Alþýðublaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ f r é t t i r “Lögreglan er fri Böðvar Bragason, lögreglustjóri, ræðir ítarlega við ritstjóra Alþýðublaðs- ins um meintar ávirðingar fíkniefnadeildar lögreglunnar, ásakanir Mannlífs og þingmanna, réttindi borgaranna og mannlega lögreglumenn, sem keyra stundum fram á ystu nöf. Strfðið við slæga glæpamenn er háð með upp- lýsingum. Hvernig aflar lögreglan þeirra? gefist vel.“ Hann segir að við lifum í Skrifstofan er á fimmtu hæð og snýr út að Sundunum. Handan þeirra rís Esjan þungbúin úr kafaldinu önnum kaftn við að slíta sig úr viðjum frost- kaldrar nætur, sem á köldum verk- fallsmorgni minnir hrellda borgarbúa á að það er enn langt í vorið. A leiðinni upp í lyftunni er ég samferða konu af asískum uppruna sem heldur á vega- bréfinu sínu einsog fjöreggi í höndun- um. Dymar að skrifstofu lögreglustjóra standa í hálfa gátt, og hann veifar mér inn með símtólið í annarri hendi og leggur á ráð um hvemig eigi að kynna breytingar á skipuriti fyrir stjóm lög- reglufélagsins. Ég læt einsog ég sé önnum kafmn við að skoða öldumar sem brotna á Viðey, en stend sjálfan mig að því að vera alltíeinu farinn að hlusta á símtalið og veita fyrir mér, hvort lögreglustjórinn sé strax farinn að breyta skipulagi fíkniefnadeildar- innar. Það rennur upp fyrir mér, að síð- ast þegar ég kom í þetta herbergi laut það öðmm hershöfðingja. Þá var það Jón Baldvin sem veifaði mér inn, og ég stóð jafn önnum kafinn við að skoða öldumar sem brotnuðu á Viðey, jafn upptekinn við að þykjast ekki vera að hlusta á símtal utanríkisráðherrans einsog lögreglustjórans nú. Skrifstofan er spartanskari en hjá Jóni Baldvin. Fáar myndir. Gamaldags stólar við renglulegt kaffiborð, sem er með hálfgerða sjóriðu þegar ég helli í fyrsta kaffibollann. Vínarbrauðin horf- in. Böðvar Bragason er búinn að vera lögreglustjóri í næstum tólf ár og kom- inn á þann aldur að blóðfitan er farin að skipta máli. Þegar ég hringi og falast eftir viðtali fyrir hönd Alþýðublaðsins um tíðindi síðustu viku fellst hann á það án mikillar umhugsunar. Slær þó vamagla í lokin með því að segja að dómsmálaráðherra hafi ákveðið að æskja opinberrar rannsóknar á stað- hæfmgum sem beinast að fíkniefna- deildinnim og svör lögreglustjórans í Reykjavík verði óhjákvæmilega brennd því marki. Upplýsingastríöiö “Þeir mega standa héma á tröppun- um nokkrar vikur ennþá,“ segir lög- reglustjórinn án þess að brosa, þegar ég spyr hvort það sé ekki óþægilegt að fréttamenn Stöðvar 2 séu famir að halda tii á tröppum Lögreglustöðvar- innar. Nokkmm dögum áður hafði Stöð 2 sagt að Böðvari bæri ekki sam- an við fyrrum ráðuneytisstjóra dóms- málaráðuneytisins um, hvort embættið hefði fengið heimild árið 19S3 til að kaupa upplýsingar um fíkniefni frá uppijöstmmm. Böðvar segir að enginn vafi leiki á heimildinni, sem byggist ekki aðeins á minni starfsmanna emb- ættisins. Hann vill að öðm leyti ekki segja meira. Að sinni, - bætir hann svo við. Hann virðist ekki tiltakanlega áhyggjufullur þrátt fyrir ágjöf vikunnar og segir að innan lögreglunnar séu menn almennt ánægðir með ákvörðun dómsmálaráðherra um að óska eftir rannsókn á meintum starfsaðferðum fíkniefnadeildarinnar. „Baráttan gegn fíkniefnum snýst um upplýsingar," segir lögreglustjórinn, þegar hann er búinn að koma sér fyrir í gömlum stól í enda skrifstofunnar. „Okkur vantar stöðugt upplýsingar. Þær era blóðið sem heldur okkur gangandi. Þessvegna höfum við ti! dæmis opinn sérstakan síma, þar sem menn geta hringt inn upplýsingar um fíkniefni. Það hefur upplýsingaþjóðfélagi, þar sem gildi ná- kvæmlega sama lögmál um lögregluna og til dæmis atvinnulífið eða vísinda- geirann. „Lögreglan er ekkert öðm vísi. Hún er í vaxandi mæli háð upplýs- ingum og í þjóðfélagi einsog okkar þrífst lögreglan á upplýsingum. Spum- ingin er, hvemig hún aflar þeirra. Fíkniefnaþáttur löggæslunnar hefur verið í brennidepli, og hann kallar á sérstaka umhugsun. Hann er öðm vísi en allt annað sem lögreglan gerir. Verk- efnin berast ekki svo greitt upp í hend- ur hennar þar, sem í öðmm greinum. Upplýsingar em jafnframt mikilvægari en annars staðar. Lögreglumenn sem vinna að fíkniefnamálum verða stöðugt að vinna að því að afla upplýs- inga og gera það með ýmsum hætti. Margir koma til hennar upplýsingum.“ - Bjóða menn upplýsingar til sölu? “Já, menn gera það. Eftir því sem ég best veit er það fyrst árið 1983 sem það kemur formlega upp á borðið. Þá fer þáverandi lögreglustjóri í dómsmála- ráðuneytið og fær heimild til þess að kaupa upplýsingar, þó þannig að það skuli gert með mjög varfæmum hætti. Þannig hefur það verið allar götur síð- an. Þessi heimild er án tvímæla. Ég kem hér árið 1985 og hef sem lög- reglustjóri skrifað upp á það, að upp- lýsingar skuli keyptar. I mínum huga hefur endurgjaldið verið lágt og af- raksturinn drjúgur miðað við það.“ Upplýsingar gegn gjaldi - Hvað þykir lágt gjald fyrir upp- Ijóstranir i fíkniefnaheiminum ? “Það getur hlaupið á tugum þús- unda, en oftast minna. I fljótu bragði man ég ekki eftir hærri upphæðum." - Hversu oft hafa upplýsingar verið keyptar? “Það er verið að taka það saman vegna gagna, sem við munum væntan- lega koma á framfæri taki ríkissak- sóknari ákvörðun um opinbera rann- sókn. Án þess að hafa þá samantekt fyrir framan mig myndi ég ætla að slík kaup fari fram tvisvar til þrisvar sinn- um á ári.“ -Er það löglegt að kaupa upplýsing- “En miðað við vit- neskju mína í dag, þá er hún þessi: Lögregl- an er frí af því að hafa brotið lög.“ ar með þessum hœtti? Já, þetta er löglegt. Stjómvöld þurfa hinsvegar að taka ákvörðun um það ef þau vilja beita þessu í ríkari mæli, og ég heyri að dómsmálaráðherra boðar núna að embætti ríkislögreglustjóra skuli setja um það sérstakar reglur. Það er enginn vafí á því að þess er þörf þeg- ar til framtíðar er horft. Það er gott fyr- ir alla aðila að hafa slíkar starfsreglur skráðar." Þegar ég spyr, afhverju slíkar reglur hafi ekki verið settar fyrr, og hversvegna hann hafi þá ekki sjálfur óskað eftir þeim, segist hann raunar hafa gert það. Lögreglan hafi óskað eftir skýrari vinnureglum frá ríkissak- sóknara um starf fíkniefnadeildarinnar, en þær hafi ekki komið fram, og sak- sóknari hafi nýlega talið eðlilegra að þær kæmu frá dómsmálaráðuneytinu. Böðvar segir líka að umfangið hafi til þessa verið lítið, og sér hafi ekki liðið illa með þann ramma sem á málinu haft verið. Umhverfið sem stríðið við fíkniefnin er háð í, sé hinsvegar að breytast. „Þetta er að verða harðara stríð við slægari glæpamenn. Ég tel að þróunin sé í þá átt, að það verði meira framboð á upplýsingum en áður gegn gjaldi. Það er líklegt að slík kaup verði því mikilvægara tæki, sem kunni að verða notað oftar í framtíðinni en til þessa. Með tilliti til þessa held ég að það sé kominn tími til að fella þetta í fastari skorður." -Hvernig gengur ákvörðun um greiðslur til uppljóstrara fyrir sig inn- an embœttisins? “Ferillinn er þannig, að það kemur tillaga til mín frá yfirmanni fíkniefna- deildarinnar þar sem gerð er grein fyr- ir því að hjá tilteknum einstakling sé hægt að fá upplýsingar, sem geta skipt máli, gegn því að greiða viðkomandi fjámpphæð. Þegar greiðslur vegna uppljóstrana eiga sér stað em þær upp- áskrifaðar af tveimur mönnum innan embættisins, mér og einum öðmm starfsmanni." Aldrei greitt með ívilnunum - Skrifar þú alltaf sjálfur upp á slík- ar greiðslur? “Ég skrifa í öllum tilvikum upp á greiðslur fyrir uppljóstranir. Ég veit ekki betur en upplýsingar sem hafa fengist með þessum hætti hafi gagnast vel. „ - Er uppljóstrurum þá aldrei greitt með öðru, til dœmis ívilnunum semfela í sér slaka af hálfu lögreglunnar gagn- vart þeim? “Nei. Það hef ég aldrei heyrt minnst á, og ég hef lagt á það ríka áherslu við lögreglumenn að starfsemin hér í hús- inu sé 24 tíma á sólarhring innan réttra og eðlilegra marka. Ég er einfaldlega þannig gerður, að ég er mjög meðvit- aður um að sem lögreglustjóri í Réykjavík er ég ekki bara fulltrúi ríkis- valdsins heldur ekkert síður fulltrúi fólksins. Það er mín skylda fremur en nokkurs annars að gæta þess að ekki sé gengið á réttindi manna.“ - En hver eru tengsl lögreglustjórans við deildir einsog fíkniejhadeildina? Hvað fylgist þú náið með hennar staifi? “I þessu húsi em hátt á þriðja hund- rað lögreglumenn. Síðan er fjöldi ann- arra starfsmanna og heildaríjöldinn “Ég get glatt þig með því að kærum fer fækk- andi. Það finnst mér vera í samræmi við það, að staða lögregl- unnar í þjóðfélaginu virðist vera nokkuð góð, til dæmis miðað við skoðanakannanir." sennilega á fjórða hundraðið. Það gef- ur að skilja, að ég get ekki fylgst með framkvæmd starfa allra þessara starfs- manna. Þessvegna er fastmótaður stjórnunarstrúktúr í þessu húsi, sem má öðmm þræði líta á sem límið í starf- seminni. Það era skipurit þar sem starf- semi deildanna er lýst, og erindisbréf sem segja nákvæmlega til um hvemig einstakir menn eiga að reka starf sitt. Yfir deildunum em ábyrgir yfirmenn „En einsog allir aðrir er ég mannlegur. Ég get því ekki horft f augun á þér og sagt: Ég hef aldrei gert mistök. Mínir starfsmenn eru líka mannlegir, og án efa hafa þeir einhvern tíma gert mistök í starfi." ÞRIÐJUDAGUFt 25. MARS 1997 sem eiga að sjá til þess að starfið fari fram samkvæmt reglunum. I rann- sóknadeildinni era til dæmis æðstu yf- irmenn yfirlögregluþjónn og aðstoðar- yfirlögregluþjónn og síðan koma lög- reglufulltrúar. Yfirmaður fíkniefna- deildarinnar er lögreglufulltrúi. En lög- gæslan er flókið starf, og erfitt, og eðli hennar er þannig að það verður að gæta mjög nákvæmlega að því að tiltekin réttindi borgaranna séu virt. Stundum er slóðin óglögg sem þarf að þræða, og þessvegna eru til viðbótar því sem ég hef þegar nefnt allnokkrir lögfræðingar starfandi hér í húsinu. Þeirra hlutverk er að tryggja rétta og eðlilega fram- kvæmd hinna lögmæltu starfa lögregl- unnar. Þeir eiga að vera lögreglu- mönnum til leiðbeiningar og ráðgjafar um hvemig þeir skuli löglega fram- kvæma sinn starfa." - Er sérstakur lögfræðingur við fíkniefnadeildina ? “Já, það hefur verið svo frá því áður en ég kom. Þessi málaflokkur er svo ntikilvægur og þungur að þar hefur verið sérstakur lögfræðingur sem tekur á öllum málum sem þar koma inn fyrir dyr. Hann er starfandi eingöngu fyrir þessa deild. Hann á að sjá til þess að deildinni líði þægilega hvað lögin áhrærir og að hlutimir séu rétt fram- kvæmdir." Farið á ystu nöf - Það er óhjákvœmilegt í tengslum við þetta að nefna til sögunnar, að Sig- ríður Jóhannesdóttir, alþingismaður, hefur á Alþingi komiðfram með harð- ar ásakanir á hendur fíkniefnadeild- inni. Hún hefur sagt, að deildin haft farið offari, niðurlœgt fólk, og brotið á því lögvarin réttindi, einsog til dœmis varðandi húsleitir án heimildar. And- spænis þessum orðum, hver eru þá við- brögð þess lögreglustjóra sem segir að það sé skylda sínfremur en annarra að gæta réttinda borgaranna? “Ég er lögreglustjórinn í Reykjavík. En einsog allir aðrir er ég mannlegur. Ég get því ekki horft í augun á þér og sagt: Ég hef aldrei gert mistök. Mínir starfsmenn era líka mannlegir, og án efa hafa þeir einhvem tíma gert mistök í starfi einsog allir gera einhvem tíma. Jafnvel þingmenn. Við skulum hafa eitt á hreinu: Mínir menn era kappsfullir, og þeir eru í mjög harðri baráttu við eiturlyf sem hafa lagt líf fjölda manns í rúst. Þeim hleypur stundum kapp í kinn. Ég er eðlilega nokkuð hugsandi yfir þessum ummælum þingmannsins, og ég skal svara þér alveg ærlega: 1 þessum efnum hefur trúlega stundum verið farið á ystu nöf. Ég get ekki orð- að það öðru vísi. Þetta era óskaplega viðkvæm mál, og þarna er keyrt alveg í kantinum. Hefur í einstaka tilvikum verið farið yfir línuna? Ég get ekki ját- að því, og ég get í rauninni ekki svarað því öðra vísi en ég er búinn að gera. Þetta er ekki einfalt mál. Við tókum okkur fyrir hendur að hreinsa borgina af dópgrenjum, einsog því sem var í Mjölnisholti. Þangað komu kanski tug- ir manna á dag, og við stöðvuðum alla og leituðum á þeim. Menn era kapps- fullir, og kanski kemur það fyrir að menn hlaupi yfir línu þegar verið er að lesa þessu liði réttindin. Ég skal ekki segja frekar unt það. En lögreglan ger- ir sér ekki að leik að brjóta réttindi borgaranna, ekki heldur þeirra sem grunaðir era um að brjóta lögin. Það eiga allir sín réttindi, og ég stend harð- ur á því.“ - / tímaritinu Mannlífi er staðhœft að meintur höfuðpaur í sölu fíkniefna hér á landi hafi starfað óáreittur í skjóli fikniefimlögreglunnar. Er þetta rétt? “Það geta allir sagt sögur, og komið fram með ásakanir. Spumingin er á hvaða stigi em þessar ásakanir þess eðlis og studdar þeirn rökum, að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.