Alþýðublaðið - 25.02.1922, Side 2

Alþýðublaðið - 25.02.1922, Side 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ s Fulltrúaráðsfundur í kvö 1 d kl. 8. JVEorgnnblaðið og Ólafur Friðriksson. í .Morguttblaði" frá 28. jan. s. 1 er nafn Ólafs Friðrikssonar prentað 36 sinnum, er enginn maður nefnd- ur eins oft í því blaði, og er því að sjá að blaðinu þyki rrnkits vert um þennan mann, og munu þeir ekki fáir, er fengið hafa þá hug- mynd við að lesa Morgunblaðið, að hann sé mikill maður. Enda ber blaðið þess vott, að engan mann eru svartnaettismenn, er sum ir ncfna hvítiiða, hræddari við en Óiaf Friðriksson, og er það varla röng skoðun bjá þeim, að hann sé Ijósberi nýs tíma, en óvinur náttmyrkursstefnunnar, er hugsar aðeins um hagsmuni fárra einstakl- inga, en hirðir ekkert um hvernig fer um líðan múgsins Þeir meun sem um fram alt vilja stuðla að velmegun almenn- ings og nota náttúruöfiin og auð- lindir lands og lagar; ekkí til að auðga fáa einstaka menn, heldur til að veita öllum fullnægjandi viðurværi, aðbúð og iífsþegindi, vita nú að Ólafur Friðriksson er þeirra ötulasti stuðningsmaður, einn af baráttumönnum nýja tfm- ans, er Þorsteinn Eriingsson kveð- ur um á þessa leið: Þá verða ei smælingjum veðrin svo hörð og vistin svo nöpur á fjöllum, þvf skjói hefir fundið hin húsiausa hjörð og hún er þá blíðari móðir vor t jörð og blessuð af börnunum ölium. Að hann er einn af frumherjum mannkynsins, er sama skáid kveð- ur um er hann segir: Og munið að ekki var urðin sú greið til áfangans þar sem við stöndum, því mörgum í förinni fóturinn sveið, er frumherjar mannkynsins ruddu þá leið frá alheims öldum og. löndum. Að þessu sé svona varið, hefi eg ekki einasta sannfærst um við að lesa Alþýðublaðið, heldur miklu fremur við lestur Morgunblaðsins. Fátt hefir þroskað hjá mér álit mitt á jafnaðarstefnunni eins val og Mo'gunblaðsgreinarnar móti jafnaðarstefnunni og Ólafi Friðriks syni, og eg býst við að þessu sé svona varið með fleiri en mig Þessar Knur skrifa eg vegna þess, að fátítt er að vinir fólksins fái maklegan dóm f lifanda Kfi. Það er vanalegrs að tómlæti lýðs- ins láti þeirra .blóð á fjöllunum klappirnar skola* áður en hann lærir að meta kosti og starf .fræg- asta foringjans". Gamli tfminn og svartnættið á vanalega svo mikil ítök í hugum mannt, .að eftir á koma ósvinn- um góð ráð f hug*. Ög þeir, sem kosta kapps um að breiða fyrir skfmuna, koma sér þvf miður oft betur við f nútfðinni, en það sann- ast jafnan á ungum hugsjónastefet- um, er miða til framsóknar og umbóta, .að aftur mun þar verða haldið af stað uns brautin er brot- in til enda“. I. G. Sámspil! Á bæjarstjórnarfundi, sem haldin v&r hér f Hafnatfirðí sl. þriðjud. 21. þ. m,, voru aiþýðufulltrúarnir beittir sömu tökum, sem alþýðu- ful.trúarnir ( Reykjayfk, þegar kosn- ingar í hinar ýmsu nefndir fóru fram — þeim tökum, sem ódreng skapurinn einn getur verið þektur fyrir að beita. Það var á öllu hægt að sjá það, að auðvaids .klikkan* notaði sér það, að alþýðufulitrú- arnir voru f minni hluta, enda kom það svo berlega í ljós við upp leslur seðlanua, þegar um hinar ábyrgðarmeiri nefndarkosningar var að ræða, að slikt gat ekki ein ungis hneykslað alþýðufiokksmenn, ’heldur alla hreiuskilna andatæðinga þeirra. Svo áberandi voru samtök þeirra, að þegar verið var að kjósa f 2 eða 3 hinar stærri nefndir, þá komu nöfn þeirra manna, sem stóðu á seðluuum f svo nákvæm- lega samstiltum röðum og miðarnir tilsvarandi tölu þeirra manna, sem voru andvígir alþýðufulltrúunum, að það leit svo út, sem þeir góðu herrar hefðu verið búnir með fyrir- vara að koma sér saman um, að beita þessu lúalagi við nefndar kosningarnar, því ekki hafa þeir að jafnaði verið svo samstiltir í skoðunum, ónei, reynslan hefir sýnt hið gagnstæða. — öðru máii var að gegna með þær nefndir, sem útheimta lítinn starfa; f þær var alþýðufulltrúun- um otað óspart, enda var einn andstæðiðga fulltrúinn svo hrein- skilinn, að hann ssgði eitthvað á þá leið, sð það væri ekki mikið á móti því, að sitja í þeim nefnd- um, sem sjaldan eða jafnvel aldreí þyrfti að halda fund í, en sjálfur hefir hann vænti eg notað at- kvæðisrétt sinn með því, að kjósa sjáifen sig f hinar umfangsmeirí nefndir; — já þetta kallar maður nú fórnfýsil — Ánnars ættu þeir góðu fulltrúar að atkuga það við næstu nefndar kosningar í bæjarstjórn, að láta ekki nöfnin á miðunum vera eins samstilt, — sem sfðast — þvf þaft var eins og miðagreyin — þ e a. s. f suraum nefndarkosningunum — væru ailir skriíaðir af einum og sama manni eða mótaðir f sömu vélinni með nöfnin í sömu röð. Þeir fletta — að eg kalla — hrtin- lega ofan af ódreng sfnum með samspili sínu á þessum umrædda fundi, og ekki verður heldur — að eg hygg — þessi samvinna þeirra tii þess, að festa þá í full- trúasætunum í framtíðinni. Fundurinn var óvenjulega vei sóttur og mun margur — og það jafnvel af andstæðingum jafnaðar- manna — hafa fengið nóg af sam- vinnu sumra bæjarfuiltrúanna, því svo var hún áberandi. Að endingu vil eg leyfa mér, að benda hinurn háttv. fulltrúum á, að um leið og þeir bola sér fult eins hæfum mönnum frá hin- um ábyrgðarmeiri nefndarstörfum.. — jafn ódrengilega*og þarna var gert — tapa þeir eðlilega allri virðingu og trausti, sem nýtlr borgarar hafa borið til þeirra, með þvf að kjósa þá, þvf xSdr grefur gr'óf þött grafi." Hafkfirðingtur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.