Alþýðublaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 1
MÞYÐIWÐIS Mivikudagur 26. mars 1997 Slofnað 1919 41. tölublað - 78. árgangur ¦ Pétur Sigurðsson á Isafirði er ekki ánægður með samningana Þeir skrifuðu undir ekki neitt Hrein og bein uppgjöf og áframhaldandi undanhald Við höfum lítinn stuðning, en eins og allir aðrir, þá verðum að treysta á sjálfa okkur. Það sem hefur verið að gerast hefur orðið til þess að staða okkar hefur versnað. I Karphúsinu skrifuðu menn undir ekki neitt, samninga sem hafa ekkert innihald. Það er ekkert innihald í samningi sem er með fjögur prósent hækkun. Hluta af því leggja menn með sér úr bónusnum," sagði Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vest- fjarða, um nýgerða kjarasamninga. Vestfirðingar gera kröfu um að lágmarkslaun verði 100 þúsund krónur. Sú krafa hefur lítinn hljóm- grunn fengið hjá vinnuveitendum. A ¦ Krabbamein Mikilvæg uppgötvun Stórt skref í baráttunni gegn krabba Afar mikilvægt skref í baráttunni gegn krabbameini var nýlega stigið þegar vísindamenn uppgötvuðu gen, sem stýrir stjórnlausri frumuskipt- ingu, sem leiðir til krabbamens. Þetta var tilkynnt í bandaríska vísindarit- inu Science í fyrri viku. Vonast er til að í kjölfarið verði hægt að þróa bylt- ingarkennt lyf sem vinnur á mörgum tegundum krabbameinsfruma í mannslíkamanum, en skilur ósýktar frumur eftir heilar. Uppgötvunin var árangur þrot- lausrar vinnu vísindahóps við Berkeley háskólann í Kaliforníu. Hópurinn lýtur forystu dr. Matthew Ashby, sem segir að hópnum hafi tekist að einangra ensím, sem krabbagenið stýrir, en ensímið veldur frumuskiptingunni í æxlum krabba- sjúklinga. Þó enn sé langt í tilraunir á mönn- um segja vísindamennirnir, að upp- götvunin lofi mjög góðu fyrir lækn- ingu krabbameina í þeim. I mörgum tegundum krabbameina er það sér- stakt prótein, sem kallast „ras" sem flytur frumunum boð genanna um að taka upp hömlulausa skiptingu, sem þróast um síðir í krabbamein. Próteinið finnst í mörgum dýrum, þar á meðal mönnum, og hlutverk þess er að skipa frumunum að hefja eða hætta skiptingu. Þegar fyrrnefnt ensím var fjarlægt úr tilraunafrumun- um dvínaði virkni ras-próteinsins og krabbameinið hvarf. f mönnum er Ras tengt til dæmis krabbameinum í lungum, brisi, ristli og lifur. Orlög og æðruleysi Björn Bjarnason, mennta- málaráðherra er í opnuviðtali í blaðinu í dag. Hann ræðir um borgar- stjórnarkosningarnar, hug- sjónapólitík og fleira. fundi á mánudagskvöld buðu vinnu- veitendur Alþýðusambandi Vest- fjarða upp á sömu samninga og Verkamannasambandið skrifaði und- ir, en þeim var hafnað. Ekki hefur boðað til nýs fundar. Pétur segir ekk- ert benda til annars en boðað verk- fall, sem á að hefjast 2. apríl, komi til framkvæmda. "Menn voru alltof fljótir á sér. Mér sýnist að Dagsbrún hafi haft gott bakland. Ég get ómögulega sagt neitt um aðra, en ef ekki þá er þetta hrein og bein uppgjöf og áframhaldandi undanhald í verkalýðshreyfingunni, þegar stærstu sigrarnir eru þeir að koma í veg fyrir að vinnuveitendur nái fram tillögum um að rýra samn- inginn. I þessum samningum er eng- in afturvirkni og engin trygging, eng- in strik. Það eru orðaleppar út í loftið þar sem talað er um, að ef að mati beggja aðila, verði ekki meiri kaup- máttaraukning en í nágrannalöndun- um, þá megi skoða samninginn. Þetta er verra en 1995. Það er engin trygg- ing í þessum samningum og að auki er búið að binda menn í þrjú ár. Skriðan kemur á eftir; dómarar, prestar og þingmenn Kjaradómararn- ir hljóta að fara af stað. Það er spurn- ing fyrir okkur hvort við bíðum þar til Kjaradómur hefur klárað sitt." Forsetahjónin, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson, óskuðu Gylfa Þ. Gíslasyni til hamingju þegar þau mættu í íslensku óperuna á hátíðardagskrá sem haldin var af tilefni af áttræðisafmæli hans. Sjá nánar á bls. 7 ¦ Jón Magnússon varaformaður Neytendasamtakanna Ráöherra sviptir mig mannréttindum Landbúnaöarráðherra er helsti óvinur alþýöunnar "Af hverju er ég sviptur þeim ein- földu mannréttindum að fá að gera hagkvæm innkaup? Hvaðan fá stjórnmálamenn leyfi til að banna mér að gera hagkvæm innkaup? Það er mergurinn málsins. Það er verið að setja höft á möguleika mína. Land- búnaðarráðherra, hverju sinni, hefur komið í stað dönsku einokunaryfir- valdanna, hann er óvinur alþýðunnar númer eitt," sagði Jón Magnússon, varaformaður Neytendasamtakanna, en nú hækka verndartollar á græn- meti óðfluga. Verndartollar keyra úr hófi fram frá vori til hausts, það er þegar inn- lend framleiðsla er á markaði. Jón tekur dæmi af kílóverði á tómötum, sem kosta jafnvel ekki nema 50 krónur erlendis, en þegar tollar eru komnir á, þá kostar kílóið hingað komið allt að 210 krónur, það er áður en álagning og virðisaukaskattur bætast við, svipað er að segja af agúrkum, paprfkum og sveppum. Aðrar tegundir grænmetis, það er þær tegundir sem ekki eru ræktaðar hér á landi, bera hins vegar ekki þessa ofurtolla. "Þetta er gert vegna þess að á þess- um tíma er íslensk framleiðsla að koma á markaðinn. Það er enginn magntollur á það grænmeti sem er ekki í samkeppni við grænmeti sem er ræktað hér á landi. Það er töluvert mikil papríkuræktun hér á landi. Magntollurinn fer upp í 298 krónur á kílóið, fyrir utan allt annað. Tökum sveppina sem dæmi, sem eru ódýrir í öðrum löndum, en fyrir utan verðtoll setjum við 100 króna magntoll á sveppina. Með þessu er verið að úti- loka alla samkeppni. Islenskir framleiðendur eru metn- aðarlausir og nýta sér þá sérstöðu sem er búið að færa þeim. Þetta ofur- verð hækkar líka lán fólksins í land- inu, þau rjúka upp vegna þess að ein- hver sveppabóndi á Flúðum situr einn að framleiðslu og sölu og vegna þess að papríkubóndi á Varmalandi ræktar papríkur. Verðið er upp- sprengt. Meðan íslenskir framleið- endur geta ekki gert þetta með ódýr- ari hætti, væri ódýrara að láta þá ekki framleiða. Það er gjörsamlega óþol- andi að þurfa að kaupa vörur á marg- földu verði. Stjórnvölda hafa heimil- að framleiðendum að fara með fing- urna á bólakaf í budduna hjá fólki." Jón segir sárt til þess að hugsa að ríkisstjórnin skuli ekki hafa borið gæfu til að fara að ráðum Neyt- endasamtakanna og Alþýðuflokksins varðandi framkvæmdina á tollum á landbúnaðarafurðum. ¦ Barnaverndar- nefnd Reykjavíkur Dreginn fyrir dómstól í fyrsta sinn Búið er að höfða mál gegn barna- verndarnefnd Reykjavíkur, þar sem mótmælt er að nefndin skuli bæði rannsaka mál og jafnframt fella úr- skurði. Málið er höfðað vegna for- ræðissviptingar móður, en barna- verndarnefnd svipti hana forræði yfir börnum hennar. Barnaverndarráð staðfesti úrskurð barnaverndanefnd- ar. Héraðsdómur samþykkti flýtimeð- ferð á málinu. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta sinn sem mál er höfðað vegna valds bamaverndarnefnda, en oft hefur komið fram gagnrýni vegna þess. Kristján Stefánsson lögmaður fer með málið fyrir móðurina. Hann seg- ir að þegar um sjálfræðissviptingar er að ræða, fari slík mál ávallt fyrir dómstóla. Hann segir einnig að af- greiðsla mála eins og hjá barna- verndarnefndum stangist á við Mannréttindasáttmála Evrópuráðs- ¦ Halldór Björnsson I Hafa verið of lengi á pottlokinu - um þá sem deila á samningana "Já, ég geri það í sjálfu sér. Eg hefði þó viljað sjá þessa heilögu tölu fyrr, en á borðinu liggur að engin fer með minna en 70 þúsund krónur fyr- ir dagvinnu frá næstu áramótum," sagði Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar, þegar hann var spurður hvort hann gangi sáttur frá samn- ingaborði. "Það er mesti misskilningur að ekki séu uppsagnarákvæði. Það sem er í samningnum var gert í samráði við hagdeild Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins og Þjóð- hagsstofnun. Það er skýrt opnunará- kvæði í samningnum. Það er nóg að telja að eitthvað hafi raskast, þá er hægt að opna samninginn," sagði Halldór um þá gagnrýni sem hefur komið fram varðandi tryggingar í samningnum. "Eg get ekki ætlast til að allir séu sammála, síst það fólk sem stóð verkfallsvaktina, sem er duglegt fólk. Það hefði verið erfitt að gera samn- inga sem þessu fólki líkar, ég velti fyrir mér hvort þetta fólk hafi verið í samningahugleiðingum, en við för- um í verkfóll til að semja, en ekki bara til að halda verkfalli áfram. Þetta eru sömu aðilar og stóðu fyrir framboðinu á sínum tíma. Það eru ef- laust glæður í því, kannski þau hafi setið of lengi á pottlokinu. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en samningarnir verði samþykktir, en við tökum þeirri niðurstöðu sem verður." Sjá nánar um óánægju innan Dags- brúnar á baksíðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.