Alþýðublaðið - 07.03.1997, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 07.03.1997, Qupperneq 1
■ Stúdentaráð bíður enn eftir breytingum á Lánasjóðnum Stendur á Birni Bjarnasyni -ráðherrar og þingmenn Framsóknar eru ekki bara að svíkja okkur, heldur alla sína flokksmenn, segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. “Við fréttum ekki neitt, ekki neitt. Þær litlu fréttir sem við fáum eru þær að það sé komið samkomulag um þetta mál og að verið sé að þvinga Bjöm Bjamason upp í pontu, til að mæla fyrir frumvarpinu, og með samtímagreiðslunum inni. Við vitum ekki hvort frumvarpið er tilbúið. Málið virðist standa þversum í háls- inum á Bimi,” sagði Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hjá Stúdentaráði, um framgang á breytingum á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Vilhjálmur segir fréttir af gangi málsins, innan ríkisstjómarinnar og menntamálaráðuneytisins, óljósar. Frést hefur að Bjöm Bjamason hafi samið eitt frumvarp og annað hafi verið samið að undirlægi Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímsson- ar. “Það er erfitt að meta hvað er satt og hvað er logið af því sem við heyr- um. Framsóknarmenn vilja að sjálf- Sunnudags- leikhús Sjón- varpsins “Þetta er einn þáttur í því að efla innlenda dagskrárgerð og ég vona að vel takist til,” segir Sigurður Val- geirsson dagskrárstjóri Sjónvarpsins, en að hans fmmkvæði hefur Sjón- varpið ráðið fimm höfunda til að skrifa þtjá tuttugu mínútna þætti fyr- ir sjónvarp. Höfundarnir em Guðrún Helgadóttir, Friðrik Erlingsson, Karl Ágúst Ulfsson, Þorvaldur Þorsteins- son og Hlín Agnarsdóttir. Þættimir verða teknir upp í maí og júní. Sýn- ingar verða á sunnudagskvöldum og munu hefjast næstkomandi haust. ■ Rektorskjöri Stúdentar gagnrýndir Stúdentar standa fyrir fundi í há- deginu á miðvikudag, með nokkmm prófessorum sem hafa verið orðaðir við embætti rektors. Þegar er ljóst að Þórólfur Þórlindsson, Vésteinn Óla- son, Jón Torfi Jónasson, Páll Skúla- son og Þorsteinn Vilhjálmsson verða á fundinum en stúdentar hafa verið gagnrýndir fyrir að standa fyrir þess- um fundi með ákveðnum aðilum áður en fyrri umferð kosningana er um garð genginn. I raun eru allir pró- fessorar við skólann kjörgengir þangað til. Stúdentar telja hinsvegar að það sé eðlilegt að frambjóðendur kynni stefnu sína fyrir prófkjör. Þeir buðu öllum prófessorum við skól- ann, alls 140, að taka þátt í fundinum hefðu þeir hug á embættinu, þeir höfðu svo samband við þessa fimm sem orðaðir voru við framboð og samþykktu þeir allir að mæta. Frest- ur til að tilkynna þátttöku rennur út á morgun. Rektorskjör er þann 16. apr- íl en þann 14. mars verður fyrri um- ferð kosningana sem er óformlegt prófkjör en tveir efstu menn þess halda áfram. sögðu halda okkur góðum og ekki fáum við miklar upplýsingar frá sjálfstæðismönnum.” Námsmenn eru orðnir langþreyttir vegna þessa seinagangs. “Við höfum setið á strák okkar, í von um að mál- ið kæmi fram það tímanlega að hægt yrði að klára það á þessu þingi, en það eru ekki margir dagar til stefnu eigi það að nást, við bíðum ekki öllu lengur. Við munum beina spjótum okkar að Framsóknarflokknum, það er mikið í húft að málið klárist á þessu þingi, ef það gerir það ekki, nást breytingar ekki fyrir næsta skólaár.” “Þetta mál var aldrei á stefnu Sjálfstæðisflokksins, en ef ntálið næst ekki á þessu þingi, er Davíð Oddsson, að ganga á bak orða sinna frá því í vetur. Það kæmi mér á óvart ef það yrði. Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar staðið fast á sam- tímagreiðslnum í fimm ár. Þeir fóru með þetta fram í síðustu kosningum og fengu mikinn stuðning ungs fólks vegna þessa máls. Svo er ekki úr vegi að rifja upp öll þau stóru orð sem nú- verandi ráðherrar létu falla þegar þeir voru í stjórnarandstöðu, þar á ég við Finn Ingólfsson, Pál Pétursson, Ingi- björgu Pálmadóttur og Guðmund Bjamason. Valgerður Sverrisdóttir lét líka stór orð falla. Þeir þingmenn, sem nú er í þingflokknum, fóru um landið með þau orð á vörunum, að endurgreiðslunum ætti að breyta. Landsfundur flokksins staðsetti flokkinn rækilega í þessu máli, þing- mennimir em því ekki bara að svíkja okkur, heldur alla flokksmenn sína.” Vilhjálmur nefnir dæmi um mál- flutning ráðherra Framsóknarflokks- ins þegar þeir vom óbreyttir þing- menn, í stjómarandstöðu. Finnur Ingólfsson sagði til dæmis á Alþingi á árinu 1992: “Hér eru alvarlegir hlutir að gerast. Hver hefði trúað því að árið 1992 gæti þetta gerst? Það er verið færa námsaðstoð við náms- menn áratugi aftur í tímann. Jafnrétti til náms er aflagt. Menntun er aftur að verða forréttindi hinna ríku. Lána- sjóður íslenskra námsmanna er í raun og vem lagður niður. Námsmönnum er vísað á bankakerftð, á okurvext- ina, kerfi sem á að fara að einkavæða eða gefa kolkrabbanum. Það er kol- krabbinn í þessu þjóðfélagi sem á að fara að ákveða hverjir það eru sem eiga að mennta sig. Hér er í raun og vem verið að kveða upp dauðadóm yfir mörgu ungmenni í þessu landi, hvað menntun snertir. Meðan þessir tveir flokkar, Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur ráða ríkjum á Al- þingi, verður íslands óhamingju allt að vopni í þessu máli. Ég segi nei, nei og aftur nei.” ■ Guðjón Á.Eyjólfsson Kunnugir hefðu kallað á.hjálp Þetta mál er áminning um það, að það eigi að vera íslenskir yfirmenn á áætlanaskipum í þjónustu íslenskra skipafélaga, bæði í brú og vél. Menn sem þekkja allar aðstæður. Við búum við það erfitt hafssvæði að okkar skip- stjómarmenn, sem sigla hingað stöðugt, hafa mikla og ómetanlega reynslu. Ég, og fleiri, hef margoft bent á þetta þegar sagt hefur verið að sama sé hverjir stjómi skipum hér við land,” sagði Guðjón Armann Eyjólfsson, skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavík, í samtali við Alþýðublað- ið. “Menn sem þekkja Suðurströndina hefðu ekki beðið klukkustundum sam- an eftir að kalla á hjálp, undir kring- umstæðum, eins og vom á miðviku- daginn þegar Vikartindur strandaði. Það gengur ekki að menn ösli hér um íslenska landhelgi og gmnnslóð eins og þeim sýnist. Það þarf lagasetningu til að takmarka þessar siglingar. Hvað gerist ef olían næst ekki úr skipinu? Hvað hefði gerst ef þetta hefði verið olíuflutningaskip sem hefði rekið upp í Krísuvíkurbjarg? Við þurfum lög sem ákveða hvaða leið og í hvaða fjar- lægð frá landi, bæði skip mep hættu- legan fram og önnur skip undir stjóm þeirra, sem ekki hafa komið hingað áður og ekki þekkja til, eiga að sigla.” ■ Svavar Gestsson Gjörbreytir stöðunni “Það myndi gjörbreyta stöðu heyrnarlausra. Til dæmis þegar þeir þurfa á þjónustu opinberra stofnana að halda, myndu heymamarlausir eiga rétt á að fá túlk með sér. Þess eru dæmi að heymarlaus kona hafi verið að eiga barn, án þess að hafa neinn til að hjálpa sér. Eins er hægt að nefna ef heymarlaus maður mætti hjá Vinnumiðlun Reykjavíkur, ætti rétt á að fá túlk. Foreldrar heymarlausra barna fengju rétt á á námskeiði þar sem þeir yrði kennt táknmál og þeim yrði gerð kleift að geta kennt barninu sínu táknmál,” sagði Svavar Gests- son alþingismaður. Svavar vill að táknmál verði viður- kennt sem móðurmál heymarlausra. Nýr penni Halldór Guðmundsson, út- gáfustjóri Máls og Menningar, er Þriðji maður Alþýðublaðs- ins í dag, en hann mun á næst- unni skrifa reglulega pistla á móti þeim Guðmundi Andra Thorssyni, rithöfundi, og Hrafni Jökulssyni, ritstjóra. Halldór er bókmenntafræðing- ur að mennt, kunnur fyrir fjöl- margar greinar um stjómmál og bókmenntir, og er auk þess höfundur bókarinnar “Loksins, Loksins” sem fjallaði um Hall- dór Laxness og bók hans, “Vefarann mikla frá Kasmír.” Alþýðublaðið býður Halldór velkominn á síður sínar. Sjá bls. 2 Óperan hefur gert innrás á Sólon íslandus. Á næstunni geta gestir hennar spókað sig þar á efri hæðinni ásamt gestum staðarins í hléum, því pallurinn hefur verið opnaður milii hæða. Saiurinn hefur verið gerður upp í klass- ískum stíl, loftin eru gyllt, borðin eru úr dýrum viði og stólarnir, bólstraðir með háu baki en grafískur hönnuður tók sig til og málaði alla stólana með blýanti en síðan voru þeir lakkaðir til að ná réttri áferð. Aðal staðarins verður þó mikill og flottur vínbar þar sem metnaður verður lagður í að hafa sem flestar teg- undir á boðstólum, til dæmis geta gestir valið á milli 60 tegunda af vískí, þar af 30 tegunda af maltvískí. Ný- breytnina er þó kannski helst að finna í verðlagningu, en stjórnendur staðarins hafa ákveðið að hætta að nota prósentuálagningu, og nota þess í stað fasta álagningu á hvern sjúss. Þetta þýðir það að hægt verður að fá dýr eðalvín á vægu verði. Sem dæmi má nefna að á staðnum er hægt að kaupa glas af Loðvík Fjórtánda koníaki, á tæplega 4000 krónur en flaskan kostar úr verslun 96.000 krónur. Glas af slíkum eðaldrykk myndi með gamla fyrirkomulaginu kosta um 7000 krónur. Hægt verður að kaupa glas af freyðivíni á 400 krónur og kampavíni á 700 krónur. Að sögn Sigurðar Helgasonar framkvæmdastjóra verður opið upp að minnsta kosti þrjú kvöld í viku og fyrstu fjórar helgarnar mun strengjahljómsveitin, T Vertigo, leika fyrir dansi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.