Alþýðublaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 1
■ Mál sem tengjast ólöglegum húsleitum og líkamsrannsóknum Margar kærur á Björn Pétur Gautur Kristjánsson lögfræðingur: „Þarna kemur fjöldi fólks við sögu.“ “Ég hef undir höndum alls kyns ásakanir á Bjöm Halldórsson sem varða ólöglega málsmeðferð á öllum sviðum," segir Pétur Gautur Krist- jánsson lögfræðingur. „Þetta ero mál sem tengjast skjólstæðingum mínum og fyrrum skjólstæðingum, og fólki sem tengist þeim. Þetta varðar allan fjandann, til dæmis líkamsrannsókn- ir og húsleitir án úrskurðar og þama kemur fjöldi manns við sögu. Þetta hefur safnast upp hjá mér og mein- ingin er að þetta gangi fljótlega áfram til Ríkissaksóknara." Pétur er sjálfur einn kærenda en hann gagnrýnir þar meðal annars sambandsleysi við skjólstæðinga sína meðan þeir hafa verið í vörslu lögreglunnar sem brýtur gegn rétt- indum þeirra. Eitt þeirra mála sem Pétur hyggst kæra var nefnt í utan- dagskrárumræðum á Alþingi í gær. Það varðaði konu sem búið var að sleppa úr varðhaldi en lögreglan vildi handtaka aftur. „Konan var búsett á Bfldudal en í stað þess að senda einn lögreglumann þangað með hand- tökuskipun sendu þeir heilan farm af lögreglumönnum og að auki komu tveir lögreglubflar frá Patreksfirði, Hús konunnar var umkringt og í að- gerðunum var gerð líkamsleit á ólög- ráða dóttur konunnar, með öllu sem því fylgir, en ekkert fannst. Aðgerð- imar voru óumdeilanlega allt of harkalegar, og gott dæmi um það offari sem Bjöm er ásakaður fyrir,“ segir Pétur Gautur Kristjánsson lög- fræðingur. Innflutningur á láglaunakonum “Það vakti athygli mína að miklu fleiri konur en karlar koma til landsins, bæði til að setjast hér að og eins til að vinna hér tímabundið," segir Kristín Ástgeirsdóttir alþingismaður. „Ég gef mér þá staðreynd að þarna sér verið að flytja inn konur í láglaunastöður." “Maður spyr sig hvort þetta fólk sé í aðstöðu til að gæta réttar síns og hvaða kjörum það sætir,“ segir Kristín og segir að tölumar séu sláandi hvað varðar kynjamuninn. Til dæmis fengu 351 karl- menn hér tímabundið atvinnuleyfi á móti 665 konum árið 1996. Þar af var langstærsti hópurinn pólskar konur, 88 frá Filipseyjum og 41 kona frá Taílandi. Mér skilst að mörg þessara fyrirtækja sem sótt hafa um atvinnuleyfi fyrir þess- ar konur séu á Vestfjörðum, og væntan- lega er þá um að ræða fiskvinnslufyrir- tæki. Það er alþekkt annarsstaðar að það er stundað að flytja inn ódýrt vinnuafl frá fátækum löndum, og það þarf að fylgjast með þessu því að brot á þessu fólki varða við mannréttindasáttmálann og ýmsar reglur EES landa. Hjá ASÍ, varð Bolli Thoroddsen fyrir svöram en hann sagði að engin reglugerð væri til sem tæki sérstaklega til aðbúnað- ar erlends verkafólks. „Það er á ábyrgð atvinnurekenda að sjá til þess að þetta fólk fái þau réttindi sem því ber en á þeim stöðum sem mikið er um þetta reikna ég fastlega með því að verkalýðsfélögin gangi eftir því að það sé gert. Sem full- gildir meðlimir verkalýðsfélaga njóta er- lendir verkamenn síðan þeirra réttinda sem aðild að verkalýðsfélagi veitir og það eru margar reglur, til dæmis um hús- næði á vinnustað, sem taka til erlends verkafólks þótt þær gildi ekki sérstaklega um það.“ “Það er ekkert nýtt að hingað komi er- lent verkafólk, það hefur verið þannig í tuttugu til þrjátíu ár,“ segir Pétur Sigurðs- son hjá Alþýðusambandi Vestfjarða. „Þetta fólk þarf engin námskeið, það samlagast hópnuin og fær sínar upplýs- ingar þar. Það eru bara fræðingar sem tala um námskeið og upplýsingar eins og menn séu skynlausar skepnur. Ég hef aldrei orðið var við að þetta fólk fari á mis við sín réttindi." Aðspurður um hvort þetta fólk fengi fargjöldin greidd af fyrirtækjunum sagði Pétur: „Ég reikna með því, það er ekki okkar mál. Ég held að það sé í reglum Fé- lagsmálaráðuneytisins. En eru þá engar reglur eða ákvœði í samningum sem taka sérstaklega til far- andverkafólks? “Farandverkafólk, það er bara gömul plata sem Bubbi og félagar hans spiluðu í sífellu hér um árið. Það hvarf með þeim. Þetta er verkafólk, félagar á vinnustað.11 “Þetta lítur mikið að launagreiðslum, að fólk sé ekki hlunnfarið, í sambandi við launagreiðslur," sagði Húnbogi Þor- steinsson ráðuneytisstjóri í Félagsmála- ráðuneytinu. „Fólkið hlýtur að snúa sér til verkalýðsfélaganna ef því finnst að það sé hlunnfarið. En þegar um er að rœða þau atriði sem felast í lögum um atvinnuleyfi, eins og til dœtnis greiðslu fargjalda. Eru verkalýðsfélögin nœgilega vel kynnt um þau atriði og er fylgst með því að þau þjóni upplýsingaldutverki sínu? “Við vitum hvemig þetta er á þessum stöðum," segir Húnbogi. „Fólk fær upp- lýsingar hjá hópnum. Það liggur í hlutar- ins eðli að verkalýðsfélögin eiga að hafa eftirlit nteð þessu, ég vil ekki fella neinn dóm um hvort að þeir séu nægilega vel að sér um hvað í þessu felst." ■ Róbert Marshall um næstu alþingiskosningar Styð ekki Al- Dýðubanda- agið eitt og sér “Þegar sameining vinstri manna er orðin að jafnmikilli hugsjón og sann- færingu og hún er hjá mér, þegar ljóst að ekki verður byggt hér réttlátt þjóðfélag nema vinstri menn samein- ist, þá kemur ákvörðun eins og þessi af sjálfu sér,“ segir Róbert Marshall blaðamaður og stjómarmaður í Grósku sem á Gróskufundi í gær sagðist ekki myndu vinna með Al- þýðubandalaginu í næstu þingkosn- ingum byði það fram eitt og sér. “Með stuðningi við Alþýðubanda- lagið ynni ég gegn minni eigin hug- sjón og líka gegn hugsjón þeirra sem starfa innan Grósku. Það sama á við um sérframboð Grósku. Ef slíkt kæmi til, sem ég á enga trú á að ger- ist, þá væri þar með einnig unnið gegn hugsjóninni. Sameiginlegt framboð er það eina sem kemur til greina,“ sagði Róbert. Róbert sagði þetta vera persónu- Leiðtogaskipti hafa orðið í Stúdentaráði. Þau sem hafa tekið við þekkja pólitíkina úr uppvextinum, en formaður er Haraldur Eiðsson Guðnasonar, sendiherra og framkvæmdastjóri er Svanhiidur Dalla Ólafsdóttir, en hún er dóttir forsetahjónanna. Ekki ást til krata Guðrún Helgadóttir fer víða í viðtali í blaðinu í dag. Hún ræðir stjómmál, minnis- stæða menn, trú og stórar ástir og smáar. Eins ræðir hún opinskátt um skoðanir sínar á samtíma- mönnum í pólitík. Sjá bls. 6 og 7 °SJ erviettur Dúkurinn er margnota, vatnsvarinn og er auðvelt að þrífa hann. Dúkarnir og servíetturnar fást íýmsum litum og eru unnin úr hágæða pappír.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.