Alþýðublaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 8
MMMBLMD Miövikudagur 19. mars 1997 37. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykjavík Vill opinbera rannsókn á meintum ólöglegum samskiptum fíknefnadeildar og Franklíns Steiner Við svörum því svo að lögreglan í Reykjavík standi ekki í lögbrotum, og við það stend ég," sagði Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, þegar hann var spurður hvort hann geti verið viss um störf hvers og eins lögreglumanns í hans liði, en hann bætti við að aldrei sé hægt að vera al- gjörlega viss um allt í veröldinni. Bóðvar sagðist skilja umfjóllun tímaritsins Mannlífs, um meint ólög- leg samskipti fíkniefnadeildar og Franklín Steiner, sem röng og sagðist hafa góð rök fyrir þeirri afstöðu sinni. Böðvar sagði, að á föstudaginn í síðustu viku, hafi lögreglustjóra- embættið verið beðið um að skila til dómsmálaráðuneytisins upplýsing- um um þetta mál og það hafi verið gert snemma á mánudag. Böðvar segir að nú sé málið í höndum ráðu- neytisins. Kostaði þetta ekki mikla vinnu, eða var þetta létt verk fyrir ykkur? „Það held ég hafi verið, það var ekki erfitt að svara þessu." En kvíðir lögreglan opinberri rannsókn? „Ég hef í mörg ár verið talsmaður þess að ef menn hafa athugasemdir við störf lögreglunnar, af hvaða til- efni sem er, þá eigi ríkissaksóknari að athuga þau mál. Það er ekki við hæfi að lógreglumenn gái ofan í koppana hver hjá öðrum. Þannig að ég get ekki verið annað en sammála opniberri rannsókn og að hún verði eins vönduð og hægt er að fá." Aðspurður sagði Böðvar að ekki væri rétt að Arnar Jensson, fyrrver- andi yfirmaður fíkniefnadeildar, hafi verið falið af sér að rannsaka sam- skipti Björns Halldórssonar, núver- andi yfirmanns fíkniefnadeilar, og Franklín Steiner. Arnari, sem er í Mannlífi borinn þeim sökum að hafa komið á samskiptunum við Franklín, hafi verið falið af RLR að rannsaka það mál sem kom upp vegna ffkni- efnamáls á hendur Franklín, en vitni í málinu tók á sig að eiga þau fíkni- efni sem Franklín var með þegar hann var handtekinn. -Nú hefur verið orðrómur í árarað- ir um óeðlileg samskipti fíkniefna- deilar og Franklín Steiner, hefur áður komið til greina að embættið rann- sakaði réttmæti þess? „Lífið gengur ekki á sögum. Það hefur ekki verið tilefni til að rann- saka það sem þú spyrð um," sagði Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykjavík. ¦ Kristján Pálsson alþingismaður og skýrslan um stöðugleika fiskiskipa Blöndal hefur tekið illa í að birta listann Höfum einhver ráð til að fá nöfn þeirra báta sem ekki standast kröfur RISTALL ermingartilboð 20% afsláttur "Ég lít svo á að upplýsa eigi hvaða skip það eru sem ekki uppfylla kröf- ur um stöðugleika. Ráðherra hefur verið beðinn um lista yfir þessi skip. Hann hefur ekki komið með og hann hefur reyndar tekið frekar illa í að birta hann. Ég tel að við höfum ein- hver ráð til að fá listann. Ég geri ráð fyrir að þeirri beiðni minni verði svarað, enda er ekkert sem heimilar, að mínu viti, stjórnvöldum að ég fái ekki listann." sagði Kristján Pálsson, alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, en Kristján hefur rætt á Alþingi bráðabirgðaskýrslu Siglingastofnun- ar íslands, þar sem fram kemur að fjöldi íslenskra fiskiskipa stenst ekki kröfur sem gerðar eru um stöðug- leika. Áætlað er að allt að fimm ár taki að koma lagi á það öryggisatriði sem stöðugleikinn er. „Því fyrr sem þetta verður gert, því betra. í mínum huga er það engin spurning, að líf sjó- manna eru það mikilvæg, að ekkert hálfkák dugir í þessu máli," sagði Kristján. Hann leggur áherslu á að málið þoli ekki bið, gera verði gang- skör í úttekt á stöðugleika sem allra fyrst. STEFANSBLOM SKIPHOLTI 50 B SIMI 561 0771

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.