Alþýðublaðið - 19.03.1997, Page 3

Alþýðublaðið - 19.03.1997, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ó n a r m i ð Avítur útvarpsráðs vegna Dagsljóssþáttar Það er hins vegar áhyggjuefni þegar formaður Alþýðubandalagsins ætlast til þess að fulltrúi flokksins í Útvarpsráði gerist pólitískur varð- hundur ákveðins aðila í trássi við landslög. Guðrún Helgadóttir varaþing- maður og fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í Útvarpsráði gerir í Viku- blaðinu grein fyrir afstöðu sinni til umdeilds Dagsijóssþáttar: Daginn fyrir kosningar til Stúd- entsráðs var umtalsverður hluti Dagsljóss lagður undir leikþátt þar sem tveir alþingismenn ásamt gnnista í hlutverki menntamálaráð- herra léku erfíðleika stúdenta í við- skiptum sínum við Lánasjóð ís- lenskra námsmanna. Leiðsögumað- ur þremenninganna var formaður stúdentaráðs, Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson, talsmaður Röskvu, fé- lags róttækra stúdenta. Andstæðing- ar Röskvu komu þama hvergi ná- lægt. Hvort þessi gamansemi stuðl- aði að glæsilegym kosningasigri Röskvu daginn eftir skal ósagt látið. Útvarpsráð harmaði einróma þetta augljósa hlutleysisbrot fréttatengds þáttar í Ríkisútvarpinu eins og því bar skylda til samkvæmt lögum og reglum um fréttaflutning, og skyn- söm kona eins og Svanhildur Kon- ráðsdóttir, einn stjórnenda þáttarins viðurkennir í Vikublaðinu 10. mars síðastliðinn að ástæða hafi verið til þess. Það er alltaf ánægjulegt þegar einhver hefur dómgreindina í lagi. Aðrir virðast hafa minna af henni. Formaður stúdentaráðs og fram- bjóðandi Röskvu er furðu lostinn yfir bókuninni samkvæmt sama Vikublaði og Margrét Frímannsdótt- ir, formaður flokks míns, harmar af- stöðu mína í ráðinu. Hún lék eitt að- alhlutverkið í þættinum og skilur ekki að „þekktur húmoristi" eins og ég skuli styðja vítur á þáttinn. Eg er ekki hissa á því, en ég undrast dóm- greindarleysi formanns Stúdenta- ráðs. Ástæður mínar voru þessar: í 15. gr. Útvarpslaga segir svo: „Ríkisútvarpið skal halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Það skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð". I Reglum um fréttaflutning segir svo: „Ríkisútvarpið skal gæta fylstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð." I 20. gr. Útvarpslaga segir svo: „Útvarpsráð setur reglur, eins og þurfa þykir, til gæslu þess að fylgt sé ákvæðum 15. gr.“ Það ætti því að vera hverjum sæmilega skynugum lesanda vel ljóst hvers vegna ráðið sá sig knúið til að gera athugasemd við umrædda dagskrá. Það er hins vegar áhyggjuefni þegar formaður Alþýðubandalagsins ætlast til þess að fulltrúi flokksins í Útvarpsráði gerist pólitískur varð- hundur ákveðins aðila í trássi við landslög. Slíkt mun ég ekki gera mig seka um, og tel þess háttar at- hæfi ólíklegt til vinsælda og virðing- ar námsmanna sem annarra aðila í þjóðfélaginu. Þetta veit Vilhjálmur H. Vilhjálmsson jafnvel og ég og undrun hans er þess vegna óheiðar- leg. Hann veit mæta vel að ég hef æv- inlega stutt Röskvu og baráttu náms- manna fyrir mannsæmandi kjörum. I Þingtíðindum hygg ég að lesa megi fleiri ræður greinarhöfundar á Al- þingi um þessi efni en formanns Al- þýðubandalagsins. Það breytir ekki því að mér þyki óásættanlegt að brjóta landslög um óhlutdrægni Rík- isútvarpsins fyrir málstaðinn. Það er aðalsmerki menntaðs manns að hann kunni að greina hismið ffá kjamanum. Formenn stjómmálaflokka og þeir sem á Al- þingi sitja ættu einnig að leggja sig eftir því eftir bestu getu, jafnvel þó að þeir séu „þekktir húmoristar". Þessa dagana stendur yfir áskriftarherferð DT, þar sem hinn vaski ritstjóri Stefán Jón Hafstein birtist ábúðar- mikill á skjánum og skrúfar frá persónutöfrunum til að laða að áskrifendur. Sjónvarpsaug- lýsingum er fylgt eftir með því að sérstökum hópi er sendur vandaður kynningarbæklingur. Herferðin hefur að sögn skilað mjög góðum árangri. Leyni- vopnið mun felast í því að þegar bæklingurinn er tekinn er umslaginu berst daufur ilm- ur að vitum manna, og konur á besta aldri staðhæfa að þar sé kominn ómótstæðilegur rakspíri ritstjórans og flykkjast til að gerast áskrifendur... Ossur Skarphéðinsson hefur gert framtíð flórgoð- ans að umræðuefni á þingi en fuglategundin mun vera í út- rýmingarhættu. í gær birtum við vísu eftir hinn ágæta fram- sóknarhagyrðing Jón Krist- jánsson um flórgoðann og Al- þýðuflokkinn. Þetta samband fugls og flokks varð hinum hagorta formanni Alþýðu- flokksins, Sighvati Björg- vinssyni, einnig að yrkisefni í eftirfarandi vísu: Flórgoðastofninn fundið hefur sér vini í fögru umhverfi varplandsins eina og sanna. Hann á sér skjól hjá Össuri Skarphéðinssyni og örugga framtíð í hópi jafnaðarmanna. Þegar er afráðið að Alfreð Gíslason láti af störfum sem þjálfari handboltaliðs KA. Forráðamenn félagsins eru farnir að leita að nýjum þjálf- ara. Draumur þeirra er að fá til félagsins Jón Kristjáns- son, þjálfara Vals, en Jón er gamall KA-maður. Hann er bróðir Erlings Kristjánsson- ar fyrirliða handboltaliðs KA, en þeir bræður jú saman ís- landsmeistarar með fót- boltaliði KA á sínum tíma. Punktakerfi Hagkaups, Flugleiða, Húsasmiöjunnar og Skeljungs var kynnt í sjón- varpsfréttum sem mikill happadráttur fyrir neytendur sem gætu nú safnað sér fyrir utanlandsferð á 12 til 15 mán- uðum, með því að versla við þessi fyrirtæki. Það virðist þó sem Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtak- anna sé ekki í þessum glaða hópi neytenda því hann hefur gagnrýnt þetta harðlega og sagt þetta varða við sam- keppnislög. Jóhannes tók ennfremur fram að fjölskylda þyrfti að borða fyrir 8,5 millj- ónir til að fá flugmiða sam- kvæmt kerfinu, og það innan fjögurra ára, því eftir þann tíma fellur kortið úr gildi og nýtt tímabil hefst. Jafnvel á ís- landi, þar sem matarverð er með því hæsta sem gerist í heiminum, er ólíklegt að með- alfjölskylda geti torgað slíkum ósköpum af mat. Það mætti ætla að Gaui litli og fjölskylda hans hafi verið viðmiðun þeirra sjónvarpsmanna, það er að segja fyrir megrun... BiiÉiilni FarSide" oftir Gary Larson .Ég var nafn... meiriháttar forstjóri... eigið fyrirtæki... og svo einn daginn hrópaði einhver: „Hey! Hann er bara stór og fertur kakkalakkil'. fimm á förnum vagi Hver er fyndnasti íslendignurinn? Róbert Schmidt, skopmyndateiknari: „Laddi er fjölhæfur gúmmí- karl.“ Ómar Kaldal, verslunarmaður: Félagamir í Sleggjunni, Jakob Bjarnar og Davíð Þór.“ Ása Ninna Pétursdóttir, nemi: „Siggi Slgurjóns er langbest- ur.“ Rakel Magnúsdóttir, söngkona: Gurinar Sigurðsson, formaður skemmtinefndar Fjölbrauta- skóla Suðurlands." Sævar Guðnubndsson, múrari: Laddi er yfirburðamaður.“ v i t i m e n n “Nú er bara spurning um að finna sér annan bát til þess að geta haldið áfram þar sem frá var horfið. Maður nær ekki úr sér hrollinum fyrr en maður kemst aftur á sjóinn og því fyrr því betra.“ Guðmundur Karvel Pálsson, skipverji á Blossa GK, sem sökk undan Gelti, en Guðmundi og skipsfélaga hans var bjarg- að um borð í Jónínu ÍS. Mogginn í gær. “Kjarni málsins er persónu- legur rígur milli tveggja „blokka“ keppenda, annars vegar í Reykjavík og hins veg- ar á Norðurlandi.“ Ólafur Guðmundsson, forseti Landssam- bands íslenskra aktursíþróttafélaga, þegar hann var að skýra hvers vegna fresta varð islandsmóti í vélsleðaakstri, í DT. “Mér er engin launung á því að það var ekki gott; alltof fræðilegt og alltof lítil tengsl við skólana." Hafdís Ingvarsdóttir, kennslustjóri við Kennaraháskólann, í Mogganum. “Ég lærði saumaskap ungur og er sæmilega flinkur við að gera einfalda hiuti með nál, að festa tölur og stoppa í sokka." Páll Pétursson félagsmálaráðherra, I DT. “Valdhafarnir láta sig engu skipta, þótt fólkið svelti og búi við skort á öllum sviðum." Eggert E. Laxdal í Mogganum. “Þeir sem fara á Suðurskauts- landið eru þátttakendur í leið- angri, sem væntanlega er skipaður er mönnum, sem vel þekkja til þar um slóðir.“ Víkverji Moggans. “Sem dæmi um erfiðleikana við að starfa í Rússlandi má nefna að heil ríkisstjórn var rekin í síðustu viku. Þrátt fyrir þessa erfiðleika mega íslensk fyrirtæki ekki gefast upp við að vinna í þessum heims- hluta. “ Benedikt Sveinsson, forstjóri íslenskra sjávarafurða, í Mogganum. “Ég get stækkað og minnkað eins og ég vil.“ Bryndís Ólafsdóttir, sterkasta kona fs- lands, í DT. Ég sem allt frá æsku unni hvítum vængjum - dreymdi í fjarlægð íslands svanasöng, Beið - en vonir brugðust, vonir. Burt flaug skarinn hljóður. rnörg er eftirvænting ævilöng. Jakobína Johnson var vesturjslendingur, fædd árið 1882. Ljóöiö er tekiö úr Ijóöa- bók hennar fyrir börn, Sá ég svani, en hún kom út á íslensku á sextugsafmæli skáldkonunnar árið 1942.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.