Alþýðublaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 v i ð t a I ■ Kristín Gunnlaugsdóttir er ung myndlistarkona sem málar íkona og eggtemperu-myndir á tré. í haust mun hún halda einkasýningu í Frankfurt og taka þátt í samsýningu í Flórens. Kolbrún Berg- þórsdóttir hitti Kristínu og ræddi við hana um menningu miðalda, önnur líf, fegurðarþrá og hlutverk myndlistarinnar Hin Ijútsára tilfinning Mig langar til að vita hvort þú varst lengi að finna þinn eigin farveg sem listakona. “Þegar ég var í málaradeild í Myndlista- og handíðaskólanum þá hafði ég ekki hugmynd um hvað ég vildi gera. Loks komst ég að þeirri niðurstöðu að ég vildi mála fígúra- tíft, en það þótti þá heldur ófínt. En ég gat ekki gert mér upp áhuga á ein- hverju öðru og varð að hætta leikara- skapnum. Ég fór mikið á Þjóðminjasafnið og skoðaði gömul verk. Um tíma var ég mjög upptekin af lífi og örlögum Ragnheiðar Brynjólfsdóttir biskups- dóttur og málaði af henni margar myndir. Þetta mikla drama, þessar heitu tilfinningar höfðuðu til mín. Mér fannst ekki eins og það væru aldir á milli mín og hennar.“ A/ verkum þínum er greinilegt að miðaldir og miðaldamenning höfða mjög sterkt til þín. Hvaðan sprettur sá áhugi? “Strax sem bam varð ég heilluð af menningu miðalda. Ég var haldin eins konar fortíðarþrá og þessi ljúfsára tilfinning fylgir mér enn. Ég hef verið að reyna að skilgreina hvað það er í fortíðinni sem ég er svo háð og leita stöðugt í. Ég held að það sé einfaldleikinn, fegurðin, mystíkin - allt það sem mér finnst vera mikil- vægt.“ Mér finnst þetta hljóma eins og miðaldaáhugi þinn tengist vissri sjálfsleit, er það rétt? “Þegar ég var sextán ára dreymdi mig draum sem var þó ekki draumur, svo sterkur var hann. Ég var karl- maður í fomri borg. Og þar sem ég stóð við brú og horfði á borgina og tuma hennar fannst mér ég vera svo óendanlega öflugur og sterkur, eins og ekkert gæti unnið á mér. Þegar ég vaknaði fannst mér eins og þama hefði verið mitt sanna sjálf og ég hugsaði með mér: Já, auðvitað, við eigum fleira en eitt líf. Þegar ég nokkrum ámm síðar kom í fyrsta sinn til Flórens þá sá ég þessa brú og þekkti borgina í draumnum, nema það vantaði alla tumana. Þegar ég síðan las mér til um sögu Flórens þá komst ég að því að hún var einmitt kölluð borg hinna þúsund tuma.“ Þú ert semsagt fullviss um að hafa lifað áður? “Því skyldi maður ekki vera opin fyrir því að víddimar og lífsformin ganga inn í hvert annað? Sálin er ekki háð formi. Já, ég hef trú á því að maðurinn eigi mörg líf. Fyrir mér er það stað- reynd og ég ætlast ekki til að aðrir séu því endilega sammála en það er ekkert sem breytir þessari sannfær- ingu minni. Líf mitt í Flórens var eitt þessara lífa og ég hef átt önnur sem tengjast til dæmis klausturvistum. Og þú dvaldir einmitt um tíma ( klaustri á Italíu. “Sem bam lofaði ég sjálfri mér því að ég skyldi einhvem tímann á æv- inni fara í klaustur. Það var bara þessi tilfmning að líta við heima og athuga hvort allt væri ekki í lagi. Þegar ég var tuttugu og fjögurra ára dvaldist ég í níu mánuði í klaustri í Róm, hjá Fransiscusystrum, og að koma í klaustrið var alveg eins og að koma heim. Ég byrjaði af miklum íjálgleik, fór á fætur klukkan ftmm á morgnana og beint í kapelluna til að biðjast fyrir. En þetta var ekki það sem hentaði mér, og nunnumir gerðu sér grein fyrir því á undan mér. Þær höfðu víða heimsmynd þessar nunnur, fullar af forvitni og lífsgleði. En þeirra málaði íkona og kenndi mér þá list. Á Ítalíu þyki ég léttrugluð að vera að fást við að mála íkona. En íslend- ingar hafa sýnt íkonunum mikinn áhuga og þau viðbrögð komu mér á óvart." Myndir þínar eru afar fi'nlegar og greinilega unnar af mikilli ná- kvcemni. “Þetta nostur er eins konar andsvar við hraða nútímans og kröfunni um að listamenn séu afkastamiklir.“ En ertu aldrei hrœdd um að mynd- ir þínar verði eins konar stœlingar? “Bestu verk mín finnst mér vera þau þar sem fortíðin er ekki of áber- andi. Þannig að áhorfandanum finn- ist ekki eins og hann hafi séð mynd- ina ótal sinnum áður, heldur að hann upplifi ákveðið tímaleysi, eða sann- leik allra tíma. Ég hef ekki þörf fyrir að öskra á fólk. Þess vegna skapa ég myndir sem ég vil að verði eins konar félag- ar eigenda sinna, myndir sem fólki þykir gott að koma heim til. En myndin á ekki að vera þannig að hún kjassi fólk endalaust. Ég vona að hver mynd kalli fram mismunandi viðbrögð eftir því í hvernig skapi eigandinn er. Af því þú ert bók- menntafræðingur get ég sagt þér að ég hafi fundið fyrir skyldleika með íslandsförinni eftir Guðmund Andra. Mér fannst sú bók vera í öðrum anda en flestar bækur sem ég hef lesið. Stfllinn hans er ótrúlega munúðar- fullur - hreinlega sexý. Eitthvað sem krefst tíma og er undir rós, tilfinn- ingamikið og ilmandi. Mér þætti ekki leiðinlegt að geta haldið þessari stemmningu í verki.“ Gullliturinn er áberandi í mörgum mynda þinna. “Hann táknar þörf mannsins fyrir ljós í myrkrinu. Persónulega hef ég mikla þörf fyrir að leita sannleikans, þess sem er mér æðra. Ég held að listsköpun byggi að miklu leiti á slíkri leit.“ Ég er að velta því fyrir mér hvað yrði um skapandi einstaklinga eins og þig ef þeir yrðu að vinna vélrœn störf, til dœmis verksmiðjustörf, alla ævi? “Ég vann í frystihúsi þegar ég var 18 ára. Eftir á fmnst mér það hafa verið góð reynsla en erfíð. En ef ég ætti að vinna slíka vinnu alla ævi þá mundi ég bara deyja hægt og rólega." Stundum er sagt að listamenn og háskólamenntað fólk lifi um of í vemduðum heimi. “Ég held að fólk sem vinnur alla sína ævi í frystihúsi geti lifað alveg jafn vemduðu lífi. I frystihúsinu vom alveg dýrlegar kerlingar og svo líka þær bitm og ófullnægðu. Það er al- veg eins í listinni. Þar er líka bitur- leiki og gribbugangur, en einnig ynd- islegt fólk sem er sátt við það sem það er að gera þótt misjafnlega gangi. Það sem skiptir máli er að fólk sé vakandi fyrir umhverfi sínu og þeim gildum sem skipta máli. Besta fólkið er fólkið sem er sátt við sjálft sitt.“ Mig langar til aðfá frá þér nokkur orð um íslenska myndlistarmenn og stöðu íslenskrar myndlistar. “íslenskir myndlistarmenn standa sig margir hverjir vel. Skilyrði þess að myndlist geti þróast í landinu er að myndlistarmenn fari burt til að kynna sér strauma og stefnur og komi síðan aftur til að vinna úr því sem þeir hafa lært og séð. Svo er náttúrlega þetta fræga áhugaleysi landans á myndlist. Ég held að myndlist skipti almenning ákaflega litlu máli. Almenningur er orðinn þreyttur á að tjá sig um hluti sem eru löngu hættir að höfða til hans. Ef fólk sér einhvem bing út á gólfi og fréttir að hann hafi verið seldur sem listaverk fyrir hundruði þúsunda króna þá þorir það ekki lengur að segja: Þetta er nú meira ruslið. Fólk er orðið hrætt við það segja það sem því raunverulega finnst. Um leið hættir myndlistin að skipta þetta fólk máli.“ Höfum við kannski verið að mis- bjóða fegurðartilfinningu fólks. “Já, að vissu leyti og því þarf að breyta. Ég held að fegurðartilfmn- ingin sé nátengd sannleiksþörfmni, en um leið held ég líka að fegurð geti falist í hlutum sem við fyrstu sýn eru ekki fallegir. Málið er að stundum er bara sýnt bölvað rugl sem kemur hvorki sannleika né fegurð við.“ Uppáhalds myndlistarmaður? “Ætli það sé ekki Borgþór veður- fræðingur. Það er svo mikil tjáning á lægðarlínunum á veðurkortunum hans. Kvöld eftir kvöld mætir Borg- Neyðin ríkir enn >1« Æ k lr ./ T I I Fatasöfnun 1 Hjálparstofnunar kirkjunnar fyrir flóttamenn frá Bosníu, Tsjetsjeníu og Angóla dagana 10., 11. og 12. apríl Tekið er á móti heilum og hreinum fatnaði. Gott er ef menn hafa tök á að flokka fötin sín: karlmanna, kven- og barnaföt. Tekið er við góðum skóm, bundnum saman. OPIÐ: Fimmtudag og föstudag frá kl. 10 til 20 Laugardag frá kl. 10 til 18 (nema ísafirði). HÍÉIMiéÍfðÍfÍlfiÍM jíÍBIÍlUMIS&fi Við söfnum fötum og skóm á eftirtöldum stöðum: • Skútuvogi 1, i sama húsi og Raftækjaverslun íslands • Fella- og Hólakirkju • Seltjarnarneskirkju • Hafnarfjarðarkirkju v/Strandgötu ^ • ísafjarðarkirkju f^U/l//yf • Glerárkirkju, Akureyri ^ofrföjU/Íd • Egilsstaðakirkju ^ Wn,..W

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.