Alþýðublaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ viðta[ FIMMTUDAGUR 20. MARS 1997 ¦ Kolbrún Bergórsdóttir ræðir við Guðrúnu Helgadóttur um stjórnmálin, minnisstæða menn, trúna og stórar ástir og smáar Ég hef aldrei fest ást á krata Hvaða atburður á œvi þinni held- urðu að hafi átt mestan þátt í að móta lífsviðhorf þt'n? "Sem barn var ég húsgangur á heimili nágranna minna að Jófríðar- staðavegi 15, hjónanna Eyjólfs Krist- jánssonar og Guðlínar Jóhannesdótt- ur sem áttu fjögur böm nokkru eldri en ég. Á þessu heimili var dekrað við mig og þar kynntist ég ýmsu sem ég átti ekki aðgang að heima hjá mér. Einar Eyjólfsson hét einn sonurinn en honum og vini hans, Steindóri Sveinssyni frá Þykkvabæ, hlýddi ég yfir siglingafræðina þegar þeir voru í Stýrimannaskólanum. Ég var tólf ára gömul þegar Einar féll útbyrðis af togaranum Haukanesinu, þá tvítugur, og með honum fórst þessi vinur hans sem stakk sér í sjóinn til að bjarga honum. Ekki löngu seinna dó Eyjólf- ur og ekkjan seldi húsið og flutti burt. Þessir atburðir urðu mér um megn og sviptu mig sjálfstrausti um langt skeið." Höfðu þessir atburðir áhrif á trú- arhugmyndir þínar? "Eg var mjög trúuð sem barn, lá á hnjánum þar til ég var tólf ára enda stundaði ég grunnskóianám í Sankti Jósefsskóla. A tímabili ætlaði ég mér að verða nunna, en þetta áfall breytti mér mjög mikið. Ég gat ekki ímynd- að mér að það gæti verið mikið til í trúarfræðum úr því að svona fór." En t'dag? "Mér er illa við að segja að ég sé trúlaus, sennilega er ég bara það jarð- bundin að ég vil sjá það sem ég trúi á. En ég vil þó ekki efna til ófriðar við hinn háa herra og ég held að við séum í sæmilegu sambandi." Nú hremmdi dauðinn nokkra vini þína langt um aldurfram. "Það eru kannski tveir menn sem ég hef séð mest eftir. Fyrst ber að nefna Ólaf Jónsson, við vorum mikl- ir mátar og það var satt að segja ansi erfitt að sjá á bak honum. Síðan Vil- mund Gylfason sem mér var afskap- lega hlýtt til." Voru þeir áberandi viðkvœmir menn ? "Já, þeir voru óttalegar kvikur og þess vegna hinir mestu rustar. Þeir voru ólíkir mjög en báðir bráðvel gefnir. Ólafur var eins og margir menn af Gautlandakyni haldinn nokkrum ótta við sjálfan sig. Hann átti erfitt með að leyfa sjálfum sér að vera ham- ingjusamur. Það var eins og hann lifði undir óveðurskýi, ætti alltaf von á einhverjum ósköpum. Hann var einhver heiðvirðasta manneskja sem ég hef kynnst og síð- asti maður til að láta vinskap eða kunningsskap hafa áhrif á gagnrýni sína. Hann var svo frábrugðinn öll- um hégóma að ég held að hann hafi aldrei skilið fólk sem þrífst á hé- góma. Hann var kannski ekki mikið að hugsa um hvað heiðarleg gagn- rýni getur orðið sumu fólki erfið, og þá kannski helst fólki sem hefur enga sjálfsgagnrýni til að bera." Og Vilmundur? "Ég þekkti Vilmund allt öðruvísi, fyrst sem litla bróður Þorsteins og síðan sem vinnufélaga. Vilmundur var umfram allt skemmtilegur, óskaplega sjarmerandi og góð mann- eskja. Svo sannarlega hugsjónamað- ur og í uppreisn gegn umhverfi sínu. Það var mikill missir að honum." Og skaði fyrir íslensk stjómmál. "Ég man ekki eftir neinu þingi þar sem ekki hefur verið minnst á Vil- mund í umræðum. Það er ótrúlegt hvað situr eftir af því sem hann gerði, eins skamman tíma og hann hafði til umráða. Hann gat verið skelfilegur ræðu- maður, enda hirti hann ekkert um að byggja upp ræður sínar, áreiðanlega vegna þess að Vilmundur afi, Gylfi pabbi og Þorsteinn bróðir voru svo miklir snillingar, að honum fannst hann ekki geta verið þekktur fyrir að apa eftir þeim málsnilldina." Vantar listina í pólitíkina Nú er stundum talað eins og það sé stjómmálamönnum ekki hollt að sama tíma að skrifa bækur og sinna stjórnmálastarfi. Spurningin er fárán- leg vegna þess að í raun og veru eru þetta greinar af sama meiði. Það væri ósvífni að bjóða sig fram í stjórn- málastarf ef maður hefði ekki áhuga á að gera lífið ögn huggulegra í kringum sig. Á sama hátt er ég auð- vitað ekki að skrifa bækur fyrir sjálfa mig. Maður hefur einhvern afgang í sálinni sem mann langar hreinlega til að deila með öðru fólki. Fyrir mér eru ritstörf og stjórnmál afskaplega svipuð störf. gert það sem maður sjálfur taldi vera rétt." En nefndu me'r góða stjórnmála- menn semþú hefur starfað meðfyrir utan Vilmund? "Með fáum mönnum hefur mér þótt betra að vinna með en Stein- grími Hermannssyni. Hann er kannski ekki með stórbrotnustu stjórnmálamönnum en afskaplega laginn að vinna með öðru fólki og hefur barnslegan sjarma sem afvopn- aði æstasta fólk þegar allt var að fara fjandans til. jánssonar, Páls Péturssonar og fleiri framara. En það er þetta með kratana. Ég hef aldrei nokkurn tím- ann fest ást á krata. Eg held að það sé vegna þess að ég er úr Hafnarfirði þar sem voru bará sjálfstæðismenn og kratar og bærinn skiptist í tvær fylkingar. Þegar ég var barn var mér bannað að leika við kratakrakkana. Ég hef ekkert leikið við krata síðar á ævinni. Satt best að segja eru ekki margir kratar sem mér er hlýtt til, það væri þá helst hann Össur, því er ekki að neita að hann er svolítið "Það sem er kannski sárast við að fyrsta ástin skuli misheppnast er auðvitað að enginn er sekur um neitt. Maður er svo mikið dauðans barn." Ef það væri ögn meiri list í pólitíkinni þá væri hún ansi miklu betri. En það er alltof algengt að fólk sem fer inn á þing læsist inni í sjálfu sér. Það er eins og búið sé að hefla utan af því allar mann- eskjulegar tilfinningar og það verður að þjóð- skrípum. Hégóma- girndin verður öllu æðri. Sálin fær enga vængi af því að taka þátt í þeim skrípaleik. vera miklar tilfinningaverur. "Ég hef oft verið spurð að því hvort það sé ekki erfitt að vera á Ef það væri ögn meiri list í pólitfk- inni þá væri hún ansi miklu betri. En það er alltof algengt að fólk sem fer inn á þing læsist inni í sjálfu sér. Það er eins og búið sé að hefla utan af því allar manneskjulegar tilfinningar og það verður að þjóðskrípum. Hé- gómagirndin verður öllu æðri. Sálin fær enga vængi af því að taka þátt í þeim skrípaleik. Það sem var svo ómótstæðilegt við Vilmund var að hann breyttist ekkert. Hann var bara sami Vilmundur. Þess vegna datt honum svo margt snjallt í hug. Það er ekki mikið spurt í stjórn- málum, menn vita svörin. Viti menn þau ekki þá þykjast þeir vita. Það er auðvitað ástæðan fyrir því hversu margar vondar ákvarðanir eru teknar. En þessir tréhestar sem halda að því húmorslausari og alvarlegri þeir eru því merkilegri stjórnmálamenn verði þeir, eru einfaldlega eins og menn sem skrifa vondar bækur; þeir búa til vonda pólitík. Stjórnmál geta auðvitað orðið ýmsum mjög erfið, kannski vegna þess að menn ætla sér að gera alla glaða. Það er ekki hægt. Maður lifir ekki af í stjórnmálum öðruvísi en að segja nei og já á réttum stöðum. Það getur kostað sitt af hverju en maður getur sofið rólegur ef maður hefur Ég held að ég hafi eignast flesta vini á þingi meðal íhaldsmanna. Góð gamaldags íhaldssemi á fornar dyggðir er ekki langt frá mér. Mér fannst óskaplega gaman að kynnast Gunnari Thoroddsen. Mér fannst hann merkilegur maður, kúltúr manneskja, snjall og klókur stjórn- málamaður. Eg hlýt að nefna fleiri. Ég held að okkur Matthfasi Bjarnasyni sé afar vel til vina og við erum á ymsan hátt lík. Sverrir Hermannsson er líka ógleymanlegur félagi, fádæma skemmtilegur og góður maður. Það ætti ekkert að geta sameinað okkur Vilhjálm Egilsson, hann stendur ekki fyrir nein þau gildi sem mér eru kær, en samt er mér lífsins ómögulegt annað en þykja svolítið vænt um hann. Mér var hlýtt til Eyjólfs Konráðs Jónssonar og Geirs Hallgrímssonar. Eyjólfur Konráð var ótrúlega fram- sýnn maður að mörgu leyti og hug- sjónamaður. En einhvern veginn naut hann sín aldrei. Flokkurinn gat aldrei leikið með honum. Ég lærði margt að Eyjólfi Konráði á sínum tíma, áður en hann veiktist og líf hans varð erfitt. Ég á líka vina innan Framsóknar- flokksins. Mér er hlýtt til Jóns Krist- hjartakrútt. Ég get ekki skrökvað mig frá því að ég hef alltaf verið veik fyrir gáf- uðu fólki. Mér hefur alltaf leiðst heimska meir en annað, einkum þeg- ar saman við hana blandast vanmeta- kpnnd og mannvonska. Þessi orð kunna að hljóma sem hroki og ég held að það sé rétt. Ég er einfaldlega dálítið hrokafull. Kannski eru þeir einir sem fóru að heiman með ekkert, þeir einu sem hafa efni á að vera hrokafullir. Hefurðu kynnstfólki sem ber í sér þessa blóndu heimsku, vanmeta- kenndar og mannvonsku ? "Ojá, en ég ætla ekki að segja þér hverja ég hef í huga. En í sambandi við vináttu milli stjórnmálamanna þá hefur verið sagt að stjórnmálamenn eignist ekki endi- lega vini í eigin flokki. Það eru marg- ir sem horfa á sætið og maður er því frjálsari í samskiptum við fólk í öðr- um flokkum. Eitt get ég sagt þér og það er að ég hef aldrei orðið vör við samstöðu kvenna í stjórnmálum. Allt skal ég fyrirgefa í mínu pólitíska starfi fyrir utan eitt. Og það var að konur skyldu ekki standa upp þegar fáránlegur áburður um misfærslu á fé var á mig borinn í sambandi við svokallað

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.