Alþýðublaðið - 04.03.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.03.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 1997 AimUBIHBIB 21254. tölublað Brautarholti 1 Reykjavík Síml 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Dómsmálaráðherra leikur Guð Stundum er engu líkara en fsland sé bananalýðveldi, þarsem enginn æmtir eða skræmtir þó hinir kjömu valdsmenn gerist sekir um gjöminga, sem meira að segja Hæstiréttur segir að séu fráleitir. Eða hvað veldur því, að á íslandi fær sjálfur dómsmálaráðherrann harðar ákúmr frá Hæstarétti án þess að nokkuð gerist? En það var niðurstaðan í máli Hanes hjónanna. Rifjum aðeins upp málsatvik: Hanes hjónin vom eftirlýst í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, fyrir meint brottnám bamabams síns. Rannsóknarlögreglunni hafði ennfremur borist formleg beiðni um að handtaka þau. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp úrskurð sem leyfði handtöku hjónanna, húsleit á heimili þeirra, og töku bamsins úr forsjá þeirra. Hjónin kærðu úrskurðinn til Hæstaréttar. í stjórnarslcrá lýðveldisins segir, að “öllum beri réttur til að fá úr- lausn um réttindi sín og skyldur með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli.” Stjómarskráin veitir því Hanes hjónunum fortakslausan rétt til að skjóta úrskurði Héraðsdómsins til Hæstaréttar. Það eru gmnd- vallarmannréttindi, sem allir njóta, og gildir einu hvort í hlut eiga útlendingar sem kunna að vera gmnaðir um brot á lögum í heima- landi sínu eða alþjóðlegum samningum. Dómsmálaráðherra tók hinsvegar þá ákvörðun, að bamið skyldi ekki aðeins tekið úr umsjá hjónanna, heldur heimilaði flutning þess úr landi áður en Hæstirétt- ur gat kveðið upp sinn úrskurð. í vetfangi svipti ákvörðun ráðherrans hjónin stjórnarskrárvörð- um rétti til að skjóta málinu til Hæstaréttar. Hann kom um leið í veg fyrir að Hæstiréttur gæti fjallað efnislega um málið. Em tvímæli á því, að dómsmálaráðherrann braut gmndvallarreglu með úrskurði sínum? Svarið er alfarið nei. Hann hrapaði að niðurstöðu, sem eng- inn mannlegur máttur getur tekið til baka. Ákvörðun hans breytti lífshlaupi nokkurra einstaklinga, og líf þeirra fellur aldrei aftur í sama farveg og áður. Dómsmálaráðherrann lék Guð. Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður og lögfræðingur, sagði í Alþýðublaðinu að verknaður ráðherrans væri lögleysa, og brot gegn grundvallarreglum samfélagsins. Kristinn H. Gunnarsson, al- þingismaður, sagði einnig í Alþýðublaðinu að framganga ráðherr- ans væri vítaverð. Alþingismennirnir voru ekki hinir einu sem felldu harða dóma yfir ráðherranum. Hæstiréttur fór svofelldum orðum um gjörð ráðherrans í úrskurði sínum: “Með þessari ákvörð- un sinni svipti ráðuneytið í reynd hjónin þeim gmndvallarrétti sín- um að fá að bera aðgerðir íslenskra stjómvalda undir dóm Hæsta- réttar, auk þess sem þessi ákvörðun ráðuneytisins átti sér enga stoð í lögum.” Harðari áfellisdóm getur sitjandi ráðherra tæpast fengið af hendi Hæstaréttar. Rétturinn segir það hreint út, að dómsmálaráð- herra hafi brotið gegn ákvæðum stjómarskrárinnar. Spumingin sem óhjákvæmilega vaknar, er þessi: Hver er ábyrgð ráðherra? Alþingi hlýtur að þurfa að taka á því, hvemig á að bregðast við þegar mistök af því tagi sem Hæstiréttur nefnir í úrskurði sínum henda þá sem fara með framkvæmdavaldið í umboði þess. Er það mögulegt að Hæstiréttur kveði upp úrskurð sem í raun felur í sér, að ekki er hægt að treysta dómgreind dómsmálaráðherrans, - án þess að nokkuð gerist? Niðurstaða Hæstaréttar kallar á opinbera umræðu um mál af þessu tagi. Drengir í vanda og karlar í kreppu Kannanir sýna að strákar taka mun meira af tíma kennarans en stelpur. Kannanir sýna líka að strákar eru mik- ið fleiri í hópi þeirra sem þurfa á sér- þjónustu og stuðningi skólanna að halda. Þá er það staðreynd að strákar koma lakar út út öllum samræmdum prófum grunnskólans. Hvað er að gerast? Er ekki ástæða til að bregðast við? Hvað með stelpumar? Þurfa þær ekki Kka sérþjónustu og stuðning? Og hvaða samskiptamunstur þróast milli kynjanna ef stelpumar sitja prúðar í skólanum og bíða á með- an strákamir fanga athygli kennarans, með góðu eða illu? Benda þessar upp- lýsingar til þess að skólinn “hagi störf- um sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðli að al- hliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins” eins og segir í 2. grein gmnnskólalaganna. Eg hef, ásamt alþingismönnunum Pallborð ' »s Svanfríöur Jónasdóttir : skrifar Siv Friðleifsdóttur, Guðnýju Guð- bjömsdóttur, Bryndísi Hlöðversdóttur og Guðmundi Áma Stefánssyni, lagt fram tillögu á Alþingi um að mennta- málaráðherra skipi nefnd til að leita or- saka þess að drengir í gmnnskólum eiga við meiri félagsleg vandamál að etja en stúlkur og námasárangur þeirra er lakari. Jafnffamt því að leita orsaka bendi nefndin á leiðir til úrbóta þannig að unnt verði að taka tillit til þessa við gerð nýrrar námsskrár sem taka á gildi árið 1998. Er mikil fyrirferð merki um sterka stöðu? Ýmsar tölfræðilegar upplýsingar liggja fyrir um mismunandi hlutfall kynjanna þegar kemur að mælanlegum þáttum þeirrar þjónustu sem skólinn veitir. Þannig liggur fyrir að drengir em að minnsta kosti 2/3 þeirra nem- enda sem taldir em þurfa sérkennslu £ gmnnskólunum Reykjavíkur og ætla- má að það hlutfall sé svipað annars- staðar. Sama er uppi á teningnum þeg- ar röðin kemur að sérdeildum skól- anna, þar era drengimir einnig um það bil 2/3 nemenda. Þá er íjöldi drengja í svipuðu hlutfalli þegar litið er til þeirra sem fá sálfræðiþjónustu skólanna. Eft- ir þessum leiðum meðal annars hefur gmnnskólinn reynt að koma til móts við mismunandi stöðu og þarfir nem- enda sinna. Það er hinsvegar ljóst að leita þarf orsaka þess að drengjum tekst aimennt verr að fóta sig í skóla- kerfmu en stúlkum, bæði náms og fé- lagslega. Þegar mönnum era Ijósar or- sakir þess er líklegara að unnt verði að mæta þörfum drengjanna strax við upphaf skólagöngu í stað þess að takast síðar á við afleiðingum þess að skólinn eins og hann er uppbyggður virðist síð- ur henta drengum en stúlkum. Hvern- ig stendur á hinu mikla vægi drengj- anna þegar kemur að sérkennslu og sálfræðiþjónustu? Og samt koma þeir lakar út úr öllum samræmdum prófum í grannskólanum, 9 ára, 12ára og 16 ára og hvort sem um er að ræða tungu- mál eða stærðfræði. Fyrirferð strák- anna í skólunum er ekki einhlýt vís- bending um sterka stöðu þeirra. Hún verður hinsvegar til þess að tími fyrir stúlkumar er lítill og þær læra snemma að bíða á meðan drengimir fá þá at- hygli sem þeir þurfa. Að taka á stöðu drengjanna og mæta þeim á þeirra for- sendum til að bæta líðan þeirra og getu Hvernig stendur á hinu mikla vægi drengjanna þegar kemur að sér- kennslu og sálfræðiþjón- ustu? Og samt koma þeir lakar út úr öllum sam- ræmdum prófum í grunn- skólanum, 9 ára, 12 ára og 16 ára og hvort sem um er að ræða tungumál eða stærðfræði. er því réttlætismál fyrir stúlkumar líka og jafnréttismál. Betra uppeldi er forvarnarmál Sérfræðingar hafa sett fram tilgátur um að þroski kynjanna sé mismunandi þegar þau hefja grannskólanám. Þannig sé námið fyrstu árin eins og eðlilegt framhald af leikjum og föndri stúlknanna en drengimir eigi mun erf- iðara með bæði fínhreyfingar og tján- ingu. Þetta rímar við tilfinningu margra kennara og markviss þjálfun strax í leikskóla gæti þá bætt hér úr. Þó tillaga okkar fimmmenninganna taki einungis til grannskólans er ljóst að sum þeirra vandamála sem leita þarf orsaka fyrir og taka á þekkjast bæði í leikskóla og framhaldsskóla. Svokölluð Hjalla- stefna gengur út frá því að mismunandi áherslur eigi rétt á sér í hópuppeldi leikskólabama. Sú reynsla sem þar hefur fengist væri verðugt rannsóknar- efni. Það hefur líka verið bent á að dreng- ir eigi erfiðara með að tjá sig á ung- lingsárum og því líklegra að þeir láti hendur skipta. Afskipti lögreglu af unglingum staðfesta að drengjum er mun hættara við að lenda í átökum og slysum en stúlkum. Þá era þeir mun fjölmennari í hópi þeirra unglinga sem lenda undir manna höndum, lenda uppá kanti við lögin. Að þjálfa drengi í samskiptum og tjáningu er því forvam- armál því það era drengimir sem fara útí lífið án þess að kunna að tjá tilfinn- ingar eða ráða við þær sem era sérstak- ur áhættuhópur. Dauði af völdum slysa og sjálfsvíg era líka margfalt algengari meðal drengja en stúlkna. Jafnrétti og gjald karl- mennskunnar Jafnréttisbaráttan hefur aðallega ver- ið háð af konum. Hún hefur leitt til þess að losnað hefur um ýmsa staðlaða ramma kvenímyndarinnar og staða kvenna hefur að ýmsu leyti breyst enda hafa þær unnið mjög markvisst að því. Til þess að árangursrík þróunin geti haldið áfram þurfum við hinsvegar að beina sjónum okkar frekar að stöðu karla og drengja. Við þurfum að ala drengina öðravísi upp til að fá betri karla. Margt bendir til þess að þeir sjálfir séu famir að skoða sín mál af al- vöra og að ýmsum blöskri það “gjald karlmennskunnar” sem goldið er með háu hlutfalli drengja sem þurfa stuðn- ing og sérþjónustu skólanna og sem deyja af völdum slysa eða sjálfsvíga. Og þá einnig þær tölur sem blasa við þegar horft er til fjölda þeirra pilta sem gista sérstofnanir af ýmsu tagi, og tjölda karla þegar litið er til alkahol- isma, innilokunar í fangelsum og ótímabærs dauða af ýmsum ástæðum. Jafnrétti snýst um það að við öll fáum notið hæfileika okkar og getu án tillits til kynferðis. I ýmsu tilliti þurfum við greinilega að huga betur að drengj- unum. Með því sköpum við stúlkunum líka nýtt svigrúm. Þannig getum við væntanlega stigið nýtt og öraggt skref í átt til betra mannlífs. Höfundur er þingmaður þingflokks jafnaöarmanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.