Alþýðublaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 18. mars 1997 Stofnað 1919 36. tölublað - 78. árgangur ■ Útgerðirnar bíða eftir úthlutun kvóta á Reykjaneshrygg Grandi fær á annan milljarð króna í pósti og aðrar útgerðir eiga von á hundruðum milljóna. Grandi í Reykjavík á von á að fá út- hlutaðan karfakvóta á Reykjanes- hrygg upp á nærri átta þúsund tonn. Verðmæti kvótans liggur á bilinu frá 1.200 til 1.500 milljónum króna. Þá er gert ráð fyrir því verði sem hefur ver- ið á sölukvóta, en það hefur verið frá 150 krónum og allt að tvö hundruð krónum. Bréf frá Fiskistofu er á leið til útgerðarmanna þessa dagana. I þeirri bráðabirgðaúthlutun, sem nú liggur fyrir, er 70 prósentum af vænt- anlegum kvóta skipt. Ef sömu hlutföll verða viðhöfð við úthlutun á þeim 30 prósentum sem eftir eru, má gera ráð fyrir að skiptingin verði sú, að Grandi fái til ráðstöfunar nærri átta þúsund tonn. Það eru fleiri útgerðir sem eiga von á umtalsverðum kvóta. Til dæmis kemur Fiskiðjan á Sauðárkróki ekki langt á eftir Granda, með tæplega sjö þúsund tonn, að söluverðmæti upp á eitt þúsund milljónir og allt að tæp- lega 1.400 milljónum króna. Samherji fær þriðja stærsta kvótann, eða rúm fimm þúsund tonn. Með sömu for- sendum er verðmæti kvóta Samherja allt að einum milljarði króna. Það skip sem fær mestan kvótann, er Haraldur Kristjánsson HF 2, en hann fær rúm þrjú þúsund tonn, sem eru að verðgildi frá 470 milljónum og allt að 600 milljónum króna. Skammt á eftir kemur Málmey SK 1 með litlu minni kvóta. Haraldur Kristjánsson og Málkmey, sem hét áður Sjóli HF, voru fyrstu skipin sem send voru til veiða á Reykjaneshrygg, en Sjólastöðin í Hafnarfirði gerði bæði skipin út, en hefur selt Málmey til Sauðárkróks. Haraldur Böðvarsson á Akranesi fær úthlutað rúmum 2.600 tonnum, sem geta verið að verðmæti yfir rúm- an hálfan milljarð og Útgerðarfélag Akureyringa fær „aðeins" rúm eitt þúsund tonn. ■ Snarpar umræður urðu á Alþingi Ráðherrann lofar rannsókn Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra lýsti yfir í lok umræðna á Al- þingi í gær að ríkissaksóknara yrði falið að rannsaka starfsaðferðir fíkni- efnalögreglunnar. Með því lét hann undan þrýstingi þingmanna, sem hvöttu ráðherrann til að taka afdrátt- arlausa ákvörðun um rannsókn, en í upphafi umræðunnar hafði hann lof- að að „skoða það alvarlega." Umræðan var að beiðni Margrétar Frímannsdóttur sem spurði ráðherr- ann meðal annars hvort hann ætlaði sér að láta kanna réttmæti þeirra ásakana tímaritsins Mannlífs um að umfangsmesti fíkniefnasali landsins starfi í skjóli fíkniefnalögreglunnar. Ýmsum þingmönnum þótti ráð- herrann ekki taka nægilega einarð- lega afstöðu. Guðný Guðbjömsdóttir hvatti ráðherrann til að taka af skarið um rannsókn, og í sama streng tók Össur Skarphéðinsson. „Einungis opinber rannsókn getur komið í veg fyrir algeran trúnaðarbrest milli fíkniefnalögreglunnar og borgaranna í landinu." Dómsmálaráðherra sagðist í lok umræðunnar telja eðlilegt að hann tæki sér sólarhring til að taka endan- lega ákvörðun um það hvemig við yrði brugðist. Af máli hans mátti þó ræða að hann hefði þegar tekið ákvörðun í málinu. „Eg er ekki að óska eftir þessari rannsókn vegna þess að ég hafi ástæðu til að ætla að lögreglumenn hafi misfarið með vald sitt, en það er nauðsynlegt að upplýsa málið, og það verður ekki gert með öðrum hætti en þessum.“ „Þorsteinn sýndi lofsverða við- leitni til þess að taka á málinu," sagði Hrafn Jökulsson, ritstjóri Mannlífs, sem fylgdist með umræðunni á pöll- um Alþingis. „Hann bar náttúrlega blak af lög- reglunni og kvaðst trúa á að þetta væri ekki rétt. Artnað hefði verið mjög óeðlilegt af manni í hans stöðu en hann mun trúlega setja af stað rannsókn á þessum ásökunum sem sýnir að hann hlýtur að taka málið al- varlega." Dala-Brie er kreint frábœr ostur, Ijúffengur einn sér eða með ávöxtum, grœnmeti og kexi. Veisla, teiti, saumaklúbbur eða róleg stunJ, hvert sem tilefnið er fá getur fú alltaf treyst á Dala-Brie. Og svo getur Dala-Brie verið tilefni út affyrir sig... ISLENSKIR OSTAR, ;v .nrílNA STA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.