Alþýðublaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 2. APRIL 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ onnur sjonarmio Að lokinni leiksýningu Merkilegt ferli kjarasamningar. Fyrst setur viðmiðunarhreyfingin fram kröfur sínar. Síðan er komið að atvinnurekendum. Svo líða vikur eða mánuðir. Fyrri samningur er látinn renna út og klukkan tifar. Smátt og smátt ná „aðilar vinnu- markaðarins" gagnkvæmum skiln- ingi. Viðsemjendur finna hve langt verður komist að þessu sinni og hægt en örugglega er grunnur kjarasamn- inga lagður. Til dæmis 12-13 prósent launahækkun á þremur árum. Og þá kanna menn „baklandið". Mun sú „lending" ná fram? Að þessum hluta loknum er öllum ljóst um hvað verður samið. Um það hefur tekist þegjandi samkomulag. í Pallborð i Helgi Hjörvar skrifar raun er þá ekkert eftir annað en að setjast niður og semja um útfærsluna. En því er ekki að heilsa. Hefðin og væntingarnar standa til annars. Og þá hefst farsinn. Hvert á fætur öðru boða viðmiðun- arfélögin til atkvæðagreiðslu um verkfall. Fjölmiðlarnir umkringja Karphúsið og sýna leikritið í beinni útsendingu. Blikur á lofti. Góðum sólarhring áður en verkföllin skella á setjast menn niður í Karphúsinu og dramað nær hámarki. Klukkan eina mínútu í standa sveittir samningamenn upp frá erfiðri lotu. Átökum hefur verið forðað á síðustu stundu. Viðmiðunarhreyfing- in hefur knúið fram eðlilega stöðu Og það er ekki fyrr en maður sér að samið er um það sem allir voru tilbúnir að semja um, sem maður man að lætin öll eru bara samkvæmt prótókollinum. viðmiðunarhópanna gagnvart við- miðunarhópunum með hörku og hót- unum í garð atvinnurekenda. Og nið- urstaðan? Samningar um það sem allir vissu, sem vildu vita, að næðist löngu áður en stuernar í Karphúsinu hófust. Nákvæmlega sömu launa- hækkanir og fyrirfram var vitað að samstaða gæti tekist um. En viðmið- unarforingjarnir geta snúið á félags- fundina og sagt: „Það var ekki átaka- laust!" Fjölmiðlafárið er enn svo magnað í kringum þennan sársaukalausa helgileik að á stundum er maður far- inn að trúa því að kjaradeila sé í gangi. Og það er ekki fyrr en maður sér að samið er um það sem allir voru tilbúnir að semja um, sem maður man að lætin öll eru bara samkvæmt prótókollinum. En það hlýtur að vera vandasamt að vera ætlað aðalhlutverk í þessum leik með litla reynslu. Og það kom raunar á daginn, að ein samninga- nefnd kunni ekki leikreglurnar. Og það útheimti að þessu sinni talsverða orku að fjarlægja hana af sviðinu. En það tókst. Klukkan eina mínútu í. Og allir voða sveittir. Höfundur er framkvæmdastjóri. Ekki er víst að leikfléttan gangi uup. Til þess að Sigríður Anna Þórðardóttir verði menntamálaráðherra þarf að ýta Árna M. Mathiesen til hliðar, en ekki er víst að það verði létt verk, þar sem Mathiesenarnir eru sterkir fyrir og hafa náð langt innan flokksins. Þá er Ijóst að fleiri þingmenn gera tilkall til ráðherraembættisins, en þar eru tilnefndir, Geir Haarde, Einar K. Guðfinnsson, Sturla Böðvarsson og ef- laust fleiri. Mikill æsingur hefur gripið um sig vegna höfuð- höggsins sem Daði Hafþórs- son, leikmaður Fram, varð fyrir í leik gegn Aftureldingu. Vitað er að haft hefur verið samband við ÍSÍ vegna máls- ins og fullyrt er að um óvenju gróft brot hafi verið að ræða. Það þykir sæta furðu að leik- maðurinn sem sló Daða skuli ekki einu sinni hafa fengið til- tal hjá dómurunum, hvað þá frekari refsingu. Þegar Daði varð fyrir högginu hafði hann leikið best allra leikmanna Fram og því liði sínu mikil- vægur. Endalaust berast sögur af þjónustu sem dansmær erótísku staðanna bjóða upp á. Nýverið lýsti erlendur ferða- maður því að á einum stað- anna hefði hann fengið meiri og betri þjónustu en hann hefði áður fengið hjá falkon- um, og sagðist hann þó ýmsu vera vanur í lífinu. Alt bendir til að Gjaldheimt- an í Reykjavík verði sam- einuð Tollstjóraembættinu um næstu áramót. Mörgum mun ekki þykja vanþörf á, að minnsta kosti þegar hortt er til innheimtudeilda embættanna. Eins og fólk veit sjá þau um að innheimta opinber gjöld. Mikil spenna er framundan í handboltanum og eftir hið umdeilda atvik í leik Aftur- eldingar og Fram er víst að Mosfellingar eiga undir högg að sækja. Margt bendir til að þeir sem ekki eru tryggir stuðningsmenn liðanna sem spila til úrslita, óski frekar KA sigri en Aftureldingu. Einar Þorvarðarson, þjálfari Mos- fellinga og hans menn, finna eflaust ráð til að berjast gegn auknu mótlæti, fari sem marg- ir spá til um. Sögur um brotthvarf Frið- riks Sophussonar úr rík- isstjóminni aukast enn. Nú er því haldið fram að hann taki við starfi forstjóra Landsvirkj- unar í júní. Þá er því haldið fram Björn Bjarnason verði fjár- málaráðherra og Sigríður Anna Þórðardóttir taki við starfi menntamálaráðherra, en hún er nú formaður mennta- málanefndar Alþingis. hinumegin "FarSide" eftir Gary Lnrxon j^^sss^^.^*"^ f ^s 7rN^\ \\ •í^sií ^* *" *" • VHIfr'J 1 ' JWJUU>''n '- JJlfl ¦ •~'Te'.'r%~:F?7''. f i m m fornum vegi Ef þú hétir ekki þínu nafni, hvað myndir þú þá vilja heita? Guðrún Sveinsdóttir ellilífeyrisþegi: Eg er svo ánægð með mitt nafn að ég get ekki hugsað mér að heita eitthvað annað. Auður Jónsdóttir nemi: Það kemur ekkert annað nafn en mitt eigið til greina. Ekkert annað nafn á við mig. Edda Kristjánsdóttir verslunarstúlka: Eg gæti vel hugsað mér að heita Ester. Mér finnst það mjög fallegt nafn. Helgi Símonarson, atvinnulaus: Magnús, það er fallegra nafn en mitt eigið. Ragnhildur Gunnarsdóttir starfsmaður á leikskóla: Eg myndi vilja heita Silja. v111 menn "Egerguð." Þorsteinn G. Gunnarsson, stjórnandi Spurningakeppni fjölmiðlanna, á Rás 2. "Óskabam þjóðarinnar, eða Nói-Síríus, var farið að okra dálítið hressilega og þar með opnaðist möguleiki." Helgi Vilhjálmsson í Góu í DT. "Andrea hefur einstakt lundar- far. Hún er blíð og forvitin og gefur sig að fólki." Oddný Stefánsdóttir f Sámi. "Hluti af okkar fólki, sérstak- lega í stórmörkuðunum, er á lágum launum og þar er óá- nægja, það verður að segjast eins og er." Magnús L. Sveinsson í Mogganum. "Svo var fólk oft yfirkomið af því hvílíka þvælu hefði verið boðið upp á." Sigurður Valgeirsson í DT. "Hann Ivar Larson stal skíta- kamrinum sem var niðri við vatnið." Sigrún Grímsdóttir f DT. "Þegar maður er fslendingur þá er maður alltaf útlendingur erlendis." Steingrímur Kárason í DT. "Alveg síðan sauðsskinnsskór og gúmmítúttur hættu að vera aðalskófatnaðurinn hafa karl- menn alltaf gengið á þægi- legri skóm en kvenmenn." Elisabet Sverrisdóttir í DV. "Japanir hafa borðað karlinn hjá mér og eru yfir sig hrifnir." Úlfar Eysteinsson kokkur í DV. ¦ ¦Ml'MXgH MIH "Ég hef tekið að mér pólitískt starf án þess að óska eftir því. Ég gerði það af því ég hef alla tíð tekið hagsmuni almennings fram yfir eig- in hagsmuni og vegna þess að al- menningur hefur sannfært mig um að þetta sé í almannaþágu. Vitaskuld eru manni settar þröngar skorður sem forseta. Eg verð að gegna al- þjóðlegum skyldum og ganga fram hjá heiðursvörðum við hverja opin- bera heimsókn, þvert gegn vilja mínum. En ég er ekki neyddur til að breyta skoðunum mínum eða hug- sjónum." Tékkneska leikritaskáldiö Vaclav Havel eftir ao hann haföi veriö kjörinn forseti Tékkóslóvakíu áriö 1989

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.