Alþýðublaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 1997 Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýöublaösútgáfan ehf. Össur Skarphéðinsson Ámundi Ámundason 562 5576 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson ísafoldarprentsmiðja hf. Sfmi 562 5566 562 9244 Ritstjóri Auglýsingastjóri Auglýsingasími Auglýsinga fax Prentun Ritstjórn Fax Askriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Hvar eru úrræðin? Það er með ólíkindum að Halldór Blöndal samgönguráðherra skuli ekki gefa upp nöfn þeirra báta sem ekki standast kröfur um stöðugleika. I Ijós hefur komið að fjöldi fiskiskipa stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru. Ráðherrann neitar hinsvegar að upplýsa um hvaða báta er að ræða. Með þögninni skapar hann óvissu sem hlýt- ur að vera erfið bæði fyrir sjómennina, fjölskyldur og útgerðimar. Það á ekki að þurfa að segja íslendingum hversu alvarlegt það er ef bátar stunda sjó og eru ekki til þess hæfir. Mannslíf kunna að vera í hættu, og því verður ráðherrann að upplýsa um hvaða bátar það em sem ekki em nógu hæfir til að þeim sé róið. Því er ekki hægt að neita, að hér er spurt um fjármagn. Dæmin sanna það. A árinu 1988 var gerð úttekt á stöðugleika báta sem róa á rækju í ísafjarðardjúpi. Af fjömtíu og fjómm bátum sem vora skoðaðir, kom í ljós að aðeins einn stóðst gerðar kröfur. Astæða þess að rannsóknin var gerð, var sú að tíðir skipsskaðar höfðu orð- ið í Djúpinu. Vilji reyndist til að vinna ámóta verk víðar, gera gang- skör í að laga það sem betur mátti gera, til að koma í veg fyrir fleiri slys. í verkefninu í Djúpinu kostaði ríkið til 50 þúsund krónum á hvem bát, en þegar frekari rannsóknir áttu að fara fram, skorti fé. Málið dó. Er hægt að forsvara það, að peninga skorti til að gera jafn mikilvæga úttekt og þessa? Ekki skal dregið úr nauðsyn þess að gera vamir gegn náttúra- hamföram, sem mestar og bestar. Þegar ráðist er í stórar fram- kvæmdir sem ætlað er að koma í veg fyrir manntjón, viljum við helst ekkert til spara. Hvers vegna gilda þau sjónarmið ekki í jafn ríkum mæli þegar rætt er um öryggi sjómanna. Við fáum lítið að gert hvemig veðrið er á hverjum tíma. Við fáum hins vegar ráðið hvemig við búum okkur undir að takast á við náttúraöflin. Þar má ekki spara fé. Á aðeins einni viku tókst áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, að bjarga 39 sjómönnum úr alvarlegum sjósköðum. Sú staðreynd sýn- ir okkur hversu hættulegt sjómannsstarfið er. Við þurfum þess- vegna að gera allt til að tryggja öryggi sjómannanna okkar, og þá má ekki einblína á kostnaðinn. Við eram fámenn þjóð, þar sem sér- hver maður skiptir miklu. Samkenndin er einn helsti kosturinn við að vera íslendingur. Það er ekki rétt að setja samkenndinni landa- mæri, sem enda á bryggjunni. Það er alþekkt að ef eitthvað finnst að flugvélum, er þeim ekki flogið fyrr en búið er að ráða fram úr því sem á bjátar. Sama gildir um bíla. Framleiðendur þeirra hafa kallað inn til þúsundir bíla, komi í ljós að eitthvað sé að öryggisbúnaði þeirra. Sama vitaskuld líka að gilda um báta og skip. Vissulega hefur margt jákvætt gerst í öryggismálum sjómanna. Tæknin hefur náð þangað. Hlífðarfatnaður hefur breyst mikið til hins betra, öryggisbúnaður hefur tekið stórstígum framföram, svo ekki sé minnst á hjálpartæki, eins og þyrlur. Þekking sjómanna á hvemig þeir eiga að bregðast við á ögurstundu hefur aukist veru- lega á síðustu áram, ekki síst með Slysvamaskóla sjómanna. Samt er það athyglisvert að fresta varð gildistöku laga þar sem gert er að skilyrði að forsenda skráningar í skipsrúm skuli vvera námslok frá Slysavamaskólanum. Atburðir síðustu vikna sýna svo ekki verður um villst, að stjóm- völd verða að upplýsa, hvemig þau ætla að bregðast við upplýsing- um um að á sjó er fjöldi skipa, sem stenst ekki öryggiskröfur. Fyrsta skrefið er að leggja á borðið hvaða skip era undir það seld. í því fælist mikilvæg forvöm. JJ skoðanir A Olíkt höfumst vér að íí Siðferði í íslenskum stjómmálum er með því hraklegra sem gerist meðal siðmenntaðra þjóða og jafnvel þótt víða væri leitað. Svo rammt hveður við, að íslenskt samfélag er í mörgu orðið illa starfhæft vegna þeirrar spillingar sem tröllríður stjómkerfinu. Það vakti athygli hér nýlega, þegar formaður danska íhaldsflokksins sagði af sér formennsku eftir að hafa ekið fullur. Þá mun það hafa rifjast upp fyrir dönsku þjóðinni, að arftaki hans í formannssætinu, hafi líka orðið uppvís að því, að aka fullur fyrir þrjátíu ámm síðan og því væri vart forsvaranlegt að hann tæki þetta sæti frekar en forveri hans. Frægt er einnig þegar menntamálaráðherra Dana sagði af sér embætti, eftir í ljós kom, að leigjandi í íbúð ráðherrans, var kona, heldur lausgirt og óhóflega greiðvikin. Skipti þá minnstu hvort ráðherranum var kunnugt um athafnir konunnar eður ei. Ef við íslendingar hefðum einungis hálfa þá siðferisvitund sem frændur okkar í Pallborð | Sverrir Ólafsson skrifar Danmörku hafa, þá væri eins víst, að afsagnir stjómmálamanna væm daglegur viðburður í landi vom miðað við núverandi ástand mála. Fyrir fáeinum dögum, féll dómur í Hæstarétti í skilasvikamáli Jóhanns G. Bergþórssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. Jóhann lýsti því yfir sigri hrósandi, í sjónvarpinu, að hann væri hinn ánægðasti með að hafa einungis fengið þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm og fjögurra milljóna króna sekt. Nú gæti hann aftur snúið sér að því að þjóna Hafnfirðingum, hér eftir sem hingað til! Hvers eigum við hafnfirðingar að gjalda? Jóhann hefur verið áberandi í pólitík og fyrirtækjarekstri og flestum landsmönnum kunnugt um umdeildan feril hans í þeim efnum. Satt að segja, sé ég ekki hvemig Hafnarfjörður þolir meira af þjónustulund og góðmennsku Jóhanns. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar mun á þessu ári þurfa að afskrifa liðlega 50 milljónir króna vegna viðskipta við Jóhann og fyrirtæki hans, samt situr hann sem fastast í bæjarstjómarmeirihlutanum. Það er kaldhæðnislegt, að það skuli einmitt vera í höndum hans sjálfs að afgreiða þessar afskriftir. Jóhann lýsti því einnig yfir í fjölmiðlum í kjölfar dómsins, að hann væri svo sem ekki einn um skilasvik og mátti skilja, að ef nógu margir aðrir hefðu haft fé af sameiginlegum sjóði landsmanna, þá réttlætti það glæpinn og þar afleiðandi væri engin ástæða til afsagnar! Jóhann lýsti því og yfir í Tímanum fyrir nokkra, að fjármálasukk hans, „kæmi bænum ekki við, frekar en hann hefði keyrt fullur eða ekið of hratt“. Nú er það einu sinni svo, að ölvunar akstur og hraðaakstur, er síður en svo einkamál þess aðila sem slíkt fremur. Þar er um eignir, líf og limi fjölda annarra einstaklinga að ræða auk þess að vera brot á landslögum. Það sama gildir um „ölvunarakstur Jóhanns í skattkerfinu". Hann er svo sannarlega ekkert einkamál hans. Slík mál koma öllum þegnum þjóðfélagsins við. Það er ekki einkamál Jóhanns að Hafnfirðingar þurfa að punga út milljónatugum vegna hans persónulegu túlkunar á siðgæði og lögum. Það era mál sem öllum bæjarbúum koma við. Það er skoðun mín, að menn sem gegna opinberum trúnaðarstöðum, sýni fádæma siðleysi ef þeir ekki segja af sér í kjölfar slíkra mála sem hér um ræðir. Það sama gildir um þá sem gagnrýnislaust hafa pólitískt samstarf við slíka aðila. Þeir bera líka ábyrgð. Það má því segja, að ólíkt hafist menn að á Islandi og í Danmörku og tími til komin að okkar ástkæra þjóð gangi í skóla til frænda okkar Dana. Því fer fjarri að hér sé um að ræða einhverskonar „ofsóknir“ á hendur ógæfusömum bissness manni. Þessi mál eru einfaldlega alltof alvarleg til að þau megi liggja í láginni. Hér er um að ræða sjálfan grandvöll lýðræðisins og alla framtíð þjóðarinnar. Þorgils Óttar Matthiesen bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur bent á nauðsyn þess að sérstakur stjómsýsludómstóll verði settur á laggimar, beinlínis vegna framferðis Jóhanns Gunnars Bergþórssonar í bæjarmálefnum Hafnarfjarðar. Ég skora á löggjafan að skoða þessa hugmynd Þorgils Óttars, því ljóst er að ekki verður lengur við ástandið unað. Höfundur er stjórnarmaöur 1 Jafnaðarmannafélagi Hafnarfjarðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.