Alþýðublaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRIL 1997 s k o ð q n i r Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Ritstjóri Auglýsingastjóri Auglýsingasími Auglýsinga fax Dreifing og áskrift Umbrot Prentun Ritstjórn Fax Alþýðublaðsútgáfan ehf. Össur Skarphéðinsson Ámundi Ámundason 562 5576 562 5097 562 5027 Guðmundur Steinsson ísafoldarprentsmiðja hf. Sími 562 5566 562 9244 Askriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Klúðrið á Hofsfjöru í dag er næstum mánuður frá því flutningaskipið Vikartindur strandaði á Hofsfjöru. Þegar strandið varð blandaðist engum hugur um að þörf var skjótra aðgerða til að koma í veg fyrir veruleg spjöll á náttúrunni í grennd við strandstaðinn. Undir það tóku þingmenn í sérstakri umræðu um atburðinn á Alþingi, og meira að segja sjálf- ur umhverfisráðherrann, sem að vísu fór ekki á vettvang fyrr en nokkrir dagar voru liðnir frá strandinu. En hvað hefur gerst síðan? í hveijum fréttatímanum á fætur öðrum horfa menn upp á gámana tínast einn af öðrum af dekki skipsins í sjóinn. Á hverjum degi þurfa sunnlenskir bændur að horfa upp á ruslið skolast um fjörur sínar. Á hverjum degi þarf þjóðin að hlusta á sérfræðinga tala fjálglega um nauðsyn þess að dæla stórhættulegum olíum úr skip- inu. En hvar eru framkvæmdimar? Nálið er orðið að hreinu klúðri. Ríkisstjómin hefur ítrekað bent á, að það sé lögum samkvæmt hlutverk sveitarfélaganna að bera ábyrgð á hreinsun strandstaðarins. Formlega kann það að vera rétt, en hér er ríkisstjómin að skjóta sér undan móralskri ábyrgð í mál- inu. Viðkomandi sveitarfélag er örfámennt, og getur eðlilega ekki tekið ábyrgð á þeim mikla kostnaði, sem fylgir hreinsuninni. Það er kominn tími til að ríkisstjómin axli móralska ábyrgð á hreinsuninni á Hofsfjöm. Kópavogshæliö í tíð fyrrverandi ríkisstjómar gerðu stjómarflokkamir með sér samkomulag um brottflutning sjúklinga af Kópavogshæli í áföng- um og var sett á fót nefnd til að hrinda í framkvæmd fyrsta áfanga flutningana. Að því búnu skyldi tekin ákvörðun um þá tvo næstu sem átti að þurrka endanlega burt þann smánarblett af samfélaginu að líkamlega hraustir einstaklingar væm vistaðir inni á sjúkrahúsi sökum andlegrar fötlunar sinnar. Þetta væri í samræmi við þá þró- un sem fyrir löngu hófst í nágrannalöndum okkar þar sem stofnan- ir á borð við Kópavogshælið fyrirfinnast ekki lengur í meðferð þroskaheftra. Þegar brottflutningur sjúklinga var hafin urðu rfkisstjómarskipti og í dag hafa eingöngu 27 sjúklingar verið fluttir á sambýli en gert var ráð fyrir að 37 þeirra yrðu fluttir burt í fyrsta áfanga. Núverandi ríkisstjóm hefur sumsé ekki áhuga á að standa við gerða samninga og tryggja þroskaheftum með því sæmileg mannréttindi þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið aðili að fyrri ríkisstjóm og fyrra samkomulagi. Það hefur oftlega á það verið bent af aðilum í nágrannalöndun- um sem þekkja slrka þróun heiman frá að það sé nauðsynlegt að slíkir flutningar gangi bæði hratt og vel fyrir sig, en allt kemur fyr- ir ekki. Er þá verið að spara? Já sjálfsagt er verið að horfa í aurinn en jafnframt að kasta krónunni. Eftir því sem einstaklingum fækkar verður óhagstæðara og dýrara að reka slíka stofnun sem Kópavogs- hælið og nú er svo komið að það er orðið dýrara að reka hælið en að vista alla þá einstalinga sem þar em á sambýlum. Auk þess sem þörfin er brýn að nýta húsnæði Kópavogshælisins undir endurhæf- ingardeild Landsspítalans. Hvar stendur þá hnífurinn í kúnni. Það skildi þó ekki vera að hann stæði í þeirri staðreynd að íbúar Kópavogshælis sem standa nú á þröskuldinum með allt sitt hafurtask og horfa með eftirvænt- ingu fram til betra lífs, eiga sér ekki marga málsvara. Þeir geta sjálflr ekki staðið í þrætum eða orðaskaki á almannavettvangi, rödd þeirra heyrist ekki í kosningum, þeirra þakklæti er ekki látið í ljós með bumbuslætti og básúnað í fjölmiðlum. Þeir em bara einstak- lingar sem eins og bömin gera í sakleysi sínu ráð fyrir að njóta þeirra mannréttinda, fyrirhyggju og velferðar sem ráðherrar ríkis- stjómarinnar hrósa sér af á góðum stundum. Göngum aftur í Alþjóða- hvalveiðiráðið Þrátt fyrir að ísland hafi á sínum tíma sagt sig úr Alþjóðahvalveiðiráð- inu á þeirri forsendu að vera í ráðinu kæmi í veg fyrir sjálfbæra nýtingu hvalastofna og þrátt fyrir tilraun til að skapa möguleika á að hefja að nýju hvalveiðar í samtökum með Norðmönnum, Grænlendingum og Færeyingum (NAMMCO) hafa hval- veiðar ekki hafist. í raun virðast minni möguleikar á því ef Island stendur utan Alþjóðahvalveiðiráðs- ins. Pólitík ræður ákvörð- unum um veiðar Island sagði sig úr ráðinu á þeirri forsendu að ákvarðanir ráðsins mót- uðust um of af pólitík en síður af vís- indalegum niðurstöðum. NAMMCO hefur þó ekki orðið sá vettvangur sem vonir voru bundnar við vegna PqNborð 1 1 Svanfríður • - | Jónasdóttir g skrifar þess að við höfum komist að því að vera utan ráðsins minnkar ekki þá pólitík sem ræður ákvörðunum um hvalveiðar. Norðmenn hafa skilið að ákvörðun um að hefja hvalveiðar snýst um pólitík fremur en líffræði og berja ekki höfðinu við steininn. Þeir voru því áfram innan Alþjóða- hvalveiðiráðsins þó þeir tækju þátt í stofnun NAMMCO með okkur og hafa nú í skjóli þess haftð hrefnu- veiðar. Þeir hafa líka bent á það sem merki um breytingar á afstöðu innan ráðsins að þeir skuli komast upp með að hefja hvalveiðar að nýju. Sé litið til stöðu Norðmanna virðist einsýnt að hagsmunum okkar væri betur borgið með að vera einnig innan ráðsins. Skylda til samráðs Stefna fslands hefur verið sú að stunda bæri hvalveiðar á grundvelli sjálfbærrar nýtingar. Við höfum einnig talið okkur hafa vitneskju, byggða á vísindalegum rannsóknum, um að óhætt mundi vera að hefja veiðar tegunda eins og hrefnu. Þrátt fyrir veru okkar utan ráðsins höfum við ekki treyst okkur til að hefja veiðamar. Þar með liggur fyrir viður- kenning okkar á því að pólitíkin ráði mun meiru um slíkar ákvarðanir en vísindin. Það er jafnframt viðurkenn- ing á því að þó við séum utan ráðsins séum við meira og minna bundin af því sem ákvarðað er innan þess. Bæði í Hafréttarsamningi Samein- uðu þjóðanna og framkvæmdaáætlun Ríó-ráðstefnunnar er mælt fyrir um skyldu ríkja til samstarfs í þessum efnum og 65. gr. Hafréttarsamnings- ins fjallar sérstaklega um þessar „Þrátt fyrir veru okkar utan ráðsins höfum við þó ekki treyst okkur til að hefja veiðar. Þar með liggur fyrir viður- kenning okkar á því að pólitíkin ráði mun meiru um slíkar ákvarðanir en vísind- :N u in. skyldur hvað varðar sjávarspendýr. Þar segir að ríki skuli“...starfa saman með vemdun sjávarspendýra í huga og skulu hvað hvali snertir, einkum starfa á vettvangi viðeigandi alþjóða- stofnana að vemdun og stjómun þeirra og rannsóknum á þeim.“ Rök- in fyrir því að standa utan ráðsins eru því orðin harla léttvæg þegar við verðum við allar okkar ákvarðanir að taka tillit til þeirrar stefnumótunar sem þar fer fram, hversu óvísindaleg sem okkur kann að finnast hún. Við eram bundin af ákvörðunum ráðsins hvort sem við emm utan þess eða innan. Möguleikar okkar til að hafa áhrif á stefnumótun þar em mestir ef við eigum sæti í ráðinu. Það hefur líka legið fyrir að við gætum ekki selt Japönum hvalaaf- urðir þótt við hæfurn veiðar á meðan við stöndum utan ráðsins. Samþykkt ráðsins frá áttunda áratugnum bann- ar að lönd innan ráðsins kaupi hvala- afurðir af ríkjum utan þess. Stígum skrefin af skynsemi Innganga Islands í Alþjóðahval- veiðiráðið, og þar með í samfélag þeirra þjóða sem í raun ráða úrslitum um hvalveiðar í heiminum, mun líka ítreka vilja okkar til að undirgangast alþjóðlegar samþykktir í náttúm- vemdarmálum. Það er afar mikil- vægt fyrir Island, bæði vegna ann- arra fiskveiðhagsmuna og markaðs- setningar landsins gæða, hérlendis sem erlendis. Efnahagslíf okkar byggir að svo stórum hluta á nýtingu náttúmauðlinda og við emm svo háð viðskiptum við útlönd að við þurfum að taka þau skerf sem við stígum af skynsemi. Það er skynsamlegt að ganga aftur í Alþjóðahvalveiðiráðið, þrátt fyrir eða öllu heldur vegna þeirrar staðreyndar að afstaða ráðsins til hvalveiða er ekki einungis byggð á vísindalegum forsendum heldur einnig pólitískum og sú afstaða ræð- ur gerðum okkar, hvort sem við vilj- um eða ekki. Otrúlega gaman af þessu “Það er ótrúlega gaman af þessu, þetta er fíkn sem erfitt er losna frá,“ sagði Alfreð Gíslason, leikmaður og þjálfari KA í handbolta. Alfreð er 37 ára gamall og er en að spila, oftast em menn hættir að keppa á hans aldri. “Félagið hefur þurft á mér að halda, en þetta er samt skemmtilegt, sem sést best á því að ég er að spila 21. árið í meistaraflokki. Eg finn mikið fyrir hversu þreyttari ég er eft- ir leiki en áður var og eins er ég lengur að jafna mig eftir hvern leik. Ég hef eiginlega ekki æft síðustu ár, og er reynd- ar bara að spila í vörninni. Þetta hefst þó ég eldist. Einbeit- ingin er ekki vandamál, vafalaust vinn ég upp eitthvað af snerpu þeirra yngri með reynslunni. Það getur eflaust verið betra að vera skerfi á undan í kollinum, en skrefi á eftir á löppunum." Er þetta síðasta tímabilið þitt? “Já, alveg ömgglega. Því var ég búinn að lofa sjálfum mér og öðmm fyrir löngu. Það hefur komið upp sú staða að ekki hef- ur veitt af mér til að hjálpa til og þess vegna hef sogast inn í þetta aftur," sagði Alfreð. Að loknu þessu leiktímabili hættir hann sem þjálfari hjá æskufélagi sínu og flyst til Þýskalands þar sem hann mun starfa sem þjálfari. Alfreð sagði í lokin að vissulega væri hann spenntur fyrir að ljúka starfi sínu hjá KA sem íslands- meistari.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.