Alþýðublaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 1
MÞYÐIWÐIB Miðvikudagur 12. mars 1997 Stofnað 1919 33. tölublað - 78. árgangur Hjálmar Árnason alþingismaður og björgunarlaun Sjómenn hafa farist - þegar beðið var eftir skipi sömu útgerðar, frekar en óska eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar "Sagan sýnir að menn hafa dregið að þiggja aðstoð Landhelgisgæslunn- ar vegna hugmynda um björgunar- laun. Ég get nefnt tvö dæmi, það var togari sem fékk í skrúfuna. Þeir biðu í tvo sólarhringa eftir að skip sömu útgerðar kæmi þeim til aðstoðar, þrátt fyrir að varðskip væri nálægt. Annað dæmi, sem ég veit um og gerðist fyrir nokkrum árum, var að skip sem var að stranda vildi bíða eftir skipi eigin útgerðar, þrátt fyrir varðskip væri nærri. í þessu tilfelli endaði skipið í fjörunni. Ég held að það hafi farist tveir menn í því slysi," sagði Hjálmar Arnason alþingismað- ur, en hann hefur efasemdir um rétt- læti þess að Landhelgisgæslan þiggi björgunarlaun. "Þá velti ég fyrir mér, af hverju út- gerðaraðili sem í þessu tilfelli er rík- ið, gerir kröfu um björgunarlaun. Auðvitað þarf að taka tillit til kjara- samninga sjómanna," segir Hjálmar Árnason. Hann veltir einnig fyrir sér öðru máli, en það var þegar hluti áhafnar Vikartinds, var sendur úr landi. „Af hverju voru þeir sendir pappírslausir úr landi? Það væntanlega skýrist eft- ir að sjórétti er lokið." Hjálmar tók þátt í umræðu utan dagskrár á Alþingi í gær um strand Vikurtinds. Eftir umræðuna sagði Hjálmar einnig, í viðtali við Alþýðu- blaðið, að hann dragi í efa rauveru- legt ákvörðunarvald skipstjóra, sem er undir þrýstingi útgerðaraðila og tryggingafélaga. _ , „Lögregla hér á landi hefur völd til að grípa inn í atburðarrás, ef lífi og limum borgara er stefnt í hættu og til að koma í veg fyrir eignatjón. Þannig ákvæði þarf líka að vera í þessum málum. Samgönguráðherra og dóms- málaráðherra tóku undir þetta. Ég tel að neyðarúrræði þurfi að vera til staðar." Björk heldur tryggð við Island "Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að Björk Guðmundsdóttir hefur ákveðið að halda tryggð við STEF og láta það annast alla réttar- gæslu varðandi höfundarrétt að sínu efni um allan heim," sagði Magnús Kjartansson, formaður STEE „Fyrir okkur eru það gleði- tíðindi, ekki síst vegna þess að áður en Björk tók þessa ákvörðun lét hún lögfræðinga sína og fjármála- ráðgjafa gera nákvæma úttekt á STEF. Niðurstaðan var semsagt sú, að hún telur okkur heppilega til að sinna þessu fyrir sig." Magnús sagði að þetta þýddi að allir peningar, sem kæmu inn fyrir efni Bjarkar rynnu í gegnum ís- lenska hagkerfið. „Þeir eru greidd- ir hér, og myndast því hér á landi sem verðmæti fyrir tónlistarafurð. Við munum sem réttargæslumenn hennar í þessum efnum sinna öll- um vafamálum sem koma upp um höfundarrétt að verkum hennar. Það er auðvitað viss viðurkenning fyrir STEF og við erum geysilega ánægðir með þessa þróun." Hann sagði jafnframt að Björk væri besta fyrirmynd sem hægt væri að hugsa sér fyrir ungt tónlist- arfólk að því leyti að hún hefði alltaf passað sig á því að eiga höf- undarrétt að sínum eigin smíðum. „Hún gætir þess alltaf að hafa ráð- stöfunarrétt á verkum sínum. Ungt efnilegt fólk í tónlistinni er hins- vegar alltaf að falla í þá gryfju að semja hann frá sér." Magnús sagði að í kjölfar gífur- legrar velgengni Bjarkar hefði hinn alþjóðlegi tónlistarheimur upp- götvað að á Islandi væri mýgrútur af mjög efnilegu fólki, enda væru samníngar við ýmsar efnilegar sveitir í gangi. „Þá rekast eðlilega oft á hagsmunir unga fólksins og svo hinna útlendu fyrirtækja, sem oft reka eigin innheimtufyrirtæki og vilja gjarnan að íslendingarnir gefi STEF upp á bátinn og flytji þessi viðskipti til þeirra. Þessvegna erum við ekki síst ánægðir með fordæmi Bjarkar. „ Hann sagði að til væru fræg dæmi um ungt tónlistarfólk sem hefði afsalað sér rétti að eigin verk- um, og Bítlarnir væru líklega það þekktasta. „Rétturinn að verkum þeirra gekk kaupum og sölum og í dag er það Michael Jackson sem á réttinn að mestöllum verkum þeirra. Það er hann sem ræður, hvort megi nota fræg Bítlalög í auglýsingar eða annað, - og hann sem græðir. I dag sjá Bítlarnir ekki jafnsárt eftir neinu og einsog þegar þeir sömdu verkin af sér, - en þá voru þeir ungir og fátækir. Svona víti eru til að varast." ¦ Skattapakki ríkisstjórnarinnar leiðir ekki til aukins jöfnuðar Hátekjumennirnir græða mest Það eru fyrst og fremst hátekju- menn sem geta hrósað happi yfrr þeim vinning, sem þeim er færður án fyrirhafnar í skattapakka ríkisstjórn- arinnar, sagði Sighvatur Björgvins- son við Alþýðublaðið í gær. Hann kvað erfitt að sætta sig við það, að ríkisstjórnin gæfi engar tryggingar fyrir því að kjarabæturnar héldust, því engin „rauð strik" væru í pakkan- um. Sömuleiðis væru engar trygg- ingar gefnar fyrir því að ríkisstjórnin tæki ekki til baka með annars konar álögum og niðurskurði þær bætur sem væru togaðar úr henni núna. Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins gagnrýndi einnig hve lítið hinir lægra launuðu fengju í sinn hlut úr pakka ríkis- stjórnarinnar, og breytingarnar leiddu ekki til aukins jafnaðar. „Það sem stendur upp úr er að ekki gert ráð fyrir að skattabreytingarnar geri ráð fyrir jöfnun. Á tímabilinu verður lækkun skatta, til dæmis þeirra sem eru með 75 þúsund krónur í laun, tvö til þrjú þúsund til aldamóta. Mér þykir þetta mjög lélegt." Sighvatur sagði furðu stóran hluta þeirra liðlega fjögurra milljarða sem væri varið í skattalækkanir fara til hátekjufólks. Hann nefndi dæmi um ójöfnuðinn, sem af þessu hlytist: „Fjögurra manna fjölskylda með 525 þúsund króna mánaðartekjur fær í sinn hlut 16 þúsund króna skattalækkun. En jafnstór láglaunafjölskylda með að- eins 125 þúsund króna mánaðartekj- ur fær í sinn hlut aðeins tvö þúsund króna lækkun á mánuði. Eg segi nú bara: Ef þetta er þeirra réttlæti, hvernig er þeirra ranglæti?" Hann sagði ekkert gert með óskir ASÍ um lækkun innflutaingstolla og að markmiðum GATT-samningsins yrði fylgt í raun, og sagði skondið, að sá hluti tillagnanna sem lyti að mál- efnum lífeyrisþega væru hugmyndir stjórnarandstöðunnar, sem stjórnar- liðið hefði fellt við atkvæðagreiðslu um síðustu fjárlög. Sjá síðu 7. ¦ Ungir Framsóknar- menn krefjast afsökunar- beiðnar frá Vikublaðinu Sovéskar norna- veiðar - segir Róbert Marshall. "Ég held að Arni Gunnarsson ætti að gera sér grein fyrir því hversu al- varlegt það er að brigsla blaðamönn- um um að búa til heimildarmenn og segja frétt vera lygi vegna þess að hún kemur honum illa. Þetta sýnir betur en flest annað að Framsóknar- flokkurinn og SUF eru föst í fjötrum fortíðar," segir Róbert Marshall, blaðamaður Vikublaðsins, um frétta- tilkynningu sem Samband ungra Framsóknarmanna hefur sent frá sér þar sem því er haldið fram að for- síðufrétt Vikublaðsins síðastliðinn mánudag sé hreinn uppspuni. Í fréttinni, sem skrifuð var af Ró- bert Marshall og Björgvini G. Sig- urðssyni, segir frá urgi innan Fram- sóknarflokksins vegna stöðunnar í lánasjóðsmálinu. Haft var eftir stjórnarmanni í SUF að hann myndi íhuga úrsögn úr flokknum fyndist ekki lausn á mál- inu. í fréttatilkynningu frá SUF, sem undirrituð er af Árna Gunnarssyni, formanni SUF, segir að enginn stjórnarmaður kannist við að hafa rætt við blaðamann Vikublaðsins um þetta mál eða látið álit sitt í ljós. Eru vinnubrögð Vikublaðsins sögð for- kastanleg og þess krafist að blaðið biðjist afsökunar á fréttinni. Róbert Marshall segir Vikublaðið standa við frétt sína enda sé þar allt haft rétt eftir. "Það er eðlilegt að enginn stjórnar- maður í SUF vilji viðurkenna að hafa rætt við blaðamann Vikublaðsins því ef viðkomandi hefði viljað að fólk vissi hver hann væri þá hefði hann komið fram undir nafni," segir Ró- bert. „Við töluðum við tvo þingmenn Framsóknarflokksins og einn ung- liða. í viðtali við þingmennina kom fram að málið er farið að reyna veru- lega á þingflokk Framsóknarflokks- ins, sem hlýtur að gefa vísbendingu um að það valdi einnig uppnámi í herbúðum ungliða." Róbert furðar sig á fréttatilkynn- ingu SUF og segir að af henni megi ráða ólýðræðisleg vinnubrögð for- manns SUF. ,Af þessari tilkynningu má draga þá ályktun að formaður Sambands ungra Framsóknarmanna hafi gengið á hvern og einn stjórnarmann til að kanna hvort hann hafi rætt við blaða- mann Vikublaðsins. Þetta minnir óneitanlega á nornaveiðar í stíl Sov- étvaldsins. Mér frnnst slík vinnu- brögð forkastanleg," sagði Róbert. í tilkynningu SUF segir ennfremur að málið sé sérstaklega alvarlegt þar sem þeir sem fréttina skrifuðu séu stjórnarmenn í Grósku. Um þá túlk- un scgir Róbert: „Ég er ekki bara stjórnarmaður í Grósku heldur einnig ákafur stuðningsmaður íþróttabanda- lags Vestmannaeyja, sem veldur ef- laust gífurlegum áhyggjum innan Sambands ungra Framsóknar- manna."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.