Alþýðublaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 1997 ¦ Það var að minnsta kosti ein kona í villta vestrinu sem var ekkert lamb að leika sér við. Hún hét Belle Star Skaðræðiskvendi í villta ví "Ég er kona sem hef orðið vitni að æði mörgu um ævina," sagði hin lífsreynda Belle Starr eitt sinn og þar sem hún telst í hópi alræmdustu bófa villta vestursins er óhætt að fullyrða að þarna hafi hún engu log- ið. Belle fæddist árið 1848 í Misso- uri. Faðir hennar, John Shirley, var uppgjafadómari af góðum ættum. Hann sendi dóttur sína átta ára gamla í virðulegan kvennaskóla þar sem hún lærði lestur og skrift og auk þess latínu, hebresku og grísku. Ekkertaf því sem Belle lærði í skóla kom henni að gagni í lífinu. Hún var ekki sú bókelska, blíðlynda og hjartahlýja dama sem faðir hennar vildi svo gjarnan hafa átt skjól hjá í ellinni. Hún var strax í barnæsku villt og forhert skass sem bar enga virðingu fyrir lögum og reglum. Hetjur hennar voru þjófar og útlagar sem einskis svifust til að ná fram markmiðum sínum. Hún ákvað að skipa sér í þann flokk. Það var snemma bersýnilegt að Belle yrði ekkert augnayndi. Satt best að segja var hún með ófríðari konum og þar að auki var hún jafh illa innrætt og útlitið gaf til kynna. Þrátt fyrir þessa annmarka tókst henni merkilega vel að heilla til sín karlmenn, en þeir voru reyndar allir af sama sauðahúsi og hún sjálf; for- hertir og uppvöðslusamir lögbrjótar. Fyrsta ástin olli Belle langvinni hjartasorg. Hún var átján ára þegar hún kynntist fúlmenninu Cole Youn- ger, sem þá var á flótta eftir að hafa rænt banka ásamt Jesse James. Belle hélt því ætíð fram að hún hefði skot- ið skjólshúsi yfir Younger og átt með honum ástríðufullar nætur. Hann þrætti fyrir kynni þeirra og gekkst aldrei við stúlkubarni sem Belle ól níu mánuðum eftir meintan fund þeirra og sagði vera dóttur Younger. Hver sem sannleikur máls- ins var þá er víst að Younger var stóra ástin í lífi Belle og hún tregaði hann alla tíð. Belle var ódrepandi baráttukona og bætti sér upp missinn með því að binda trúss sitt við seinheppinn gull- leitarmanni, Jim Reed, sem hafði tekið upp á banka og lestarránum til að auka tekjur sínar. Ásamt honum og tveimur félögum hans hélt hún í Hún var strax í barn- æsku villt og forhert skass sem bar enga virðingu fyrir lögum og reglum. Hetjur hennar voru þjófar og útlagar sem einskis svifust til að ná fram markmið- um sínum. Hún ákvað að skipa sér í þann flokk. gullleitarleiðangur sem virtist ætla að misheppnast gjörsamlega. En dag nokkurn rákust þau á gamlan indíána sem í ölæði trúði þeim fyrir því að hann ætti miklu fjármuni á leyndum stað. Þau pyntuðu hann til sagna og skiptu síðan fengnum bróðurlega á milli sín. Belle keypti sér kjóla, hatta, leðurstígvél, gnægð af skotvopnum og svarta gæða- hryssu sem hún kallaði Venus. Belle og Reed settust að í Texas ásamt dóttur Belle og eignuðust einn son. Heimilishamingjan varð þó skammvinn því sonurinn var enn í vöggu þegar félagi Reed skaut hann til bana í erjum þeirra í milli. Belle stóð nú upp karlmannslaus með tvö ung börn. En hún var að mörgu leyti nútímaleg karríerkona og ætlaði ekki að láta barnauppeldi koma í veg fyrir frekari frama sinn á afbrotabrautinni. Hún greip til þess sígilda nútímaráðs að koma börnun- um fyrir hjá ömmu þeirra og hélt sjálf á vit ævintýranna. Hún þurfti ekki að leita lengi áður en hún fann rumparalýð sem stundaði nautgripa- og hestaþjófnað. Með þessum hópi starfaði næsti elskhugi hennar Blue Duck, en samband þeirra reyndist ekki eiga framtíð fyrir sér fremur en önnur sambönd Belle. En þótt einkalífið væri brösugt var mikil gróska í atvinnumálunum og Belle varð nú foringi þjófaklíkunnar og heilinn á bak við starfsemina næstu árin. Fæstir gátu státað sig af því að geta tjónkað við hina skaphörðu og einráðu Belle, en indíáninn Sam Starr virtist þó hafa nokkurt vald yfir henni. Þau giftust og bjuggu í kofaskrifli í Arkansas sem Belle nefhdi Younger's Bend eftir æskuást sinni. Heimili þeirra varð griðastaður nokkurra helstu sakamanna þess tíma. Einn gestur þótti fá áberandi betri þjónustu en aðrir. Belle sagði eiginmanni sínum að hann væri gamall vinur frá Missouri sem þyrfti gistingu í nokkra daga. Sam var tortrygginn því kona hans kom G óðd r f r é tt i r ! Samanburður á verði innanbæjarsímtala í nokkrum nágrannalöndum okkar hefur leitt í ljós þá ánægjulegu staðreynd að innanbæjarsímtöl eru ODYRARI Það Lítur Ut Fyrir Gott Samband VERÐ Á 5 MÍNÚTNA SÍMTAH Á DAGTAXTA Skr á íslandi. VlÐ ÞÍNA NÁNUSTU. -¦- VBKÐ Á 5 Mf NÚTNA INNANBJBJABSÍMTALI ÁDAGTAXTAKB. A KVÖLD- OO HlUASTAXTA KK. DANHÖIK I JlMNLAND [ ÞÝSXAIAND PÓSTUR OG SÍMI HF /' s a m b a n d i v i ð þ i %

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.