Alþýðublaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 14. MARS 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 f r 2 t t i r ■ Magnús Árni Magnússon kannar starfsemi nýstofnaðrar hreyfingar jafnaðarmanna og félagshyggjufólks Ýmislegt í farvatninu hjá Grósku Nú eru liðnir tveir mánuðir frá stofnfundi Grósku, samtaka jafnaðar- manna og félagshyggjufólks. Það er ekki ofsagt að miklar vonir séu bundnar við samtökin og hafa þær komið rækilega fram í ræðu og riti forystufólks A - flokkanna sem og grasrótarinnar í þessum tlokkum og öðrum sem teljast til félagshyggjuvængsins. Stofnfundurinn þótti óvenju glæsilegur, af fundi vinstri manna að vera. Skipulagningin var pottþétt, dagskráin skemmtileg og kynningin með betur heppnuðum slíkum herferðum, sem farið hafa fram undir jákvæðum formerkjum, en landsfundir og flokksþing A - flokkanna hafa hingað til fremur vakið athygli fyrir átök og leiðindi, en jákvæðni og uppbyggingu. Það er því ekki nema vona að menn spyrji, þegar komið er fram að páskum, hvað sé að gerast í Grósku? Blaða- maður Alþýðublaðsins fór því á stúf- ana og heyrði hljóðið í helstu forystu- mönnum hreyfingarinnar. Skömmu eftir stofnfundinn var ráðinn að samtökunum framkvæmda- stjóri og er það Jóhanna Þórdórsdóttir, stjómmálafræðingur og hefur hún að- setur á skrifstofu samtakanna að Laugavegi 103. I samtali við Alþýðu- blaðið sagði Jóhanna að helsta verkefni hennar þessa dagana væri að halda ut- an um fundaherferð á vegum Grósku vítt og breitt um landið. "Við fórum þarsíðustu helgi til Akureyrar og tókst það alveg ótrúlega vel," segir Jóhanna. "Það er hópur fyrir norðan sem er að undirbúa stofnun félags. Einnig var nú í vikunni fundur í Borgamesi, þar sem tveir fulltrúar Grósku mættu formönn- um Sambanda ungra Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna. Þar í bæ er líka ungt fólk sem er áhugasamt um stofn- un félags. Svo em í undirbúningi ferðir um landið sem ekki era komnar dagsetningar á ennþá, til dæmis á ísafjörð, á Suðurland í miðri næstu viku og svo er stefnt á Austurlandið líka." Jóhanna bætir við að það séu alltaf stjómarfundir einu sinni í viku og það sé stefnt að því að gefa út blað í Apríl. Næsta þriðjudag (18. mars) munu svo Félag frjálslyndra jafnaðar- manna (FFJ) og Birting - Framsýn standa fyrir opnum fundi um Grósku og með Grósku. Miðstjórn kosin Fyrir þremur vikum var haldinn félagsfundur þar sem kosin var 69 manna miðstjóm, en um hundrað manns víðsvegar af landinu sóttu fundinn. Fundurinn einkenndist af málefnaumræðu, þar sem í undir- búningi er að hefja umfangsmikið málefnastarf. Flosi Eiríksson, vara- bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Kópavogi var einn þeirra sem höfðu sig hvað mest í frammi á þeim fundi og aðspurður kvaðst hann ánægður með fundinn. "Mér fannst félags- fundurinn góður," segir Flosi. Þetta starf hefur farið ágætlega af stað og hefur heppnast vel. Eg fínn það úti í þjóðfélaginu að það er mikil eftir- spurn eftir samtökum eins og Grósku. Stofnun hennar var sko sannarlega ekki í leynum heldur vel kynnt og glæsilega. Menn era spenntir fyrir þessu og finn ég það víða," segir Flosi. Til umfjöllunar á vettvangi Grósku Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvenær á að kalla saman nýkjöma miðstjóm. Stjómin er hinsvegar búin að setja upp hóp sem á að annast málefnastarfið og marka stefnu í þeim málaflokkum sem félagar í Grósku hafa áhuga á. í stað þess að stefnumót- unin komi að ofan verður kannað hvaða málefnum félagamir hafi sér- stakan áhuga og í framhaldi af því verður farið að vinna í málefnunum. Þessu var hreyft á síðasta félagsfundi og fundarmenn beðnir að skrá á blað þau málefni sem þeir hefðu hug á að tekin yrðu til umfjöllunar á vettvangi Grósku og nú er að fara í gang í næsta umferð í þeirri könnun. Á áðumefndum Akureyrarfundi kom fram mikill vilji til að standa að stofnun Norðurlandsdeildar Grósku. Einn af helstu hvatamönnum að því er „Einnig var nú í vikunni fundur í Borgarnesi, þar sem tveir fulltrúar Grósku mættu formönnum Sambanda ungra Sjálfstæðis- og Fram- sóknarmanna.“ Jón Hrói Finnsson, ljósmyndari Dags- Tímans á Akureyri. "Við erum nokkur úr hinum ýmsu stjómmálasamtökum fyrir norðan að stinga saman nefjum og höfum öll mikinn vilja og höfum fund- ið mikinn áhuga og þá ekki síður með- al eldra fólksins í flokkunum," segir Jón Hrói. "Við erarn ekki búin að ákveða endanlega að stofna félag og ekki era komnar neinar dagsetningar á blað, en við eram á fullu að tala saman og það er meðal annars fundur í kvöld (miðvikudagskvöld). Við eram ekki farin að auglýsa fundina en við eram með ört stækkandi undirbúningshóp. Það er góður tónn í fólki héma fyrir norðan og bjartsýni ríkjandi," segir Jón Hrói. Björgvin G. Sigurðsson, heimspeki- nemi og blaðamaður er í stjóm Grósku og segir að málefnavinnan hefjist fyrir alvöra strax í næstu viku. "Þá á að kalla saman fund og keyra þetta af stað. Það verða tekin inn þau málefni sem bent var á á félagsfundinum. Þessi vinna á að vera langt komin í vor og verður lögð fram sem pakki í haust og verður grannurinn að samvinnu jafnaðar- manna," segir Björgvin. Aðspurður segist hann vilja að Gróska þróist næsta árið þannig að það komi fram „Þá á að kalla saman fund og keyra þetta af stað. Það verða tekin inn þau málefni sem bent var á á félagsfundinum.“ sterkur málefnapakki og að frekar verði pressað á sameiningu vinstri manna og að sýnt verði fram á að það sé hægt að sameinast um málefni. "Gróska verður virk í næstu sveitar- stjómarkosningum og þá sérstaklega í Reykjavík þar sem það verður hennar hlutverk að tryggja Reykjavíkurlistan- um endurkjör. Þá verður ár í Alþing- iskosningar og Gróska verður að beita öllu sínu afli í að vinna að sameiningu fyrir þær," segir Björgvin. "Ég lít fyrst og fremst á Grósku sem sönnun á að jafnaðarmenn geti sameinast um mál- efni." Búið að hræra saman grasrótunum Björgvin segir að þrátt fyrir að svo illa færi að ekki næðist samvinna vinstri flokkanna fyrir næstu kosn- ingar, þá verði það ekki heimsendir. "Það er búið að hræra saman grasrót- unum svo rækilega að það mun verða sameining til lengri tíma litið. Það er búið gera unga fólkið að samherjum og þeim verður ekki stillt upp sem and- stæðingum aftur. Gróska þarf ekki og á ekki að fara í sérframboð við næstu kosningar þó það verði ekki sameigin- legt framboð næst. Það er sigur Grósku, Röskvu og okkar allra þó það verði ekki staðfest fyrr en eftir nokkuð mörg ár. Þangað til á Gróska að vera hávær og láta að sér kveða." Hrannar B. Amarson er stjómar- maður í Grósku og hefur um árabil unnið að sameiningu vinstri manna. Hann segir það fólk sem hafi áhuga á að sameina jafnaðarmenn eiga að ganga til liðs við Grósku. "Til þess er fundaherferðin um landið farin. I Grósku á stefna sameinaðrar hreyf- ingar jafnaðarmanna að verða til.Við köllum hana "hina opnu bók Grósku” og era allir velkomnir að hafa sín áhrif á hana," segir Hrannar. Þegar við eram komin með fólkið og stefnuna eigum við að stíga skrefið til samstarfs við aðrar hreyfingar á vinstri vængnum og í því era allar leiðir opnar. Fram á haustið er þetta hinsvegar verkefnið, „Þeim mun meira sem gert er á þessu sam- eiginlega plani því betra. Öll svona brúarsmíð er af hinu góða. Því fleiri fundir eins og FFJ - Birtingar - Framsýnarfundurinn, því betra.“ við stefnum jafnaðarmönnum á einn vettvang til að móta stefnu." Hrannar segir Grósku gjaman vilja tengja flokkana inn í málefnaumræð- una í hinni opnu bók Grósku. "Þeim mun meira sem gert er á þessu sam- “Ég veit að það hafa verið fjölmörg tækifæri til að taka Franklín Steiner með fangið fullt af fíkniefnum á heim- ilinu. Það hefur verið boðið upp á það. Lögreglan þyrfti ekki annað en fá úr- skurð um húsleitarheimild. Það hefur aldrei verið gert.” Þetta er orð heimild- armanns Mannlífs, en blaðið, sem kemur út á morgun, er ítarlega úttekt á ferli þessa umdeilda fíkniefnasala. Heimildarmaðurinn heldur áfram: „Ástæðan fyrir því að þetta hefur geng- ið svona lengi er sú að hann er í beinu sambandi við lögregluna og gefur þeim upplýsingar sem þykja svo verðmætar að það sé ástæða til að láta hann í friði.” Það eru aðallega tveir lögreglumenn sem sitja undir ámælum um að hafa látið fíkniefnasölu Franklíns óáreitta. Það eru Amar Jensson, fyrrverandi yf- irmaður fíknefnadeildar, og Bjöm Halldórsson arftaki Amars. Þegar fréttist að Bjöm Halldórsson hefði skrifað meðmæli vegna byssu- leyfis fyrir Franklín var mörgum nóg boðið. Áður hafði mörgum þótt nóg um samband Franklíns og Bjöms, en eiginlega plani því betra. Öll svona brúarsmíð er af hinu góða. Því fleiri fundir eins og FFJ - Birtingar -Fram- sýnarfundurinn, því betra. Næsta verk- „Hann segist sjá Grósku fyrir sér vaxa og dafna og verða ákaflega sterkt afl í pólitík. “ efni er að vinna þetta málefnaplagg og þar þarf að kalla að fulltrúa allra hópa. I það fer mesta púðrið á næstunni." Hrannar segist líta á það sem hreina handavinnu að ganga frá sameiginlegu framboði eftir yfirlýsingar forystu- manna A-flokka og Þjóðvaka." Mínar villtustu væntingar Hreinn Hreinsson félagsráðgjafi er einnig stjómarmaður í Grósku og hefur auk þess starfað töluvert á vettvangi Alþýðuflokksins í Kópavogi. Hann segist sjá Grósku fyrir sér vaxa og dafna og verða ákaflega sterkt afl í pólitík. "Mínar villtustu væntingar era þær að það verði boðið fram undir merkjum Grósku í næstu kosningum og að A-flokkamir og hinir gangi til liðs við okkur. Gróska getur líka starf- að áffam þó flokkamir haldi áfram að starfa, en þá verður þetta meira sam- ræðuvettvangur fólks sem vill ræða um framtíðina," segir Hreinn. "Innan Grósku er fólk sem hugsar öðravísi en verðbólgukynslóðin sem er varla farin að sjá út úr hassreyk sjöunda áratugar- ins þó ýmsir af þeirri kynslóð hafi séð ljósið," segir Hreinn og bætir við að ekki sé aðalatriði hvort hlutimir gerist 1999 eða 2003, þeir muni gerast. "Við eram komin upp úr skotgröfunum og ætlum ekki ofan í þær aftur." Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borg- arfulltrúi Reykjavíkurlistans hefur ver- ið valin af félögum sínum í stjóm þegar hér var komið fengu yfirmenn lögreglunnar í Reykjavík Amar Jens- son til að rannsaka mál Bjöms. „Það var nú til að bíta höfuðið af skömm- unni þegar Amar Jensson var látinn setjast yfir málið með vinum sínum, Grósku sem sérlegur talsmaður hreyf- ingarinnar. Steinunn var fyrsti for- maður Stúdentaráðs undir stjóm Röskvu, sem hefur haldið meirihluta sínum í Stúdentaráði æ síðan, þannig að hún þekkir kannski betur til sam- starfsins á vinstri vængnum en margur annar. Hún segir að dálítið erfitt sé að segja á þessari stundu til um framtíð Grósku, það sé ákveðin biðstaða í þess- um samvinnumálum. "Gróska hefur alla burði til þess að geta beitt sér. Hún er, eins og Kvennalistinn, stofnuð til að koma ákveðnu ferli í höfn og þegar því lýkur hefur Gróska skilað hlutverki sínu sem er að koma fólki í skilning um mikilvægi samvinnu félagshyggju- fólks. Við höfum í dag tækifæri til að móta framtíð Grósku í sameiningu," segir Steinunn. Aðspurð að því hvem hljómgrann samvinnuferlið hafi innan hennar hreyfingar, Kvennalistans, seg- ir Steinunn að nú séu Kvennalistakon- ur að meta stöðuna. "Kvennalistinn gaf út þá yfirlýsingu þegar í upphafi að hann ætti ekki að vera til um aldur og ævi og því hvílir spumingin "hvað nú?" alltaf yfir honum. Það er lífs- nauðsyn fyrir nýtt afl félagshyggju- fólks að kvenfrelsissjónarmið verði áberandi þar. Annars er slíkt afl and- vana fætt. Auðvitað dáist ég að þessum hörku kellum sem raddu brautina í sér- framboði Kvennalistans" segir Stein- unn. "en kannski þarf að beita öðram aðferðum núna. Nýir tímar krefjast annarra og nýrra aðferða. Fólk innan Grósku hefur skilning á mikilvægi jafhrar þátttöku kynjanna í stjómmála- starfi, sem er grandvallaratriði í lýð- ræðinu. Það er ágætt fólk í stjóminni þar sem við höfum dreift ábyrgðinni á milli okkar og hefur það gengið vel," segir Steinunn. Það er því ljóst að mikið er að gerast innan þessarar hreyfingar sem fékk svo fljúgandi start þann 18. janúar síðast- liðinn og að þeir sem hafa áhuga á samvinnu vinstri manna þurfa ekki að óttast að það mál falli í gleymsku og dá á næstu misseram. Franklín og Bimi. Auðvitað kom ekk- ert út úr því. Einfaldlega vegna þess að Amar var að rannsaka sambands Franklíns og Bjöms - samband sem hann hafði sjálfur komið á þegar hann var yfimiaður fíkniefnadeildar.” ■ í Mannlífi sem kemur út á morgun segir frá Franklín Steiner Dópsali með „starfs- leyfi” frá löggunni Skammtar löggunni menn til að taka og fær þess vegna að vera í friði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.