Alþýðublaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 s k o ð q n i r Karl Th. Birgisson skrifar Er þetta stíllinn, Stefán Jón? Þegar Degi-Tímanum var hleypt af stokkunum í fyrra var boðaður nýr stíll - að þar yrðu hlutirnir gerðir öðruvísi en tíðkast á öðrum blöðum. Þetta hefur nú rætzt með óvæntum og afar ógeðfelldum hætti. Forsvarsmenn Dags-Tímans hafa stefnt Guðrúnu Kristjánsdóttur, fyrr- verandi ritstjóra Helgarpóstsins, fyrir meint meiðyrði í smáfrétt sem birtist í blaðinu síðastliðið haust. Þeir heimta af henni litlar þrjár milljónir og krefjast að auki þyngstu refsingar sem lög leyfa, sem getur þýtt fang- elsisvist samkvæmt bókstafsins hljóðan. Ef marka má fyrri dóma í meið- yrðamálum er fyllsta ástæða til að óttast að eigendur Dags-Tímans hafi sitt fram. Aður hefur verið ástæða til þess að vara við árásum á tjáningar- frelsið í landinu, en nú er sannarlega nóg komið. Fyrst, efnisatriði málsins. Fréttin var um meinta erftðleika í rekstri Dags-Tímans á þessum tíma, dreif- ingarfólk sem fékk launin sín seint eða illa, setuverkfall á Akureyri og fleira. Þessi litla frétt, segja forsvars- menn DT, var röng, ærumeiðandi, „traustspillandi“ og olli DT ljárhags- legu tjóni, meðal annars var rekstur blaðsins erfiðari um tíma eftir að hún birtist. Þessi síðasta fullyrðing er raunar of fyndin til að á hana sé eytt orðum. En eigendum DT er ekki hlátur í huga. Þeir vilja þtjár milljónir frá rit- stjóranum. Nú hef ég ekki hugmynd um hvort þessi frétt var rétt eða röng og er al- veg sama. Hitt veit ég að heimildar- menn voru þeirrar tegundar að sjálf- ur hefði ég skrifað þetta án þess að hugsa mig um tvisvar. Sem þýðir að ritstjórinn hafði fyllstu ástæðu og fullan rétt til að birta fréttina. An þess að eiga á hættu að missa íbúðina sína. En það mun ekki skipta neinu máli fyrir dómstólum. ir of stórt í fyrirsögnum eða orðalag annað en dómarinn vandist í æsku. Þetta þýðir í praxís að meiðyrða- löggjöfin gerir ómögulegt að stunda þess háttar blaðamennsku sem mestr- ar þörf er á Islandi. Eitt dæmi: I Mannlífi, blaði sem Guðrún Kristjánsdóttir ritstýrir núna með Hrafni Jökulssyni, birtist nýlega eitt þarfasta verk íslenzkrar blaða- mennsku seinni ára, grein um um- fangsmikla fi'kniefnasölu Franklíns Steiners og stórundarleg samskipti hans við fíkniefnalögregluna. Spuming: Haldið þið að blaðið geti sannað sannleiksgildi allra full- yrðinga sem þar koma fram, með eiðsvömum vitnisburði og/eða skjal- festum sönnunum? Fyrr frýs í helvíti. Hvað skyldi Franklín Steiner geta krafizt hárra upphæða af ritstjómm Mannlífs ef hann réði sér góðan lög- mann? Væntanlega ríflega þeirra þriggja milljóna sem Dagur-Tíminn heimtar nú fyrr litla frétt sem engu máli skiptir og allir eru búnir að gleyma. Meiðyrðalöggjöfm refsar góðum blaðamönnum, hún refsar hugrökk- um ritstjómm og hún dregur duginn úr framsýnum útgefendum. Kannske er það ein af ástæðunum fyrir því að hjá íslenzkum íjölmiðlum er fátt svo- leiðis fólk að finna. Það segir mikla sögu um stöðu tjáningarfrelsisins í landinu að það er útgefandi blaðs sem stefnir í þessu máli. Annars staðar í heiminum veija útgefendur, sem vilja láta taka sig al- varlega, tjáningarfrelsið með kjafti og klóm. Hætt er við að þeir myndu hlæja að útgefendum Dags-Tímans fyrir stefnuna - og ráðleggja þeim svo að hætta snarlega blaðaútgáfu í landi þar sem dómstólar refsa fjöl- miðlum fyrir að gera skyldu sína. En ekki íslenzkir blaðaútgefendur. Þeir heimta milljónir af blaðamönn- um. Það væri fróðlegt að vita hvað rit- stjóra Dags-Tímans, Stefáni Jóni Hafstein, finnst um þennan mála- rekstur yfirmanna sinna. Hann hefur ekki skort skoðanir á fjölmiðlum hingað til. Getur verið að hann taki undir með eigendum blaðsins í þessu máli? Hvað finnst ritstjóra þess fijálsa og óháða DV, Jónasi Krist- jánssyni, sem einu sinni stofnaði blað til að standa vörð um alvöru- blaðamennsku? Hefur hann enn skoðanir á yfirgangi útgefenda blaða? Og hvemig finnst blessuðum blaðamönnunum að vinna hjá mönn- um sem stefna starfsbræðmm þeirra? Fer nokkuð um þá? Það væri fróðlegt að vita hvað rit- stjóra Dags-Tímans, Stefáni Jóni Hafstein, finnst um þennan mála- rekstur yfirmanna sinna. Hann hef- ur ekki skort skoðanir á fjölmiðl- um hingað til. Meiðyrðalöggjöfin er þannegin í laginu að sönnunarbyrði hvílir á þeim sem skrifar, Blaðamenn, sem stefnt er, verða bókstaflega að geta sannað að það sem þeir skrifa sé rétt. Þetta er í flestum tilfellum gersam- lega vonlaust, jafnvel þótt hvert ein- asta orð sé sannleikanum samkvæmt. Ég læt nægja að benda á að fæstar al- vömfréttir em byggðar á skrifuðum heimildum og að ekki er hægt að gæta nafnleyndar heimildarmanna, sem er lykilatriði í erfiðri blaða- mennsku, og láta þá Kka bera vitni fyrir rétti þegar til dómsmáls kemur. Þar fyrir utan eiga blaðamenn á hættu að vera dæmdir þótt allt sé satt, sem skrifað er, til dæmis ef letur þyk- Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina riíkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) ÁKR. 10.000,00 1980-1.fl. 15.04.97 - 15.04.98 kr. 412.927,80 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Umsóknarfrestur um orlofshús sumarið 1997 Umsóknarfrestur um sumarleígu á orflofshúsum Félags járniðnaðarmanna erfrá 1. apríl 1997 til 30. apríl 1997. Stjórn félags járniðnaðarmanna Aðalfundur Fulltrúa- ráðs Alþýðuflokksfé- laganna í Reykjavík Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerð- inni), fimmtudaginn 3. apríl 1997, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Reykjavíkurlistinn og málefni framboðs til borgarstjórn- ar Reykjavíkur vorið 1998. 3. Tillaga um lagabreytingar. 4. Önnur mál. Þeir aðalfulltrúar sem af einhverjum ástæðum geta ekki komið því við að mæta eru eindregið hvattir til að láta skrifstofu flokksins vita hið fyrsta. Reykjavík, 26. mars 1997. SEÐLABANKIÍSLANDS BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Aðalskipulag Reykjavíkur 1996 - 2016 Tillaga að Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 - 2016, greinargerð og landnotkun- arkort, auglýsist hér með samkvæmt 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964. Sýning á skipulagstillögunni verður opnuð íTjarnarsal Ráðhússins kl. 16:00 miðvikudaginn 2. apríl. Tillagan ásamt þemakortum og öðrum uppdráttum sem tengjast aðalskipu- laginu er almenningi til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarsal, frá 2. til 9. apríl og frá 10. apríl til 30. maí er sýningin í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa að Borgartúni 3, 1. hæð kl. 9:00 til 16:00 virka daga. Sérstakir þemadagar verða 3. 8. og 9. apríl. Þá daga kl. 16:00 til 18:00 verða efnisþættir aðalskipulagsins kynntir af starfsfólki Borgarskipulags og fulltrúum frá öðrum borgarstofnunum. Þann 3. apríl verður fjallað um byggð og hús- vernd, þann 8. apríl samgöngumál og þann 9. apríl umhverfismál og þjónustu. Allan auglýsingatímann svara fulltrúar Borgarskipulags fyrirspurnum varðandi skipulagstillöguna. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skriflega til Borgarskipulags eigi síðar en kl. 16:00 þann 30. maí 1997. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.