Alþýðublaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 erlent Einhverskonar sáttmáli virðist ríkja milli auðmannaelítunnar í Hong Kong og valdaklíkunnar í Peking og mi Hong Kong undir hæl v Á miðnætti þann þrítugasta Júní, fer Hong Kong aftur undir stjórn Kína, eftir 156 ár undir breskri stjórn. Eyjan sem margir óttuðust að yrði yfirgefi nýju valdastéttina, kommúnista. Er veislan búin, eða er fjörið rétt að byrja... S Beriine Amiðnætti þann þrítugasta Júní í ár, verða sex millj- ónir frjáls, menntaðs fólks afhent kommúnista- stjóminni í Kína og þar með bundinn endir á breska nýlendustjóm en jafn- framt er Hong Kong síðasta mikil- væga nýlendan í breska heimsveld- inu sem áður stjómaði fjórðungi ver- aldarinnar - stærsta heimsveldi sem þekktist fyrr eða síðar í heiminum. Ibúar Hong Kong munu vakna að morgni fyrsta júlí til að sjá rauða fán- ann blakta við stjómarráðið, síðasti breski ríkisstjórinn verður floginn ásamt föruneyti sínu, í fylgd konung- lega sjóhersins og í stað hans kominn kínverskur stjómandi frá Peking, með fimmþúsund hermenn úr Al- þýðuhemum sér til fulltingis, og aðra tíu þúsund rétt handan landamær- anna. Það átti ekki að enda svona. Þeg- ar Margaret Thatcher, enn ör af hem- aðarsigri Breta á Falklandseyjum heimsótti Peking, haustið 1982, til að brydda upp á umræðum um framtíð bresku nýlendunnar Hong Kong, þá bar hún í brjósti vonir um að ekki þyrfti mikið að breytast. Þrátt fyrir að Bretland væri samningsbundið, frá síðari hluta nítjándu aldar, til að skila Hong Kong aftur til kínverska ráða- manna, árið 1997, að undanskildum skika. Hún bauðst til að láta eftir skikann, og veita Kxnverjum yfirráð yfir Hong Kong að nafninu til að því skildu að Bretar héldu áfram um stjómartaumana. Den Xiaoping, batt enda á vonir jámfrúarinnar með þessum orðum: „Við gætum gengið yfir landamærin og tekið Hong Kong seinna í dag ef við kærðum okkur um.“ “Þið gætum það,“ sagði breski for- sætisráðherrann vitandi sem var, að þessi athugasemd Dengs var einung- is staðreynd. “En þið gætuð orðið til þess að Hong Kong riðaði til falls,“ hélt Margaret áfram." Heiminum yrði þá ljóst hvað það kostaði að fara frá breskri stjóm undir kínverska." Deng sá hvað hékk á spýtunni. ÁRMÚLA 13, SlMI: 568 1200 BEINNSÍMI 553 1236 var viðlögð sölu þess. Bretar drógu þá ályktun að þeir gætu látið Ind- verskt ópíum í skiptum fyrir kín- verskt te, sem Bretar vom famir að drekka í miklum mæli. Risavaxnir kínverskir markaðir Á fyrri hluta nitjándu aldar, hafði afstaða kínverskra ráðamanna til óp- íumneyslu harðnað til muna meðan Bretlandi, var meira í mun en nokkm sinni fyrr að opna hina risavöxnu kínversku markaði fyrir öllum mögu- legum breskum vamingi. Þeir vom jafnvel reiðubúnir að banna ópíumviðskipti til að greiða öðmm vamingi leið inn á kínverska markaði. En allskyns misskilningur olli því að árið 1839 braust út styij- öld og þann 26 janúar, árið 1841 tóku Bretar yfir smáeyjuna Hong Kong. Ráðamenn í utanríkismálum Breta urðu síður en svo ánægðir með þessa þróun mála enda höfðu þeir ekki lagt upp með það takmark að sölsa undir sig land, heldur vildu þeir greiða og ömgga leið inn á kínverska markaði. Yfirmanni breska flotans var refsað með því að kalla hann heim og senda í „útlegð" til Texas þar sem hann sinnti erindum Breta. En Bretar héldu Hong Kong og eyjan varð mikilvægur gmndvöllur fyrir breska kaupmenn í viðskiptum við Kínverja. Þegar niðurlægðir Kín- veijar neyddust til að fallast á þessa niðurstöðu urðu þeir þrátt. fyrir allt hissa á að þetta væri allt sem breska hcimsveldið færi fram á. Eftir síðara ópíumstríðið, lögðu Bretar undir sig strandlengjuna, við Knowloon Peninsula, gegnt höfninni hjá Hong Kong eyju. Árið 1998, tryggðu Bretar sér síð- an stórt landsvæði, 366 fermílur hjá Knowloon, þekkt undir nafninu Nýju svæðin með leigusamningi við Kín- verja. Á því svæði em nú níutíu pró- sent af landssvæði Hong Kong. Allt vatn rennur þar í gegn og það er þessi leigusamningur sem rennur út í Mní og gerir það að verkum að öll Hong Kong fer undir kínverska stjórn. í mörg ár sýndust harkaleg við- brögð Lord Palmerston og félaga hans réttlætanleg Þrátt fyrir að margir breskir_ Hong Kong kaup- menn skiluðu arði var eyjan ekki sú gullnáma sem síðar varð. Gullöldin hófst ekki fyrr en með kínversku byltingunni á síðari hluta fjórða ára- tugarins, þegar kantónskir íbúar Suð- ur Kína flúðu kommúnismann í stór- um stíl yfir landamæri Hong Kong, margir af þeim stöndugir atvinnurek- endur. Síðar átti straumurinn aftur eftir að liggja yfir landamærin, tveimur áratugum síðar meðan brjál- æði menningarbyltingar Maós stóð sem hæst. Þeir sparneytnu iðnverka- menn breyttu Hong Kong í flugelda- sýningu kapítalismans. Flugeldasýning kapít- alismans Hong Kong er í dag óspilltasta markaðshagkerfi heimsins, að áliti Heritage stofnunarinnar í Was- hington. Skattar eru með því lægsta sem gerist í heiminum, til dæmis er tekjuskattur ekki hærri en sem nemur fimmtán prósentum, og stjórnin seg- ist aðeins láta í té lífsnauðsynlega samfélagsþjónustu. Breska nýlendu- stjómin, að mestu óspillt, og allir þessir þættir auk vinnusemi ibúanna og vilja til að taka áhættu, hafa skap- að efnahagslegt kraftaverk. Rúmlega sex milljónir íbúa hafa breytt þessu svæði í áttunda stærsta viðskipta- veldi veraldar. Eftir ævintýralegan hagvöxt, ára- tugum saman skilar ríkið afgang af fjárlögum og Hong Kong getur stát- að af af einum besta lífsstíl heims, Bretar tóku Hong Kong árið 1841, í tilburðum sínum til að komast inn á kínverska markaði og versla með indverskt ópíum fyrir kin- verkst te. með engu atvinnuleysi og hærri tekj- um á hvem einstakling en hjá ný- lenduherranum, Bretlandi og reyndar flestum Evrópuþjóðum. Bamadauði og lífaldur er með því besta sem ger- ist á Vesturlöndum og fólk hefur trú- frelsi og full borgaraleg réttindi, að því undanskildu að mega kjósa sína eigin rfkisstjórn. En þar sem meiri- hluti landsmanna hefur stundað sín viðskipti óáreittur af yfirvöldum hef- ur það ekki komi mikið við kvikuna í þeim. Leynileg áætlun Ibúamir vom ekki áfjáðir í að snúa aftur undir vænginn á kínverskri fósturjörð, en þegar það varð þeim ljóst að það ættu að verða örlög þeirra litu þeir til Bretlands í von um stuðning. Allir íbúarnir áttu rétt á bresku vegabréfi, með dvalarleyfi í Bretlandi. En áður en Bretland hóf samningaviðræður við Kínverja, tak- mörkuðu þeir rétt íbúanna til bresks rfkisborgararéttar. Árið 1981 fengu íbúar Falklandseyja og Gíbraltar full ríkis- borgararéttindi, en ekki Hong Kong búar þrátt fyrir að þeir uppfylltu sömu skilyrði og hinir fyrmefndu. Stjómmálamenn muldruðu óljóst um nauðsyn þess að varast að breskt samfélag yrði gleypt af milljónum gulra nýbúa, þrátt fyrir að breskt hag- kerfi hefði fengið duglegan meðvind í seglin, með þessum kappsömu fjár- festum. TÍIðatlrfS ÁRMÚLA13, SlMI: 568 1200 8EINN SÍMI 553 1236 Honum var mikið í mun að erfa auð- legð Hong Kong, í stað þess að sjá hana hverfa í harðsnúinni yfirtöku og hann vildi koma þeim skilaboðum áleiðis til Tawain að þeir gætu sam- einast kínversku fóstuijörðinni án þess að afsala sér einkenn- um sínum. Ópíum og te “Róaðu þá,“ sagði Deng við ríkisstjóra Hong Kong á síðari hluta áttunda áratugarins þegar kaypsýslumenn lýstu yfir áhyggjum sínum af framhald- inu, þegar bresk yfirráð væru fyrir bí, árið 1997. Slíkar yfir- lýsingar urðu til þess að margir stjórnarerindrekar Breta töldu að árið gæti liðið átakalaust og óbreytt ástand varað öllum til hagsbóta. En þeir voru á rangri leið. Breskur diplómat sem var í innsta hring samningavið- ræðnanna segir Kínverja alltaf hafa gert mönnum það ljóst, að þeir myndu yfirtaka Hong Kong, jafnvel þótt það kostaði algera eyðileggingu hennar. I ljósi sögunnar þarf það ekki að vera mönnum hulið. Það er eina leiðin til að komast yfir niðurlægingu Kínverja í óp- íumstríðum síðustu aldar. Þegar breskir sölumenn byijuðu að selja ópíum frá Ind- landi til Kínverja fyrir tvö- hundruð árum, sáu þeir ekki sjálfan sig sem brautryðjendur harðsvíraðra eiturlyfjasala. Ópíum var lofað fyrir lækn- ingamátt sinn, hvort heldur til að draga úr sótthita, flýta fyrir bata og sem deyfilyf fyrir skurðaðgerðir. Það var vitað mál að það væri hægt að nota það til að komast í vímu, en bresk yfirvöld höfðu meiri áhyggjur af áfengi, ópíum var ekki bannað í Bretlandi fyrr en á þessari öld. I Kína, þar sem ópíumreykingar höfðu verið algengar um margar ald- ir, höfðu ráðamenn meiri áhyggjur af útbreiðslu tóbaks, og fangelsisvist ____, STEFANSBLOM SKIPHOLTI 50 B - SÍMI 561 0771

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.