að til Hæstaréttar streyma klaganir um vanhæfi hans sem dóm- ara vegna þessa framboðs hans og er tíndur til margvíslegur útúrsnúning- ur, vífilengjur og hótfyndni að ís- lenskum hætti. Trillukarlar riðu á vaðið og skyldi svo sem engan undra, því í brjóstum þeirra slær sjálf Islandsklukkan: þras og þvermóðska, hártoganir, lagarefjar og þvergirð- ingsháttur er Islands þúsund ár, og trillukarlamir eru síðustu alvöru ís- lendingamir sem við eigum. En þeg- ar stórfyrirtæki sem að eigin mati er virðulegt dregur líka í efa lögsögu Vikqpiltur I Guömundur Andri Thorsson skrifar dómarans er skörin farin að færast upp í bekkinn: Vífilfell unir sem sé ekki úrskurði Hæstaréttar um að það eigi að borga skatta en ekki fela gróða sinn með kaupum á einhverju voluðu blaði Framsóknarmanna sem hét NT og gjaldþrota ullarstassjón sem hætt var starfsemi. Lögmaður kóks sprettir fingri að Pétri Kr. Haf- stein og reynir að telja þjóðinni trú um að hann hafi hom í síðu Vífil- fells. * (Stórfyrirtækin sem að eigin mati eru virðuleg: allt í einu em þau farin að birtast manni í nýju ljósi. Þessi Kolkrabbi, var hann svo ekkert klár eftir allt saman? Það er að minnsta kosti naumast einleikið hversu bjálfalega var staðið að Stöð 3 ef marka má frásögn af ævi þeirrar stöðvar í málgagni hennar, Morgun- blaðinu nú í vikunni. Farið af stað með heila sjónvarpsstöð sem sýndi einvörðungu amerískt léttmeti, eins og það væri akkúrat það sem vantaði á markaðinn; og svo mörgum millj- örðum síðar keyptir dýmm dómum menn frá Stöð 2 til að reikna. Og þeir reikna út að þetta sé vonlaust dæmi. Allar áætlanir ónýtar, stórkostleg sóun á fé hluthafa, tóm vitleysa allt saman, enginn í öllum Kolkrabban- um kunni að reikna: þeir sem stjóma Kolkrabbanum em jafn ofurseldir ís- lenska drauminum og hinir athafna- mennimir, en sá draumur snýst eins og kunnugt er um að hasla sér eink- um völl á því sviði sem maður hefur ekki hundsvit á.) * Sem sé: Næst þegar fólk kjagar út úr Hagkaupum með tíu lítra helgar- Nú bregöur svo við aö til Hæstaréttar streyma klaganir um vanhæfi hans sem dómara vegna þessa framboðs hans og er tíndur til margvíslegur útúr- snúningur, vífilengjur og hótfyndni að ís- lenskum hætti. skammtinn sinn af kóki skyldi það minnast þess að þar með var það að styrkja fyrirtæki sem neytir allra bragða til að víkjast undan því að greiða sinn skerf til samfélagsins okkar. Það skyldi minnast þess að kók er heilsuspillandi fíkniefni sem alltof mörg íslensk böm eru vanin á með móðurmjólkinni og veldur tannpínu, offitu, lystarleysi og sykuræði - kók- drykkja bama ber menningarstigi Is- lendinga ófagurt vitni. Og það skyldi minnast þess að Vífilfell er hluti af alþjóðlegu risa- fyrirtæki sem með stjamfræðilegum auglýsingamætti ginnir almenning til að neyta í óhófi drykkjar sem með ítmstu velvild mætti kalla sykrað magameðal. Með markvissu skmmi hefur þetta gos orðið í vitund fólks um allan heim að tákni um vestrænt frelsi til að velja always coca cola - en ekki hafna. Slík starfsemi getur seint kallast í almannaþágu en er um- borin vegna þess að við búum í frjálsu samfélagi og - vegna þess sem fyrirtækið skilar aftur til almennings í formi skatta. Þessi sáttmáli fyrirtækja og samfé- lags er lykillinn að velferðarsamfé- laginu. Og þessum sáttmála unir Víf- ilfell ekki. Það vill halda eftir „sín- um” peningum. Það er eins og Mikki refur: Eg ætla að fá allar þessar kök- ur... Eg borga ekkert. Það vill ekki vera lífrænn hluti samfélagsins held- ur er Það sjálfumnægt samfélag: Fyr- irtækið snýst um sjálft sig, allt skal fara fram á forsendum Þess; Það vill ekki borga skatta heldur „kosta” hluti sem Það velur sjálft og þar sem nafn Þess kemur fram. Enginn hefur yfir Því að segja, allra síst einhver Hæstaréttardómari sem Það vildi ekki kosta til forsetaembættis. * Sagan um Stöð 3 sýnir hvað gerist þegar þessir drengir fá sjálfir að eyða öllum gróðanum. Og næst þegar fólk kjagar út í Hagkaup eftir kókbirgðum helgarinnar skyldi það hugsa út í þetta - og kaupa sér rauðvín. *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.