Alþýðublaðið - 19.03.1997, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 19.03.1997, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ögnina Evitu Hún var fædd 1919, ólst upp í bænum Junín og hélt til Buenos Aires fimmtán ára gömul, harðákveðin í að komast á svið. Hún harkaði næstu tíu árin í ýmsum smáhlutverkum, uns hún fann sér vettvang í útvarpsleikritum. Fínu frúmar í Buenos Aires héldu því síðar fram, þegar henni hafði endanlega tek- ist að stela senunni, jafnt sem Heilög Evita, vemdardýrlingur hinna fátæku, og gimsteinum prýdd glæsikona, að hún hefði verið vændiskona á þessum ámm. Það var hún ekki, en hún þurfti að hafa fyrir lífinu, og sú reynsla ásamt uppmnanum markaði pólitíska hugsun hennar, það var hún sem ákveðnast gekk eftir aðgerðum í þágu hinna efnaminni. Liðsforingjamir, starfsbræður Peróns, höfðu árið áður gert athugasemdir við að hann skyldi lifa í synd með þessari konu og hvatt hann til að losa sig við hana. Hann lét það sem vind um eyrun þjóta, en at- hugasemdir kaþólsku kirkjunnar gátu skipt meira máli. Það var ekki nema eitt að gera og þau giftu sig borgara- lega í kyrrþey, og endurtóku það svo í vel auglýstri kirkjulegri athöfn. Gift- ing hins iðrandi syndara tryggði hon- um góðan stuðning kirkjunnar manna og veitti ekki af því helstu valdahópar landsins vom honum andstæðir. En besta stuðninginn fékk hann óvart frá bandaríska sendiherranum, Spruille Braden. Hann var hatursmaður Peróns og barðist gegn honum eins og hann væri sjálfur í framboði og skrifaði m.a.s. bláa bók, þar sem hann tíndi til tengsl Peróns við fasista og nasista. Perón svaraði með blárri og hvítri bók (litunum í argentínska fánanum), og stuðningsmenn hans settu fram slag- orðið Perón eða Braden. Perón var svo kjörinn forseti með góðum meirihluta í febrúar 1946. Valdatími Peróns Stríðsárin voru blómatími í argent- ínsku efnahagslífi og Perón tók við góðu búi. Efnahagsstefna hans var í þjóðlegum anda og byggðist á forystu ríkisvaldsins. Hann hófst handa við að kaupa út erlenda fjárfesta í samgöng- um og iðnaði, Argentínumenn skyldi sjálfir ráða fyrirtækjunum og innlend iðnvæðing var eitt höfuðmarkmið hans. Svipaðar hugmyndir voru vin- sælar í álfunni á þessum tíma og áttu rót að rekja afleiðinga kreppunnar. Perón bætti líka kjör landbúnaðar- verkamanna og stefndi að því að fjölga smábændum, en skipting landsins var með lénsku sniði, gífurlega stórir bú- garðar moldríkra stórjarðeigenda sem sjaldnast komu á búin. Minna varð þó úr en til stóð. En fyrstu árin átti Perón þess kost að bæta flestra hag, jafnt verkalýðs sem hermanna, og hann efldi félagslegt tryggingakerfí langt umfram það sem þekktist í álfunni. Þá var stofnuð umfangsmikil velferðar- stofnun, sem byggði skóla, sjúkrahús, bamaheimili og sinnti mannúðarmál- um. Þeirri stofnun stýrði Eva og til hennar urðu allir að greiða 2 daga laun árlega. Verkalýðsfélögin voru undir- staðan undir veldi Peróns og efldust gífurlega, bæði að pólitísku valdi sem og fjárhagslega. Á fyrstu valdaárum sínum var Perón með bólgið veski og gat splæst á hvem mann. Hann naut þess að leika hinn ör- láta höfðingja. Þegar lengra leið minnkaði hins vegar olnbogarýmið, efnahagslífið þoldi ekki jólasveinstil- burði forsetans. I nýlegri bók eftir þrjá frjálshyggjusinnaða blaðamenn, Plinio Apuleyo Mendoza, Caríos Alberto Montaner og Alvaro Vargas Losa, er því haldið fram að hann hafi klætt Argentínu úr skyrtunni. Þar er á ferð orðaleikur, sem þarfnast skýringar. Á einum útifundi þeirra Perónhjóna höfðu margir fundarmenn farið úr skyrtunni í hitanum, og upp frá því var farið að kalla stuðningsmenn þeirra “los descamisados”, hina skyrtulausu. Perónhjónin notuðu svo hugtakið í pólitískri merkingu, þau vom frelsarar þeirra sem enga áttu skyrtuna. Nokkuð til í því, en þegar til lengri tíma er litið á fullyrðing frjálshyggjublaðamann- anna líka rétt á sér. Það er líka ljóst að hinn þjóðlegi belgingur, sem var fylgt eftir með uppblásinni ræðumennsku, átti líka hlut að stórversnandi efna- hagsástandi. Hin erlenda fjárfesting átti að vera af hinu vonda og því þurfti að kaupa útlendingana út. En það var ekki einungis að innistæður ríkisins færu í þá framkvæmd, heldur var rekstur þessara risavöxnu ríkisfyrir- tækja líka með öllum þeim göllum sem samkeppnisleysinu fylgja. Á fjölmennum fundi perónista í ágúst 1951 var samþykkt að bjóða Perón fram í kosningunum 1952, og Eva skyldi verði varaforsetaefni hans. Samkvæmt stjómarskránni frá 1853 mátti enginn gegna forsetaembætti tvö kjörtímabil í röð, en það hafði verið græjað í nýju stjórnarskránni 1949. Öllu byltingarkenndari var áætlunin um framboð Evu til varaforsetaemb- ættisins. Konur höfðu fyrst öðlast kosningarétt fyrir tilverknað Peróns og allt var þetta innan ramma hinnar nýju stjórnarskrár, en kirkjunnar mönnurn og hernurn, tveimur mikilvægum stuðningsaðilum Peróns, var ekki skemmt yfir þessurn tíðindum. Það sem olli mestum hryllingi meðal liðs- foringja og hershöfðingja var sá möguleiki að Eva gæti orðið forseti og þar með æðsti yfirmaður argentínska hersins. Kona yfirmaður hersins! Þeir sendu sveit manna til Peróns og sögðu honum að þetta gæti einfaldlega ekki gengið. Og Perón lúffaði, en vann yf- irburðasigur í forsetakosningunum. Eva Perón lést hins vegar úr krabba- meini í júlí 1952. Eins og við mátti bú- ast var dauði hennar nýttur til hins ýtrasta, útför hennar var sú viðhafnar- mesta í argentínskri sögu. Þeir sem ekki báru sorgarklæði, misstu vinnuna. Risavaxið grafhýsi var byggt í elsta verkamannahverfmu í Buenos Aires. Dýrkunin á Evu hafði staðið í nokkur ár, en nú tók steininn úr, og kaþólskir leiðtogar horfðu áhyggjufullir til þessa nýja goðs sem varpaði skugga á allt gamla dýrlingasettið. Þess utan hafði velferðarstofnun Evu eiginlega ýtt góðgerðarstarfi kirkjunnar út í hom. Hallar undan fæti Erfiðleikar í efnahagslífi gerðu Perón ekki lífið léttara og sú spilling sem fylgdi valdakerfi hans varð æ aug- ljósari. Þannig var skipað í flestar stöður eftir pólitískum lit, og sjaldnast farið eftir getu og hæfileikum. Allt em þetta kunnugleg einkenni einræðis- ríkja (og reyndar víðar), en það olli mikilli ólgu meðal háskólastúdenta þegar hálf- og ómenntaðir perónistar voru skipaðir prófessorar í ýmsum greinum. Persónudýrkun og pólitísk innræting var og í stalínskum stíl. Op- inber valdbeiting varð æ algengari og perónistar réðu yfir skipulögðum glæpagengjum sem vom send á and- stæðingana eftir þörfum. En þeim fjölgaði og af ýmsum ástæðum. Árið 1954 gerði Perón hjónaskilnaði lög- lega og leyfði starfrækslu vændishúsa, auk þess sem hann dró úr áhrifum kirkjunnar í skólastarfi. f júní 1955 fjölmenntu kaþólikkar urn götur Buen- os Aires undir heilögu yfirskini, en gangan breyttist fljótt í mótmæli gegn Perón. Skömmu síðar gerðu foringjar úr hemum loftárás á forsetahöllina. Perón slapp en mörg hundruð manns biðu bana. í september 1955 hóf hers- höfðinginn Eduardo Leonardo upp- reisn í þeirri gegnkaþólsku borg Cór- doba og mannfjöldi þyrptist út á götur til að sýna stuðning sinn við uppreisn- ina. Hún breiddist út og Perón leitaði hælis í skipi frá Paraguay og hélt á vit átján ára útlegðar. Eins og áður var getið var Perón engu að síður áfram einn helsti áhrifa- maðurinn í argentínskum stjómmál- um, eða réttara sagt, minningin um fyrstu stjómarár hans var huggun harmi gegn undir þeim herforingja- stjómum sem á eftir fylgdu. En á því eina ári sem hann stjómaði 1973-74 tókst honum næstum því að eyðileggja þær minningar með öllu. 1. maí 1974 var mikill mannfjöldi samankominn á Maítorginu við forsetahöllina í Buenos Aires og margir fylgismanna Mont- oneros, sem var vinstrisinnuð ung- mennahreyfing perónista. Ungmennin hrópuðu til Peróns:”Hvað er í gangi hershöfðingi? Er alþýðustjómin full af górillum?” (górillulíkingin er gjama notuð um afturhaldsmenn í Suður- Ameríku, ekki síst í hemum). Þá missti Perón stjórn á sér og öskraði á móti;”Hálfvitar, leiguþý, skeggjúðar”. Tveimur mánuðum síðar dó hann. Máske eða máske ekki Perón átti margt skylt með hinum suður-amerísku einræðisherrum síð- ustu tveggja alda, sem litu á sig sem upplýsta og stranga feður sem þyrftu að ala upp baldin börn. Einnig er auð- velt að benda á fasísk einkenni á stjóm hans og aðferðum. En að því upp töldu má líka benda á deilur hans og aftur- haldssamrar kirkju og lög hans um kosningarétt kvenna, auk fram- kvæmda hans í tryggingamálum. Og þar kemur að þætti Evu Duarte. Sann- leikurinn er sá að hún var byltingar- maðurinn, Perón var bara klókur tæki- færissinni og blaðurskjóða í þeim sam- anburði. Kosningaréttur kvenna var hennar verk og það var hún fyrst og fremst sem rak á eftir uppbyggingu velferðarinnar. Hún talaði ekki um góðverk, eins og tíðkast hafði hjá kirkjunni, heldur réttindi hins almenna borgara. Völd hennar vom í rauninni byltingarkenndur áfangi í hinu argent- ínska karlrembuþjóðfélagi (og þurfti svo sem ekki Argentínu til) og þá ekki síður hvemig hún beitti þeim. Valda- tími þeirra hjóna verður því ekki af- greiddur með einfeldningslegum for- múlum, og það vissi Vigfús Guð- mundsson sem ferðaðist um Argentínu 1957. Hann skrifaði í bókinni Framtíð- arlandið: “Mér skilst að rekinn sé hér sterkur áróður gegn Peron á margan hátt. En hann lifir nú í útlegð norður í Venezu- ela og kvað græða þar of fjár. Máske á hann ádeilumar skilið og máske ekki að öllu leyti”. & Fróðleikur um land og þjóð Landshagir, ársrit Hagstofunnar, hefur að geynta mikinn fjölda athyglisverðra og aðgengilegra upplýsinga um llest svið þjóðfélagsins; mann- fjölda, laun. verðlag, vinnumarkað, framleiðslu, heilbrigðismál, menntamál o.fl. Verð 2.200 kr. Hagtíðindí Haglíðindi eru mánaðarrit Hagstofunnar. I þeim birtast reglulega yfirlit um utam íkisverslun. fiskafla, þróun peningamála, ýntsar vísitölur, greinar um félagsmál, ferðamenn o.fl. Ársáskrift 3.500 kr. Einstök liefti kr. 350. Umhverfistölur - ísland og Evrópa Ritið inniheldur tölulegan samanburð á umhverfistölum milli Islands og annara Evrópu- ríkja. Upplýsingarnar eru settar fram í einföldum töflum og myndritum ásamt stuttum skýringartextum sem gefur kost á auðveldu yfirliti. Verð 600 kr. Utanrikisverslun fslendinga I ritinu Utanrt'kisversli.n 1995 eftir tollskrár- númerum eru uppiýsingar utn utanríkisyiðskiþti Islendinga árið 1995. Handhægt rit fyrir þá sem stunda innflutning eða útflutning og einnig fyrir framleiðendur sem eru í samkeppni við inn- flytjendur. Verð 2.200 kr. Vinnumarkaður I ritinu Vinnumarkaður 1995 er fjallað um atvinnumál, atvinnuleysi, vinnustundir o.fl. Handhægt og greinargott rit um íslenskan vinnumarkað. Verð 1.000 kr. Hringið í síma 560-9860 og fáíð sendan ítarlegan útgáfu- og þjónustubækling Hagstofunnar! I lagstofa íshmds Skucgasundi 3 150 Reykjavík S. 560 9800 Brét'as. 562 3312 www.stjr.is/hagst o t'a Eva Perón lét byggja mikinn skemmtigarð fyrir börn og mátti þar sjá hvernig menn byggju í öðrum heimshlutum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.