Alþýðublaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 2. APRIL 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ erknt ilðar hann að því að vernda dollarinn í Hong Kong. aldaklíkunnar í Peking fln auðn, er í dag upptendruð af farsímum, Ferrari - bifreiðum, og frúm sem snæða saman hádegisverð meðan bilijónamæringar sleikja upp Til að núa salti í sárin og auka enn á höfnunartilfinningu Hong Kong- búa, voru engar lýðræðislegar um- bætur boðaðar í nýlendunni, þrátt fyrir að tæplega áratugur væri fram að valdaafsalinu til Kínverja. Christopher Patten. síðasti rikisstjóri Hong Kong, en hann tók við völdum árið 1992, reyndi að bæta um betur, en of seint, því að það gerði ekki annað en að reita Kínverja til reiði sem töldu, að staða mála í Hong Kong, við valdaafsalið væri þegar frágenginn. Rikustu íbúarnir tóku þá þann kúrs að reyna að gera gott úr málum með því að semja beint við kínversk stjórnvöld. Vestrænir fjölmiðlar hafa ítrekað spáð hruni Hong Kong í kjölfarið á valdaafsalinu en öfugt við allar spár, stendur hagkerfið í blóma. Fast- eignaverð hefur löngum verið lykill- inn að velmeguninni, en það hefur risið hæst í sögu borgarríkisins, það sama er að segja um hlutabréfamark- aðinn. „Hámarkinu hefur ekki verið náð," segja bjartsýnir auðkýfingar. „Viðskiptin verða frábær." Hvaða óvissuþættir sem koma til með að stjórna örlógum Hong Kong, er líka víst að íbúarnir nálgast þau í fínu efhahagslegu formi." Viðskiptaelítan í Hong Kong stendur nú þegar í stórviðskiptum við Kína. Fyrirtæki þeirra veita um fimm milljónum Kínverja á meginlandinu atvinnu og greiða auk þess fyrir er- lendum fjárfestingum í Kína en Hong Kong hefur orðið hágæða, þjónustuhagkerfi meðan iðnaður hef- ur færst yfir á meginlandið þar sem er ódýrt vinnuafl. Stjórnvöld í Peking hafa fengið glýju í augun af auðsæld Hong Kong og í gangi er eins konar sáttmáli milli kommúnistaelítunnar og auðkýfmg- anna og óbeint er Hong Kong orðinn stuðningsmaður kínverskra stjórn- valda áður en valdaskiptin fara fram. Saman ætla þessi öfl að vernda stöðu Hong Kong dollarsins og treysta markaðinn eftir valdaskiptin. Sagan Aðsetur bresku nýlendustjórnarinnar. segir að það sé leynileg áætlun í gangi í Peking um að dæla allt að 160 billjónum dollara inn á markað- inn ef viðskiptavildin dvínar eftir valdaskiptin. Mörg önnur teikn eru á lofti um slfkt samkomulag þótt það hljómi óraunverulega. Spilling, óreiða, lögleysa Kína er nú stærsti fjárfestir í Hong Kong, og ef Hong Kong fer í niður- fallið fara margir kínverskir fjársjóð- ir niður með því, en sú staðreynd við- heldur bjartsýni margra viðskipta- jöfra ekki síður en kínverskt stolt, en veröldin bíður eftir að dæma kín- verska stjórn í samanburði við þá bresku. Demókratar í Hong Kong, vilja meira lýðræði auk þess sem þeir vilja stærra velferðarkerfi og styrkja vinnulöggjöfina sem margir óttast að dragi úr samkeppnishæfni þjóðarinn- ar. En Kínverjar munu draga úr öll- um tilburðum í átt til frekari velferð- ar. Mörgum reynist þó erfitt að sjá kommúnistaríkið taka undir væng sinn hreinasta markaðshagkerfi í heiminum. En Carson Wen, ungur talsmaður viðskiptahagsmuna Kína og Hong Kong, segir að ákaflega lít- ið sé eftir af hugmyndafræði komm- únista í Kína. Kínversk stjórnvöld hafa jafnvel aðvarað nýlendustjórn- ina að eyða of miklu á fjárlögum til velferðarmála. Kommúnismi sé hvaðeina sem stjórnendur ríkisins segi að hann sé. Spillingin. óreiðan. lögleysan og vinavæðingin í Kína, en ekki kommúnísk hugmyndafræði séu hinar raunverulegu ógnir við kapítal- ismann. Engin söguleg dæmi Fjölmiðlar í Hong Kong halda nú þegar að sér hóndunum þegar kemur að umfjöllun um Kína. Jonathan Fel- by, hinn breski ritstjóri Morgunblaðs Suður -Kína segir að blöðin séu nú mjög varkár, hvað varðar allt sem geti styggt hina væntanlegu vald- hafa. „Við höfum verið hvött til að lýsa atburðunum á Torgi hins Kínversk ópíum-framleiðsla árið 1896. himneska friðar, ekki sem blóðbaði, eða fjöldamorði, heldur með öðru og jákvæðara orðalagi eða bara tala um, fjórðajúní." Blaðið hefur einnig fellt niður dag- legu skopteikninguna Lily Wong, sem tók kommúnistastjórnina í Kína einatt háðulegum tökum. "Það eru engin söguleg dæmi þess sem nú er að gerast," segir Jim Rohwer ritstjóri Asia Inc, sem hefur aðsetur í Hong Kong. Eitt fágaðasta ríki heims, verður yfirtekið af frum- stæðum stjórnvöldum. Andspænis frjálsbornu fólki eru kínverska elítan líkleg til að að bregðast við af ruddaskap, það er þannig sem hún er vön að haga sér á heimavelli. Það eru engin raunveru- leg merki þess að aukin hagsæld í Hong Kong snúi kínverskum stjórn- vóldum í frjálslyndisátt. Þvert á móti. "Með síðustu handtökum hefur Kína rekið síðasta naglann í kistu lýðræðishreyfingarinnar í landinu," segir Robin Munro, yfirmaður mann- réttindaskrifstofunnar í Hong Kong. Einn þeirra sem komst undan er Wang Xizhe, sem hefur eytt tólf árum í kínversku fangelsi fyrir stuðn- ing sinn við lýðræðið. Hann flúði til Ameríku síðasta haust eftir að hafa verið smyglað út úr Kína gegnum Hong Kong. „Hong Kong verðnr miðstöð viðskipta, fjármála og versl- unar," ekkert annað, „ segir kínversk- ur embættismaður. Ótti Kínverja við mótmæli Það hefur einnig verið gert ljóst að hálfu kínverskra stjórnvalda að allur stuðningur við Tíbet og Taiwan, verði ekki þolaður. Ótti Kínverskra stjórnvalda við mótmæli fólks sem er vant að mótmæla hvenær sem því þóknast, er mikill. Atburðirnir á Torgi hins himneska friðar árið 1989, voru reiðarslag fyrir íbúa Hong Kong, þyrptust þeir í milljónavís út á göturnar til að mótmæla blóðugri kúgun, kínverskra stjórnvalda á kín- verskri alþýðu. Síðan þá hefur at- burðanna verið minnst á hverju ári í Hong Kong og í fyrra söfnuðust saman fjörutíu þúsund manns í Vikt- orfa garðinum og kveiktu á kertum til að minnast þeirra sem féllu í blóðbaðinu. Nú ár verður síðasta samkoman að slíku tagi haldin, ef hún verður þá yfirhöfuð haldin. Qian Qichen utanrikisráðherra Kína, sagði Asíska Wall Street Jo- urnal, að slíkar samkomur yrðu bannaðar í framtíðinni og einnig persónulegar árásir á kínverska leið- toga. Það er líklegt að röð tilviljunar- kennda atvika gætu vakið upp óróa og grafið undan Hong Kong, og tengslin við Bandaríkin koma til með að skipta miklu máli í framtíð- inni. Öll valdníðsla í Hong Kong getur haft áhrif á tengsl Peking og Washington og skipt Bandaríkja- mönnum upp í hópa. Þá sem vilja viðhalda viðskiptatengslum við Kínverska markaði í gegnum Hong Kong og hina sem vilja að Banda- ríkin bregðist harðlega við mann- réttindabrotum. Valdataka Kína í Hong Kong eru mikil prófraun fyrir kínversk stjórnvöld, heimurinn mun fylgjast með hvernig til tekst, og það mun gera stöðu þeirra á alþjóðavett- vangi mun verri ef þeir taka á því með öfugum klónum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.