Alþýðublaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. mars 1997 MHBUBIMB 21254. tölublað Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaösútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun Isafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Veiðileyfagjald og verðtrygging Verðtrygging var tekin upp hérlendis 1978 en áður höfðu lán al- mennt verið óverðtryggð. A þeim árum átti sér stað stórkostleg millifærsla á fjármunum samhliða hinni miklu verðbólgu. Þeir sem skulduðu græddu en sparifjáreigendur, ekki síst gamla fólkið, sat eftir með sárt ennið. Það er athyglisvert að bera saman baráttuna fyrir verðtryggðum kjörum þá og fyrir veiðileyfagjaldi núna. Baráttan fyrir verðtrygg- ingu var rekin með réttlætisrökum vegna þess að með óverðtrygg- ingu var skuldurum hyglað. Þeir sem höfðu aðstöðu til að fá lán í bönkum á tíma skömmtunar högnuðust umfram aðra. Hagkvæmn- isrökin vógu einnig þungt en með óverðtryggingu var offjárfest, aðallega í steinsteypu. Þá lögðust forsvarsmenn sjávarútvegs og atvinnuveganna gegn þessu. Verðtrygging átti að setja atvinnulífið á hausinn. Vilmundur Gylfason, einn helsti forystumaður Alþýðuflokksins á þessum árum, barðist ötullega fyrir verðtryggingunni sem var mikil réttar- bót í okkar hagkerfi. Verðtrygging var nauðsyn vegna verðbólg- unnar þótt nú sé skynsamlegt að draga úr henni vegna langvarandi stöðugleika. Sama er upp á teningnum nú. Nú berst Alþýðuflokkurinn og aðrir jafnaðarmenn fyrir veiðileyfagjaldi sem er réttlætis- og hag- kvæmnismál. Enn eru sömu andstæðingamir, það er þeir sem nota sér ranglæti eldra kerfis til að auðga sjálfan sig. Veiðileyfagjald er nauðsynlegt vegna þess að ekki er hægt að horfa upp á fjölmarga aðila í þjóðlífinu hagnast stórlega á verslun með veiðiheimildir sem er úthlutað ókeypis af ríkisvaldinu úr sam- eiginlegri auðlind þjóðarinnar. Þessi hagnaður rennur í vasa hinna fáu á kostnað hinna mörgu. Það verður aldrei sæst á slrkt kerfi. Auk þess er veiðileyfagjald nauðsynlegt til að skapa svigrúm fyrir aðra atvinnuvegi, tryggja stöðugleika og koma í veg fyrir verðbólgu og gengisfellingar í framtíðinni. Þannig liggja bæði rétt- lætis- og hagkvæmnisrök til grundvallar veiðileyfagjaldi. Fyrir rúmum 20 árum var sagt að verðtrygging myndi leggja landsbyggðina í rúst. Nú er aftur gripið til þessa óþverraráðs. Hand- hafar kvótans vita að tilfinningar geta orðið sterkar ef tekst að reka fleyg milli þéttbýlis og dreifbýlis. Það að halda því fram að veiðileyfagjald sé skattur á lands- byggðina er ffáleitt því að landsbyggðin fær engum kvóta úthlutað. Það er nokkrir einstaklingar í hverju þorpi eða bæjarfélagi sem fá kvótann og þeir geta gert við hann það sem þeim sýnist, selt hann, leigt hann eða veitt hann. Fólkið í þorpunum hefur engin áhrif á það. Veiðileyfagjald mun þvert á móti styrkja landsbyggðina þar sem annar atvinnuvegur tengdur sjávarútvegi byggist þar upp. Úthlutun veiðiheimilda án veiðileyfagjalds er forréttindakerfi sem er varið af forréttindastéttinni með kjafti og klóm. Fólkið í landinu hefur séð í gegnum þennan málflutning eiginhagsmuna eins og skoðanakannanir sýna. 75% þjóðarinnar styður veiðileyfa- gjald. Fólkið skilur þessa aðferðafræði en vinsælt er af andstæðing- um veiðileyfagjalds að segja að almenningur skilji þetta ekki. Til viðbótar við ófyrirleitnina kemur hrokinn. Fólkið veit vel að þarna er harðsvíraður hópur að verja eigin peningalegu hagsmuni og vill fá veiðiheimildir áfram ókeypis. Nú er næsta skerf að brjóta hina pólitísku bijóstvörn andstæðinganna á bak aftur. Það gerist ekki nema kjósendur Sjálfstæðisflokksins snúi við honum baki vegna þessa máls. Sá sem ver útgerðarmennina pólitískt er Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson. Það væri löngu komið á veiðileyfagjald ef ekki væri fyrir and- stöðu Sjálfstæðisflokksins og reyndar Framsóknarflokksins líka. Jafnaðarmenn eru eina stjómmálaaflið sem berst einróma fyrir veiðileyfagjaldi. Alveg eins og baráttan fyrir réttlæti á fjármagnsmarkaði vannst fyrir rúmum tuttugu áram þá mun þessi barátta vinnast fyrir til- stuðlan jafnaðarmanna. skoðanir A Alver eða ekki? Nei, nú get ég ekki lengur orða bundist yfir ruglinu sem dynur á þjóðinni þessa dagana. Fólk finnur tilvonandi álveri allt til foráttu og aðal rökin eru náttúruvemd. Ég hef sjálfur unnið í Alverinu í Straums- vík, þar á meðal tvö sumur í kerskál- unum, þar sem aðal mengunin er mest. Starfs míns vegna kynntist ég meðal annars hreinsibúnaði Álvers- ins. í stuttu máli fara mengunarefnin aftur og aftur í kerin þar sem þau era brennd aftur og aftur, þar til lítið er eftir. Ferlinu má helst líkja við hvarfakúta nútíma bifreiða. Mikil áhersla er lögð á það hjá starfsmönn- um, vegna áherslu forsvarsmanna fyiirtækisins, að haga störfum sínum Pqllborð | Baldvin Björgvinsson skrifar þannig að sem minnst mengun verði. Einnig er stanslaust eftirlit með út- blæstri mengunar. Enn er unnið að frekari þróun hreinsibúnaðarins. Tækjabúnaður er látinn ganga fyrir raforku, jafnt ofnar sem ökutæki ef mögulegt er. Með öðram orðum gera forsvarsmenn ISAL sér fyllilega grein fyrir því að áherslur á umhverf- isvemd aukast stöðugt og gera allt sem x þeirra valdi stendur til að fylgja þeirri stefnu. Að líta í eigin barm Vissulega er öll stóriðja af þessu tagi mengandi, en ef Islendingar ætla að fara að mótmæla mengun þá verða þeir að byija á að taka til í eig- in garði. Mikil áhersla hefur verið lögð á hvarfakúta og nákvæmt eftirlit með útblæstri bílvéla. En hvar er mesti mengunarvaldur íslendinga? Er það stóriðjan, annar iðnaður eða bílamir? Nei, það er fiskiskipaflotinn sem mengar mest, hann brennir meirihluta þeirrar olíu sem flutt er inn í landið. Og hvað með aðra mengun? Flokka íslendingar og end- urvinna sorp? Það fer nú heldur lítið fyrir því. Dagblöð og annar pappír og eitthvað af timbri og málmum er endurannið. Og hvað með skólp? í því er ég sérfræðingur, hef stundað siglingar við strendur höfuðborgar- innar frá unga aldri. Forsvarsmenn Reykjavíkur hafa haldið því fram að um hreinsibúnað sé að ræða. Þvílík þvæla. Hreinsistöðvamar svokölluðu era ekkert annað en dælustöðvar. Sagt er að í þeim sé einhverskonar hakkavél. Hverju breytir það? Dót- aríið sem fer niður um klósettskálar höfuðborgarbúa er þá ekki eins aug- ljóst á floti út við himinbláu, bláu, bláu, sundin. Og ætlunin er að dæla öllu góssinu út á seltjamames og þar út í hafstraumana sem bera það beint út á fiskimiðin! Enginn veit hver áhrif það hefur. Skelfiskar og kuð- ungar hafa lengi verið góður mæli- kvarði á mengun. í stuttu máli sagt er Ég leyfi mér að fullyrða að mengun frá tilvonandi ál- veri er á við hreint og tært fjallaloft samanborið við mengun fiskiskipaflotans. Ef einhver virkilega vill sjá mengun, þá er bara að líta yfir Reykjavík á yndisleg- um lognstillum vetrardegi, brúna mengunarskýið fer ekki fram hjá neinum. skelfiskurinn óætur vegna þung- málma og salmonellu í margra mflna radíus frá höfuðborginni. Kuðungar fá flestir kvenkyns kynfæri vegna mengunarinnar. Kvenkyns hormón- um, pillunni, hefur verið kennt um sem mögulegri orsök. Hvað með há- lendið? Þar er stærsta eiðimörk í allri Evrópu. Hvergi í Evrópu er gróður- eyðing meiri en á íslandi. Lítil mengun af álveri Einn sóðaskapur afsakar ekki ann- an, núverandi mengun og gróðureið- ing afsakar ekki slakar kröfur til nýrra fyrirtækja. Kröfur Hvalfjarðar- búa eiga fyllilega rétt á sér og það hefur sýnt sig að það þarf að fylgjast vel með umhverfisráðuneytinu. Hins vegar finnst mér að umhverfisvemd- arsinnar ættu að snúa sér að því sem vikilega er að í umhverfismálum Is- lendinga og snúa sér að einhverjum þeim verkefnum sem ég hef nefnt hér á undan. Ég leyfi mér að fullyrða að mengun ffá tilvonandi álveri er á við hreint og tært fjallaloft samanborið við mengun fiskiskipaflotans. Ef ein- hver virkilega vill sjá mengun, þá er bara að líta yfir Reykjavík á yndis- legum lognstillum vetrardegi, brúna mengunarskýið fer ekki fram hjá neinum. Er búið að bjóða okkur lausn? Nýlega fréttist af því að einhver frá þýskum vélaframleiðanda hefði verið að falast eftir samstarfi við ís- lendinga varðandi þróun á vetnis- knúnum vélum. Tilboðið hljómaði ekki illa. Að knúa allan fiskiskipa- flotann áfram með vetni. Þama era reyndar nokkur ljón í veginum, olíu- félögin. Tæpast verður það í stjómar- tíð sjálfstæðismanna að olíusala til fiskiskipaflotans verði lögð af. Þetta er málefni fyrir umhverfisvemdar- sinna að takast á við af öllu afli. Vetni er hægt að framleiða fyrir mengunarlausa orku á íslandi. Efna- hvörf vetnis valda ekki mengun. Það má nota það á biffeiðar og önnur samgöngutæki. Og það er hægt að selja það úr landi. Auðvitað er eitt- hvað þessu líkt sem raforkan ætti að fara í, frekar en mengandi stóriðju. Að þessu leiti er ég á móti stóriðju, í hvað mynd sem er. En ef mengun frá iðnaði, hver sem hann er uppfyllir gildandi kröfur þá er engin ástæða til að vera að eyða tíma sínum og kröft- um í að mótmæla. Það era önnur meira áríðandi verkefni í okkar eigin garði. Höfundur er rafvélavirkjameistari og há- skólanemi. ■V

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.