Alþýðublaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1997 Kópavogsbúar- Aöalfundur Alþýðuflokksfélag Kópavogs heldur aðalfund sinn mánu- daginn 14. apríl kl. 20:30 í húsnæði félagsins Hamraborg 14a. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velunnarar félagsins velkomnir. Fh. stjórnar, Magnús Árni Magnússon formaður Jafnaðarkonur - jafnaðarkonur „Súpa og salat“ fimmtudaginn 10. maí kl. 19-21 á Litlu Brekku í Banka- stræti. Prófessor Jón Torfi Jónasson flytur fræðsluerindi um menntamál á íslandi í nútíð og framtíð. Allar konur velkomnar Stjórn Sambands Alþýðuflokkskvenna Kópavogsbúar- Vorhátíð I tilefni vorsins og komandi aðalfundar boðar Alþýðu- flokksfélag Kópavogs til skemmtikvölds föstudaginn 11. apríl kl. 20:00. Þar verða léttar veitingar og matur á vægu verði. Nánar auglýst síðar. tJTBOÐ F.h. Vatnsveitu Reykjavíkur er óskað eftirtilboðum í lagn- ingu aðalæðar við Strandveg frá Hallsvegi að Borgarvegi. • Lengdarmetrar 1,400m - 6000 Duc. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 10.000 kr skilatryggingu. Opnun tilboða: miðvikudaginn 16. apríl 1997, kl. 14:00 á sama stað. wr 53/7 F.h. Hitaveitu Reykjavíkur, Gatnamálastjórans í Reykja- vík, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Vatnsveitu Reykjavík- ur og Pósts og Síma h.f. er óskað eftir tilboðum í verkið: „Endurn. gangstétta og veitukerfa 3. áf. 1997, Melar o.fl.“ Endurn. skal gangstéttir, dreifikerfi hitaveitu og annast jarð- vinnu fyrir aðrar veitustofnanir í Melum, Frakkastíg, milli Hlemms og Borgatúns og við Miklubraut. Helstu magntölur: Lengd hitaveitulagna alls 5.000 m Skurðlengd 4000 m Steyptar stéttar 1.750 m2 Malbikun 1.400 m2 Hellulögn 1.200 m2 Þökulögn 750 m2 Útboðsgögn fást á skrifst. vorri frá miðvikud. 9. apríl 1997, gegn 15.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: Þriðjudaginn 22. apríl 1997 kl. 14:00 á sama stað. hvr54/7 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í að byggja 180 fermetra viðbyggingu við leik- skólann Grænuborg Eiríksgötu 2, ásamt tengingu við eldra hús og frágangi lóðar. Verkinu á að vera lokið 26. september 1997. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá þriðjudeg- inum 8. apríl 1997. Opnun tilboða: miðvikudaginn 23. apríl 1997, kl. 15:00 á sama stað. bgd55/7 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í lóðarframkvæmdir við leikskólann Ásborg. Helstu magntölur eru um: Hellulagnir 350 m2 Gróðurbeð 100 m2 Malbikun 250 m2 Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: þriðjudaginn 29. apríl 1997, kl. 14:00 á sama stað. bgd 56/7 INNKA UPASTOFNUN REYKJA VIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sfmi 552 58 00 - Fax 562 26 16 skoðun ■ Kjartan Helgason skrifar Vinnan gerir menn frjálsa Rétt eftir stríð kom ég í fangabúð- ir í Buchenwald þar sem yfir inn- gönguhliðinu í búðimar var útskorin þessi setning: „Vinnan gerir menn frjálsa". Stærsti hluti búðanna var rúst ein, en eftir stóðu örfá hús sem búið var að gera að safni um fanga- búðirnar. Ekki verður safni þessu gerð hér skil. Um þær er aðeins hægt að segja eitt. Þær voru hræðilegar. Leiðsögumaður í þessari ferð hafði verið í þessum búðum og gaf hann lýsingar af lífinu þar. Sagt er að þess- ar búðir hafi verið þrælabúðir. Vinnuafl hagnýtt þar til alls kyns framleiðslu. Ekki á ég von á að vinn- an í þeim hafi gert menn frjálsa. Því detta mér í hug þessi orð, að þessa dagana er verið að þrátta um vinnu- laun og reyndar önnur kjör fslend- inga á vinnumarkaðinum. Svo undarlega vill til, að það virð- ist kannski ekki vera sami hugsunar- hátturinn að baki hugmyndum at- vinnurekenda og ríkisstjómar og var um rekstur Buchenwald en það jaðr- ar þó við að vera frekar í þá áttina. Eða á að skilja tillögur atvinnurek- enda í þá áttina að hér sé verið að greiða hærri laun fyrir unnar vinnu- stundir? Ekki skal farið út í að reikna út þetta skötulíki þeirra. Það gagnar engum. Hitt vekur athygli mína að það er eins og forsætisráðherra skilji hvorki upp né niður í þessum tillög- um samanber fund hans með forystu ASÍ, þar sem hann kvað sig reiðubú- inn að leiðrétta. Halldór utanríkisráð- herra var þó búinn að fegra þetta á sama fundi og útskýra. Friðrik Soph- usson var þó hreinskiiinn að vanda og sagði aðspurður að þetta kæmi allt til baka í ríkiskassann. Það vom orð að sönnu. Höllustaðabóndinn þagði aldrei þessu vant og eitthvað hefur náttúmgreind hans sagt til sín. Berin vom súr. Það vakti þó enga undran hjá mér að Davíð forsætisráðherra skyldi vera úti á þekju. Það var algjört auka- atriði hvaða laun alþýðan bar úr být- um. Þar að auki voru uppáhalds- verkalýðsleiðtogamir í verkalýðs- hreyfingunni búnir að marka leiðina. Ekki varð hún vörðuð betur. Fyrir nokkmm ámm óð allt á súð- um hjá Framsóknarflokknum. SÍS var að geispa golunni. Gagnmerk blaðakona sem var í tísku skaust fram úr fylgsnum sínum og skrifaði framhaldssögu um Landsbankann, SÍS og dótturfyrirtækin. Hefur hún ekki sést síðan á síðum Morgun- blaðsins, að því er best verður séð. Kannski er hún í sérverkefnum? Sagt er að Landsbankinn hafi ekki borið sitt barr síðan. Eiginfjárstaða verið í lakara lagi og vart náð þeim mörkum sem alþjóðlegir kaupahéðnar gera kröfur til banka um. Eitthvað hefur þetta farið fyrir hjartað á þeim sem að vonum hafa litið á Landsbankann sem óskabarn þjóðarinnar. Margar laxveiðiár peningakerfisins hafa ver- ið plægðar og lítið gefið í aðra hönd. Finnst þá ekki gamalgróið fyrirtæki, sem allir vom búnir að gleyma, jafn- vel eigendur, bmnabótafélagið, eða öllu heldur eignahaldsfélag þess. Virtist, eftir allt, vera töluvert eigna- hald í því. Gafst þama kjörið tæki- færi til að rétta af gengi Landsbank- ans áður en hann yrði seldur. Hvílík- ur hvalreki. Næstum eins og á lukku- hjólinu hans Hemma Gunn. Að vísu á eftir að leita samþykkis eignarhaldsfélaga, sem nú ku vera orðnir hundrað. Greiðsla á ræskninu gat farið fram á þremur ámm svona eins og verið væri að kaupa smáferð til útlanda á raðgreiðslum frá VISA. Eitthvað em aðrir bankar óhressir yfir þessu og tala um lagabrot og em allir sérfræðingar þeirra banka sam- mála um það en ekki sama tegund af sérfræðingum Landsbankans. Svona geta skólamir útskrifað fjölbreytta flóm sérfræðinga. Eitthvað á þetta að verða til að spoma við ásælni útlendinga í að stofna banka á Islandi. Hvaðan menn hafa þá vitneskju veit ég ekki. Ég held að þeir væm fyrir löngu búnir að stofna hér banka ef þeim sýndist svo því dymar era galopnar. Eða eru þær kannski bara hálfopnar? Allt verður Islands óhamingju að vopni. Norðmenn hafa séð sitt óvænna og boðið 20 þúsund norskar krónur í jámblendið á Grundartanga. Er þar allt klappað og klárt. Yfírlýs- ingar iðnaðarmálaráðherra um 500 milljóna aukagreiðslur úr ríkissjóði em fyrir borð bornar. Ekki er að spyrja að reikningsskilum hans. Sult- artangavirkjun er borgið og það er bara örlítið svæði sem fer til spillis. Eitthvað er farið að snjóa þama brún- um snjó þó. Svo það hlýtur allt að vera í lagi með mengun. Þetta er bara moldrok sem var einum til tveimur mánuðum of snemma á ferðinni. Ak- umesingar og Guðmundur J. halda að þama muni skapast mörg atvinnu- tækifæri. Er þá ekki bara allt komið í lag? Það gerir ekkert til þó að Akur- nesingar og Guðmundur J. hafi gleymt því að bráðum verða mold- vörpugöngin klöppuð og klár undir Hvalfjörð. Ingibjörg Sólrún búin að tryggja sér að Reykjavík nái að öðr- um enda gangnanna. Þá eru það bara spurningamar: Fer ekki að rísa upp byggðakjami við Saurbæ á Kjalar- nesi? Og hvað þá ungi maður? Ekki er spurt um arðsemi þessa alls. Það er nokkuð Ijóst að laun verða eitthvað hærri en á almennum vinnumarkaði Dagsbrúnar. Enda verður þama vaktavinna. Of dýrt er að slökkva á hnappnum. Þessum eina sem Guðmundur J. telur að þurfi að vera. Verður hann kannski í fanga- húsinu við Lækjartorg eða flytjum við kannski Davíð bara í Landsvirkj- un? Er það ekki bara sniðugra, þá villir hann ekki á sér heimildir leng- ur. Þá getur Halldór utanríkisráð- herra farið að reikna út í friði arð- semina. Laus við allt nöldur út af smugum og öðrum slíkum óhag- kvæmum atvinnuvegum. Mér finnst að krafan um tuttugu álver ætti raun- verulega að vera í skjaldarmerki ís- lands svona eins og menn hugðust hafa þar þorsk í gamla daga. Það væri kostulegt hefðu forfeður okkar komist upp með slíkt. Það er bara þetta með álverin. Ég hef illan bifur á þeim eftir að ég heyrði frétt á gufunni um daginn, að blessað „alusviss" starfaði undir nýju nafni. Hefði jafnvel rekið eða staðið að rekstri fangabúðanna í Buchenwald á stríðsámnum. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Ef- laust geta sagnfræðingar sagt okkur betur um þetta. Það kemur svo margt á gufunni eins og menn vita. Menntamálaráðuneytið Laus staða deildarsérfræðings f menntamála- ráðuneytinu Menntamálaráðuneytið auglýsir lausa til umsóknar stöðu deildarsérfræðings í lista- og safnadeild í skrifstofu menn- ingarmála. Um er að ræða fullt starf tímabundið í 4 ár. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi. Góð tungu- málakunnátta er æskileg og reynsla af stjórnsýslustörfum. Laun greiðast samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Starfsmaðurinn þarf að geta hafið störf hið allra fyrsta. Nánari upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri lista- og safnadeildar. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík fyrir 23. apríl nk. Menntamálaráðuneytið, 4. aprfl 1997 Alþýðuflokksfélag Garðabæjar og Bessastaðahrepps Aðalfundur verður haldinn í kvöld, þriðjudagskvöld kl. 20:30 í kennarastofu Garðaskóla (sami inngangur og á Bókasafnið). Gestur fundarins: Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Félagar takið með ykkur gesti. Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.