Alþýðublaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 7
+ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL1997______ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 f r c t t i r ■ Einar Karl Haraldsson skrifar Evróinn eða Norðkrónan? Spurningin er hins vegar hvort viö eigum frekar er- indi í norrænt krónu- bandalag eða í myntsam- runa við okkar fornu yfir- ráðaþjóðir Dani og Norð- menn heldur en í Evr- ópskt myntbandalag? Evrópusambandið hefur sett sér tímamörk í þeirri viðleitni að koma á sameiginlegri evrópskri mynt, Evró. Evrópska myntbandalagið á að verða að veruleika 1999 og í flestum ná- grannaríkjum okkar er verið að ræða gjaldmiðilsmál í þaula. Finnskir pró- fessorar leggja til dæmis fram mikla skýrslu um kosti og galla aðildar Finnlands að myntbandalaginu í maí og mun ríkisstjómin hafa hana til hliðsjónar í stefnumótun sinni í þessu máli. Calmeforshópurinn hefur skil- að viðlíka verki í Svíþjóð en þar er ástandið með þeim hætti að einungis 19 prósent kjósenda telja álitlegt að taka upp evrópska mynt. Prófessora- hópurinn í Finnlandi hefur látið gera fímmtán sjálfstæðar rannsóknir í sambandi við skýrslugerð sína og ættu Finnar því að hafa góðan grunn að standa á í umræðum þegar til ákvarðana dregur. Norrænt gjaldeyris- bandalag? Tveir sænskir þjóðhagfræðingar, Lars Jonung og Fredrik Sjöholm, hafa gert rannsókn að tilhlutan finnsku prófessor- anna og í niðurstöð- um þeirra er að fmna margar athyglisverðar ábendingar sem lík- legar eru til þess að vekja upp umræður og spennu í Finn- landi. í rannsókn sinni reyna þeir að meta hvað sé hag- kvæmasta gjaldeyris- svæðið fyrir Finna og í ljós kemur að það er ekki Evrópska mynt- bandalagið. Ef eitthvað ræki á eftir Finnum að taka upp Evróinn þá væm það pólitískar ástæð- ur en ekki efnahags- legar að mati sænsku hagfræðinganna. Hinsvegar telja þeir margt mæla með því að Finnar og Svíar og jafnvel Norðurlanda- ingu og sameiginleg verðbólgumörk. Þriðji gæti verið sá að mynda sænskt/finnskt eða norrænt gjaldeyr- isbandalag. Svæðabandalög í stað Evró Jonung og Sjöholm gera í raun til- lögu um að svæðabandalög í gjald- eyrismálum verði munstrið í Evrópu. Myndun þeirra geti verið liður í þró- un í átt að Evrópsku myntbandalagi. Evrópa er að þeirra mati of stór ein- ing fyrir myntbandalag. Norður- landaríkin verði að hafa sjálfstæða möguleika í gjaldeyris og peninga- málum til þess að verja sig fyrir sveiflunum hjá stórþjóðunum, annað Vilja íslendingar eitt- hvað? Sú umræða sem nú fer fram annars staðar á Norðurlöndum um Evrópska myntbandalagið og hugsanlega aðild að því á fyllilega erindi við okkur. Allt frá árinu 1993 hefur ísland upp- fyllt fjögur aðalskilyrðin sem gerð verða fyrir inngöngu í Evrópska myntbandalagið, ef og þegar það verður að veruleika 1999. Verðbólg- an er innan marka á Islandi, vextir á ríkisskuldabréfum eru í lagi, fjár- lagahalli sem hlutfall af landsfram- leiðslu er ókey og heildarskuldir hins opinbera ekkert til að skammast sín fyrir í evrópskum samanburði. Það er semsagt rauði dregillinn fyrir ísland hvort hvert fyrir sig eða sameigin- lega. Athyglisvert er að Svíamir telja að ríkin í Mið-Evrópu, sem nú sækja fast á um inngöngu í Evrópusam- bandið, eigi frekar erindi í Evrópska myntbandalagið heldur en Norður- löndin meðal annars vegna nálægðar, stærðar og samsetningar efnahags- lífsins. framan við inngöngudyr Evrósins. Spumingin er hins vegar hvort við eigum frekar erindi í norrænt krónu- bandalag eða í myntsammna við okkar fomu yfirráðaþjóðir Dani og Norðmenn heldur en í Evrópskt myntbandalag? Eða er íslenskt efna- hagslíf svo yfirmáta sérstakt að við eigum ekkert erindi í bandalag um peningapólitík yfirhöfuð? ' búar allir fari sömu leið í skipan gjaldeyrismála. Samvinna í pen- ingapólitík gæti verið með ýmsum hætti: Einn kosturinn væri að Norður- löndin öll gengu í Evrópska mynt- bandalagið en hefðu samvinnu sín á milli. Annar væri sá að standa utan við með sveigjanlega gjaldeyrisskrán- ■ Vinsældir Tarsansýningarinnar í Þjóðarbókhlöðunni hafa verið með miklar. Öllum gamni sleppir. Tarsan apabróð- ir fer að kveðja Richard Korn: Það hefur verið stöðugur straumur fólks að sýningunni sem þegar hefur verið framlengd frá því sem upphaflega stóð til. “Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og það hefur verið stöð- ugur straumur fólks til að sjá sýning- una,“ segir Richard Korn hljóðfæra- leikari við Sinfóníuna en Richard er mikill áhugamaður um Tarsan og safnar bókum Edgars Rice Burroughs og mörgu öðru sem við- kemur Tarsan en hann setti upp sýn- ingu með söfnunargripum sínum í Þjóðarbókhlöðunni. Eins og við höf- um áður sagt frá steig Tarsan sín fyrstu spor á Islandi í Alþýðublaðinu, en í ritstjórnartíð Ólafs Friðrikssonar birtist Tarsan sem framhaldssaga í Einn sendi mér mynd af sér og Johnny Weis- smuller, annar lítið kver með bernskuminningum sem nefnist Tarsan í sláturhúsinu. blaðinu. Sjálfur hefur Richard sagt að hann sé ekkert Tarsanfrík, en því væri þó ekki að neita að kappinn væri ekta hetja. “Margir hafa haft samband við mig, einn sendi mér mynd af sér og Johnny Weissmuller, annar lítið kver með bemskuminningum sem nefnist Tarsan í sláturhúsinu. Gestabókin á sýningunni er næstum þvx full en hana ætla ég að eiga til minningar," segir Richard. Tarsansýningunni lýkur miðviku- daginn 16. apríl en vegna mikilla vinsælda hennar var henni framlengt tvisvar en hún opnaði þann 21. janú- ar og átti upphaflega aðeins að vera fram í febrúar. Þjóðabókhlaðan er opin til sjö á virkum dögum og fimm á laugardögum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.