Alþýðublaðið - 12.03.1997, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 12.03.1997, Qupperneq 8
Verö í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Guðmundur Bjarnason harðlega gagnrýndur á Alþingi vegna viðbragða eftir strand Vikurtinds Rangt hjá ráðherra segir Margrét Frímannsdóttir, þegar hann segir ekki ástæöu til aö kalla saman séríræöinganefnd. Stjórnarsinnar gagnrýndu ráöherrann líka. “Það virðist sem ráðherrann hafi ekki vitað um tilvist og tilgang þess- arar nefndar, sem er enn til og skipuð ömu mönnum. Það er mjög slæmt að hún hafi ekki verið kölluð til. Það er gott fyrir ráðherra af slíka nefnd á sínum snærum,” sagði Margrét Frí- mannsdóttir, alþingismaður og for- maður Alþvðubandalagsins, eftir ut- andagskrárumræður á Algþingi í gær, þar sem í ljós kom að Guðmundur Bjamason umhverfisráðherra virist ekki vita um tilgang sérfræðinga- nefndar sem Eiður Guðnason, fyrr- verandi umvherfisráðherra, skipaði eftir mengunarslys á Ströndum á ár- inu 1991. Nefndinni var ætlað að koma sam- an, ef slys yrði, til að meta mengun- arhættu, leiðbeina um viðbrögð og samræma aðgerðir þeirra stofnana sem koma að. Fylgjast með og meta árangur og gera síðan skýrslu og gera tillögur um úrbætur. Eftir að Vikar- tindur strandaði hefur nefndin ekki verið kölluð saman,” sagði Margrét Frímannsdóttir. Verkefni nefndarinnar er að koma saman þegar meiriháttar mengunaró- höpp verða eða hætta er á slíku, meta mengunarhættu, skipaleggja rann- sóknir á lífríki og leiðbeina um við- brögð og samræma aðgerðir ein- stakra stofnana, meta árangur að- gerða, gera tillögur til umhverfisráð- herra. “I svari ráðherrans kom fram að ekki væri ástæða til að kalla nefndina saman. Hann sagði að nefndinni væri ekki ætlað að stýra aðgerðum, heldur til meta eftir á hvemig hafi takist til og skila ráðherra skýrslu. Þetta er rangt hjá honum. “Mér blöskrar að það sem hefur rekið upp er á margra ferkílómetra svæði. Eg kom fimm sólarhringum eftir strandið og þá er þar aðeins fá- mennur hópur að tína upp draslið, jafnvel hættuleg efni. Það virtist vera lítið skipulag, til dæmis var ekki búið að taka gryfjur til að draga úr fok- hættu, þó ekki væri annað,” sagði Margrét. Kristján Pálsson, einn stjómar- þingmanna, var meðal þeirra sem gagnrýndu ráðherrann. Kristján sagði orðrétt: „Það sem snýr að strandi Vikartinds í dag em afleið- ingar þess að skipið hefur legið á strandstað í heila viku án þess að nokkuð hafi verið gert til að hefta fok á allskyns varningi. Það er msl að dreyfast um allar sveitir sem og sandfjörar við Þjórsárósa. Það er mikill skaði hversu seint er gripið inn í þetta umhverfisslys, það er ekki verjandi.” ■ Aukiö samstarf SUJ og Veröandi r Alyktun um verkalýðsmál “Þessi sameiginlega ályktun er einn þáttur í auknu samstarfi þessara tveggja hreyfinga. Hún er einnig hugsuð sem mótvægi við þá miklu athygli sem ungir Sjálfstæðismenn hafa fengið fyrir popúlistatillögur sínar, sem era lítið meira en óraun- hæf plögg,” segir Hreinn Hreinsson um sam- eiginlega ályktun sem sambands- stjóm Ungra jafnaðarmanna og fram- kvæmdastjóm Verðandi hafa sent frá sér um verkalýðsmál. f ályktuninni segir: “Ungir jafnaðarmenn og Verðandi átelja Vinnuveitendasambandið og ríkisstjómina vegna stöðunnar í samningamálum aðila vinnumarkað- arins. Það hlýtur að vera öllum ljóst að krafa verkalýðshreyfingar um 70 000 króna lágmarkslaun er sanngjöm í ljósi betra efnahagsástands sem launafólk á íslandi hefur skapað. Ungir jafnaðarmenn og Verðandi for- dæma málflutning vinnuveitenda og ríkisstjómar þess efnis að launa- hækkanir af þessu tagi ógni stöðug- leikanum, því ástand efnahagsmála í dag gefur ekki tilefni til þess. Staða efnahagsmála á fslandi er með allt öðram hætti í dag en fyrir 15 áram síðan þegar launahækkanir af þessari stærðargráðu virkuðu sem olía á verðbólgubálið, nú era efnahagslegar forsendur allt aðrar. Vinnuveitendur og ríkisstjóm verða að skilja að skilaboð frá launafólki era skýr, lífs- kjörin verður að bæta, það verður að skipta kökunni á réttlátari hátt. Allir era sammála um að launamenn hafi lagt sinn skerf til efnahagsbatans, nú er röðin komin að ríkisstjóm og vinnuveitendum Það er skoðun Ungra jafnaðar- manna og Verðandi að sá ófriður sem nú ríkir á vinnumarkaði sé á ábyrð ríkisstjómar og vinnuveitenda.” Eg bíð spenntur -segir Hjálmar Árnason, alþingismaður “Formenn stjómarflokkanna hafa gert með sér samkomulag og báðir lýst því yfir aðsátt verði um málið. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að þeir standi við það. Það er í rauninni kjami málsins. Nefndin sem var skipuð, á sínum tíma, er ekki lengur starfandi, hún hefur verið leyst upp. Málið er menntamálaráðu- neytisins og það er menntamálaráð- herra að undirbúa það og ég bíð spenntur eftir að hann ljúki þessu máli,” sagði Hjálmar Amason, þing- maður Framsóknarflokks, þegar hann var spurður um hvað honum þyki um framgang LfN-málsins. En hversu lengi ætlar Hjálmar að bíða spenntur? “Ekki endalaust. Ég kýs að orða það ekki öðruvísi. Ógætilega sögð orð geta haft vond áhrif. Þolinmæðin er ekki endalaus, en ef þetta næst fyr- ir þinglausnir í vor, þá held ég að menn geti viðunað, úr því sem kom- ið er. Ég hefði viljað sjá það koma fram fyrir einu ári. Ég hef miklar væntingar, en treysti samkomulagi formanna stjómarflokkanna.” dcH^»é i 1 r?\ ÁRMÚLA 13, SlMI: 568 1200 liiiMía' BEINN SÍMI 553 1236 v.. , ÁRMÚLA 13, SlMI: 568 1200 jlitiSlLn BEINNSÍMI 553 1236 m ■ - w*— L E I pa liS A R M NLEIKAK I HÁSKÓLABÍÓI FIMMTUDAGINN 13. MARS KL. 20.00 eœsbbss einleikari [ fnisskrá JónNordal: Bjarkamál Edward Elgar: Inngangur & allegro James McMillan: Veni, veni Emmanuel SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255 V MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HLJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN _____ STEFANSBLOM SKIPHOLTI 50 B - SÍMI 561 0771

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.