Alþýðublaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ o r I o rðaríku lífi og var í stöðugri leit að ást, peningum og völdum Brooke sjálfsmorð og enn var það Pamela sem færði henni fréttina. „Ég ætlast til að þú takir þessu eins og þroskuð manneskja. Ég vil ekki sjá nein tár," tilkynnti hún Brooke. Hún sneri talinu síðan að þeim fjár- munum sem systirin hafði látið eft- ir sig og sagði þá koma í góðar þarfir. Innrætið kom að sögn stjúpdótt- urinnar best í ljós þegar Hayward fékk hjartaáfall og var vart hugað „Eg ætlast til að þú takir þessu eins og þroskuö manneskja. Ég vil ekki sjá neintár," tilkynnti hún Brooke. Hún sneri talinu síðan að þeim fjármunum sem systirin hafði látiö eftir sig og sagði þá koma í góðar þarfir. líf. Pamela brast í grát og sagði stjúpdóttur sinni að hún vissi ekki hvar erfðaskrána væri að finna. „Enginn veit hvar hún er. Hann vill ekki segja mér hvar hún er. Ég hef spurt hann ótal sinnum. Ég er að sturlast. Hvað verður um mig?" spurði hún grátandi. Ekki léttist geð hennar þegar erfðaskráin kom í leitirnar en eigin- maðurinn reyndist einungis hafa ánafnað henni helming eigna sinna. Hún trylltist, stappaöi niöur fótunum og æpti af bræði. Hálfu ári eftir lát Haywards árið 1971 hitti Pamela, sem nú bjó við ótraustan fjárhag, fyrrum ástmann sinn, Harriman. Vondu fréttirnar voru þær að hann var áttræður og heyrnarsljór. Góður fréttimar voru þær að hann var ekkill og vellauð- ugur. Þau rifjuðu upp gömul kynni og einn dag þegar Harriman bað hana að heimsækja sig til Was- hington sagðist hún ekki stíga þangað fæti nema sem eiginkona hans. Hann giftist henni samstund- is. Á 90 ára afmæli sínu sagði hann: „Hamingjusömustu ár lífs míns hafa verið með Pam." Þau hjón unnu af miklum metn- aði að framgangi Demókrata- flokksins og voru stofnendur sam- takanna Demókratar á níunda ára- tugnum, en hlutverk þeirra samtaka var að safna fé til flokksins. í því starfi sínu þóttu þau hjóna hafa Eg hef aldrei kynnst mann- eskju sem minnti jafnmik- ið á ránfugl. Ég hataði hana svo mikið að það eina sem mér fannst leitt við dauða hennar var að hann var skjótur og hún þjáðist ekki eins og hún hafði látið aðra þjást." Breski þingmaöurinn Winston Churchill viö minningarathöfn um móöur sína, ásamt Madeleine Albright utanríkisrá&herra Bandai ikjanna. þó um síðir. Hún hélt áfram að vinna Demókrataflokknum gagn, studdi Clinton dyggilega í forsetakosning- unum 1992 og safnaði miklum fjár- munum í kosningasjóði hans. Árið 1993 launaði Clinton henni hollustu í sinn garði með því að skipa hana sendiherra í París. ,,"Ef Pamela Harriman væri ekki til hefði þurft að finna hana upp," sagði Al Gore varaforseti þegar „Enginn veit hvar hún er. Hann vill ekki segja mér hvar hún er. Ég hef spurt hann ótal sinnum. Ég er að sturlast. Hvað verður um mig?" spurði hún grát- andi. unnið kraftaverk. Haniman lést árið 1986, 94 ára og ekkj- an komst í nokkurn bobba þegar börn hans af fyrsta hjóna- bandi sökuðu hana um að hafa gengið á arf sem Harriman hafði ætlað barnabörnum sínum. Sættir náðust Pamela Harriman. Hún sag&ist fremur vilja a& illa yr&i skrifaö um sig en a& sín bi&u þau örlög a& falla í gleymsku. hann setti hana inn í embættið. Hún þótti sinna embættinu af mikilli prýði og gæða það hressileika og glamúr. Stuttu fyrir andlát sitt hafði hún gefið í skyn að hún væri orðin þreytt á sviðsljósinu og vildi snúa heim til 3andaríkjanna. Þegar fregnir bárust af andláti hennar féllu mörg hlý orð í hennar garð. En það var engin hlýja í orð- um stjúpdóttur hennar þegar blaða- menn leituðu eftir viðbrögðum hennar. "Ég syrgí hana ekki," sagði Brooke Hayward. „Hún var grimmlynd. Ég h^f aldrei kynnst manneskju sem minnti jafn- mikið á ránfugl. Ég hataði hana svo mikið að það eina sem mér fannst leitt við dauða hennar var að hann var skjótur og hún þjáðist ekki eins og hún hafði látið aðra þjást." Pamela hefði líklega ekki kippt sér upp við þessa sendingu stjúp- dótturinnar. Sjálf hafði hún eitt sinn sagt að hún vildi fremur að illa yrði skrifað um sig en að sín biðu þau örlög að falla í gleymsku. t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.