Alþýðublaðið - 07.03.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.03.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. mars 1997 MMDUBLfDie 21254. tölublað Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaösútgáfan ehf. Ritstjóri ðssur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Ðreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Kjarasamningar Ýmislegt bendir til þess að kjarasamningar séu nú á lokastigi. Ferli þeirra hefur verið svipað og oft áður, viðræður í langan tíma þar sem ekki eru rædd nein meginmál, síðan næturfundir og allt smellur saman eða í sundur eftir tveggja sólarhringa vöku. Þetta er kunnuglegt þrátt fyrir ný lög frá því í fyrra sem áttu meðal annars að breyta vinnubrögðum við kjarasamninga. Frá því að þjóðarsáttarsamningamir voru gerðir árið 1990, sem samstarfsverkefni verkalýðsfélaga og vinnuveitenda, hefur ekki örlað á ferskri hugsun hjá aðilum vinnumarkaðarins hvað varða ný vinnubrögð og raunhæfar áætlanir til styttingar vinnutíma og auk- innar framleiðslu. A tímabili var mikið rætt um vinnustaðasamninga en VSI virð- ist hafa eyðilagt raunhæfa aðkomu að því máli með því að vilja við- halda eins mikilli miðstýringu á hlið vinnuveitenda og frekast er unnt. Það er athyglisvert að fylgjast með óánægju VSÍ í fjölmiðlum þegar stærsta verkalýðsfélag landsins, VR, hefur náð hverjum samningi á fætur öðrum við fyrirtæki sem standa utan Vinnuveit- endasambandsins. Þetta eru eðlilegir samningar enda samningsréttur ótvírætt hjá verkalýðsfélögum og ætti vitaskuld að vera með skýrari hætti hjá einstökum fyrirtækjum þannig að launþegar fengju betur notið góðrar afkomu margra fyrirtækja. Ennþá ríður miðstýringadraugur- inn húsum hjá aðilum vinnumarkaðarins, ekki hvað síst hjá vinnu- veitendum. Kröfugerð launafólks hefur verið mjög sanngjöm að mati Al- þýðublaðsins. Hækkun lágmarkslauna hefur verið sett á oddinn og hóflegar kauphækkanir til annarrra. Það er engin hætta að þjóðfé- lagið fari á hvolf við slíka kröfugerð þótt vinnuveitendur þreytist seint á að hrópa úlfur, úlfur. Það kom einnig í ljós að verkafólk fylgir foringjum sínum dyggilega ef kemur til frekari aðgerða. Vinnuveitendur gerðu sér miklar vonir um að fólk myndi einfaldlega fella verkfallsboðanir. Annað hefur komið í ljós. Almenningur er búinn að fá nóg af skrípaleik vinnuveitenda í þessari deilu og ósvífinni framkomu þeirra gagnvart hækkun lægstu launa. Forstjóragengið hjá VSI er nær milljón á mánuði en láglaunafólkið hundrað þúsund krónum. f alþjóðlegum samanburði er talið að einn veikasti þáttur í hag- kerfi okkar sé stjómun fyrirtækja. Því hefur alltof lítill gaumur ver- ið gefinn hversu slappir íslenskir forstjórar em í fyrirtækjarekstri. Við emm að uppskera það í bágum kjömm launþega. Stjórnvöld hafa haldið að sér höndum í þessari deilu en bíða eins og jólasveinn í strompi með skattapakka til að “höggva á hnút- inn”. Það em forkastanleg vinnubrögð að ríkisstjómin ætlar enn eina ferðina að greiða launahækkun fyrir vinnveitendur með skatta- lækkun á launafólk. Það er launafólk sem greiðir fyrir þá skattalækkun með minni opinberri þjónustu í velferðar-, heilbrigðis- og menntamálum. Rík- isstjómin hefur skorið niður í þeim málaflokkum og nú mun hún halda því áfram vegna þessara skattalækkana fyrir vinnuveitendur. Stefna stjómvalda er enn hrottalegri því ríkisstjórnin ákvað í haust að halda barnabótum, vaxtabótum og skattleysismörkum óbreyttum þrátt fyrir verðbólgu og frysti þannig fé fyrir launþegum sem hún lætur þá hafa aftur með skattalækkun nú í lok samnings- gerðar. Launþegar greiða þannig tvöfalt fyrir þessar “gjafír Dav- íðs”. Alþýðublaðið og jafnaðarmenn hafa lagt til uppstokkun á skatt- kerfinu, ekki hvað síst gagnvart millitekjufólki. Skattar fyrirtækja hafa lækkað stórlega í tíð ríkisstjómarinnar en það svigrúm er ekki nýtt til að auka kaupmátt verkafólks eða hagræða til frekari sóknar. skoðanir Hverjum í vetur tókust tvær grónar stofnanir þýska sambandslýðveldisins á - í tákn- rænum skilningi. Vikuritið Der Spiegel hélt upp á að hálf öld var liðin frá því breska setuliðið veitti því útgáfuleyfi, og skömmu áður fagnaði Kohl kanslari því að hafa verið lengur við völd en fyrirmyndin mikla, Adenauer. Og það fór ekki á milli mála hvor hafði betur: Utgefandi, spegilsins, Augstein, varð að taka ofan fyrir kanslaranum í blaði sínu, og játa að sér hefði skjátlast illi- lega í mati sínu á foringja kristilegra demókrata. Aftur á móti gat Kohl, nán- ast einn þýskra ráðamanna, fullkom- lega hunsað afmælishald vikublaðsins sem hámarki náði með samkomu þar sem forseti Þýskalands var aðalræðu- maður. í mörg ár hefur Kohl neitað blaðinu um öll viðtöl og látið eins og það sé ekki til, og hann þurfti ekki að ómaka sig útúr húsi af þessu tilefni. Það væri ofmælt að kalla Spiegel vinstrablað, en það hefur lengi verið málpípa eða alltént athvarf krítískra menntamanna, og þar af leiðandi dæmt til að snúast gegn manni eins og Kohl. Þriðji mqðurinn| 1 J&' \ Halldór Guðmundsson Ifa x ' J*. p * # skrifar Þegar hann varð kanslari fannst mörg- um þýskum menntamanni hann þurfa að skammast sín fyrir manninn: Hann hafði ekki kjörþokka Adenauers né lýðhylli Erhards, var enginn skáldavin- ur og menningar eins og Brandt, eng- inn þjóðfélagsgreinir og hagspekingur á við Schmidt, ekki einu sinni ræðu- maður á við Strauss - skorti húmor hans og fleyg tilsvör. Einu bækumar sem virðast höfða virkilega til Kohls að sögn andstæðinga hans eru kokka- bækur, og þá helst þær sem kona hans skrifar, enda er þar hvergi sparður rjóminn. En í hverju felst þá pólitískt ianglífi Kohls, seigla og styrkur? Öðru fremur í því að hann hefur haft óbilandi nef fyrir valdi - hvar það er, hvemig best er að tryggja sér það, efla það og beita því. Þetta sýndi sig til dæmis í samein- ingarferlinu við Þýska alþýðulýðveld- ið. Þegar taka þurfti ákvarðanir hikaði Kohl aldrei, gekk alltaf skrefi lengra en nokkur hafði látið sig dreyma um og gaf andstæðingum sínum aldrei tóm til að ná áttum. Fyrir vikið varð hann táknmynd sameiningarinnar og fram- bjóðandi sósíaldemókrata beið háðu- klukkan glymur legan ósigur fyrir honum. Oscar Lafontaine var í verstu stöðu sem stjómmálamaður í baráttu um völd get- ur lent í, að hafa rétt fyrir sér um leið og hann missti af vagni sögunnar; standa eftir á brautarpallinum með þá- En nú bendir ýmislegt til þess að Kohl hafi sjálfur framið aðra kórvillu stjórnmála- manna: að gæta þess ekki að stíga af þeim sama vagni nógu snemma til að gera það með reisn. skildagatíðina að vopni. En nú bendir ýmislegt til þess að Kohl hafi sjálfur framið aðra kórvillu stjómmálamanna: að gæta þess ekki að stíga af þeim sama vagni nógu snemma til að gera það með reisn. Hann gat ekki látið sér nægja að verða kanslari sameiningar Þýskalands, hann vildi líka vaka yfir aukinni sameiningu Evr- ópu. Maastricht samkomulagið er hans samkomulag, Evróinn er hans mynt, og hann hefur ekki viljað láta af völdum fyrr en myntbandalagið er komið í höfn. Og það er verkurinn: ósennilegt verður að teljast að það verði að veru- leika í ársbyrjun 1999, einsog stefnt hefur verið að. Verst er að Þjóðverjar virðast sjálfir ólíklegir til að geta upp- fyllt skilyrði myntbandalagsins fyrir lok þessa árs, einsog gert hafði verið ráð fyrir. Skuldasöfnun þjóðarbúsins mun aukast um.meira en 3 prósent á ár- inu, og þar með er ein meginforsendan brostin. Jafnframt era atvinnuleysingj- ar komnir fast að fimm milljónum samkvæmt opinberam tölum, skatta- löggjöfin orðin yfirgengileg og óleys- anleg flækja og velferðarkerfíð í mikl- um vanda. Auðvitað era ýmsir kostir: Að fresta gildistöku myntbandalagsins, að breyta skilyrðum, að fækka aðildar- löndum. Allar leiðimar fela í sér ósigur fyrir Kohl. Neyðist hann til að játa að honum hafi ekki tekist þessi samein- ing, um leið og hann hverfur af sviðið stjórnmála? Að hann hafi þrátt fyrir allt ætlað sér um of, ekki skynjað á réttum tíma hverjum klukkan glymur? Refs- ingin blasir við: Samflokksmenn ræða opinskátt um eftirmann hans, valdið sem er honum svo kært er að renna honum úr greipum. Hver veit nema hann verði til í að halda ræðu á næsta afmæli Spiegel. Nema hann verði ekki beðinn...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.