Alþýðublaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 f r é t t i r ■ Skattapakki ríkisstjórnarinnar vekur blendin viöbrögö hjá mörgum Hátekjumenn fengu lottóvinning - án þess aö þurfa aö kaupa sér miða, segir Sighvatur Björginsson um skattapakka ríkisstjórnarinnar. Hann skýtur föstum skotum aö út- færslu skattalækkana, og gagnrýnir aö ekki hafi fengist svör við brýnum spurningum verkalýöshreyfingarinnar. “Svör ríkisstjómarinnar við óskum verkalýðshreyfingarinnar, einsog þau birtast í textanum sem forsætisráð- herra fór með í öllum fjölmiðlum á mánudag, eru alls ekki nægilega skýr. Einu svörin sem ríkisstjómin gaf vörðuðu skattamál og málefni lífeyr- isþega. Það vom hinsvegar fjölmörg önnur atriði, sem ASI hafði óskað eft- ir skýmm svörum við, svo hægt væri að ljúka kjarasamningum.” Þetta sagði Sighvatur Björgvinsson, for- maður Alþýðuflokksins, þegar Al- þýðublaðið innti hann eftir viðbrögð- um hans við þeim pakka, sem ríkis- stjómin kynnti sem sinn þátt í yfir- standandi kjarasamningum. Engin rauð strik “Ég bendi á það, að í sameiginlegri kjarastefnu landssambanda ASÍ, sem var kynnt ríkisstjóminni, var lögð höfuðáhersla á tryggingu kaupmáttar. Óneitanlega er það því athyglisvert, að í yftrlýsingu forsætisráðherra er nákvæmlega ekkert að finna um það. Það em engin „rauð strik”, engar verðlagsforsendur af neinu tagi. Ekki vottur af vilja til að tryggja varðveislu kaupmáttar. Ætlar ríkisstjómin að láta þar við sitja?” Sighvatur rifjaði upp að í kjara- stefnu ASI hefði verið lögð mikil áhersla á lækkun innflutningstolla og að markmiðum GATT- samningsins yrði fýlgt fram í raun. „Þar gefur hins- vegar ríkisstjómin engin svör, og við það er engan veginn hægt að sætta sig. ASÍ lagði líka mikla áherslu á að fá í gang viðræður um jöfnun lífeyris- réttar, en ríkisstjómin svarar þeim til- mælum alls ekkert. Sama gildir um þunga áherslu ASÍ á lækkun þjón- ustugjalda, til dæmis á heilbrigðis- sviðinu, þar sem Ingibjörg Pálmadótt- ir hefur aukið gjöld vemlega, þrátt fyrir stríðar tölur um hið gagnstæða meðan hún var í stjómarandstöðu. Um þetta em einfaldlega engin svör frá ríkisstjóminni.” Farsakennd vinnu- brögö Sighvatur sagði að það væri skond- ið að fylgjast með ákvörðun ríkis- stjómarinnar í málefnum lífeyrisþega. Þar væri verið að taka upp tillögur, sem flokkar stjómarandstöðunnar hefðu flutt á Alþingi. „Út af fyrir sig er það gott og blessað. Batnandi mönnum er alltaf best að lifa, og við teljum það ekkert eftir okkur að búa til góðar tillögur fyrir ríkisstjómina. En það sem er skondið í málinu er þetta: Hér er um að ræða nákvæmlega sömu tillögur og ríkisstjómin lét sitt lið á Alþingi fella í atkvæðagreiðslu við fjárlögin. Em þetta nú ekki farsa- kennd vinnubrögð?” Sighvatur sagði, að jafnvel góð- gjömustu menn hlytu að setja spurn- ingamerki við rausn ríkisstjómarinnar þegar kæmi að aðgerðum hennar í skattamálum. „Hvað felst í þeim? Hafa menn skoðað það? Þeir sem leggja það á sig munu komast að því, að ríkisstjómin lýsir því nú yfir að hún sé reiðubúin til að skila launþeg- um til baka þeim skattahækkunum “Er ríkisstjórnin reiöu- búin að gefa tryggingu fyrir því, að hún muni ekki sækja sér þær tekjur, sem hún er reiðubúin að afsala sér með lækkun tekju- skatta, með hækkun- um á öðrum sköttum eða með enn frekari niðurskurði...” sem hún hefur af þeim tekið á síðustu fimmtán mánuðum! Sér er nú hver rausnin! „ Hátekjumenn hrósa happi Það er líka athyglisvert að skoða það hvemig ríkisstjómin ætlar að út- færa þennan glaðning sinn, sagði Sig- hvatur.: „Eftir því sem gengur fram af munni forsætisráðherra, þá á fram- kvæmdin að verða sú, að stómm hluta þessarar fjárhæðar, eða allt að 2/5 hlutum, er varið til þess að létta á sköttum þeirra, sem hæstar hafa tekj- umar, eða til einstaklinga, sem hafa 175 þúsund krónur á mánuði eða meira, og til fjölskyldna sem em með Sighvatur Björgvinsson: Fólk vantar tryggingu fyrir því að skattalækkanir verbi ekki teknar til baka með annars konar álögum og niðurskurði. yfir 350 þúsund á mánuði. Þannig fær fjölskylda, sem er með 525 þúsund króna tekjur á mánuði um 16 þúsund krónur í skattalækkun í sinn hlut frá ríkisstjóminni, en fjögra manna fjöl- skylda með 125 þúsund krónur á mánuði aðeins tvö þúsund króna lækkun til sín. Ég segi nú bara and- spænis þessu: Ef þetta er þeirra rétt- læti, - hvemig er þeirra ranglæti?” sagði Sighvatur, og bætti því við að hátekjumenn gætu hrósað happi yfir lottóvinningnum sem þeir fengju án þess einu sinni að þurfa að kaupa miða. Hann benti ennfremur á, að það væri beinlínis blekkjandi af hálfu rík- isstjómarinnar að halda því fram að hátekjuskattur hefði verið hækkaður, “Með því að innleiða tekjutengingar í öllu barnabótakerfinu er verið að auka jaðar- skattaáhrifin, sem er í hreinni mótsögn við yfirlýst stefnumið rík- isstjórnarinnar.” ■ Fulltrúi ITF beinir spurningum til Eimskipa og Flugleiöa Saknað við sjóprófin Rannsóknarnefnd sjóslysa gerði athugasemd við fjarveru filipseysku skipverj- anna við upphaf sjóprófa. Borgþór Kæmested, fulltrúi ITF, samtaka alþjóðlegra flutningaverka- manna, hefur beint þeim spumingum til Rannsóknamefndar sjóslysa hvort að einhver hafi haft samband við þá og beðið leyfis til að flytja áhöfn Vik- artinds úr landi áður en sjópróf hefðu farið fram. Hann spyr einnig hvort að það hafi ekki verið nauðsynlegt að skipverjamir yrðu viðstaddir sjópróf- in. Að sögn Jóns Finnbjömssonar rannsóknardómara í málinu, en blaðið ræddi við hann í fyrradag, gerði nefndin athugasemd við fjarvem skip- verjanna við upphaf sjóprófa. En Hjörleifur Jakobsson framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs Eimskipafélagsins segir að umræddra manna hafi ekki verið óskað við sjóprófin en fjórir áhafnarmeðlimir vom viðstaddir. Borgþór hefur einnig beint spum- ingum til Eimskips, til dæmis hvort mennimir hafi fengið áfallahjálp, og hver þáttur Eimskips hafi verið í þeirri ákvörðun að flytja mennina úr landi. Líkt og kom fram í blaðinu í gær kvaðst Hjörleifur Jakobsson fram- kvæmdastjóri Rekstrarsviðs Eim- skipafélagsins hafa ráðfært sig við lækni sem taldi ekki þörf á áfallahjálp á þessu stigi málsins. Fulltrúi Eim- skipafélagsins, Dagþór Haraldsson hafði samband við Útlendingaeftirlit- ið, að morgni sjöunda mars, og spurði um möguleika þess að flytja skipverj- ana úr landi án þess að þeir hefðu til- skilda pappíra. Mennimir flugu síðan út samdægurs. Borgþór spyr einnig afhverju það hafi ekki verið haft samband við full- trúa ITF, á íslandi, en mennimir em meðlimir þess félags, en eins og við sögðum frá í gær, fór hann ásamt tveimur kaþólskum prestum til Sel- foss til að ræða við mennina, sam- kvæmt þeirra beiðni, en þeir vom þá famir. Eimskip hefur gert grein fyrir mál- inu og að mennirnir hafi verið sendir út að ósk útgerðarinnar. einsog forsvarsmenn hennar hefðu gert með því að benda á að hann breyttist úr 5 % í 7 %. „Menn verða að huga að því, að áður hafa þeir lækkað hinn almenna grunn um 4 %, eða niður í 38 %. Það þýðir, að það sem ríkisstjómin kallar hækkun há- tekjuskattsins er í rauninni umtals- verð lækkun.” Jaðarskattar auknir “Ríkisstjómin hefur haldið margar góðar ræður um að það þurfi að lækka jaðarskatta. Ég og mitt fólk getur svo sannarlega tekið undir það. Með því að innleiða tekjutengingar í öllu bamabótakerfinu er verið að auka jaðarskattaáhrifin, sem er í hreinni mótsögn við yfirlýst stefnumið ríkis- stjómarinnar. Með því að tekjutengja Davíð Oddsson: Gaf hátekjumönn- um lottóvinning með skattapakka sínum. allar bamabætur er ríkisstjómin jafn- framt að auka mismuninn á greiðslu- byrði bamafjölskyldna og bamlausra fjölskyldna með sömu fjölskyldutekj- ur.” Sighvatur skaut einnig föstum skot- um að útfærslu stjómarinnar á breytt- um vaxtabótum. „Gera menn sér ekki grein fyrir því, að með þeirri aðferð sem ríkisstjórin velur til að eigna- tengja vaxtabætur, þ.e. með því að miða skerðinguna við hlutfall af fast- eignamati íbúðarhúsnæðis einvörð- ungu í stað heildareignar, þá er hún í senn að auka mismunun í skattlagn- ingu milli fólks eftir búsetu og bæta vemlega hag eignafólks, sem á eignir sínar að vemlegum hluta í öðmm verðmætum en íbúðarhúsnæði?” Hann benti jafnframt á, að það væri rangt, frá sjónahóli lágtekjufólks, að hækka ekki skattleysismörk í takt við launahækkanir: „Þegar ríkisstjómin ákveður að gera það ekki, þá er ljóst, að fjölskyldur með lágar tekjur, sem nú em við skattleysismörk og borga litla eða enga skatta, munu eftir þær takmörkuðu kauphækkanir sem samið er um fyrir þær, greiða umtals- verðar upphæðir á sinn mælikvarða, í skatta.” Vantar tryggingu “Þegar allt er skoðað, þá er það mín niðurstaða, að framkvæmd ríkis- stjómarinnar á skattalækkununum sem hún boðaði í fyrradag, orkar mjög tvímælis. Hún er langmest þeim í hag, sem hafa háar tekjur og búa að miklum eignum. Þessvegna tók ég málið upp á þinginu í gærdag, og skoraði á ríkisstjómina að ganga til samninga við verkalýðshreyftnguna um aðrar og skynsamlegri útfærslur á lækkun skatta.” Sighvatur sagði að lokum, að það væri mjög brýnt, að ríkisstjómin gæfi yfirlýsingu um að hún myndi ekki bæta sér um þá 4,5 milljarða sem rík- issjóður tapar vegna aðgerða hennar í skattamálum, með nýjum álögum. „Spumingin sem brennur á vörum okkar, og verkalýðshreyfingin verður að fá svar við er þetta: Er ríkisstjóm- in reiðubúin að gefa tryggingu fyrir því, að hún muni ekki sækja sér þær tekjur, sem hún er reiðubúin að afsala sér með lækkun tekjuskatta, með hækkunum á öðmm sköttum eða með enn frekari niðurskurði til viðbótar þeim, sem hún hefur þegar staðið fyr- ir í viðkvæmum málaflokkum einsog heilbrigðismálum, menntamálum og félagsmálum?” Jafnaðarkonur Þriöji kvöldveröarfundur ársins verður haldinn fimmtu- dagskvöldiö 13. mars kl. 19-21 á Litlu Brekku í Banka- stræti. Aö súpumáltíð lokinni mun Björn Friðfinnsson flytja fræösluerindi undir yfirskriftinni íslenskar konur og Evr- ópumálin. Allar konur velkomnar! Stjórn Sambands Alþýðuflokkskvenna FUJR Stjórn félagsins fundar á sunnudaginn 16.3. í Alþýöuhús- inu Reykjavík, Hverfisgötu 8-10. Fundurinn hefst stund- víslega kl. 13.00 og er opinn öllum félagsmönnum. Stjórnin Flokksstjórnarfundur Opinn fundur flokksstjórnar Alþýöuflokksins um málefni líöandi stundar verður haldin miövikudaginn 19. mars kl. 17 -19 aö Grand Hotel.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.