Alþýðublaðið - 04.04.1997, Page 1

Alþýðublaðið - 04.04.1997, Page 1
■ Umhverfisráðherra harðlega gagnrýndur vegna starfsleyfis til álversins Vinnubrögðin eru til vansa ■ Rektorskjör Háskólinn verður para- dís kvenna - sagöi Rannveig Guðmundsdóttir í umræðu um aðferðir umhverfisráðherra við útgáfu starfsleyfisins. ■ Skuldir heimilanna aukast með vaxandi hraða Bankarnir í hættu “Við styðjum ekki þessi vinnu- brögð og teljum þau vera ráðherran- um til vansa,“ sagði Rannveig Guð- mundsdóttir, formaður þingflokks jafnaðarmanna, í umræðum um starfsleyfi til álversins í Hvalfirði á Alþingi í gær. Mjög hart var deilt á umhverfisráðherrann fyrir að hafa veitt starfsleyfið, „nánast í skjóli nætur“, einsog einn þingmaður orð- aði það, en sem kunnugt er veitti hann leyfið rétt fyrir kvöldmat á skír- dag. Þegar Hjörleifur Guttormsson spurði ráðherrann hvort hann hefði leitað eftir áliti stjómar Hollustu- vemdar, kvaðst Guðmundur Bjama- son ekki hafa gert það. Hjörleifur Guttormsson hóf um- ræðuna og sagði þróun umhverfis- ráðuneytisins orðna sorglega í tíð nú- verandi umhverfisráðherra. „Ráðu- neytið er orðið að afgreiðslustofnun fyrir erlenda fjárfestasagði Hjör- leifur. Hann ásakaði ráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna. „Ráð- herra sagði í útvarpsviðtali að tafir gætu orðið á útgáfu starfsleyfisins ef einhver atriði þess yrðu kærð,“ sagði Hjörleifur og rakti síðan að það hefði einmitt gerst með tiltekin atriði þess. Þingmaðurinn sagði síðan að sjaldan hefði sér bmgðið jafn heiftarlega og þegar hann hlustaði á það í útvarpi að starfsleyfið hefði eigi að síður verið gefið út. „Mér fannst ég ekki lengur staddur í réttarríki," sagði hann. Ólafur Öm Haraldsson, formaður umhverfisnefndar og samflokksmað- ur ráðherrans, ásakaði Hjörleif um að nota falsrök til að bregða fæti fyrir álver á Gmndartanga. Af því tilefni lét Rannveig Guðmundsdóttir þau orð falla að hún ætti yfirleitt ekki samleið með Hjörleifi og þingflokk- ur jafnaðarmanna hefði haft allt aðra skoðun á framkvæmdinni en hann. „En þama á ég samleið með Hjörleifi Guttormssyni.“ Hún sagði að hvað sem liði afstöðu manna til álversins sjálfs þá væri það fráleitt að hennar dómi að afgreiða starfsleyfið áður en niðurstaða úrskurðamefndarinnar um kæruna lægi fyrir. Guðmundur Ámi Stefánsson lýsti því yfir að hann væri fylgjandi álver- inu en mótfallinn vinnubrögðum ráðuneytisins. „Ég dreg tímasetning- una í efa, og sömuleiðis að formlega hafi ráðherrann staðið rétt að mál- inu,“ sagði Guðmundur Ámi. “Ég skal ekki segja að það gæti leitt af sér hmn bankanna en ef það vex á sama hraða getur það valdið bönkunum vaxandi erfiðleikum og leitt til þess að þeir verði að taka til sín fleiri eignir og tapa fleri útlánum en æskilegt er,“ sagði Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri í sam- tali við Alþýðublaðið en háttsettur maður í bankakerfinu sagði í samtali við blaðið að með áframhaldandi vexti gætu þetta þýtt hmn bankanna. „Heildarskuldir hafa vissulega vaxið og ég get ekki stjómað því hvemig menn leggja út frá þessu í fjölmiðlum," sagði Már Guðmunds- son aðalhagfræðingur Seðlabankans en skuldir heimilana vom áætlaðar við árslok 1994 um 276 milljarðar við þær lánastofnanir sem teknar vom til skoðunar í skýrslunni, og kemur það fram í skýrslu sem Páll Pétursson kynnti á fréttamannafundi og lagt hefur verið út af síðustu daga í fjölmiðlum. Á þeim tíma vom sett á stofn greiðsluerfiðleikalán. skuld- breytingar og ráðgjöf sem breyttu þessu ástandi tímabundið en eftir það fóru greiðsluerfiðleikalánin að koma í vanskil líka og núna eftir 1994 hafa skuldimar stóraukist og samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum í dag vom þær í árslok 352 milljarðar. “Heildarskuldimar voru í árslok 1996, 352 milljarðar en samsvarandi tala við árslok 1994 væri 291 millj- arður," segir Már Guðmundsson að- alhagfræðingur hjá Seðlabankanum sem vann skýrsluna ásamt Markúsi Möller. „Þessi skýrsla er fyrst og fremst gerð til að sýna dreifingu skulda og vanskila heimilana eftir kynjum, aldurshópum og byggðar- lögum, þó að menn hafi kosið að leggja út frá henni með öðmm hætti. Skuldir sem hlutfall af eignum, hafa vaxið núna, vom 39 prósent árið 1994 en vom 40,5 prósent í árslok 1996, en sem hlutfall af ráðstöfunar- tekjum hafa þær aukist úr 125 pró- senti í 130 prósent á sama tíma. í fjórða kafla skýrslunnar kemur svo fram að líklegt er að vanskilin séu minni en þau vom í árslok 1994“ Aðspurður hvort fólk væri ekki að taka á sig auknar skuldabyrðar sem gætu leitt af sér mikil vanskil ef yrði tekjubrestur svaraði Már: „Vissulega gætu þær þá orðið illviðráðanlegar. Fólkið og bankamir verða að fara varlega." En gæti þessi sami hraði leitt af sér hmn bankanna ef það verður sam- dráttur í þjóðfélaginu? “Bankakerfið hlýtur að stoppa sig af. Ég hef heyrt slíka framtíðaspá- dóma áður en auðvitað er það mögu- leiki í stöðunni. Það gætu orðið mikl- ir erfiðleikar ef tekjubrestur verður á heimilunum en það em ekki horfur á því á allra næstu ámm.“ Miklar tafir voru i öllum bönkum og sparisjóðum í gær vegna yfirvofandi verkfalls. Þorsteinn Vilhjálmsson dregur sig til baka og styður Véstein Háskólinn verður gósenland jafn- réttis ef marka má ummæli fjögurra frambjóðenda til rektors á fundi sem konur innan Háskólans efndu til með frambjóðendum í Odda í gær, þar sem mest áhersla var lögð á afstöðu þeirra til jafnréttis kynjanna. Engirrn efnislegur munur var þó á afstöðu fjórmenninganna. I svari við spumingu um hvemig ætti að bregðast við kynferðislegri áreitni sagði Páll Skúlason að hann teldi rétt að setja niður skriflega þær óskráðu samskiptareglur sem menn hafa talið gilda um samskipti kynj- anna. Hann sagðist jafnframt myndu beita sér fyrir því að sérstakur jafn- réttisfulltrúi yrði ráðinn, yrði hann valinn til að gegna stöðu rektors. í svipaðan streng tóku hinir þrír fram- bjóðendumir, þeir Vésteinn Ólason, Þórólfur Þórlindsson og Jón Torfi Jónasson. Allir vildu fjórmenningamir að sérstök jafnréttisnefnd yrði ein af fastanefndum háskólaráðs, en tillaga er gerð um það í skýrslu um jafnrétt- ismál innan Háskólans, sem von er á innan skamms. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði, var einn þeirra sem upp- haflega sóttist eftir kjöri til rektors, en hann hefur nú dregið sig til baka og í skilaboðum, sem hann hefur sent starfsmönnum háskólans, þakkar hann veittan stuðning og kveðst munu styðja Véstein Ólason. En Þor- steinn, sem nýtur vinsælda meðal há- skólamanna, galt þess bersýnilega í skoðanakönnun á dögunum að tveir síðustu rektorar hafa komið úr röðum raunvísindamanna, og augljós vilji er meðal starfsmanna háskólans að fá nú rektor úr annarri átt. Chlcken ■ *

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.