Alþýðublaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 8
MÞYBU6LM0 Miðvikudagur 11. mars 1997 32. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ¦ Eiríkur Stefánsson, verkalýðsforingi á Fáskrúðsfirði, segir vanta heilu kynslóðirnar vegna þess að fólk flytji burt: Þetta er búið og 20 hús eru til sölu segir hann þegar hann ræöir um ástandið í heimabyggð sinni "Þetta er skelfilegt ástand. Það er ekki lengur hægt að tala um verð á fasteignum, hér eru um tuttugu eign- ir til sölu. Þetta er allt hrunið. Ég held að það sé of seint að grípa til ráðstafana, þetta er búið," sagði Ei- rfkur Stefánsson, formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Fáskrúðs- fjarðar, um ástandið í heimabyggð sinni. "íbúðir hér kosta kannski 500 þús- und krónur og dæmi eru um góð ein- býlishús sem hafa farið á tvær til þrjár milljónir króna. Héðan úr byggðarlaginu fluttu átta prósent íbú- anna og ellefu prósent úr dreifbýlinu, bara á síðata ári. I Búðarhreppi eru íbúarnir nú aðeins um 650, en fyrir fáum árum vorum við tæplega 900." Eiríkur sagði að flestir, ef ekki all- ir, sem flytja burt fari til Reykjavfk- ur. „Þetta er vont fyrir alla. Þjóðfé- lagið þarf á því að halda að fólk sé til staðar á stöðum eins Fáskrúðsfirði. Það þarf fólk til að vinna aflann. Það er heldur ekki gott fyrir Reykvíkinga að fá endalaust fólk sem er í atvinnu- leit. Nú er svo komið að hér vantar heilu kynslóðirnar. Fólk á aldrinu 16 til 25 ára er hér ekki lengur, það er allt farið. Þingmenn landsbyggðarinnar eiga að skammast sín. Þeir lofa öllu fögru til að bæta ástandið, en gleyma því strax. Hvernig á öðru vísi að vera? Þeir búa allir í Reykjavík og deila ekki kjörum með okkur. Þessir sömu þingmenn geta eytt löngum tíma á Alþingi, til að ræða einskis nýt mál, svo sem friðun músa, en hreyfa ekki þeim málum sem mestu skipta fyrir okkur sem eftir erum á landsbyggð- inni. Hvað segir fólkið sem flytur? Jú, að það sé betra að lifa af lágum launum í Reykjavík. Orkukostnaður er lægri, matvaran kostar minna, heilbrigðiskerfi er öruggara, auð- veldara er að mennta börnin sín og fleira mætti taka til." Eiríkur er ekki ánægður með gang mála í kjaraviðræðum. „Það var sam- þykkt á síðasta ASÍ-þingi að berjast ¦ Ingi Björn Albertsson, fyrrverandi alþingismaður, segir grát- andi fólk hringja þegar það rifjar upp deilurnar um þyrlukaupin Davíð fyrirgaf mér aldrei -og gerði mér ókleift að starfa innan Sjálfstæðisflokksins "Mér er minnisstætt hvað umræð- an um þyrlukaupin var hörð. Fólk hefur verið að hringja í mig og rifja upp umræðurnar, nú eftir að Dísar- felliö fórst. Fólk hefur grátið í sím- ann, þegar það hugsar til þess að hefðum ekki eignast stóru þyrluna," sagði Ingi Björn Albertsson, fyrrver- andi alþingismaður og helsti baráttu- maður á Alþingi, fyrir því að Land- helgisgæslan eignaðist nýja þyrlu. "Rimman um þyrlukaupin var fyrst og fremst við Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formann Sjálf- stæðisflokksins, hann gaf út loforð sem hann stóð ekki við og fleira og fleira. Það er ekkert launungarmál að mér var gert ómögulegt að starfa inn- an flokksins vegna þessa máls. Eg tók hart á honum, í þessu máli, og mér var ekki fyrirgefið." Ingi Björn segir, þetta hörnulega slys og strand Vikartinds, sýna hvað þörfin fyrir þyrluna var brýn. „Varn- arliðið komst ekki þegar Vikartindur strandaði og voru seinir þegar Dísar- fellið fórst. Mig hryllir við tilhugsun- inni ef stóla hefði þurft á þá. Mér Vel á fjóröa tug manna hefur veriö bjargaö um borð í TF-LÍF á aðeins fáum dögum. Varla er nokkur ósammála lengur hversu þarft er fyrir okkur íslendinga að eiga siíkt björgunartæki. skilst að þeir hafi verið tveimur tím- um seinni en TF-LIF, þegar Dísar- fellið fórst. Það er varla hægt að hugsa til enda hvað hefði gerst ef mennnirnir hefðu þurft að vera tveimur tímum lengur í olíumenguð- um stórsjó. Þeir hefðu ekki geta unn- ið þetta björgunaafrek á TF-SIF, hún hefur ekki burðargetuna og ég efast um flugþolið, fyrir utan stærðina," sagði Ingi Björn Albertsson. Neyðarástand er að skapast hjá heyrnarskertum og daufblindum - segir Rannveig Guðmundsdóttir vegna niðurskurða Framsóknarflokksins til daufblindra og heyrnarskertra „Ég er kvíðin fyrir hönd þeirra heyrnarskertu og daufblindu sem þurfa á túlkunarþjónustu að halda," sagði Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi félagsmálaráðherra, í til- efni af því að eftirmaður hennar, Páll Pétursson, hefur ákveðið að hætta að greiða árlega tvær milljónir af fjárlið félagsmálaráðuneytisins til þess verks. Rannveig tók fjárveitinguna upp áríð 1995, þegar hún var félagsmála- ráðherra, „til að svara mjög brýnni þörf, sem mér fannst satt að segja stappa nærri neyð hjá sumum. Páll hélt mínu verki á þessu sviði áfram í eitt ár, en nú er búið að tilkynna að þessi fjárveiting falli niður. Það hef- ur skapað neyðarástand hjá þessum hópi," sagði Rannveig í viðtali við Alþýðublaðið í gær. Rannveig sagði að niðurskurður- inn hefði komið mjög illa við heyrn- arlaust fólk, og ekki síst þá, sem þurfa að leita aðstoðar lækna vegna eigin kvilla eða barna. „Sérhver klukkustund með túlki kostar 2,300 krónur og vitanlega skapar þetta mikið óöryggi hjá sumum, sem eru mjög háðir þessu til að geta tekið eðlilegan þátt í lífinu á svipaðan hátt og við hin," sagði Rannveig. Sjá bls. 2 fyrir jöfnun hitunarkostnaðar, sér- staklega með tilliti til okkar sem búum á köldu svæðunum. En hvað gerist? Það heyrist ekki orð um þetta nú. Formenn landssambanda ASÍ búa allir í Reykjavfk eða nágrenni og hafa gleymt loforðum og áformum. Þeir sjást ekki hér nema rétt þegar sólin skín, og þá aka þeir í gegn eins hratt og þeir komast. Þegar þessir menn eru að tala um lífskjarajöfnun horfa þeir alltaf til þess að fólk verði með sem líkust laun, en lífskjarajöfn- un snýst um fleira, en hún snýst til dæmis, og einna helst, um verðið sem við borgum fyrir orkuna. Eiríkur segir ástandið atvinnumál- um vera einstakt. „Það er aðeins eft- ir einn atvinnurekandi, sem heitið getur, en það er Kaupfélagið." Aðalfundur Islandsbanka hf. Aðalfundur íslandsbanka hf. 1997 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu mánudaginn 17. mars 1997 og hefst kl. 14:00. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein samþykkta bankans. 2. Tillaga um heimild til bankaráðs til kaupa á hlutabréfum í íslandsbanka hf. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Framboðsfrestur til bankaráðs rennur út þriðjudaginn 11. mars n.k. kl. 17:00. Framboðum skal skila til bankastjórnar, Kirkjusandi. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka hf., Kirkjusandi, Reykjavík, 2. hæð, 13. og 14. mars frá kl. 9:15 -16:00 og á fundardegi frákl. 9:15-12:00. Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningur félagsins fyrir árið 1996 verður hluthöfum til sýnis á sama stað frá og með mánudeginum 10. mars 1997. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir um að vitja aðgöngumiða og atkvæðaseðla sinna fyrir kl. 12:00 á hádegi á fundardegi. 7. mars 1997 Bankaráð fslandsbanka hf. ISLANDSBANKI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.