Alþýðublaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 1997 V Í ð t Q I Eg vil vera Gunn Ritt Bjerregárd trúöi húsfylli gesta í Norræna Húsinu fyrir því aö hana dreymi um aö vera danskur kommissar í Brussel í tíu ár og stökkva einsog hetja Njálu meö umhverfismál Evrópusambandsins í fanginu inn í framtíðina. Ritstjóri Alþýöublaösins hreifst af danskri valkyrju í Vatnsmýrinni. "Það sem er erfiðast við að vera kommissar hjá Evrópusambandinu er vitaskuld að eiga heima í annarri borg og öðru landi en ég ólst upp í. Það er líka erfitt að þurfa stöðugt að tjá sig á framandi tungu, yfirleitt tveimur frem- ur en einni, þó það venjist með tímanum. Skipulagið á stjómsýslunni er líka öðru vísi en ég er vön heima í Danmörku, allt er miklu fastara í skorðum, og valdapýramídinn háreist- ari og stífari en ég þekkti áður," sagði Ritt Bjerregárd á fundi í Norræna Húsinu á sunnudaginn. Þetta taldi hún lfldega vera hið versta við að vera danskur kommissar í Biissel. "En er það annars nokkuð slæmt?" spurði hún, og rakti að draumur sinn væri að vera kommissar í tíu ár samtals en til þess þyrftu dönsku kratamir líklega að halda áfram að stjóma Dönum. Hún sagði, að það truflaði sig stund- um að þurfa jafnan að tala við yfirmennina í liðinu til að láta óskir sínar eða fyrirmæli tntla niður stigann til þeirra sem eiga að fá þau að lokum. "Það er auðvelt fyrir þau að týnast á leiðinni, eða misskiljast. Þetta er ekki einsog það var hjá ykkur íslendingum á tímum Njálssögu, þegar allir vom jafningjar og enginn öðmm framar í metorðastiganum," sagði Ritt, og var augljóslega vel heima í jafningja- samfélagi þjóðveldisaldarinnar á íslandi, og vitnaði jöfnum höndum til þess og Njálssögu í fyrirlestri sínum. Litríkur stjórnmálamaður Ritt Bjerregárd á að baki óvanalega litríkan feril í stjómmálum. Hún vakti snemma athygli fyrir skeleggan mál- flutning, og komung varð hún menntamálaráðherra í ríkisstjóm Ank- ers Jörgensen. Námsmenn í Danmörku dáðu hana fyrir einarðan málflutning fyrir hagsmunum þeirra meðan hún var óbreyttur þingmaður. En aðdáunin snérist upp í óánægju og að lokum harða mótspymu, þegar Ritt þurfti á tímum efnahagserfiðleika í lok áttunda áratugarins að grípa til aðhalds- aðgerða. Þær mæltust geysilega ilia fyrir, og kostuðu hana næstum því ráðherrastól. Síðar á ferli sínum átti hún eftir að vinna ráðherrastól tvisvar og tapa honum einu sinni. Þessi byrjun Ritt á ráðherrastóli er lýsandi fyrir feril hennar, sem sannar- lega hefur ýmist fagnað miklu gengi eða stríðum mótbyr. En hún hefur alltaf átt þéttan hóp fylgismanna og aðdáenda, enda málsnjöll og óhrædd við að segja skoðanir sínar. Sem ráðherra var hún harðlega gagnrýnd fyrir bmðl og óhóflega risnu, ásökuð um að láta flugvélar bíða eftir sér í höfuðborgum Evrópu og búa á óhóf- lega glæsilegum hótelum. En Ritt svar- aði gagnrýnendum sínum fullum hálsi, og benti á, að það sem hún væri sökuð um væri ekki meira en samráðherrar hennar af karlkyni hefðu iðkað jafn mikið og hún. En einhverju sinni meðan hún dvaldi í París sem ráðherra bjó hún á Ritz, í óhóflegum munaði að sögn andmælenda hennar, sem fannst hún líka nota of mikið af of stómm límósínum. I fjölmiðlum Dana var gefið út skotleyfí á Ritt. Dag eftir dag var hún sölluð niður af blaðamönnum, sem fannst þeir heldur betur komnir í feitt. Þeir höfðu sigur. Um það er lauk knúði flokksforystan hana til að gefa frá sér ráðherrastólinn. Hún var kjörin formaður þingflokks jafnaðarmanna, og kvaðst langtífrá hætt í pólitíki. Við bað stóð Ritt Bierregárd. einsog flest Ritt Bjerregárd er satt að segja lifandi dæmi um konuna sem veiklyndir og óöruggir karlar óttast. harðri gagnrýni fyrir meintar misgjörð- ir, sem margir karlanna, sem með henni vom á þingi eða ríkisstjóm, sluppu með án nokkurra aðfinnsla. Hvers vegna? Ritt Bjerregárd var að sönnu beinskeyttari og hreinskilnari í viðmóti við fjölmiðla en flestir félagar hennar á danska þinginu, en hún hefur ekki til að bera þann meðfædda hroka, sem stundum gerir stjómmálamenn að skotspæni fjölmiðla og almennings, og getur leitt til falls úr háum söðli.. Fyrir áhugamenn um dönsk stjómmál var erfitt að verjast þeirri hugsun, að sú staðreynd að Ritt var í senn glæsileg, sjálfsömgg og mjög valdamikil kona væri að stómm hluta orsök þess að hún var stöðugt undir smásjá fjölmiðla. Ritt Bjerregárd er satt að segja lifandi dæmi um konuna sem veiklyndir og óömggir karlar óttast. Frægar dagbækur Ritt Bjerregárd er mikill evrópusinni og eftir að hafa um árabil sett mark sitt á dönsk stjómmál langaði hana að spreyta sig á því að breyta Evrópusambandinu innan frá. Hún sóttist eftir því að formaður danska jafnaðarmanna, Paul Nyrap-Rassmus- sen forsætisráðherra, tilnefndi hana sem kandídat Dana til að vera kommissar umhverfismála á vegum Evrópusambandsins í Brússel. Ýmsir sögðu, að karlamir í forystu danska jafhaðarmannaflokksins hefðu verið þeirri stundu fegnastir, þegar þetta vandræðabam danskra stjómmála hvarf á braut suður til Belgíu. I Brússel lenti Ritt fljótlega í kröpp- um dansi. Evrópuþingið, sem hefur tiltölulega lítil völd samanborið við ráðherraráð Evrópusambandsins, þarf eigi að síður að staðfesta tilnefningu kommissaranna, og þegar hinir nýju í þeim hópi vora skipaði sumarið 1994 setti þingið þá í strangar yfirheyrslur. Ritt kom ekki sérlega vel út úr þeim, og var legið á hálsi fyrir að kunna lítið fyrir sér í umhverfismálum. Hún hefur lært mikið síðan, og enginn frýr henni þekkingar í dag. Það var hinsvegar fyrirhuguð birting dagbóka hennar, sem langmestu írafári olli, og leiddi næstum til þess að Danir kölluðu tilnefningu hennar aftur. í dagbókunum skýrði hún hrein- skilnislega frá skoðunum sínum á hinum og þessum stjómmálamönnum, sem hún hafði átt fundi með. Ekki fengu allir góða einkunn, og til dæmis "Konan,sem skók Evrópusambandið með dagbókum sínum er tekin að grána í vöngum, og yfir henni er kyrrlátur þokki. Þó andlitið hrökkvi stundum í innilegt bros og af og til birtist í augunum blik gamallar stríðni er samt erfitt að ímynda sér að þessi virðulega kona í ræðustólnum hafi um árabil verið "enfant terrible" danskra stjórnmála." annað sem hún lætur sér um munn fara. Hinn ungi þingmaður átti þó eftir að lenda aftur milli tannanna fyrir ásak- anir um spillingu, í það skiptið fyrir að leigja íbúð í Kaupmannahöfn á kostnað ríkisins, sem var stærri en þing- mönnum var leyfilegt. Hún komst nauðuglega frá því máli. Innan skamms var hún þó aftur búin að ná fyrri styrk í pólitíkinni og sýndi svo ekki varð um villst, að hún var pólitískur köttur með níu líf í heimi stjómmálanna. Hvað sem leið réttmæti ásakana um braðl og létta spillingu, sem Ritt hefur sætt á ferli sínum, þá var engum blöðum um að fletta að hún sætti oft Ýmsir sögöu, aö karlarnir í forystu danska jafnaöarmannaflokksins heföu veriö þeirri stundu fegnastir, þegar þetta vandræöabarn danskra stjórnmála hvarf á braut suöur til Belgíu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.