Alþýðublaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ o r I o MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 1997 Pamela Beryl Harriman, sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi, lést fyrir nokkrum vikum. Hún lifði viðbur Aþeim tíma er Pamela Beryl þótti hvað stór- tækust í karlamálum lét blaðamaðurinn og orð- hákurinn William Paley hafa eftir sér að þar færi „mesta yfirstéttar- hóra aldarinnar". Áratugum síðar sagði Bill Clinton hana vera í hópi óvenjulegustu og hæfileikaríkustu kvenna sem hann hefði kynnst. Stjúpdóttir Pamelu sá ekki ástæðu til að taka undir þau orð heldur líkti henni við djöful í mannsmynd. Ein Kennedy systr- anna lýsti henni sem feitri, heimskri og lít- illi „smjörbollu". Pamela Beryl Digby Churchill Hayward Harriman lifði ævintýra- ríku lífi sem einkenndist af mark- vissri leit að ást, peningum og völdum. Þetta var leit sem bar ríku- legan ávöxt og ævihlaup hennar er því draumaefni ævisagnaritara sem nú eru vísast búnir að setja sig í stellingar. Pamela, sem við fæðingu árið 1920 bar ættamafnið Digby, var af breskum aðalsættum og ólst upp í Dorset, á fimmtíu herbergja ættar- óðali þar sem hún hafði þjóna á hverjum fingri. Pamela þótti ekki áberandi vel gefin og ein Kennedy systranna lýsti henni sem feitri, heimskri og lítilli „smjörbollu". En það sem hana skorti í greind bætti hún upp með viljastyrk og metnaði. Þegar hún var orðin gjafvaxta, og tekin að stunda samkvæmislífið eins og sannri yfirstéttarstúlku sæmir, trúði hún vinkonum sínum fyrir því að hún ætlaði sér aldrei að fara á stefnumót með öðrum karl- mönnum en þeim sem væru hertog- ar og milljónamæringar. Þetta var heit sem hún átti ekki eftir að svíkja oft um ævina. Ung átti hún í ástarævintýrum með heldur vafasömum aðals- mönnum en rataði ekki í brúðar- sæng. Nítján ára gömul hitti hún Randolph Churchill, einkason Winston Churchill, og sá fundur leiddi til rækilegra umskipta. Forsætisráðherrann breski bjó ekki við barnalán, eins og hann var fyrstur manna til að viðurkenna. Af fjórum börnum hans var það ein- ungis yngsta dóttirin sem bjó við sæmilega hamingju. Elsta dóttirin framdi sjálfsmorð, sú næstelsta átti við alvarleg drykkjuvandamál að stríða og einkasonurinn var ólækn- andi fjárhættuspilari og auk þess drykkfelldur og kvensamur auðnu- leysingi. Pamela sagði sjálf að fyrsti fund- ur þeirra Randolphs hefði verið ást við fyrstu sýn og hann bað hennar eftir fyrsta stefnumótið. Illar tungur sögðu reyndar að hann hefði slíkt fyrir vana og sjö ungar meyjar hefðu hafnað honum áður en sú átt- unda sagði já. Þau giftust eftir þriggja vikna kynni og innan árs hafði Pamela fædd soninn Winston, en sælan var þá orðin úti. Nógu gamall til aö geta veriö faöir henn- ar, og auk þess giftur. Randolph barðist á vígstöðvun- um meðan Pamela skemmti sér óspart með elskhuga sínum, Averell Harriman, diplómat og nánum vini Roosevelts. Hann var tæplega fimmtugur, nógu gamall til að geta verið faðir hennar, og auk þess giftur. Þegar til kastanna kom vildi hann ekki stefna pólitískum frama sínum í voða með hjóna- skilnaði og kvaddi ástkonu sína til að gerast sendiherra í Moskvu. Pamela þerraði tárin og fann sér nýja ástmenn. Af nógu var að taka og eins og æðimargar kynsystur hennar komst hún að því að áhuga- verðustu karlmennirnir voru þegar giftir. Hún setti það þó ekki fyrir sig. Alvarlegasta ástarævintýri henn- ar á þessum tíma var með Ed Mur- row, fréttamanni CBS stöðvarinnar, en hann sleit loks sambandinu til að" rækta samskipti við eiginkonu sfna. Pamela hafði viðkomu á nokkrum stöðum áður en hún gerð- ist ástkona ítalska iðnjöfursins Gi- anni Agnelli, sem yfirgaf hana til að giftast ítalskri aðalsstúlku sem hann hafði barnað. „Ung átti hún í ástarævin- týrum með heldur vafasömum aðalsmönnum en rataði ekki í brúðar- sæng. Nítján ára gömul hitti hún Randolph Churchill, einkason Win- ston Churchill, og sá fund- ur leiddi til rækilegra um- skipta. Randolph Churchill sneri aftur til eiginkonu sinnar í stríðslok en þar urðu engir sérstakir fagnaðarfundir og þau skildu skömmu síðar. Pamela fluttist til Parísar með son þeirra og tók upp ástrfðufullt ástar- samband við Elies de Rotschild Meö fyrsta eiginmanninum, Randolph, hinum duglausa einkasyni Winston Churchill. Alvarlegasta ástarævintýri hennar á þessum tíma var með Ed Murrow, frétta- manni CBS stöðvarinnar, en hann sleit loks sam- bandinu til að rækta sam- skipti við eiginkonu sína. Pamela hafði viðkomu á nokkrum stöðum áður en hún gerðist ástkona ítalska iðnjöfursins Gianni Agn- elli, sem yfirgaf hana til að giftast ítalskri aðals- stúíku sem hann hafði barnað. Þriðji eiginmaðurinn var Averell Harriman. I sameiningu tókst þeim aö blása nýju lífi í starf bandarfskra demókrata. barón. Sambandið var ekki til að auka vinsældir Pamelu meðal Par- ísarbúa, sem tóku eindregna af- stöðu með eiginkonu barónsins er þótti afbragð annarra kvenna. Ást- arsambandið stóð í sex ár en þá batt baróninn enda á það. Pamela var nú tæplega fertug og leið hennar lá til Bandaríkjanna. í samkvæmi var hún kynnt fyrir eig- inmanni vinkonu sinnar, hinum fræga Broadway framleiðanda Leland Hayward, sem þá var um sextugt. Þau stungu samstundis af úr gleðskapnum til að deila saman sæng. í kjölfarið fylgdi eldheitt ást- arsamband og Hayward var fús að gera það sem aðrir elskhugar Pamelu höfðu tregast við; að skilja við eiginkonu sína. Hjónabandið var talið hamingjusamt en á þeim ellefu árum sem þau voru gift var ferill Haywards á stöðugri niður- leið og hann varð áfengissjúkling- Vonda stjúpan Hayward átti börn af fyrra hjóna- bandi og eitt þeirra, Brooke Hayward, sagði stjúpu sfna hafa gert allt til að koma í veg fyrir eðli- leg samskipti hans við börnin: „Pabbi hélt að hún dýrkaði hann en Pamela elskaði engan nema sjálfa sig. Hún var kaldrifjuð og siðlaus- asta manneskja sem ég hef kynnst - án votts af mannlegri hlýju." Þegar móðir Brooke, leikkonan Margaret Sullivan sem þjáðist af þunglyndi, framdi sjálfsmorð, kom það í hlut Pamelu að tilkynna stjúp- dóttur sinni látið. „Hún sagði mér að móðir mín hefði verið sérlega trufluð kona, sagði mér að hætta að gráta, taka þessu af æðruleysi og láta sem ekkert hefði í skorist". Hálfu ári síðar framdi systir a^j"

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.