Alþýðublaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 2
ALPYÐUBLAÐIÐ skooanir MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 1997 MMDIIBUDID Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaosútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Askriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Styðjum Albright og stækkun NATÓ! Senn líður að því að íslendingar minnist hálfrar aldar farsællar þátttöku í NATO, varnarsamstarfi vestrænna þjóða. En áður en þau tímamót verða haldin hátíðleg mun Alþingi væntanlega standa frammi fyrir því að samþykkja stækkun bandalagsins í austurveg. Talið er sennilegt að Pólverjum, Tékkum og Ungverjum bjóðist að- ild 1999 en Eistar, Lettar og Litháar, svo og Slóvakar og Rúmenar knýja fast á um inngöngu. Það verður eftirminnilegt fyrir okkur að geta haldið upp á 50 ára NATÓ-veru með því að mæla með stækk- uninni. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittast í Helsinki 20. þessa mánaðar, meðal annars til þess að ræða stækkunina. Bandaríkja- stjórn hefur lagt fram hverja tillöguna á fætur annarri um "nýja" NATÓ og Madaleine Albright, nýskipaður utanríkisráðherra, hefur boðist til þess að láta öllum Evrópuþjóðum sem virða lýðræði, mannréttindi og markaðsviðskipti í té öryggistryggingu Bandaríkj- anna. Hún hefur jafnvel lagt til að komið verði á fót sameiginlegri viðlagasveit Rússa og Bandaríkjamanna. Albright er sérstaklega vel til þess verkefnis fallin að sætta gamlar andstæður í Evrópu, fædd sem hún er í Mið- Evrópu af gyðingaættum og mælt á mörg Evrópumál. Ótti ýmissa Evrópumanna við að bandarískri einangr- unarstefnu hafi vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum er ástæðulaus eftir að Albrigt hefur tekið til hendinni og Clinton byrjað síðara kjörtímabil sitt. Það er einmitt á hinu síðara kjörtímabili sem Bandaríkjaforsetar leitast við að skilja eftir sig gæfuspor í heims- málum. Hin nýja NATÓ - stefna byggir á því að aðilar að nýju öryggis- kerfi í Evrópu verði að leggja til þess umtalsverða fjármuni og upp- fylla skilyrði um nútímalega þjóðfélagshætti. Ríki með vanþróað stjórnarfar, innri kúgun, efnahagslegt öngþveiti og stjórnlausa heri verða ekki með í nýja NATÓ. Gamli herstöðvaandstæðingurinn og sósíalistinn Xavier Solana hefur ekki látið sitt eftir liggja í embætti framkvæmdastjóra NATÓ. Sagt er að hann sé kominn vel á leið með að sannfæra Evgeni Primakov utanrikisráðherra Rússa um að "gamla NATÓ" sé komið í gröfina og "nýtt NATÓ" sé upprisið. Því til sönnunar eru meðal annars áform um að stofnað verði Sameiginlegt ráð Rússlands og NATÓ og ráð þeirra 27 ríkja sem sótt hafa um aðild að "Samstarfi um frið" í tengslum við NATÓ. Síðarnefnda ráðið á meðal annars að taka ákvarðanir um friðargæslu af hálfu bandalagsins, og koma í stað Atlantshafsráðsins, sem stofnað var við lok kalda stríðsins til þess að ræða öryggismál við fulltrúa ríkja sem áður voru í Varsjár- bandalaginu sáluga. Nýtt öryggiskerfi er í mótun og mikilvægt er að sem flest Evr- ópuríki taki þátt í því. Þar með taldir Rússar. NATÓ er drifkraftur- inn í þessari þróun og íslendingar hljóta að styðja stækkun þess til austurs. Við höfum ætíð stutt nýfrjálsar þjóðir og þessvegna er það í samræmi við stefnu okkar til þessa að taka undir óskir Evrópu- þjóða í austurvegi um NATÓ-aðild. Sérstaklega ber okkur að styðja Eista, Letta og Litháa vegna nálægðar og skyldleika sem smáþjóða. Það er lítið talað um þessa þróun öryggismála í álfunni hér á ís- landi, enda virðast þeir sem ættu að hafa forgöngu um slíka um- ræðu annað tveggja í umræðubanni eða málbindindi. Forsætisráð- herra hefur eins og kunnugt er bannað umræður um utanríkismál í Sjálfstæðisflokknum og ekkert fær losað um málbeinið á utanríkis- ráðherra nema fiskur. Tillaga um nýja nefnd sem fari í öryggismál sjómanna Unglingur man ég eftir ársbyrjun 1959 þegar fjöldi íslenskra sjómanna fórst í ofsaveðrum. Sú minning kem- ur alltaf upp í huga minn þegar kem- ur að stórum sjóslysum. Svo varð núna um helgina og undanfarna daga. Fyrir nokkrum árum sagt ég sem fulltrúi Alþýðubandalagsins í nefnd um öryggismál sjómanna. Sú nefnd vann vel - var undir forystu Péturs Sigurðssonar sem var ævin- lega nefndur Pétur sjómaður af því að hann hafði það að heiðursnafnbót auk þess sem hann hafði verið sjó- maður að atvinnu lengi. Nefndin gerði margar ítarlegar og vel útfærð- ar tillögur. Skemmst er frá því að segja að nær allar tillögur nefndar- innar voru framkvæmdar og á þeim málum var tekið af myndarskap. Nú er enn komið að illum tíðind- um af sjó; þá eru sagðar fréttir af því að 100 skip standi ekki lengur undir pqllborð | Svavar Gestsson skrifar nafni heldur séu hættuhrip þar sem brugðið geti til beggja vona. And- spænis þessu og ótíðindum undanfar- inna daga er það mín tillaga að tafar- laust verði skipuð ný myndarleg nefnd um öryggismál sjómanna. Þar verði þessum spumingum og fleirum svarað: 1. A landhelgisgæslan að hafa heimild til að taka fram fyrir hend- urnar á skipstjórum við hættulegar og afbrigðilegar aðstæður? 2. Á ísland að hætta að taka þátt í hentifánastríðinu með alkunnum af- leiðingum - allt of lágum launum sjó- manna og lakari kunnáttu til sjós en nauðsynleg er? Á Island á alþjóða- vettvangi að taka upp baráttuna gegn þessari vafasömu útgerðarstefnu í stað þess að taka þátt í henni? Af hverju er það sem Hondúras missir tíu sinnum fleiri skip en farast í heimsflotanum að meðaltali? Af hverju er það sem ríki eins og St. Vincent, Malta, Kýpur og Panama eru ár eftir ár efst í þeim vafasama flokki ríkja sem missa flest skip á hverju ári? Af hverju er það sem eng- inn tekur eftir því þegar 20 pólskir sjómenn farast við Noregsstrendur á sannkallaðri manndrápsfleytu þar sem engar reglur eru virtar? I þessu sambandi skora ég á alla að lesa grein Borgþórs Kjærnesteds í Morg- unblaðinu síðast liðinn laugardag sem flettir ofan af þessum ósköpum. 3. Á að breyta lögum á íslandi og alþjóðlegum sáttmálum sem snerta skipsströnd þannig að yfirvöld geti tekið skip eins og Vikartind með farmi og tilheyrandi til vörslu áður en sjóprófum og skaðabótamálum lýkur? 4. Þarf ekki að endurskoða reglur og lög sem eru þannig að hagsmunir útgerðar virðast tryggðir þó að skip farist en sömu hagsmunir eru í hættu ef skipi er bjargað? Það eru æði mikl- ar mótsagnir sem felast í slflcu. 5. Á að endurskoða reglur um hleðslu skipa og þarf ekki að láta fara fram könnun á því hvort um yfir- hleðslu er að ræða á skipum okkar - hvort mönnum hættir til að tefla á tæpasta vað svo erfitt verði um björgun ef eitthvað ber út af? 6. Þarf ekki að fara fram sérstök könnun á því hvort harðnandi sam- keppni á heimshöfunum hefur leitt til þess að flotinn sé óöruggari en al- mennt er gefið í skyn? 7. Þarf ekki að breyta íslenskum Andspænis þessu og ótíðindum undanfar- inna daga er það mín tillaga að tafarlaust verði skipuð ný mynd- arleg nefnd um örygg- ismál sjómanna. lögum þannig að kveðið sé á um til- tekna lágmarks siglingafjarlægð frá landi - innan 12 mflna landhelginnar - þegar svo stór skip sem Vikartindur eru á ferðinni og þegar þau eru með eins mikið magn af olíu í tönkunum og skipið reyndist vera? 8. Þarf ekki að endurskoða reglur og venjur um tryggingar innflutn- ingsfarms í fragtskipum en þessir farmar munu yfirleitt vera ótryggðir? 9. Þarf ekki að endurskoða öll lagaákvæði um umhverfisvernd og mengungarhættu þegar svona slys verða? 10. Þarf ekki að styrkja verulega varðskipaflotann? 11. Hefur allt verið gert sem unnt er til að efla þyrlusveit landhelgis- gæslunnar að búnaði og starfsþreki? Ef eitthvað vantar á þá að bæta úr því tafarlaust. Þyrlusveit Benónís Ás- grímssonar hefur unnið fyrir virð- ingu og trausti sem á að birtast í at- höfnum ekki síðar en strax. Minnir frammistaða þyrlumannanna okkar sannarlega á umræðurnar um þyrluna einkum að frumkvæði Inga Björns Albertssonar og hann á það skilið að hans nafn sé nefnt í framhaldi af þeirri baráttu. 12. Þarf að endurskoða lög og reglur um rannsóknamefnd sjóslysa? Fullljóst virðist að það verður að gera ráð fyrir stórauknum fjármunum þannig að hún geti rækt starf sitt sem skyldi. 13. Er aðstaða björgunarsveita með þeim hætti sem best verður á kosið? Þessar spurningar og ótalmargar aðrar þurfa sérstakrar umræðu við á næstunni. Mín niðurstaða er því þessi: Það á strax að skipa nýja öryggis- málanefnd sjómanna. Hún á að vera á vegum forsætisráðuneytisins því nefndin á að fjalla um svið sem snerta mörg ráðuneyti: Dómsmála- ráðuneytið vegna landhelgisgæsl- unnar, samgönguráðuneytið vegna öryggismála sjómanna almennt og siglingalaganna, umhverfisráðuneyt- ið vegna umhverfismála og fleiri ráðuneyti mætti nefna. Þessi nefnd á að fá skamman tíma því vandinn liggur fyrir. Og í framhaldi af niður- stöðum hennar ber að hrinda tillög- unum í framkvæmd með sérstöku átaki. Allt annað en tafarlaus við- brögð við stórslysum síðustu daga væri þjóð sem lifir af sjó og við sjó til skammar, svo ekki sé fastar að orði kveðið. 1 upphafi var minnt á slysin í árs- byrjun 1959; svoleiðis slys og þannig röð óhappa eiga að heyra sögunni til. Alltaf geta orðið óhöpp og mannleg mistök en það á að leitast við af fremsta megni að koma í veg fyrir slys og dauðaslys á sjó. Það er skylda okkar allra. Höfundur er þingmaöur fyrir Alþýöu- bandalagið og óháða í Reykjavík. a I I c r i q i n a r <* -w

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.