Alþýðublaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 q r I q n t ■ Blaðamaður Marie Claire, heimsótti íbúana í Claysýslu í Kentucky Bandarískar barnabrúðir Tabatha Frost er aðeins sautján ára en hún er fráskilin, og gift aftur og í dag tveggja barna móðir. Fyrra barnið átti hún einungis tólf ára gömul, þá gift kona. Örlög Taböthu eru áþekk örlögum margra stúlkna úr heimabæ hennar, Horse Creek, í Claysýslu, einangruðu sam- félagi í Kentuckyfylki í Bandaríkjunum þar sem íbúarnir eru flestir bókstafstrúarfólk, fátækir og illa fræddir. Það eru þó ekki einungis fá- tækustu íbúamir í Claysýslu í Kentucky sem gifta sig á bamsaldri heldur á það við um flesta íbúa í héraðinu. Allt niður í tíu ára stúlkur skipta sér milli heimil- isverka, bamauppeldis og skólanáms við gagnfræðaskólann en skólinn hefur bmgðist við vandamálinu með því að bjóða upp á bamagæslu fyrir skólastúlkur til að freista þess að fá þær til að klára skyldunámið. Sam- kvæmt lögum eiga þær að vera í skóla þar til sextán ára aldri er náð. Ef stúlkan giftist fyrir þann aldur er það á ábyrgð eiginmannsins hvort hún stundar námið eða ekki. f ein- angmðum byggðalögum er erfitt að fylgja eftir lögunum og algengast er að þær hætti að stunda skólann strax eftir giftingu. Táningaóléttur og bamabrúðkaup em orðin hefð í hér- aðinu og em tölumar þær hæstu í fylkinu. Þetta er Biblíbeltið Doug Adams skólastjóri Gagn- fræðaskólans í bænum segir að þetta sé tilkomið vegna þess að sökum fá- tæktar íbúanna vom Íífslíkur lengi vel takmarkaðar vegná bágrar heilsu- gæslu. „Ef þú væntir þess að deyja fyrir aldur fram, liggur þér á að gift- ast,“ segir skólastjórinn og ségir að fóstureyðingar komi heldur ekki til greina þegar þungun ber undir. „Þetta er Biblíubeltið." Þar til sextán ára aldri er náð þurfa bömin samþykki foreldranna fyrir giftingu og í flestum tilfellum er það auðsótt, í þessu héraði em barna- brúðkaup ekki tabú. „ Fyrri eiginmaður Taböthu Frost, hét Dennis en þau kynntust þegar hún var tólf ára gömul. „Dennis var fínn og mjög sætur,“ segir Tabatha sem hitti hann í fyrsta sinn í fata- verslun. „Hann bauð mér á McDon- alds og keypti handa mér Hamborg- ara og stóran skammt af frönskum. Við giftumst fimm mánuðum seinna. Ég hugsa að ég hafi gifst honum því við höfðum haft samfarir, fólk talar ekki um kynlíf héma uppi í fjöllum. Ég hugsa að það sé talað meira um það í Gaggó þegar nemendur em orðnir eldri. En enginn talaði um það við mig. Við vorum heima hjá mömmu hans, en það var enginn heima. Það var mjög sárt og ég varð fyrir miklu sjokki. Ég sagði mömmu frá þessu en hún sagði ekki neitt. Mánuði seinna giftumst við en mig langaði aldrei að búa með Dennis. Ég vildi ekki fara frá mömmu, við Dennis bjuggum heldur aldrei sam- an. Dennis kom stundum til að vera hjá okkur og ég varð ólétt. En ég fékk skilnað áður en ég sagði honum frá óléttunni. Tabatha getur lesið og skrifað en er atvinnulaus líkt og margir ná- grannar hennar og lifir á matarmið- um og félagsmálaaðstoð. Það er ekki rennandi vatn innan dyra, hvað þá klósett og átta manna fjölskylda deil- ir með sér tveimur herbergjum. Aust- urhluti Kentucky er eitt fátækasta hérað í Bandaríkjunum. Sextíu ára aldursmunur Alice er frænka Taböthu en hún ólst á einu fátækasta heimilinu í hér- aðinu ásamt móður sinni og systur, en faðir hennar yfirgaf heimilið með- an þær voru ungaböm. Alice var tólf læknirinn hérna, Dr Riggs, var við- staddur fæðingu eiginkonu sinnar. Þegar hún fæddist sagði hann: „Ég ætla að giftast henni, og það gerði hann. Hún var fimmtán ára þegr þau giftust, nú eru þau bæði dáin. Ég horfði á Alice þegar hún var að alast upp og vissi að hún yrði eiginkona mín.“ Þetta er dálítið erfitt Eugenía Gray var þrettán ára þeg- ar hún hafi samfarir í fyrsta sinn. Hún var ógift og ekki byijuð að hafa blæðingar. „Það var dálítið erfitt," segir hún þar sem hún er stödd á heimili móður sinnar, einungis hund- rað skrefum frá heimili hennar, hús- vagninum þar sem hún býr með 18 ára eiginmanni sínum Dennis. “Það var mjög sárt, en skömmu eftir það byrjaði ég á blæðingum. En við vorum aðeins tvisvar saman áður en við giftum okkur." Eugenía hefur þekkt Dennis frá sex ára aldri, en þau vom nágrannar og sóttu sömu kirkju. Þegar þau giftu sig á síðasta ári gaf amma Dennis þeim húsvagn þar sem þau halda heimili. Þau innréttuðu húsvagninn sjálf, Dennis sem hafði fijálsar hend- ur í svefnherberginu þakti veggina með myndum af Wrestling, fjöl- bragðagiímuköppum, en Eugenía skreytti hitt herbergið með dúkkum og litskrúðugum fiðrildum. “Ef hún ætti bam,“ yrði ég að láta hana vera heima,“ segir Dennis sem drýgir félagsmálabætumar með því að slá garða og taka af sér tilfallandi verk fyrir fólk í bænum. „Hún verð- ur að sækja skólann og svo er hún ung og vill skemmta sér.“ “Margar stelpur í mínum bekk vilja giftast," segir Eugenia. „En ég segi þeim að það væri vitleysa. Það er erfitt að þurfa að gera allt, koma heim og læra fyrir skólann, þvo þvotta og þrífa. En ég elda aldrei, við borðum hjá fjölskyldu Dennis og hann hjálpar mér líka stundum við þrifin svo ég geti unnið heimavinn- una.“ Tabatha, sautján ára, móðir tveggja barna, með síðari eiginmanni sínum Michael, 27 ára, en þau deila tveggja herbergja vistarverum með átta öðr- um einstaklingum. Þar er hvorki rennandi vatn né klósett. ára gömul þegar Elihu Smith byrjaði að venja komur sínar á heimilið en þá var svo komið að fjölskyldan bjó hjá ömmu, Alice, og afa, en þar bjó einnig frænka hennar og nokkur frændsystkini meðal annars Tabatha. „Við fórum ekki á nein stefnumót, það tíðkast ekki hér,“ segir Alice. „Við urðum bara hrifin hvort af öðru, hann er svo vinalegur við alla. Þegar við höfðum verið saman í tvo mán- uði sagði hann: „Við skulum giftast," og við fórum til prestsins sem lýsti okkur hjón. Mér fannst ég svífa á skýi, því ég hugsaði: „Ég er að gift- ast. Loksins er brúðkaupsdagurinn minn kominn.“ Elihu er alltaf heima, hann sér mér fyrir þaki yfir höfuðið. Mér finnst hann jafnsætur og yngri maður gæti verið.“ Elihu Smith er fyrrum námuverka- maður, 75 ára að aldri og með aðeins tvær framtennur eftir í munninum. Eftir brúðkaupið fluttist Alice í hús- vagninn til hans, sem er þriggja her- bergja og Alice lýsir vagninum sem snoturri vistaverum en hún hafi áður þekkt. Þrátt fyrir venjur og siði í þessari Ung og nýgift. Eugenia, fjórtán ára og Dennis, 18 ára. Kynslóðabil: Elihu Smith, sjötíu og fimm ára, (t.h) ásamt eiginkonu sinni Alice, (t.v) sem er fimmtán ára gömul en þau giftust þegar hún var tólf ára. Barnabörn Elihu eru með á myndinni. afskekktu sýslu olli aldursmunur hjónanna töluverðu uppnámi í fyrstu, en Alice segist ekki hlusta eftir þorpsslúðri. „Fólk sagði að ég væri á höttunum eftir peningunum hans, en það er ekki rétt. Ég svaraði því sem svo að ég vildi ekki sjá peningana hans en ég ætlaði að halda honum.“ Elihu er með lungnasjúkdóm, eftir 36 ára vinnu í námunum. „Ég giftist af því ég var að verða gamall," segir Elihu. „Alice getur annast mig, ef ég hefði gifst eldri konu, hefði ég þurft að annast hana. Margar stúlkur gift- ast mjög ungar hér um slóðir. Það er eðlilegt og auðvitað urðum við ást- fanginn því annars hefði ég ekki gifst henni. Ég man eftir því þegar hún fæddist. Ég þekkti afa hennar hennar í 33 ár. Stundum veistu ef einhver á eftir að verða konan þín. Gamli

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.