Alþýðublaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 1997 ■ Einar Karl Haraldsson skrifar: Gamalt deyr og nýtt hikar íslendingar sem kaupa bila hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum vita að þeir hjá Renault eru frábærir bíla- smiðir. Þeir hafa meira að segja orð- ið sér úti um samkeppnisforskot með nýjum tegundum eins og l'Espace, Twingo og Mégane á síðustu árum. Þrátt fyrir þetta er Renault bílafram- leiðandi í standandi vandræðum. Samsteypan tapaði stjamfræðilegri upphæð í fyrra, um 50 milljörðum ís- lenskra króna, og þykir of svæðis- bundin og illa skipulögð til þess að standast samkeppni. Evrópuford, Saab og Renault eru í framhjáhlaupi sagt þeir bílaframleiðendur í Evrópu sem tapa á bílasölu. Annars er þetta harður bransi. Fimmtíu bflamerki sem framleidd eru í 2600 módelum keppa um hylli kaupenda í heiminum. Þrjátíu og Fimm milljónir bfla eru seldir árlega í henni veslu en framleiðslugeta bíla- verksmiðja er fimmtíu milljónir. f álfu vorri er umframgetan þrefalt meiri en sem nemur franska bfla- markaðinum. Skoðað í þessu ljósi þarf engan að undra þótt Louis Schweitzer forstjóri Renault hafi ákveðið að endurskipuleggja fram- leiðsluna og loka verksmiðjunni í Vilvorde í Belgíu. Barómet í franskri sögu Renault hefur um langt skeið ver- ið barómetið í verkalýðssögu Frakk- lands. Jafnvel þjóðartákn á tíma síð- ari heimsstyrjaldar og í sögu franskr- ar ríkishyggju síðustu áratugi. f júlí 1996 var fyrirtækið einkavætt, en það er enn ríkistengdur risi vegna þess að franska ríkið á 49% hlutafjár- ins. Louis Schweitzer 1 svarar fyrir sitt leyti með því að setja bæinn Vilvorde nálægt Brussel í Belgíu rækilega á Evrópukortið. Enginn hafði heyrt hans getið fyrr en þau stórtíðindi verða að Renault leggur niður hátískuverksmiðju þar í bæ og segir upp 3200 starfsmönnum á einu bretti. ýtá Hönd dauðans snertir bæjarlíf- " j ið og verkafólki líður einsnog " því hafi verið sturtað á rusla- haug. í Setubal í Portúgal minnast menn langdreginnar togstreytu við Renault út af fyrirhugaðri lokun bfla- verksmiðju sem Portúgalar „keyptu“ franska bílaframleiðandann til þess að byggja þar. Jacques Santer, for- seti framkvæmdanefndar Evrópu- sambandsins, gagnrýnir Renault fyr- ir að brjóta gegn anda og bókstaf ESB-laga. Belgíska ríkisstjórnin kærir fyrirtækið til Evrópudómstóls- verka- lýðshreyfing í ESB-ríkjunum fer á hreyfingu og setur Evrópuverkföll á dagskrá með klukkutímalangri vinnustöðvun 7. mars sl. og með Evrópumótmælum í París 11. og Brussel 16. mars. „Ef fjármagnið virðir engin landamæri gerir atvinnuleysið og samstaðan það heldur ekki“, segir Alain Deleu for- maður CFTC, kristna verkalýðssam- bandsins í Frakklandi. Nú þegar Dóri í Dagsbrún hefur skrúfað fyrir lífs- nauðsynlega vökva eins og mjólk og bensín hér á íslandi er auðvelt að gera sér í hugarlund að ógnun um Evrópuverkföll gæti skapað mótvægi við alþjóðavæðingu evrópskra stór- fyrirtækja og gefið hinni félagslegu hlið Evrópusambandsins raunveru- legt innihald. Þegar saman fara hinn sameigin- legi innri markaður ESB-ríkja og GATT-samningarnir nýju er ekkert sem kemur í veg fyrir að stórfyrir- tæki fjárfesti í nýjum verksmiðjum eða leggi þær niður þar sem henta þykir. Fyrir stuttu var forstjóri Daim- ler-Benz aðalþorparinn í Evrópu þegar hann lagði niður Fokkerverk- smiðjurnar sem framleiddu þarfasta þjóninn fyrir Flugleiðir og vildar- punktafólkið. Til stendur að fækka þýskum námaverkamönnum úr 90 þúsund í 45 þúsund. Þannig heldur endurskipulagning og hagræðing áfram þrátt fyrir mótmæli. í gömlum skorðum Margir kenna óheftum kapítalisma og sameiginlegum markaði um verksmiðjulokanir og atvinnuleysi 18 milljóna manna í ESB-ríkjum. Aðrir telja að tækniþróun muni halda áfram að fækka störfum í verk- smiðjuiðnaði hvað sem líður efna- hagsráðstöfunum og fyrirkomulagi rekstrarins. Oþjáll vinnumarkaður, ofverndað atvinnulíf og ófullgerður innri markaður gætu að sumra dómi verið skýringar á atvinnuvanda. Bent er á að Volkswagen hafi gert samn- inga við sitt fólk sem komi í veg fyr- ir að loka þurfi verksmiðjum og að á Norður- Italíu hafi svæðisbundnar áherslur í atvinnulífi kveðið niður at- vinnuleysisvofuna. Og framtíðarspekúlantar telja Evr- ópuríki vera of föst í gömlum skorð- um og of hikandi við að stíga ákveð- in skref inn í upplýsingaþjóðfélagið þar sem verkefnin bíði allra hugsandi og talandi stétta. Kannski á það hér við sem ítalski kommúnistinn Antonio Cramsci sagði eitt sinn og blaðið l'Express rifjar upp í tilefni af Vilvordelokun Renault: „Krísan verður þegar hið gamla deyr og hið nýja hikar við að fæðast." Aðalfundur Fulltrúa- ráðs Alþýðuflokksfé- laganna f Reykjavfk Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 6 (Rúgbrauðs- gerðinni), fimmtudaginn 3. apríl 1997, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Reykjavíkurlistinn og málefni framboðs til borgarstjórn- ar Reykjavíkur vorið 1998. 3. Tillaga um lagabreytingar. 4. Önnur mál. Þeir aðalfulltrúar sem af einhverjum ástæðum geta ekki komið því við að mæta eru eindregið hvattir til að láta skrifstofu flokksins vita hið fyrsta. Frakkar horfa ennþá á alþjóðavæð- ingu franskra stórfyrirtækja eins og naut á nývirki enda löngum verið sjálfmiðaðir. Hlutur ríkisins hefur verið stór í Frakklandi og þegar atvinnurekendur hætta sér úr fangingu á frönsku mömmu út í steinharðan heim al- þjóðlegra viðskipta verður allt með öðrum brag. Renault- krísan hefur orðið Frökkum tilefni til þess að velta fyrir sér hinum stóru þverstæð- um eins og þeim einum er lagið og þá alveg sérstaklega Chirac forseta: Hvemig er hægt að breyta án þess að snerta velferðarkerfið? Hvemig er hægt að hverfa frá sósíalisma án þess að hverfa frá hinu sósíala, þeas velferðar- hyggjunni? Hvem- ig er hægt að byggja upp Evrópu án þess að rífa Frakk- land niður? Vilvorde á Evrópu- kortið ins vegna þess að ekki var haft sam- ráð við verkafólk áður en til fjölda- uppsagna kom eins og skylt er. Pa- draig Flynn, félagsmálaforstjóri Evr- ópusambandisn, nefnir möguleika á nýrri tilskipun sem vemdir hagsmuni verkafólks betur. Jafnvel belgíski kóngurinn blandar sér í málið: Frökkum er ekki sæmandi að leysa sín eigin vandamál í öðru landi. Evrópuverkföll og Evrópumótmæli Ekki nóg með það. Hin sundraða, þjóðlega °g staðn- aða- FUJR Stjórn FUJR fundar á sunnudaginn 30.3. klukkan 15.00. Fundurinn verður haldinn á Hverfisgötu 8-10. Mætið stundvíslega. FUJR Framkvæmdastjórn SUJ Framkvæmdastjórn SUJ fundar á miðvikudaginn 26.3. klukkan 17.30. Fundurinn verður haldinn á Hverfisgötu 8- 10. Mætið stundvíslega. Framkvæmdastjóri Verslunar- og skrifstofufólk! Allsherjaratkvæðagreiðsla um kjarasaming sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur gerði við Vinnu- veitendasamband íslands og Vinnumálasambandið lýkur í dag. Kjörfundur stendur til kl. 18:00 og er í Húsi verslunarinnar Kringlunni 7, á 1. hæð Verzlunarmannafélag Reykjavíkur BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Aðalskipulag Reykjavíkur 1996 - 2016 Tillaga að Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 - 2016, greinargerð og landnotkun- arkort, auglýsist hér með samkvæmt 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964. Sýning á skipulagstillögunni verður opnuð íTjarnarsal Ráðhússins kl. 16:00 miðvikudaginn 2. apríl. Tillagan ásamt þemakortum og öðrum uppdráttum sem tengjast aðalskipu- laginu er almenningi til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarsal, frá 2. til 9. mars og frá 10. mars til 30. maí er sýningin í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa að Borgartúni 3, 1. hæð kl. 9:00 til 16:00 virka daga. Sérstakir þemadagar verða 3. 8. og 9. apríl. Þá daga kl. 16:00 til 18:00 verða efnisþættir aðalskipulagsins kynntir af starfsfólki Borgarskipulags og fulltrúum frá öðrum borgarstofnunum. Þann 3. apríl verður fjallað um byggð og hús- vernd, þann 8. apríl samgöngumál og þann 9. apríl umhverfismál og þjónustu. Allan auglýsingatímann svara fulltrúar Borgarskipulags fyrirspurnum varðandi skipulagstillöguna. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skriflega til Borgarskipulags eigi síðar en kl. 16:00 þann 30. maí 1997. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.