Alþýðublaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 1
MÞYBUBLMB Föstudagur 14. mars 1997 Stofnaö 1919 35. tölublað - 78. árgangur ¦ Samgönguráðherra mátti upplýsa um laun hjá Pósti og síma hf. Blöndal tekinn í bólinu Finnur segir ráðherra hafa upplýsingaskyldu. Halldór þrjóskast enn. "Lögfræðingar hafa haft samband við mig og bent á nokkrar lagagrein- ar sem sýna að óheimilt er að neita að gefa þessar upplýsingar. Ég tel að Halldór Blöndal, og sömuleiðis for- sætisráðherra, verði að svara nokkrum grundvallarspurningum sem hið sérkennilega svar hins fyrr- nefnda hefur vakið," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmað- ur jafnaðarmanna. Ásta sendi skrif- lega fyrirspurn til samgönguráðherra á miðvikudag um laun og starfskjör stjórnarmanna hjá Pósti og síma hf. Svar Halldórs Blöndals var á þá leið að ráðuneytið hefði ekki þær upplýs- ingar frá Pósti og síma hf. sem um væri beðið og teldi sér ekki fært að krefjast þeirra. í umræðum um stofnun hlutafé- lags um Landsbankann og Búnaðar- bankann í gær spurði Ágúst Einars- son iðnaðarráðherra Finn Ingólfsson um upplýsingaskyldu ráðherra. f máli Finns kom fram að ráðherra hefði ótvíræða upplýsingaskyldu vegna ríkisfyrirtækja í þessari stöðu. Samkvæmt þessu virðast ráðherrarn- ir tala í kross. Halldór Blöndal sagði í svari sínu við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar síð- astliðinn miðvikudag að með stofnun Pósts og síma hf. hefðu rofnað öll stjórasýslutengsl milli ráðuneytis og félagsins, sem áður voru á milli ráðu- neytisins og Póst og símamálastofn- unar, og ráðuneytið hefði ekki skip- unarvald í málefnum Pósts og síma hf. Ásta segist efast um að þessi yfrr- lýsing standist og bendir á að í máli viðskiptaráðherra á þingi í gær hafi komið fram að þessi tilhögun muni ekki gilda ef ríkisbönkum verði breytt í hlutafélag. Ásta Ragnheiður segir þessa yfir- lýsingu samgönguráðherra einnig þarfnast skýringar, og hefur farið fram á utandagskrárumræðu um þessi mál. Umdeildur dópsali í Mannlífi, sem kemur út á morgun, er ítarleg úttekt á starfsemi Franklín Steiner, og ekki síður er forvitnileg samnatekt á samstarfi hans og fíkniefnalögreglunnar. Þar er fullyrt að Franklín hafi sloppið við lógregluaðgerðir, þar sem hann hafi keypt sér frelsi með upp- ljóstrunum. Arnar Jensson og Björn Halldórsson, sem farið hafa fyrir fíkniefna- deild lögreglunnar á síðustu árum, sæta harðri gagnrýni vegna málsins. Sjá bls. 7 1 STEFANSBLOM María og Krossinn María og Krossinn nefnist stórt kórverk sem frumflutt verður á tónleikum í Hallgrímskirkju á sunnudag. Flytjendur eru Mótettu- kór Hallgrímskirkju og Schola Cantorum, á tónleikunum munu kórarnir einnig flytja verk eftir þrjú önnur tónskáld, Palestrina, Gesualdo og Arvos PNrths. í verk- inu bregður Hjálmar fyrir sig tón- smíðastíl sem hann hefur ekki mikið notað fyrr, þ.e stflbrögðum fúgulistarinnar og tengir hana þeim stíl sem menn þekkja úr hans fyrri verkum. Tónleikarnir sem eru á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju verða á sunnudaginn klukkan 17. Skeljungsbúðin S u ð u r 1 a n d s b r a u t 4 • S. 560 3878

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.