Alþýðublaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 ALPÝÐUBLAÐIÐ 5 stjórnmál stakra andófsmanna. Aðferðin á að byggjast á skynsemi en ekki upphróp- unum og fyrirsögnum. Samkvæmt minni reynslu mælast Kínverjar ekki undan því að ræða opin- skátt um mannréttindi. Sjálfur hef ég rökrætt þau mál við kínverska valda- menn af fullkominni hreinskilni. Þeir ræða þau mál út frá röksemdum sem auðvelt er að skilja þegar þær eru sett í samhengi við þróun kínversks þjóðfé- lags og sögu. Þú verður að athuga að það er fjarri lagi að hægt sé að stilla heiminum þannig upp að annars vegar séu Vestur- lönd með flekklausan skjöld í mann- réttindamálum og hins vegar Kína og önnur vanþróuð ríki þar sem mannrétt- indi eru fótum troðin. Lestu sögu sam- skipta Bandaríkjanna og Suður-Amer- íku, og þá muntu spyrja: Hvað gilti krafan um skilyrðislausan stuðning við lýðræði og mannréttindi mikið í banda- rískri utanríkispólitík í samskiptum við, ekki bara Kúbu, ekki bara Haiti, ekki bara Guatemala, eða Nicaragua eða Chile? Og Kínverjar kunna sögu alveg jafnvel og aðrir. Það þarf því ekki að fara langt aftur í söguna til að sjá að Evrópubúar voru ekki bestu kennarar í heimi um gildi mannrétt- indi. Og þegar við komum að Kína þá upplifðu Kínverjar afskipti vestrænna þjóða aðallega sem ofbeldi, hroka, auðmýkingu og arðrán.” En hvað gerist nú í Kína þegar Deng er allur? „Eitt af því sem aldrei var fjallað um í fjölmiðlum var auðvitað sú staðreynd að á valdatíma Dengs var gríðarleg valdabarátta innan kínverska kommún- istaflokksins þar sem menn skiptust í hópa, með eða á móti Deng. Hvað eft- ir annað lá við að Deng yrði undir og hann var auðvitað mest hætt kominn eftir blóðbaðið á Torgi hins himneska Um Deng og Gorbatsjov: „Báöir tóku við stalínísku kúgunarkerfi. En þegar við berum saman hvernig að verki var staðið og hvaða arangri hefur verið náð þá er sá samanburður ótvírætt Deng í hag.” Um samskiptin viö Kína: „Ef þú spyrö: Hvernig get ég haft áhrif til góös, þá er svariö að þú gerir það með því að styðja viö bakið á þessari um- bótastefnu.” Kína og umheiminn að það takist snurðulaust. Hvað telur þú að einkenni Kínverja sem þjóð og einstaklinga? „Einu sinni spurði ég japanskan for- stjóra sem vann í Kína þessarar sömu spumingar. Hann þagði stundarkom en svaraði svo: „Sú sterka hefð sem hefur mótað japanskan þjóðarkarakter er hugtakið um samheldni og aga. Japanir gefa hollustu sína yfirboðurum sínum nán- ast skilyrðislaust, þeir vinna fyrirtæk- inu og fá í staðinn öryggi. Þessu er gjörólíkt farið með Kínverja. Hollusta Kínverja er við fjölskylduna, nánustu fjölskylduvini og frændgarð. Ekki við ríkið eða fyrirtæki. Keisarinn er langt í burtu, svo að hver er sjálfum sér næst- ur. Sú mynd sem dregin er upp af mið- stýrðri harðstjóm er nú þegar að vem- legu leyti úrelt, eins og norski sérfræð- ingurinn, sem hér talaði á „Kínversk- um dögum” lagði réttilega áherslu á. Ef Kínverjar njóta frelsis til athafna þá skara þeir fram úr. Frægasta dæmið er frá Indónesíu. Kínverjar em 3 pró- sent af 200 miljónum í Indónesíu og eiga 60 prósent af þjóðarauðnum. Kín- verjar hafa sýnt að þar sem þeim er leyft að spjara sig em þeir framúrskar- andi og vinna af krafti, kunnáttu og bjartsýni. Það em kannski þessir eigin- leikar sem búa að baki kínverska kraftaverkinu.” Gœtirðu hugsað þér að búa og starfa íKína? „Fyrir mann sem er sagnfræðilega þenkjandi er Kína óþrjótandi náma. Saga Kínverja er lengsta samfellda menningarsaga í heimi og þeir eiga sennilega mestu sögulegu arfleifð allra menningarheilda. Þannig að það er margt sem heillar. En ég er ekki á leið til Kína, ef það er það sem þú ert að slægjast eftir. En ég mun fylgjast með - úr fjarlægð.” Um Kína Maós: „Þaö var eins og eitrið smeygði sér um allt þjóöfélagiö, eitur öfundar, haturs og illmennsku. Þjóöfélagiö var heltekið af fólsku eins manns.” Um Deng og Maó: „Maó tilheyrir fortíðinni og mistökum hennar. Arfleifö Dengs vísar veginn til framtíöar.” friðar. Nú er það hins vegar svo að þeim öflum sem styðja stefnu Dengs hefur vaxið fiskur um hrygg, jafnvel þó að valdabaráttan snúist núna um það hverjir verða í forystunni. En bylting Dengs er svo langt fram gengin að ekki verður aftur snúið. Spumingin er hins vegar sú hvað verður um Kommúnista- flokkinn? Og hvað verður um Kína? Valdhafamir munu leggja á það ofurá- herslu að koma í veg fyrir að ríkið splundrist í ótal smáeiningar. Þeir munu gera sitt ítrasta til að halda í völd Kommúnistaflokksins. Á móti kemur að eftir því sem efnahagsvaldið dreifist því meiri tök missir Kommúnistaflokk- urinn. Nú tekur við tími „samvirkrar for- ystu”, þar sem Jiang Zemin forseti fer fremstur meðal jafningja. En enginn þeirra, sem nú gegna æðstu valdaemb- ættum, hefur enn sem komið er áunnið sér “umboð Himinsins”. Flokksþing kommúnistaflokksins síðla þessa árs mun væntanlega skera úr um, hvemig valdabaráttunni reiði af. Eitt er víst: At- burðarásin í Kína á árinu 1997 verður mjög í sviðsljósi heimsfrétta. Næsti kafli snýst um það að Hong Kong, þessi 6 milljóna framúrstefnuborg, verður endursameinuð Kína 1. júlí næstkomandi. Það er mikið í húft fyrir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.