Alþýðublaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Þetta getur ekki annað en staðfest þann grun, að stefnan sé froða. Og sannfært mig um að Stefán Jón hafi slæma samvizku vegna hennar. Hann má líka hafa það. ■ Karl Th. Birgisson skrifar Samvizkan á Degi-Tímanum Ég spurði hér í blaðinu um daginn hver væri afstaða Stefáns Jóns Hafsteins til þeirrar ákvörð- unar eigenda Dags-Tímans að stefna Guðrúnu Kristjánsdóttur, fyrrum ritstjóra Helgarpóstsins, fyrir hálfs árs gamla smáfrétt, heimta af henni þrjár milljónir í bætur og krefjast refsingar að auki. Svarið kom í Degi-Tímanum á laugardaginn og veldur miklum vonbrigðum. Stefán Jón ver þessa ákvörðun, í hnotskum svona: Fréttin var ósönn og þess vegna er stefnan réttmæt. En við vituni hvað það er að gera mis- tök, bjóðum Guðrúnu að biðjast opinberlega afsökunar og þá verður málið fellt niður. Þetta er með ólíkindum. Fyrst um þetta tilboð. Það má uniorða það svona: Þú skalt biðja okkur opinberlega afsökunar á frétt, sem þú telur vera rétta, ann- ars hirðum við íbúðina þína og krefjumst þess að þú verðir sett í fangelsi. Þeir em rausnarlegir á Degi- Tímanum, en ég vona að Guðrún Kristjánsdóttir standist gylliboð- ið. Þetta „tilboð“ segir sitt um málatilbúnaðinn. Stefnan gengur út á að fréttin hafi valdið blaðinu svo miklum skaða að þrjár rnillj- ónir þurfi til að bæta hann. Þegar samvizkan fer að plaga ritstjór- ann kemur hins vegar upp úr dúrnum að einföld afsökunar- beiðni dugar til að allt falli í ljúfa löð. Augnablik, gott fólk. Hvað varð um milljónimar þrjár? Eru þær óþarfar þegar allt kemur til alls? Getur verið að skaðinn hafi ekki verið sá sem fullyrt er í stefnunni? Eða er blaðið svo stöndugt að það sé tilbúið að fórna þremur milljónum í þágu almennrar kurteisi í landinu? Þetta getur ekki annað en stað- fest þann gmn, að stefnan sé froða. Og sannfært mig um að Stefán Jón hafi slæma samvizku vegna hennar. Hann má líka hafa það. Málið er í eðli sínu svona: Rit- stjóri HP fær upplýsingar innan húss á Degi-Tímanum um eitt- hvert ströggl í rekstrinum og ákveður að birta um það nokkrar línur. Kannske er það rangt sem skrifað er, kannske rétt. Hvort heldur er, þá á þessi ákvörðun rit- stjórans ekki að kosta hana þrjár milljónir. Með þessu er ég ekki að verja þessa frétt Helgarpóstsins, enda stendur öllum á sama um hana. En það verður að verja rétt blaða- manna til að skrifa það sem þeir telja vera rétt, án þess að þeir eigi eftir höfði sér fautaskap eins og þann sem Dagur- Tíminn hefur nú gripið til. Tjáningarfrelsið er nefnilega ekki sízt til að vemda rétt ntanna til að hafa rangt fyrir sér. Það er kjarni málsins, kjarni sem Stefán Jón ætti að hugsa bet- ur um áður en hann ver málstað yfirmanna sinna frekar. Þetta með „sannleikann" getur raunar verið erfitt viðureignar. Ég nefni eitt dæmi úr eigin safni: Einu sinni stefndi mér maður fyr- ir að hafa skrifað að hann hefði setið inni fyrir nauðgun. Ekki var deilt um efnisatriðin, staðreyndin var sú að hann hafði haft samfar- ir við stúlku sem var dáin áfeng- isdauða og hann fékk fangelsis- dóm fyrir það. En hegningarlögin eru hins vegar svo dásamleg að kalla þetta ekki nauðgun, heldur „misbeit- ingu“, af þvi að stúlkan var ekki í ástandi til að segja nei. I mínum huga og flestra annarra hygg ég að ekki sé eðlismunur á þessu tvennu, brotið gegn stúlkunni var hið sama, og ég myndi skrifa þetta aftur án þess að hika. En í skilningi laganna var þetta sunisé ósatt. Maðurinn stefndi mér auð- vitað snarlega, enda með unnið mál í höndunum. Svona er nú sannleikshugtakið snúið og meiðyrðalöggjöfin gagnleg. Degi-Tíntanum væri nær að beita kröftum sínum gegn henni, í stað þess að nota hana til að berja á blaðamönnum. Því hvað eiga íslenzkir blaða- menn að hugsa þegar þeir heyra af þessum málatilbúnaði Dags- Tfmans? Lexfan hlýtur að vera sú að þeir eigi að forðast viðkvæm og erfið umfjöllunarefni, styggja sem fæsta, ganga frekar skemmra en lengra, segja aldrei allan sann- leikann, taka ekki áhættu. Annars eiga þeir á hættu að missa íbúð- ina sfna og sitja í fangelsi. Þetta er gáfuleg uppskrift að blaða- mennsku, eða hvað? Líklega veit Stefán Jón þetta allt og þess vegna er samvizkan að angra hann. Hann veit að þessi málatilbúnaður lyktar langar leið- ir og er skaðlegur íslenzkri fjöl- miðlun. Það hefði mátt búast við að einhverjir drulludelar úti í bæ stæðu fyrir slíku. En ekki frétta- miðill. Og ekki Stefán Jón Haf- stein. Sigurför Kolja til Hollývúdd Óskarinn fyrir bestu erlendu myndina féll í skaut spennuhlaðinnar gamanmynd- ar eftir Sverak feðgana frá Tékklandi. Ný nýbylgja á leiðinni frá Tékkó. Feðgamir Jan og Zdenek Sverak em þjóðhetjur í Tékklandi eftir að mynd þeirra, Kolja, hlaut fyrir páska hin eftirsóttu Oskarsverðlaun fyrir bestu erlendu myndina. Það kom ekki á óvart, því Kolja var af flestum talin hljóta hnossið eftir að myndin hlaut hin eftirsóttu Golden Globe verðlaun- in í Hollívúdd síðastliðinn janúar. Sverak feðgarnir voru raunar ekki í sinni fyrstu frægðarför til Hollívúdd að þessu sinni, því árið 1992 hlaut önnur mynd eftir þá tilnefningu til Óskars. Hún náði þó ekki jafn langt og Kolja að þessu sinni. Leikstjóri Kolja var Jan, 31 árs, en faðir hans, Zdenek Sverak, lék aðal- hlutverkið og skrifaði líka handritið að myndinni. Fyrr í mánuðinum hafði Kolja einnig hlotið Gullna ljónið, sem er einskonar heimatilbúinn Óskar í Tékklandi, fyrir bestu mynd ársins og munaði minnstu að Zdenek hlyti einnig titilinn besti leikari Tékka á því herrans ári. ar jámbrautarlestir sem í Hollývúdd var kölluð Closely obsen’ed trains. En það var einmitt í Hollívúdd sem sú mynd hlaut Óskarinn sem besta er- lenda myndin árið 1968 . Þá vom að- eins tvö ár frá því önnur mynd frá Tékkó vann sömu verðlaun. Það var Búðin á Breiðgötu sem Elmar Klos átti heiðurinn af. Hann var reyndar frá hinum slóvakíska hluta Tékkó, sem í dag er orðinn að sérstöku ríki, Slóvaktu. Myndin var eigi að síður hluti af nýbylgjunni, sem kennd var við Tékkó.. Það em þó fleiri Óskarar, sem Tékka gera tilkall til. Tékkneska ný- bylgjan skolaði á sínum tíma leik- stjóranum Milos Forman á fjörur Hollívúdd. Tékkland, þar sem 10 milljón manns búa, telur hann að sjálfsögðu til sinna manna enn í dag, enda er Forman fæddur í Prag. Það var Forman sem gerði Amadeus, sem fékk Óskarinn sem besta rnynd ársins 1985. Frægð Formans er þó sýnu meiri fyrir myndina Gaukshreiðrið (One flew over the cuckoo.s Nest), sem færði honum Óskarinn fyrir bestu mynd ársins 1978. Gaukshreiðrið er síðan orðið klass- ískt verk, og skrifaði nafn Formans gullnu letri í annála aldarinnar. Leik- ari að nafni Jack Nicholson vakti þar fyrst verulega athygli fyrir leik sinn í gervi geðsjúklings á hæli. Forntan var raunar ekki langt frá Óskar í ár, því hann gerði einnig Ákœruvaldið gegn Larry Flint sem var ein fimm niynda sem var tilnefnd til verðlauna seni besta myndin í ár. Sverak feðgamir undirbúa nú frek- ari atlögur að hinum alþjóðlega kvik- myndaheimi. Þeir vinna nú að gerð fyrstu kvikmyndarinnar, sem verður gerð á ensku, og gera sér vonir um frekari sigra í mekka kvikmyndalist- aiinnar, Hollívúdd, áður en allt of langt um líður... Her- náms- húmor Söguþráður- inn snýst í kringum leik- ara, sem er tekinn að eld- ast, en öðlast nýtt líf þegar hann tekur upp á arma sína rússneskan munaðarleys- ingja árið 1989, þegar Rússar hurfu á brott úr Tékk- landi. Þetta var árið sem Berlínarmúr- inn hrundi og jámtjaldið rifnaði, og í Tékklandi varð það upp- hafið að nýju blómaskeiði í atvinnu- lífi og listum og sjálfir kalla Tékkar stundum þetta ár „ár flauelsbyltingar- innar." Vaclav Havel, forseti Tékklands, sem sjálfur skapaði sér nafn sem leik- ritahöfundur meðan kommúnistar fóru með völd í Tékkó, og lék bæði á sviði og hvíta tjaldinu, sendi Sverak fjölskyldunni þegar í stað heillaóska- skeyti til Los Angeles. „Innilegar hamingjuóskir. Ég er yfir mig ánægð- ur með að Tékkar skuli nú aftur hafa unnið Óskarinn," var haft úr skeytinu í fréttatilkynningu forsetaskrifstof- unnar á intemetinu. Gagnrýnendur segja að Kolja sé spennuhlaðin gamanmynd, sem beri glögg merki um áratuga illúð Tékka gagnvart rússneska hemámsliðinu. Einsog tíðkaðist í Austur Evrópu und- ir oki kommúnistans fundu íbúamir mótmælum sínum og vonbrigðum farveg í gegnurn sérkennilega kímni, sem þróaðist í skugga rússnesku herj- anna, og Kolja er full af þessurn sér- kennilega hemámshúmor. Þeir segja jafnframt, að myndin sé eitt besta framlag Mið-Evrópu til kvikmynda- listarinnar frá því á dögum tékknesku nýbylgjunnar fyrir 1970. Ný nýbylgja í Tékkó A síðari hluta sjöunda áratugarins reis kvikmyndalist Tékka ntjög hátt, og hvert listaverkið öðru stórkost- legra kom þá fram á sjónarsviðið. í dag er talað um þetta skeið sem tékk- nesku nýbylgjuna. Meðal myndanna sem þá urðu til var mynd Jiri Menzel, Grandskoðað- TANGI HF. AÐALFUNDUR Aðalfundur Tanga hf. á Vopnafirði verður haldinn í Félagsheimilinu Miklagarði föstudaginn 18. apríl 1997kl. 17.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 15. grein samhykkta félagsins. 2. Tillaga þess efnis að Tanga hf. verði heimilað að eignast eign hluti að nafnverði allt að 50 milljónum króna, sbr. 2. og 3. mgr. 55 gr. laga nr. 2/1995 um hlutaíélög. 3. Onnur mál, löglega upp borin. Endanleg dagskrá og ársreikningar fyrir árið 1996 munu liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Tanga hf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.