Alþýðublaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997 IÐNÞING 1997 Iðnþing Samtaka iðnaðarins verður haldiðföstudaginn 21. mars nk. Þingið verður haldið í samkomusalnum Gullhömrum í Húsi iðnaðarins, Hailveigarstíg 1. 10.00 Formót: Skýrsla Hagvaxtamefndar SI. Opinn fundur með þátttöku stjómar og ráðgjafaráðs. 12.00 Setning Iðnþings. Hádegisverður í boði Samtaka iðnaðarins. 13.15 Ræða formanns SI, Haraldar Sumarliðasonar. Ræða iðnaðarráðherra, Finns Ingólfssonar. 14.00 Hlé. 14.15 Efnahags- opg myntbandalag Evrópu, EMU. Áhrif þess á íslenskt atvinnulíf. Fmmmælendur: Per Magnus Wijkman, aðalhagfræðingur, Sveriges Industriförbund, Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra. Auk þess verður fjallað um mikilsverð málefni líðandi stundar svo sem frumvarpið um Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og stöðuna í kjaramálum. 16.00 Aðaifundarstörf og úrslit kosninga. 16.45 Ályktun Iðnþings afgreidd. 17.00 Þingslit. 19.30 Hóf Samtaka iðnaðarins í veislusalnum Gullhömrum. Hallveigarstíg 1. SAMTÖK IÐNAÐARINS AÐALFUNDUR OLÍS1997 Aðalfundur Olíuverzlunar Islands hf fyrir rekstrarárið 1996, verður lialdinn í Sunnusal (áður Átthagasal) Hótel Sögu, fimmtudaginn 20. mars nk. kl. 16:00. Dagskrá: Samkvæmt 13. gr. samþykkta félagsins. Ársreikningur félagsins og gögn vegna fundar munu liggja frammi til sýnis á skrifstofu félagsins að Héðinsgötu 10, Reykjavík, 7 dögum fyrir fundinn. M Stjórn Olíuverzlunar íslands hf. S t j C ■ Kolbrún Bergþórsdóttir ræðir við Ástu Ragnheiði Jóhannesdótt Sameinin “Ef við náum ekki sigri í næstu kosningum þá er engu að treysta fram á næstu öld.” Þú varst lengi í Framsóknarflokkn- um áður en þú gekkst til liðs við Þjóð- vaka. “Ég gekk í Framsóknarflokkinn 1983 eftir að hafa verið ein af stofn- endum kvennaframboðs í Reykjavík. Ég var í hópi þeirra kvenna sem töldu að það framboð væri nauðsynlegt til að ýta á gömlu flokkana og fá þá til að gefa konum aukið vægi. Mér fannst líka að þetta framboð ætti ekki að end- urtaka, konur ættu ekki að einangra sig heldur beijast í flokkunum fyrir áhrif- um kvenna. Ég er ennþá þeirrar skoð- unar. Ég tel að Kvennalistinn hafi, með því að bjóða ítrekað fram, hamlað framgöngu kvenna í* pólitík. Þróunin varð þannig að ef þurfti að kalla á konu til einhverra verka, til dæmis í nefndar- störf eða sjónvarpsþátt þá var fengin kona frá Kvennalistanum. Þannig var á vissan hátt unnið gegn konum í öðrum flokkum.” Þú yfirgafst Framsóknarfiokkinn til að taka sæti á lista Þjóðvaka. Var það erfiður viðskilnaður? “Mér fannst erfitt að segja skilið við félaga mína, sem ég hafði átt góð sam- skipti við í langan tíma, en ég fann að ég hafði fjarlægst þá í skoðunum og af- stöðu. Ég hafði þá skipað annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík og var varaþingmaður um árabil. Þegar leið að kosningum 1995 tóku félagar mínir karlmann sem ekki var í flokkn- um, Ólaf Öm Haraldsson, og settu hann í annað sætið og mér var skellt í það þriðja. Ég leit svo á að mér hefði verið hafnað. Ég ákvað að draga mig í hlé en sagði mig ekki úr flokknum. Svo var hringt í mig mánuði fyrir kosning- ar og ég beðin um að taka sæti á lista Þjóðvaka. Sama dag sagði ég mig úr Framsóknarflokknum.” Sástu Þjóðvaka sem hið nýja stóra afi sem ætti að sameina jafnaðar- menn? “ Nei, reyndar ekki. Þegar ég gekk til liðs við Þjóðvaka var mánuður í kosningar og fylgi hafði hrunið af flokknum. En ég sá þarna tækifæri fyrir mig. Á þessum tíma leit út fyrir að ég næði kjöri og ég taldi mig geta komið baráttumálum mínum áleiðis sem þingmaður. Sameining félagshyggjuaflanna var eitt af baráttumálum Þjóðvaka og ég vildi gjaman leggja því lið. Ég hafði lengi unnið með fólki úr öllum stjómmálaflokkum á vinstri væng við að reyna að ná fram sameiginlegu framboði þessara afla og þama taldi ég mig geta komið inn í þá vinnu. Ég treysti ekki Alþyðuflokknum, ég Um viöskilnað sinn við Framsókn- arflokkinn: „Félagar mínir tóku karimann sem ekki var í flokknum, Ólaf Örn Haraldsson, og settu hann í annað sætið og mér var skellt í það þriðja. Ég leit svo á að mér hefði verið hafnað.” treysti ekki Alþýðubandalaginu, vegna þess að þeir flokkar em gamlar stofnanir, rétt eins og Framsóknarflokkurinn. Ég tel reyndar að sameining geti ekki orðið undir einum af þessum flokkum. Það þarf nýtt afl með liðsinni þessara flokka.” En þú sást samt ekki firam á langa framtíð Þjóðvaka? “Nei. Ég held að það hafi verið al- veg ljóst á þeim tíma að Þjóðvaki átti ekki framtíð fyrir sér. Ég leit þetta nokkmm öðram augum en þeir sem gengu til liðs við Þjóðvaka þegar það Um næstu borgarstjórnarkosning- ar: „Ég hef trú á því að Reykjavík- urlistinn haldi borginni því hann hefur verið farsæll í stjórn sinni.” var rífandi gangur og fylgið streymdi að.” Var framboð Þjóðvaka misráðið að þínu mati? “Ég held að framboðið hafi verið nauðsynlegt. Menn vom sáttir í gamla flokkakerfinu, en framboð Þjóðvaka ýtti á umræðuna um sameiningu fé- lagshyggjuflokka. Sú krafa hefði ekki orðið svo sterk nema vegna þessa framboðs. Og framboðið skilaði fjór- um þingmönnum.” Og kom ríkisstjóm Sjálfstœðisflokks og Framsóknarflokks til valda. Um Ingibjörgu Pálmadóttur: „Ingi- björg iýtur stjórn fjármálaráðherra. Það er ekki stefna Ingibjargar Pálmadóttur sem er í framkvæmd i heilbrigðisráðuneytinu.” i “f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.