Alþýðublaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ f r é t t i r ¦ Undur Veraldar, fyrirlestraröð á vegum Raunvísindadeildar Háskólans slær í gegn Margir þurftu frá að snúa Fjögur hundruð manns mættu á fyrsta fyrirlesturinn og það þurfti að endurtaka hann vegna stórkostlegar aðsóknar. "Ég leit yfir salinn og sá ungt fólk, unglinga úr framhaldskólum, há- skólastúdenta og eftirlaunaþega, alls- konar fólk," segir Þorsteinn Vil- hjálmsson prófessor í eðlisfræði og vísindasögu og forseti Raunvísinda- deildar en hann er umsjónarmaður fyrirlestraraðarinnar, Undur Verald- ar, sem hefur fengið fádæma góða aðsókn. "Margir komu með ágætar spurn- ingar og höfðu greinilega lesið sér til. Til dæmis kom læknir, á eftirlaunum, með góðar spurningar um eðli al- heimsins. Eg sá þarna samankomið þversnið af þjóðinni, fólk sem er opið, fullt af áhuga og vill taka við því sem vísindin hafa gert okkur kleift að sjá, með sínum tækjum og tólum. Þarna var samankomið fólk sem er ekki með neinar geðflækjur í kringum það hvort það skilji eða ekki." Eki torskilið Fyrsti fyrirlesturinn, Sólir og Svarthol, nýjustu fréttir af furðum al- heimsins, sem Gunnlaugur Björns- son stjarneðlisfræðingur, hélt, var svo vel sóttur að margir þurftu frá að hverfa, aðrir sem voru þrjóskari komu sér fyrir á göngum kvik- myndahússins og sátu á gólfinu. "Það er ekkert torskilið við þetta efni," segir Þorsteinn.„Fyrirlesturinn gengur einfaldlega út á það að menn hafi farið með mjög öflugan kíkí út fyrir lofthjúpinn og séð allskyns furðulega hluti, málið þarf ekki að vera flóknara en það þótt svo að við veltum auðvitað fyrir okkur hvers eðlis þessi fyrirbæri séu og hvernig þau hafi orðið til. Vísindin þurfa ekki að vera óskiljanleg og það er einmitt tilgangurinn með fyrirlestraröðinni, að færa þau til fólksins og sýna að þetta sé ekki óskiljanlegt, heldur skemmtilegt Engin kona Fyrirlestraröðin á auk þess að sýna breiddina í Raunvísindadeild. Næst er fyrirlestur um spendýr á norður- slóð og hvernig dýrin laga sig að grimmu umhverfi. Fæðuúrvalið og orkubúskapur dýranna kemur þar inn í, svo sem hörð barátta um æti. Þarna koma við sögu, refurinn, ísbjörninn og minnkurinn og kannski fleiri spendýr. Það var Páll Hersteinsson prófessor við líffræðiskor sem heldur þennan fyrirlestur en hann er á laug- ardaginn, í Háskólabíó klukkan tvö. Alls eru þetta átta erindi, það síðasta í endaðan maí. „Fyrirlesarar eru sumir kornungir vísindamenn sem okkur finnst glöggir og góðir fyrir- lesarar, og aðrir eldri og reyndari menn," segir Þorsteinn en athygli vekur að meðal fyrirlesara skuli ekki vera ein einasta kona. „Þær eru afar fáar í deildinni en þar er þörf úrbóta og vonandi að breytist til batnaðar á næstu árum. Það eru teikn á lofti um að þær sæki meira í þessar greinar en áður. Þær eru þó afar fáar í stærð- fræði og eðlisfræði en fleiri konur stunda nám í efnafræði. Það er þó rétt að geta þess að það eru margar ungar konur í röðum efnilegra vísinda- manna. Til dæmis standa konur mjög framarlega í sameindalíffræði og fleiri greinum. En lítil þáttaka kvenna í raunvísindum er þó alþjóð- legt vandamál, og alls ekki bundin við fsland. Hræddir fiölmiðlar En þá að öllu íslenskara vanda- máli. Á Háskóladeginum sem hald- inn var nú i vikunni var sérstaklega tekið til dræmrar aðsóknar í raunvís- indi í Háskóla Islands, auk þess sem Fjölmiðlar hafa fordóma gagnvart þessu og finnst að þetta hljóti að vera meira og minna óskiljan- legt, og þetta áhugaleysi kemur við okkur, and- spænis þessari miklu að- sókn virkar það eins og þessir miðlar séu úr tengslum við fólkið í landinu. En þessi hræðsla við vísindin lýsir sér líka í afar dræmum fréttaflutningi af öðru er tengist vísindum, til dæmis veitingu nóbels- verðlauna sem er stór- viðburður. En þessi ótti er alveg ástæðulaus, það er margt sem tengist vís- indum sem er fylllilega skiljanlegt hverjum sem er. slök frammistaða íslenskra nemenda í grunnskólum vakti sérstaka athygli í niðustöðum alþjóðlegrar könnunar nú í vetur. "Þetta eru erfiðar greinar og það þarf mikið að leggja á sig en slíkt virðist ekki eiga upp á pallborðið á Islandi í dag," segir Þorsteinn. „Skól- inn skiptir meginmáli í þessum greinum, meðan fólk getur sótt sér þekkingu víðar í öðrum greinum, til dæmis í tungumálum. Skólinn er grundvallaratriði í raunvísindum því „Þetta eru erfiðar greinar og það þarf mikið að leggja á sig en siíkt virðist ekki eiga upp á pallborðið a Islandi í dag," segir Þorsteinn. „Skólinn skiptir meginmáli í þessum greinum, meðan fólk getur sótt sér pekkingu víðar í öðrum greinum, til dæmis í tungumálum." þau er ekki hægt að læra öðruvísi. En við eigum erfitt með að fá bestu kennarana til starfa í skólunum, og þar hafa launamálin síðasta orðið. Við erum einnig með styttri skóladag á íslandi og styttra skólaár og sparn- aðaraðgerðir bitna hvað harðast á þessum greinum. Það er ekki síst þess vegna sem ís- lenskir unglingar standast ekki fylli- lega samanburð við unglinga í öðrum löndum hvað varðar þessar greinar. Annað sem spilar inn í er námsefni framhaldskólanna en þar er þörf á miklu átaki ef vel á að vera. Nú er verið að þýða og staðfæra nýtt náms- efni fyrir grunnskóla, sem hentar vel til kennslu og gefur þokkalega góða mynd af vísindunum. Kennara- menntunin er einnig vandamál en raunvísindafólk sem fer beina leið í raunvísindi eftir stúdentspróf skilar sér síður til kennslu því að það á oft- ast kost á betur launaðri við vinnu annars staðar, til dæmis í hugbúnað- ariðnaðinum þar sem sem er ekki eingöngu að finna tölvunarfræðinga heldur fólk úr fleiri raungreinum. Það er mikilvægt að kennarar kunni það sem þeir eiga að kenna í þessum greinum sem öðrum. Það er verið að undirbúa endurmenntunarnámskeið fyrir grunnskólakennara í stærðfræði og efnafræði og það mætti hugsa sér slík námskeið fyrir framhaldskóla- kennara lfka. Það er mikilvægt að glæða áhuga fólks á raungreinum og til þess erum við með þessa fyrirlestra en það kæmi mjög vel til greina að endur- flytja eitthvað af þeim í framhalds- skólum ef áhugi er fyrir hendi. Við höfum einnig verið með keppni í eðl- isfræði og stærðfræði til að glæða áhugann þar. En fjöimiðlar hafa einnig sitt að segja en þeir gera þess- um málum lítil skil, til dæmis hefur sjónvarpið ekki viljað segja fréttir af þessum fyrirlestrum, þrátt fyrir að það séu margar skemmtilegar mynd- lausnir til sem gætu hentað þeim miðli. Fjölmiðlar hafa fordóma gagnvart þessu og fmnst að þetta hljóti að vera meira og minna óskiljanlegt, og þetta áhugaleysi kemur við okkur, and- spænís þessari miklu aðsókn virkar það eins og þessir miðlar séu úr tengslum við fólkið í landinu. En þessi hræðsla við vísindin lýsir sér líka í afar dræmum fréttaflutningi af öðru er tengist vísindum, til dæm- is veitingu nóbelsverðlauna sem er stórviðburður. En þessi ótti er alveg ástæðulaus, það er margt sem tengist vísindum sem er fylllilega skiljanlegt hverjum sem er," segir Þorsteinn Vil- hjálmsson prófessor að lokum. Hörð gagnrýni á kaup Landsbankans í VIS á Alþingi Ríkisstjórnin hefur kú- vent í einkavæðingunni Mikil og hörð gagnrýni kom fram á Alþingi í gær, þegar rædd voru utan dagskrár kaup Landsbankans á helm- ingi Vátryggingafélagsins. Ágúst Einarsson, bað um umræðuna, og sagði meðal annars að málið bæri keim af keppni stórfyrirtækja tengd- um Sjálfstæðisflokki og fyrirtækja tengdum Sambandinu. Ágúst gerði einnig að umræðuefni að Landsbank- inn hefði, á undanförnum árum, þurft aðstoð til að standast kröfur um eig- infjárhlutfall. Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðis- flokki, tók undir þetta og sagði að bankinn hefði þegið, frá skattborgur- um, fjóran og hálfan milljarð á síðstu árum. Ágúst sagði einnig að ríkisstjórnin hefði kúvent í einkavæðingunni, og spurði hvort einkavæðingunni verði hraðað. Friðrik Sophusson, sem auk þess að fjármálaráðherra gegnir starfi forstætisráðherra þar sem Davíð Oddsson er í Færeyjum, sagði að frumvörp um einkavæðingu hafi þegar verið lögð fram, og að þau endurspegli afstöðu ríkisstjórnarinn- ar. Friðrik sagði að sér hafi verið kynnt hin umdeildu kaup, áður en þau fóru fram, en hafi ekki séð ástæðu til athugasemda, meðal ann- ars, ef þau væru til að styrkja stöðu bankans. Árni M. Mathiesen sagði talsmenn bankans hafa talað misvísandi um áhrif kaupa bankans á helmingi Vá- tryggingafélagsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.