Alþýðublaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 1
rammiiii Stofnaö 1919 34. tölublaö - 78. árgangur ■ Jóhanna Sigurðardóttir segir breytingar á vaxtabótum taka hluta af launahækkunum Er undrandi á Páli og Framsókn sem sagðist ætla að bæta kerfið þegar þau kæmust til valda Fimmtudagur 13. mars 1997 ■ Landhelgisgæslan Veit ekki um nein dæmi -segir Hafsteinn Hafsteinsson „Mér er ekki kunnugt um nein dæmi um þetta. Ég verð að kanna hvort þetta sé rétt,“ sagði Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgis- gæslunnar, þegar Alþýðublaðið bar undir hann orð Hjálmars Amasonar alþingismanns, um að útgerðir hafi veigrað sér við að þiggja aðstoð Gæslunnar sökum hárra björgunar- launa. Þegar Hafsteinn var spurður hvort honum þyki koma til greina að Land- helgisgæslan hætti að þiggja björg- unarlaun, sagði hann að það mál þyrfti frekari könnunar við. “Ríkisstjómin er að lækka tengju- tengingu vaxtabóta. Nú er þetta þannig að sex prósent af tekjum koma til frádráttar af vaxtaútgjöldum, en nú á að lækka ffádráttinn í þrjú prósent. Aður var eignatenging, en hún verður afnumin en í stað hennar á að koma frádráttur sem nemur einu og hálfu prósenti af fasteignamati. Þegar þetta er skoðað betur, sýnist mér að skerðingin á vaxtabótum éti upp hluta af launahækkunina sem fólk fær nú. Ef þessar breytingar á vaxtabótunum koma einhverjum til góða, þá er það fólki á landsbyggð- inni þar sem fasteignamat er lágt, og þá sérstaklega hátekjufólki. Þessi skerðing kemur fyrst og fremst á fólki hér í Reykjavík og nágrenni, þar sem fasteignamat er hátt. Þetta mun líka koma þeim til góða sem era með háar tekjur og litlar eignir,” sagði Jó- hanna Sigurðardóttir alþingismaður. Jóhanna nefnir dæmi um hvemig breytingamar koma til með að virka. “Fjögurra til fimm manna fjöl- skylda sem er með tvær milljónir í árstekjur og á íbúð upp á átta milljón- ir og skuldar fímm milljónir. Vaxta- gjöldin era þrjú hundrað þúsund á ári, og vaxtabætumar era þá, sam- kvæmt núverandi kerfi, 180 þúsund krónur. Eftir breytingamar fengi fjöl- skyldan ekki nema 150 þúsund krón- ur. Fjölskylda sem hefur eina og hálfa milljón í árstekjur og á sex milljón króna eign, er með vaxtagjöld upp á 200 þúsund. I núverandi kerfi fengi hún 110 þúsund í vaxtabætur en eftir breytingamar fengi hún 80 þúsund krónur. í báðum þessum dæmum er skerðingin þrjátíu þúsund krónur.” “Ríkisstjómin er með þessu að taka aftur hluta af þeim launahækk- unum sem er verið að semja um núna. Það er fráleitt að þetta sé með þessum hætti og við bætist að þeir betur settu fá 16 þúsund í skattaíviln- anir en þeir launalægstu fá tvö þús- und krónur. Sérstaklega þykir mér einkennilegt að Framsóknarflokkur- inn og félagsmálaráðherra standi að þessari skerðingu, sem í stjómarand- stöðu sögðust bæta vaxtabóta kerfið þegar þau kæmust til valda.” Skífan vill lögbann Tapaði málinu, en hefur áfrýjað. Skífan óskaði lögbanns við sölu tveggja kvikmynda, sem fyrirtækið taldi sig eiga einkarétt á, en lögbannskröfunni var synjað. Deilan snýst um sölu og dreifingu tveggja vinsælla bandarískra mynda, Braveheart og Independence Day, sem báðar voru framleiddar af Twentieth Century Fox. Auk þess að krefjast lögbanns, vildi Skífan að allar myndir og geisladiskar, með myndunum tveimur, yrðu teknir af eigenda þeirra. f lögbannsbeiðninni benti Skífan á samning sem fyrirtækið hefur gert við Fox, þar sem kveðið er á um að Skífan annist kynningu og markaðssetningu á ölluni myndum Fox á íslandi og fari með réttindi varðandi dreifingu á íslandi. Myndimar vora keyptar í Englandi og taldi eigandi þeirra sig f fullum rétti til að selja þær. í vöm eigenda myndbandanna segir að alveg skorti sönnun fyrir rétti Skífunnar í málinu og skjöl sem Skífan hafi lagt fram, og er á erlendum tungumálum, hafi ekkert gildi í þessu máli. Þegar lögbannskrafan kom fram hafði dregið veralega úr sölu myndanna og er ljóst að ekki er verið að takast á um hagn- aðarvon vegna dreifingarinnar, heldur um einkaréttinn. Dómarinn í málinu sagði að Skífan hafi ekki náð að sanna eða gert sennilegt, að sala á myndunum brjóti gegn réttind- um Skífunnar. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Skífunnar, segir að málinu hafi verið áfrýjað til Héraðsdóms. Ef Skífan tapar málinu aftur gerir Sigurður ráð fyrir að stóra kvikmyndaverin muni breyta öllum sínum samningum, þannig að fastar verði kveðið á um rétt dreifmgaraðila í hveiju landi. Hákon viö leiöi dóttur sinnar, Heklu, og fyrrum eiginkonu sinnar, Þóru Sveinsdóttur, sem lést eftir erfiöa baráttu viö illvígan sjúkdóm á árinu 1991 Barist viö dauðann.. “Það er ekki hægt að berjast við kerfið á sama tíma og maður er að berjast fyrir lífi bamsins síns,” segir Hákon Hákonarson en hann varð fyrir þeirri hræðilegu lífs- reynslu í fyrra að missa litlu dótt- ur sína Heklu, en hún fæddist með hjartagalla. ,,Eg vinn að þessum máli til að vekja athygli fólks á því að það fæðast 40 til 50 hjartveik böm á ári, helmingurinn af þeim fjölda þarf að fara í opna aðgerð erlendis.” Á morgun fer fram landssöfnun til styrktar hjartveikum bömum. “Hekla, var tekin með keisara- skurði,” segir Hákon. „Nokkram tímum eftir að hún kom í heiminn fengum við að vita að hún væri hjartveik. Sólarhring síðar var ég flogin með hana til London ásamt lækni og hjúkrunarfræðingi, þar sem hún átti að gangast undir skurðaðgerð. Það fór hinsvegar ekkert ferli í gang þegar þetta varð Ijóst. Ég var í miklu áfalli, þurfti sjálfur að panta og ganga frá far- miðum fyrir mig, bamið og hjúkr- unarliðið. Það þurfti að skíra bam- ið fyrir brottförina og við þurftum að útvega gistingu. Ég hringdi í fé- lagsráðgjafa á Landsspítalanum en hún var í fríi, sá ráðgjafi sem varð fyrir svöram sagði að ég gæti próf- að að hringja þegar ég kæmi til baka. Næstu mánuði og ár vék allt hjá fjölskyldunni sem hét fjármál og tómstundir, við höfðum enga afgangsorku til að sinna neinu öðru. Þótt hún væri á gjörgæslu var hún mjög spræk og þurfandi fyrir félagskap. Ég byrjaði daginn uppi á spítala, þar sem ég baðaði hana og lék við hana, síðan lagði hún sig og þá fór ég í vinnuna. Klukkan sex, ef ég var ekki kom- in, benti hún á símann. Að aflokn- um vinnudegi fór ég til hennar og var hjá henni og söng hana í svefn þar til hún sofnaði. Hin bömin þurftu að sitja á hakanum meðan þessu fór fram. Starfsfólkið reynd- ist okkur vel, langt umfram vinnu- skyldu og var okkur sem fjöl- skylda, konan mín var þama átta tíma á dag. Þetta fólk era vinir okkar í dag. Þegar bam deyr er skrifað uppá dánarvottorð, en síðan ekki sög- una meir. En þá sem oftar bilar kerfið. Þegar kviknar í húsi fer ákveðið ferli í gang, þegar bam deyr, gerist það ekki. Við vorum heppin, þar sem hjúkranarfólk gjörgæslunnar urðu vinir okkar og hafa veitt okkur sálgæslu. Það er mjög leitt en það er enginn sál- gæsla eða félagsráðgjafi á bama- deild. Tveir ráðgjafar annast allan spítalann. Þetta era þó ekki hlutir sem þurfa að kosta mikla peninga. Styrktarfélag hjartveikra bama, Neistinn, var stofnað árið 1995, og hefur stofhað styrktarsjóð, til að reyna að tryggja að foreldrar geti annast hjartveik böm sín án þess að rústa fjárhag heimilanna. Eins viljum við að það sé tækjakostur til staðar, til að bömin geti dvalist sem lengst heima hjá fjölskyldum sínum en svo er ekki í dag,” segir Hákon Hákonarson. Alþýðublaðið vill hvetja alla þá sem era aflögufærir og geta látið eitthvað af hendi rakna í söfnunina sem fram fer næstkomandi föstu- dag. Gerir ekki ráð fyrir Þjóðvaka “Ég geri ekki ráð fyrir að Þjóðvaki bjóði fram aftur,” segir Ásta R. Jóhannesdóttir. Ásta segist vilja taka sæti á lista í sameiginlegu framboði jafnaðarmanna. „Ef jafnaðar- rnenn ná ekki sigri í næstu kosningum þá er engu að treysta fram á næstu öld”. Sjá miðopnu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.