Alþýðublaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 œ I i n Upprisan og dauðinn á skrifstofu Dagsbrúnar Verkalýðurinn hefur til skamms tíma verið heldur til óþurftar í þessu guðsvolaða landi, þar sem afkomend- um fátækra tómthúsmanna hefur geng- ið illa að innræta með sér hæfilega virðingu fyrir þeim sem fara með vald- ið. Allt frá dögum Olafs Friðrikssonar, sem var skeggjaður einsog Messías, hafa risið upp menn sem hafa æst upp lýðinn. Síðastur í langri runu slíkra óþurftarmanna var Guðmundur Jaki, sem til skamms tíma stjómaði Dags- brún með harðri hendi, og fékk í vega- nesti úr fátækraþorpinu undir styttu Héðins Valdimarssonar við Hring- brautina að kunna ekki að bera virð- ingu fyrir því valdi sem styðst við rangfenginn auð. Jakinn var að vísu aldrei skeggjaður, en áreiðanlega geggjaður. Hann hafði yndi af skrítnum köllum og kellingum, og vildi heldur umgangast slíkan lýð en fínu mennina við Garðastræti. Hann þótti erfiður í samningum, því þegar hagfræðingastóðið settist að honum til að skýra út fínni blæbrigði æðri hag- vísinda setti jafnan að honum langa geispa. Jakinn var nægilega galinn til að hafa yndi af lögfræði, og lokaði stundum sjoppunni til að fara upp í Hæstarétt að hlusta á málflutning snjallra lögræðinga. Svo fór hann heim til frú Elínar og las fyrir hana íslend- ingasögur og Kiljan, jafnvel lýrík ef hann var verulega ástfanginn þann dag. Hagfræðingastóðið, sem smám sam- an fór að stjóma Verkó áður en það tók yfir bankana, leið eðhlega önn og kvalir fyrir að vinna með slíkum manni. Hann gerði samninga eftir því sem innsæið og skrafið við kallana í skúrunum blés honum í brjóst, en blés aftur á móti á útreikninga hagfræðing- anna sem allir litu eins út hvort sem þeir unnu hjá ASÍ eða VSÍ. Þegar leið á feril Jakans var einu sinni haft eftir honum, að hagfræðingar verkalýðs- hreyfmgarinnar væru alltént að vinna \ kollega sína hjá Vinnuveitendasam- bandinu á einu sviði, - í keppninni um það hver tylldi best í fatatískunni. Kanski var Jakinn orðinn þreyttur undir lokin. Þreyttur á því að þvarga við hagfræðimenntaðar mélkisur sem skildu aldrei að stéttabaráttan átti ekk- ert skylt við tölfræði heldur einvörð- ungu tilfinningar og reisn fátæks verkafólks sem með verkföllum var miklu fremur að verja sjálfsvirðinguna en fjárhaginn. Þreyttur á því að skynja með ámnum forgengileikann sem fylg- ir þeirri kvöð formanns Dagsbrúnar að fylgja til grafar hverjum einasta félaga sem hélt í aðrar veiðilendur. Kanski þreyttastur á því að hafa ekki nægan tíma til að fara með lýrík fyrir frú El- ínu og upplifa neistaflug þeirrar ástar sem göfgast með árunum einsog eð- alvínin í kjöllurum Frakklands. Þó Jakinn hafi að sönnu aldrei verið skeggjaður einsog Jesús voru þeir báð- ir með snert af einhverju sem ekki var þessa heims, og kanski var það þess- vegna sem einn stórbrotnasti mynd- höggvari landsins taldi sér ekki unnt að höggva Guðssoninn í stein nema hann fengi formann Verkamannafélagsins Dagsbrúnar til að taka sér stopul frí og gerast fyrirsæta um hríð. Þá lifði leið- togi róttækra verkamanna sig svo inn í hlutverkið, að á skrifstofu Dagsbrúnar sögðu þeir að það hefði þurft kúbein til að spenna af honum geislabauginn þegar hann kom aftur niðrá Lindagötu að halda áfram að leiða stéttabaráttuna. Guðmundur Jóhann hafði verið for- maður Dagsbrúnar svo lengi, að félag- amir héldu líklega að festan í félaginu væri eitthvað sem fylgdi húsgögnun- um á skrifstofunni fremur en foringj- anurn. Þeim þótti það ágætur biðleikur inn í framtíðina að skipta út gömlum leiðtoga, sem mokaði neftóbaki í and- litið á sér í dolluvís og var svo mikill um sig frá náttúrunnar hendi að það gekk illa að finna á hann föt sem voru í sjetteringu við plussið á skrifstofun- um í Garðastræti ellegar í Karphúsinu. Silkibindi Halldórs Bjömssonar fóru vel við ímynd silfurrefsins sem búin var til af arftakanum, sem kunni að brosa einsog fyrirsæta í fegurðarsam- keppni og vann áreiðanlega allar tísku- keppnir við forystumenn vinnuveit- enda. Dagsbrún var að mjaka sér inn í nútímann, og gerði það með því að mjaka Jakanum aftur fyrir sig. Svo kom að samningum. I aðdrag- anda þeirra auglýsti Dagsbrún í heilan mánuð stríðar áskoranir til félags- manna um að standa saman um að taka engum samningum undir 70 þúsund- um. En nútíminn var sestur við stjóm í Dagsbrún og silfurrefurinn reyndist svo klókur foringi, að í þann mund b Q2 I i n g q r sem félagið var að ljúka við að sam- þykkja boðun um verkfall skrifaði hann undir lægri samninga en svardag- ar Dagsbrúnar leyfðu. Þegar samn- inganefndin felldi, bar hann sig vel. En brosið var horfið, og feldurinn silfraði úftnn. Eftirleikurinn gat ekki orðið annað en undanhald samkvæmt áætlun. I hinum nútímalega stfl fólst vænt- anlega að þegar sexhundruð manns sendu áskomn um félagsfund til að fá að ræða samninginn yggldi Halldór Bjömsson sig í fjölmiðlum og sagði að fyrst menn væru að rífa kjaft, þá kæmi vel til greina að loka bara félaginu. Þegar sjónvarpið spurði afhverju hefðu aðeins hefðu mætt nokkur hundmð á fundinn sagðist formaður Dagsbrúnar ekki hafa getað orðið við óskum um heppilegri fundartíma og bætti svo við með brosi hins ísmeygi- lega refs, að auðvitað hefðu þeir búist við að fáir mættu, enda sunnudagur og fermingardagur að auki. Þetta em sem- sagt mennimir sem gæta sjálfsvirðing- ar íslenskra verkamanna í dag. Leiðin að Golgata reyndist stígurinn upp að Karphúsinu. A þeirri hæð var sjálfsvirðing Dagsbrúnar negld á tré um síðustu páska, og umhverfis liggur félagið meirá og minna í tætlum. En Golgata var líka undanfari upprisunn- ar, og einn góðan veðurdag kann að verða bankað hjá Jakanum, þar sem hann situr í sófanum og les lýrík fyrir frú sína. Þar gætu verið komnir gamlir félagar úr baráttunni þeirra erinda að biðja neftóbaksmann að fóma sér til að bregða græðandi skugga litríkrar for- tíðar yfir ben nútímans, - um stund. Þá mun Jakinn segja humm og jæja, snýta sér svo drynur í öllu Breiðholtinu, og gjóta augunum til frú Elínar sem situr í sófanum að bíða eftir næsta ljóði. Þann dag einsog jafnan áður mun upprisan og dauðinn ráðast af fínni blæbrigðum hinna kvenlegu tilfinn- inga... Frumvarp um helgidagafriðun var til umræðu á þinginu í síð- ustu viku, en þegar leið á umræð- una mætti Einar Kristinn Guð- finnsson, fyrsti þingmaður Vest- firðinga, heldur brúnaþungur í sal- inn. Hann fann frumvarpinu því til foráttu, að gert var ráð fyrir að engar almennar samkomur mætti halda að kveldi föstudagsins langa, fyrr en klukkan sex að morgni. Einar setti fram breyt- ingatillögu, sem fól í sér að leyfi- legt væri að halda mannfagnaði þegar á miðnætti krossfestingar- dagsins. Ástæðan mun þó ekki vera sú, að Einar sé að snúast í trúnni á frelsara sinn, heldur hafa ísfirðingar jafnan haldið fræga skíðaviku á páskum. Einn af há- punktum hennar hefur verið dansiball, sem hefst jafnan á mið- nætti eftir að ísfirðingar hafa með öðrum landsmönnum minnst krossfestingarinnar daglangt daprir í bragði. Hefði frumvarpið verið samþykkt óbreytt hefði Ein- ar ekki komist á ballið, sem frá æsku hefur verið einn af hápunkt- unum jí páskahaldi þingmanns- ins... ! Gríðarmikil ólg r meðal stór- kaupmanna vegna þess sem stórkaupmenn segja að séu hörkuleg vinnubrögð Eimskipafé- lagsins í tengslum við strand Vik- artinds. Eimskip hefur náðarsam- legast fallið frá því að krefjast þess að þeir sem áttu farm um borð greiði uppskipunargjald, en senda að öðru leyti fulla reikninga fyrir farminn, sem nú velkist í sjónum fyrir Suðurlandi, eða skemmist fyrir ágangi veðra og olíu um borð í skipinu. Þetta telja stórkaupmenn ósvífni af hæstu gráðu, og í höfuðstöðvum þeirra eru þessa dagana fundahöld um hvernig eigi að mæta þessu. En svo virðist sem margir stórkaup- menn hafi ætlað að treysta á guð og lukkuna, og spara sér trygg- ingagjöldin með því að tryggja alls ekki. Það flýgur fyrir, að ekki hafi verið nema fjórðungur alls farmsins tryggður, en rannsóknar- dálkur Alþýðublaðsins tekur fram, að það eru enn sem komið er óstaðfestar fregnir. Eimskip vísar hinsvegar til þess, að svona fyrir- komulag sé hvarvetna í gildi og beinlínis verið tekið fram í samn- ingi umfragtina, sem sérhver und- irritar, sem kaupir flutning með fé- laginu. Það stefnir því allt í að Eimskipafélagið þurfi að siga lög- fræðingaher á hina óstýrilátu stór- kaupmenn, sem nú hafa tekið upp frægt slógan ítalska anarkist- ans Daríó Fó: Við borgum ekki... Meðal þeirra sem eiga um sárt að binda vegna strands Vik- artinds er heildverslunin Ágúst Ár- mann hf sem átti að sögn vörur fyrir fimm milljónir króna í skipinu. Þar var um að ræða sportfatnað sem átti að selja í húsakynnum fyrirtækisins í Kringlunni og víðar fyrir páskana, en tókst ekki. Nú hefur Ágúst Ármann komist að því út frá flutningaskýrslum að gámurinn með vörunni er neðst í lest Vikartinds, þar sem olían er væntanlega byrjuð að sullast í sjónum og ólíklegt að sportfatn- aðurinn sem þar liggur eigi eftir að skreyta búka margra iþrótta- sinnaðra íslendinga. Vonandi var hann þó tryggður, því einsog kell- ingin sagði: Þú tryggir ekki eft- irá.... "FarSide" eftir Gary Larson hinumggin Stefán Stefánsson, iðnverkamaður: “Ég hef ekki skoðun á því.“ Jóhannes Ágústsson, verslunarmaður: “Nei, það er alveg fáránlegt og á ekki við á okkar tímum.“ Sjúrður Höjgaard: Já, mér finnst rétt að kæra þá.“ Vignir Jón Jónasson, verslunarmaður: “Nei.“ Hallgrímur Halldórsson, verslunarstjóri: “Nei, það á ekki að lögsækja þessar elskur." v i t i m q n n “Fyrir viku sat ég heima hjá vinafólki mínu í kvöldheim- sókn; eftir Ijúfa máltíð, létt spjall og klapp á köttinn varð ekki undan því komist að horfa á Spaugstofuna. Ég er einn af þeim sem er búinn að útskrifa þá félaga af minni húmors- deild fyrir all löngu. Ég lét mig hafa það í vináttuskyni við gestgjafana að horfa - og til að koníakið yrði ríflegar skammtað ef hlegið væri hátt í ranni.“ Stefán Jón Hafstein í DT. Það er vonandi að hann hafi fengið nóg af ókeypis koníaki fyrir fórnina. “Ég er meira að segja á því að Spaugstofan eigi að fá að vaða uppi með sinn aula- húmor.“ Stefán Jón í DT. Verum minnug þess að Spaugstofan hefur gert grín að ritstjóran- um, ætli það hafi mótað skoðanir hans á vinsælasta sjónvarpsefninu? “Það var reynt þegar einn heimiliskötturinn, ættaður frá Höllustöðum, keyrði í gegn restarnar af nýju vinnulöggjöf- inni.“ Magnús Norðdahl lögmaður í Alþýðublað- inu. “Ég þurfti nánast að borga með mér þegar ég var að gera útvarpsþættina. Ég varð yfir- leitt að kaupa hvítvín og hella ofan í viðmælendurna til að liðka um málbeinið á þeim svo það var lítið eftir af kaup- inu.“ Magnús Tómasson myndlistamaður í Mogganum. “Ég vakna, stekk fram af byggingum og klessukeyri bíla, fer á hestbak og slæst með sverðum og svo fé ég borgað fyrir þetta.“ Tom Lucy áhættuleikari að lýsa starfi sínu í Mogganum. “Ég hef kosið að kalla hand- bragðið á þessum verkum aulafölsun, því þau eru með þeim hætti að sá sérfræðingur sem ekki hefði greint að eitt- hvað væri athugavert við þau, væri blindur.“ Ólafur Ingi Jónsson í Mogganum. “Jú, sennilega er sannleikur- inn í listinni og hvergi annars staðar." Sveinn Björnsson rannsóknarlögga og list- málari í Mogganum. Sárt er að skilja, gráti gelzt gleðin þiggðu kossa mína! Rétt sem örskot tæpur telst tíminn mér við kossa þína, Jónas Hallgrímsson í Kossavísu, þýðingu á kvæöi þýsk/franska skáldsins Adelbert Von Chamisso.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.