Alþýðublaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 1
Pétur Sigurðsson formaður Alþýðusambands Vestfjarða Er baráttuþrekið þorrið? Vona í aöra röndina að Verkamannasambandssamningurinn veröi felldur “Við bökkum ekki með neitt, hvorki við né vinnuveitendur. Þegar verið er í samningaviðræðum er þetta svona. Við eigum eftir að mætast en krafan okkar stendur og gerir það þar til við skrifum undir eitthvað annað. Ef það gerist þá ræðst framhaldið af viðbrögðum okkar félaga hvað verð- ur. Við höfum ekki hugsað okkur að leggja niður stóru samninganefndina, það verður því stór hópur sem tekur endanlega ákvörðun, sama hvort það verður fyrir ofan eða neðan 100 þús- und kallinn, en vonandi fyrir ofan,“ sagði Pétur Sigurðsson, formaður Al- þýðusambands Vestfjarða, en þar er enn ósamið og verkfalli hefur verið frestað til 21. þessa mánaðar. “Við erum að vona í aðra röndina að fleiri komi í hópinn, að Verka- mannasambandssamningurinn verði felldur. Ég trúi ekki að baráttuþrek verkafólks á Islandi sé þorrið. Þetta eru engir kjarasamningar og það til þriggja ára. Ég skil til dæmis ekki hvar þeir segjast sjá rauð strik í þess- um samningum. Hvað er hægt að gera með samning sem ekki er hægt að losa, þegar aðrir hópar eru eftir. ■ Útflöggun skipa Reynt að finna lausn segir ráöherra “Málið snýst um hvort hægt er að finna einhverjar leiðir fyrir kaup- skipaútgerðina og fjármálaráðuneyt- ið getur sætt sig við,“ sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra, þegar hann var spurður um aðgerðir stjóm- valda til að koma í veg fyrir útflögg- un skipa og að íslenskar útgerðir ráði frekar erlenda sjómenn en íslenska á kaupskipin. Á Norðurlöndunum hefur verið komið til móts við útgerðir kaup- skipa, til dæmis gegnum skattkerfið. Lengi hefur verið beðið eftir aðgerð- um stjómvalda hér á landi. “Við náðum ekki utan um málið á sínum tíma, en nú er búið að taka málið upp aftur óformlega. Ég held að það séu forsendur til að ráðast í þetta verkefni núna og ég og fjár- málaráðherra höfum rætt um þetta." Stjómvöld hafa unnið að lausn málsins í áraraðir, en til þessa hefur ekki tekist að ná samkomulagi sem allir aðilar hafa geta sæst á. I pottinum Biskup íslands hefur mál- frelsi einsog aðrir menn, og það er í himnalagi að honum fmnist páskaskop Spaugstof- unnar að lögmálum himna- sjóla argasta guðlast. Það er líka í fínu lagi, að biskupinn viðri þessi viðhorf opinber- lega. Þetta er upphaf forystu- greinar blaðsins í dag. Sjá nánar bls. 2 hópar sem hafa hærri laun og launa- munurinn á eftir að aukast? Ef fer sem horfir eykst launamunurinn meðal fólks." Pétur segir að nú sé verið að reikna út vægi bónussins í heildarlaunum og því verki eigi að vera lokið 15. april og hann á ekki von á að mikið gerist í samningaviðræðunum á meðan. “Það er verið að taka á aðalmálinu, sem er launaliðurinn og fyrr en þeirri vinnu er lokið gerist ekkert, nema vinnuveitendur bjóði okkur eitthvað annað. Það er ekkert hægt að segja um það ennþá hvemig þetta endar.“ Kjósa varð á ný um verkfallsboð- un á Súðavík, þar sem mistök urðu í fyrri kosningu. Allir sem greiddu at- kvæði voru samþykkir verkfalli. Drekkum kaffi saman Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur og Alþýðubandalagsfélag Reykjavíkur ætla að halda sameiginlegt kaffisam- sæti á Hótel Borg 1. maí. Félögin hafa ekki verið áberandi í sameiningarumræðunni. Rúnar Geirmundsson, formaður Alþýðuflokksfélagsins og Gestur Ásólfsson, formaður Alþýðubandafélagsins, hafa handsalað sameinginlega kaffisamsætið. Til stendur að Svavar Gestsson og Jón Baldvin Hannibalsson alþingismenn verði sérsakir gestir á samkomunni þar sem þeir munu skiptast á skoðunum. Endanieg dagskrá er ekki frágengin, en hún verður fjölbreytt. umhiuji - e.ói. Óánægja foreldra með yfirstjórn Rimaskóla „Það er mikil samstaða hjá okkur," sagði Pétur. Fyrirhugaðar breytingar á lífeyrismálum hafa farið illa í marga. „Ég sé ekki betur en stjóm- völd ætli að halda áfram á sömu braut, stuttbuxnaliðið á að fá sitt fram. Það eru ekki áhyggjur af rétt- indum einstaklingsins sem ræður ferðinni, heldur að þessir fuglar fái að ráðskast með spamað fólksins." ■ Gagnrýni á al- mannavarnaræfing- una Samvörö 97 Ekki heppi- legt starfs- umhverfi - segir Garðar Mýrdal eðl- isfræðingur: „Nató að aug- lýsa ímynd sína.“ “Mér finnst óeðlilegt að þrátt fyrir að það eigi að senda hingað tólf hundruð dáta til að sinna heræfmgu, þá verði það til þess að menn fari að huga að almannavamaræfingu á Is- landi,“ segir Garðar Mýrdal eðlis- fræðingur í samtali við Alþýðublaðið en hann á sæti í almannavamarnefnd Reykjavíkurborg. „Það þarf að hafa almannavamararæfmgu á Islandi og það þarf að skapa henni heppilegt starfsumhverfi. Þetta er ekki heppi- legt starfsumhverfi." Garðar gagnrýnir harðlega al- mannavamaræfinguna, Samvörður 97, sem á að fara fram í júlí í sumar og segir ekki við hæfi að blanda sam- an hernaðarbrölti og almannavöm- um. Gagnrýni Garðars birtist í grein sem hann skrifaði í tímaritið Dag- fara, málgagn herstöðvaandstæðinga sem er nýkomið út. “Afhverju er Nató að taka ffum- kvæði sem á að liggja hjá Rauða Krossinum eða Sameinuðu þjóðun- um? Ég kemst að þeirri niðurstöðu að Nató sé að nota þetta starfsum- hverfi til að auglýsa ímynd sína á óeðlilegan hátt. Nató er í tilvistar- kreppu, það er að leita að hlutverki og fer þama inn á vettvang sem hing- að til hefur ekki verið talinn vett- vangur hernaðarbandalags eða her- manna. Að lokum, uppstillingin á æf- ingunni í sumar þjónar ekki íslensk- um hagsmunum, þessir hópar sem koma hingað em ekki úr röðum þeirra sem myndu koma okkur til að- stoðar ef á þyrfti að halda. Þetta em hópar úr Austur Evrópu sem verið er að stilla saman við Natóherinn í ein- hveijum æfmgum og það er verið að nota fsland sem átyllu til þess. Þessir aðilar koma heldur ekki færandi hendi til landsins, kostnaður við þát- töku er borinn af hverju sveitarfélagi fyrir sig, og ef þau kalla út sína emb- ættismenn, borga þau úr eigin vasa. Það er spuming um hvort fólk á á ekki rétt á skýrari útlistun á mark- miðum æfingarinnar áður en lagt er út í slílcan kostnað." Kærðir til Fræðsluskrifstofu Geröur Óskardóttir fræöslustjóri: Tökum við slíkum kvörtunum af fullri alvöru. “Það kom hingað hópur foreldra og ræddi þetta mál og eins hafa nokkrir skrifað," segir Gerður Ósk- arsdóttir fræðslustjóri en kvartanir hafa borist til fræðsluskrifstofu vegna yfrrstjómar Rimaskóla. Sam- kvæmt heimildum blaðsins hefur að- stoðarskólastjórinn kært eitt foreldr- anna fyrir meiðyrði. „Ég tek við slík- um kvörtunum af fullri alvöra og mínir starfsmenn era að skoða málið frá báðum hliðum,“ segir Gerður. „í þessu tilfelli vora foreldramir óá- nægðir með framkomu stjómenda og meðhöndlun á sínum bömum, skólar verða að taka á agamálum og mis- munandi aðferðum er beitt. Það er engin niðurstaða komin í þessu máli en slík mál koma alltaf öðra hvora upp og það tekur tíma að afla nauð- synlegra upplýsinga.“ “Við höfum reynt að gæta hlut- leysis í þessu tiltekna máli og við eram ofboðslega hrædd við nei- kvæða umfjöllun en fólk í hverfmu veit að íbúðaverðið gæti dottið nið- ur,“ segir Kristín Óskarsdóttir for- maður Foreldrafélags Rimaskóla. „Það hefur þegar fallið og því er orð- ið erfitt að selja. Þess vegna höfum við reynt að halda allri umfjöllun í lágmarki en það verður að segjast eins og er að aðstaðan í skólanum héma er ömurleg. Það er stór hópur bama sem á í erf- iðleikum innan skólans en fyrir þau böm era engin úrræði, aðstöðu og peningaleysi er stærsta vandamál skólans. Þetta er nýtt hverfi en okkur er afar þröngur stakkur sniðinn “Það koma upp erfiðleikar og of- beldi unglinga í öllum hverfum,“ segir Gerður Óskarsdóttir fræðslu- stjóri. „Rimahverfi er nýtt hverfi og mikil hreyfmg er á fólki og því skap- ast öðravísi andrúmsloft. Skólinn er enn í byggingu og það hefur vissu- lega valdið ýmsum vandamálum í skólastarfinu. Nú verður þriðja og síðasta álman tekin í notkun í haust og það ætti að geta orðið mikið til bóta.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.