Alþýðublaðið - 07.03.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.03.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 7. MARS 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 áhugamanna og spurði þá hverjir þeirra tilnefndu ætti helst skilið að fá Óskarinn Secrets and Lies sem byggð er kring- um leikara. Framlag leikaranna í Secrets and Lies er kannski það sterkasta í kringum þá mynd. Besti leikari: Geoffrey Rush í Shine. Hann ber þá mynd uppi og er alveg magnaður. Besta leikkona: Emily Watson í Breaking the Waves. Breaking the Waves er óekta mynd. Það sem er ekta í henni er leikur þessarar konu. Besti leikari í aukahlutverki: Ed- ward Norton í Primal Fear. Með sterkari frumraunum sem maður hefur séð á hvíta tjaldinu í nokkur ár. Besta leikkona (aukahlutverki: Juii- ette Binoche í The English Patient. Leikur hennar er það besta við þá mynd. Ari Eldjárn Fargo hefur karakter Besta mynd: Fargo. Myndin sjálf og sögusviðið hafa svo mikinn karakter að leikaramir em naestum því skildir útundan. Besti leikstjóri: Scott Hicks fyrir Shine. Þetta er erfiðasta valið, en það er aðdáunarvert hvernig Hicks kemur manni inn í söguna og fær mann til að hafa samúð með persónum, og svo er myndstfll hans hreint frábær. Besti leikari: Geoffrey Rush í Shine. Honum tekst feikna vel að skapa sérstaka persónu. Annars væri það alveg eftir Könunum að láta Tom Cruise fá verðlaunin. Ég hef ekki séð Jerry Maguire en það þarf eitthvað mikið að hafa gerst ef Tom Cruise leikur vel. Besta leikkona: Brenda Blethyn í Secret and Lies. Blethyn er tví- mælalaust besta leikkonan. Hæfileik- inn til að geta verið svo pirrandi en um leið svo sympatísk er ótrúlegur. Besta leikari t' aukahlutverki: William H. Macy í Fargo. Hann er alveg stórkostlegur sem Minnisota bflasali. Besta leikkona í aukahlutverki: Juliette Binoche í The English Patient. Þessi heillandi leikkona á Óskarinn skilið. Ég held að The English Patient fái flest verðlaun og það er margt í henni sem er gott. Arnaldur Indriðason Leigh er töfra- maðurinn Besta mynd: Secrets and Lies. Sönn mynd og góð saga um venjulegt fólk. Stórkostlega vel leikin. Annars býst ég við að The English Patient vinni í þess- um flokki. Besti leikstjóri: Mike Leigh fyrir Secrets and Lies. Leigh er töframað- Cuba Gooding Jr. (Jerry Maguire) William H. Macy (Fargo) Armin Mueller-Stahl (Shine) Edward Norton (Primal Fear) James Woods (Ghosts of Mississippi) Besta leikkona í aukahlutverki Joan Allen (The Crucible) Lauren Bacall (The Mirror has Two Faces) Juliette Binoche (The English Patient) Barbara Hershey (The Portrait of a Lady) Marianne Jean-Baptiste (Secrets and Lies) William H. Macy stal senunni í Fargo. Meirihluti þátttakenda vill sjá hann hampa Óskarnum fyrir bestan leik í aukahlutverki. Emily Watson. Þeir sem greiddu henni atkvæði héldu ekki vatni af hrifningu. urinn í hópnum en ég efast um að aka- dernían hafi áhuga á honum. Hún mun sennilega setja fyrir sig að það vantar allan glamúr í Leigh. Hann er breskt verkalýðsskáld. Minghella fær Óskar- inn og hann gerir á köflum stórkostlega fína hluti í The English Patient. Coen á Hin heillandi Juliette Binoche hlaut flest atkvæði sem besta leikkonan í aukahlutverki í The English Patient. Óskar inni hjá akademíunni og Fargo er frábær rnynd en ekki líkleg til að slá í gegn við afhendinguna. Besti leikari: Geoffrey Rush í Shine. Cruise er auðvitað Hollywood- stjaman í hópnum og Harrelson er mjög skemmtilegur sem klámkóngur- inn, en ef The English Patient fer af stað á annað borð þá fær Fiennes Óskarinn og hann er alveg ágætur í hlutverki sínu. Besta leikkona: Emilý Watson í Breaking the Waves. Frábær lýsing á bamslegum guðsótta. Keppnin stendur á milli Watson og Blethyn og engra annarra. Ég væri sáttur við Blethyn en óska þess að Watson fái verðlaunin, líklega af því að það er enginn mögu- leika á því. Besti leikari í aukahlutverki: Willi- am H. Macy í Fargo. Unaðslegur leik- ur. Ég hef ekki séð James Woods í sínu hlutverki, en hann er frábær leikari og mjög líklegur verðlaunahafi. Besta leikkona í aukahlutverki: Joan Allen í The Crucible. En Laureen Bacall fær verðlaunin. Ólafur H. Torfason Mynd sem skerpir mann- vistarsöguna Besta mynd: Secrets and Lies. Út- mælt ferli, sterkur heildarsvipur og djúpir tónar í persónum sem afhjúpast og þróast. Mynd sem skerpir mannvist- arsöguna og boðunina um sættir. Besti leikstjóri: Mike Leigh fyrir Secrets and Lies. Hann þorir að gera bíómyndina að list leikarans, hafnar stífu handriti en treystir á sköpunar- máttinn og andrána, þótt hörð heima- vinna liggi að baki. Besti leikari: Geoffrey Rush í Shine. Hann stillir svo vel svip, lát- bragð og talanda. Honum tekst marg- sinnis að espa forvitni áhorfandans með fjölvíddarpersónusköpun. Besta leikkona: Emily Watson í Breaking the Waves. Hún er bæði al- varleg og kúnstug, ástríðufull og út- geislandi, gjóar til manns augum og er snör í öllum snúningum. Besti leikari t aukahlutverki: Willi- am H. Macy í Fargo. Sjálfskaparvítið, vandræðin og vesenið túlkar hann af- spymuvel. Besta leikkona í aukahlutverki: Juli- ette Binoche í The English Patient. Það skrjáfar í henni og hún titrar eins og blæösp yfir verki sínu, ást og ímynduðum örlögum. Atkvæði um bestu myndina skiptust jafn á milli Fargo og Secrets and Lies, en sú seinni er mjög sennilega best leikna mynd ársins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.