Alþýðublaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 1997 V Í ð t Q I Stjórnmálabaráttan, komandi borgarstjórnarkosningar, skortur á hugsjónapólitík og þau lífsgildi sem mest Orlögunum ber að Þú ert sonur stjómmálamanns sem var geysiatkvœöamikill t íslensku þjóðlífi. Hafði hann mikil áhrif á stjórnmálaskoðanir þínar? “Það væri mjög undarlegt ef svo væri ekki, og reyndar mjög óeðlilegt. Ég ólst upp í pólitísku andrúmslofti og sem bam fylgdi ég föður mínum á stjómmálafundi, og áhugi minn á ut- anríkis- og öryggismálum er sprott- inn frá þeim tíma er ég hlustaði á hann flytja ræður um þau efni. Ég fylgdi honum sömuleiðis oft á vinnu- staði hans: stjómarráðið, Alþingi og Morgunblaðið." Varstu aldrei áþínum yngri árum í uppreisn gegnföðurþínum? “Ég leit aldrei á það sem markmið að gera uppreisn gegn föður mínum. Og hefði ég gert það hefði ég lent í hinum mestu ógöngum því stað- reyndin er einfaldlega sú að þær skoðanir sem faðir minn stóð fyrir, til dæmis í utanríkis- og öryggismálum, hafa reynst vera réttar; ég held að enginn geti neitað því lengur. Fyrir skömmu las ég viðtal í Al- þýðublaðinu þar sem félagamir Sverrir Hólmarsson og Böðvar Guð- mundsson, greinilega afhuga sínum fyrri skoðunum, vom að velta því fyrir sér hvers vegna þeir hefðu haft þessar vitlausu skoðanir. Ég hef sem betur fer ekki þurft að ganga í gegn- um þetta skeið. Ég hef ýmislegt þurft að gera upp en ekki vegna skoðana sem reyndust í öllum aðaiatriðum vera rangar. Ákveðinn hópur manna bar óstjórnlega heift til föður þíns. Varðstu var við að það reyndist hon- um erfitt? “Nei, alls ekki. Hann hafði mjög sterka sannfæringu og lét heiftina yfir sig ganga, eins og menn verða að gera ef þeir standa í erfiðri baráttu. En heiftin og óvildin í hans garð slokknaði ekki með árunum því þeir sem vom heiftúðugir í garð Banda- ríkjanna persónugerðu föður minn sem helsta talsmann þeirra og fyrir- gáfu honum að því er virtist aldrei. En faðir minn hafði sterk bein og ég varð aldrei var við að hann tæki þetta hatur nærri sér.“ En hafði þetta ekki áhrif á ykkur bömin? Ég tók þetta aldrei nærri mér og þess vegna tek ég það ekki heldur nærri mér þegar ráðist er að mér vegna verka minna. Það skiptir mig litlu." Afhverju? “í stjómmálum er tekist á um hug- myndir og afstöðu. Ef menn komast í þvfiík rökþrot að þeir grípa til skít- kasts, lyga og svívirðinga þá er það þeirra mál. I stjómmálabaráttu verð- ur maður stundum að búa við fleira en gott þykir, en það er ekkert sem ástæða er til að hafa áhyggjur af meðan maður veit sig vinna af skyn- semi og fyrirhyggju.“ Nú ert þú hcegri sinnaður mennta- málaráðherra en listamenn hafa löngum þótt fremur vinstri sinnaður hópur. “Menningin þróast eftir öðmm lín- um en stjómmálin og listamenn á ekki að dæma eftir stjómmálaskoð- unum þeirra. En ég hef satt að segja aldrei skilið af hverju menn telja sig þurfa að vera vinstri sinnaða til að vera góða listamenn. Stundum spyr maður, hvort það sé til að verða gjaldgengir í eitthvert skjallbanda- lag. Ég ólst ekki bara upp í pólitísku andrúmslofti heldur einnig mjög menningarlegu. Miklir menningar- menn voru heimilisvinir. Matthías Jóhannessen var einn þeirra. Annar var Kristján Albertsson sem kom oft í kvöldmat, spjallaði þá mikið, var manna skemmtilegastur og fór ekki fyrr en farið var að birta af næsta degi.“ En meðal heimilisvina hafa einnig verið stjórnmálamenn, hver er þeirra minnisstœðastur? “Ég gæti nefnt marga. Jón á Reynistað þingmaður, sem ég var hjá í sveit í níu sumur, var annar upp- alandi minn og skapaði hjá mér virð- ingu fyrir aga og vinnusemi. En einn maður er mér kannski öðrum minnis- stæðari. Það er Ólafur Thors sem faðir minn taldi mestan íslenskra stjómmálamanna. Mikið hefur verið rætt um persónutöfra Ólafs og það eru engar ýkjusögur því þeir voru Bjarni Benediktsson. „Hann hafði mjög sterka sannfæringu og lét heiftina yfir sig ganga, eins og menn verða að gera ef þeir standa í erfiðri baráttu." ótvíræðir. Sem bam fylgdi ég föður mínum og Ólafi í kosningaferðalögum og þau ferðalög reyndust mér stundum nokkuð erfið því Ólafur púði vindla í bflnum og ég varð bílveikur í hvert sinn og fyrir það skammaðist ég mín. Ólafur og faðir minn sköpuðu ákveðna festu í Sjálfstæðisflokknum. Sú festa ríkti lengi. Síðar tók við ákveðinn upplausnar- og erfiðleika- tími sem ég tel hafa lokið árið 1991 þegar Davíð Oddsson varð formaður flokksins. Ég var bæði þátttakandi og áhorfandi í þeim átökum en þau em liðin og nú ríkir jafnvægi innan Sjálf- stæðisflokksins. Ég er þó þeirrar skoðunar að það sé ekkert kappsmál í sjálfu sér að stöðugur friður ríki innan stjómmálaflokka. Þar verða líka að verða átök svo að starfið þró- ist og taki breytingum." Alþýðuflokksmenn út og suður Finnst þe'r Davfð Oddsson vera sterkur leiðtogi? “Hann er það ótvírætt. Auk þess að vera sterkur leiðtogi hefur hann eig- inleika sem em mjög mikils virði í stjórnmálum. Hann á auðvelt með að beina málum í þann farveg að unnt sé að leysa þau, og skynjar vel rétta tím- ann til slíkra hluta.“ Er hann einráður í Sjálfstœðis- flokknum? “Það orð fer alltaf af sterkum mönnum að þeir séu hrokafullir og einráðir. I stómm flokki komast menn ekki upp með að beita einræð- isbrögðum. Þar verða menn að skapa ákveðið jafnvægi ætli þeir sér að ná sínum málum fram og öðlast það traust að þeir geti, þegar mikið ligg- ur við, tekið einhliða ákvörðun í full- vissu þess að fá stuðning við hana síðar. Davíð Oddssyni hefur tekist að skapa sér þetta traust innan Sjálf- stæðisflokksins.“ Hvemig er það, hentar ykkur Sjálfstœðismönnum ekki ágcetlega að vera í samstarfi með svo dauflyndum mönnum sem Framsóknarmenn eru í þessari ríkisstjóm? “Finnst þér þeir dauflyndir? Ætlar þú að hefja pólitískan áróðurssöng? Þeir em alltaf að afreka eitthvað, eins og við allir.“ Er það nokkuð annað en skandal- ar íheilbrigðisráðuneytinu? “Nei, nei, svona nú... Það hentar okkur Sjálfstæðismönnum vel að vera í samstarfi við Framsóknarmenn af því við emm samstiga eins og fest- an í samstarfi okkar sýnir, þótt við séum ekki sammála um allt. Það er minni gauragangur í þessari ríkis- stjóm nú en þegar við vomm með Alþýðuflokksmönnum sem vom á sí- felldum hlaupum út og suður.“ En vildirðu samt ekkifrekar vera í samstarfi með Alþýðuflokknum? “Æ, ég er ekki viss um það. Ekki eins og Alþýðuflokkurinn lét fyrir síðustu kosningar. Þá háði hann kosningabaráttu gegn Sjálfstæðis- flokknum og gerði allt sem hann gat til að gera Sjálfstæðisflokkinn sem tortryggilegastan. Ef Alþýðuflokkur- inn vildi raunvemlega vinna með Sjálfstæðisflokknum þá átti hann að reka allt öðmvísi kosningabaráttu. Jón Baldvin taldi sér trú um að hann gæti knésett okkur en það var mikill misskilningur. Þegar við vildum svo ekki starfa með Alþýðuflokknum eft- ir kosningar var eins og við væmm sekir um drottinsvik. Staðreyndin var einfaldlega sú að sá meirihluti sem þessir flokkar höfðu var það naumur að hver krati hefði getað selt sig óhóflega dýrt. Þar að auki er nú svo komið að enginn veit í raun hvað Al- þýðuflokkurinn er eða stendur fyrir.“ Nú segi ég eins og þú áðan, nei, nei, svona nú... En gœtirðu hugsað þér að sitja á þingi sem óbreyttur stjórnarandstöðuþingmaður? “Við sem bjóðum okkur fram til Alþingis hljótum að vera undir það búnir að starfa í stjómarandstöðu. Er það ekki?“ Er það? Ef Sjálfstœðisflokkurinn lendir í stjómarandstöðu eftir nœstu kosningar myndi þá ekki meginþorri núverandi ráðherra koma sér í valdamikil embætti annars staðar í þjóðfélaginu? “Höfum við tök á að ákveða það? Mér sýnist nú að mönnum gangi heldur illa að ráðstafa lífi sínu þannig. Það er viss áhætta sem fylgir því að kasta sér út í stjómmálastarf og mér finnst sú áhætta of lítils metin í opinberri umræðu. Umhverfið er stjómmálamönnum ekki sérlega vin- samlegt. Þeir búa ekki við mikið starfsöryggi en mega hins vegar ekki haga málum þannig að ljóst sé að þeir stefni að einhverju sérstöku starfi eftir að þeir láta af störfum sem stjórnmálamenn. Það er talið til marks um spillingu. Það er oft vand- lifað í þessu starfi.“ Davi'ð Oddsson segist alltaf fara að hlœja þegar hann heyri fólk í fé- lagshyggjuflokkunum rœða um að sameinast í einum stórum jafnaðar- mannaflokki. Hvemig bregst þú við? “Við hlæjum oft að þessu saman við Davíð. Félagshyggja er hugtak sem aldrei hefur verið skilgreint. f munni þessa fólks er það slagorð um óljósar hugmyndir." En nú er langlíklegast að eftir nœstu kosningar muni félagshyggju- öflin og Framsóknarflokkurinn sam- einast í ríkisstjóm eftir næstu kosn- ingar. “Já, þér finnst það líklegast þótt þú segir Framsóknarmenn dauflynda? Þér finnst ekki lfldegt að Sjálfstæðis- flokkurinn verði áfram í stjóm?“ Nei, ég held að Framsóknarflokk- urinn muni ekki ganga til samstarfs við ykkur á ný. “Það fer nú eftir niðurstöðu kosn- inganna. En ef það gengur eftir sem þú spáir, sem ég sé ekki endilega að verði, þá mun ríkja hér upplausnar- og óvissutímabil. Þá líður ekki á löngu þar til Sjálfstæðisflokkurinn AÐALFUNDUR LYFJAVERSLUNARISLANDS HF. VERÐUR HALDINN í SÚLNASAL HÓTEL SÖGU, LAUGARDAGINN 5. APRÍL1997, KL. 13.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins, sem heimila kosningu skoðunarmanna, er starfa við hlið endurskoðenda. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, þurfa að vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins Borgartúni 7, á 2. hæð, dagana 1. - 4. apríl, kl. 9-16. Hluthöfum er vinsamlegast bent á að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 16, föstudaginn 4. apríl. Stjórn Lyfjaverslunar íslands hf. EEEE LYFJAVERSLUN [SLANDS H F.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.