Alþýðublaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 3
FOSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ Ferðasaga 2 onnar sjonarmio Nú hefur borgarbarnið búið um skeið á landsbyggðinni. Borgarbarn- inu fannst tími til kominn að kynnast fólkinu, spratt á fætur, brosandi, og reyndi ýmis tjáningarform. Borgar- barninu brá í brún þegar það komst að því að erfitt var að gerast „lókal". Það var greinilega ekki á færi hvers sem er. Eftir fund við einn aðfluttan heimamann komst borgarbarnið að því að það tæki aðeins tvö til þrjú ár að komast í félagshópinn. Hver getur ekki beðið eftir því? hugsaði borgar- barnið með bros á vör. Borgarbarnið vildi samt ekki bíða svo lengi. Hann tók upp á því að bjóða góðan dag, heilsa með hæ eða sæl(l). Allt kom fyrir ekki, biðin virt- Pallborð i Páll Oli Jónsson skrifar ist vera nauðsynlegt ferli sem allir eiga að ganga í gegnum. Borgarbarn- ið, sem hafði heyrt um Bermúdaskál- ina margfrægu, tók upp á því að nota brostæknina. Eitthvað virtist heima- manninum lítast illa á þetta sjálfum- glaða borgarbarn. Já, Reykvfkingar eru montprik. Landsbyggðarmaðurinn er ekki mikið fyrir að ræða hlutina. Þegar landsbyggðarmaðurinn hefur mynd- að sér skoðun þá er hún óbreytanleg. Pólitísk umræða er ekki til. Ef borg- arbarninu datt í hug að vera á móti var eins og himinn og jörð væru að farast. Hann fékk að heyra að höfuð- borgin væri að soga allt til sfn, hinir væru heimskir og vitlausir. Borgar- barnið dró þá ályktun að pólitfk væri eins og hver annar sértrúarsöfnuður. Landsbyggðarmaðurinn fylgir sínum flokksforingja líkt og sannir trúfélag- ar fylgja Benny Hinn. Borgarbarnið gafst upp á pólitískri umræðu. Það sneri sér að því að rökræða um kosti og galla staðar- ins. Ekki gafst það betur. Landsbyggðarmanninum líkar vel þegar kostirnir eru ræddir en þegar gall- arnir eru til tals er annað upp á teningnum. Skiptir þá litlu hve vel eða illa málið er rökstutt, það eru engir gallar á landsbyggð- inni. Þeir eru allir fyrir sunnan. Borgarbarninu leist vel á þessa útskýr- ingu. Ef gallarnir eru ekki til staðar er þetta eins og himnaríki á jörð. Borgar- barnið var því ekki óánægt með að búa í himnaríki. Borgarbarnið hóf rann- sóknir á félagslífi. Komst fljótt að því að á staðnum var „mikið" félagslíf. Ymsir hópar voru starf- ræktir. Einn galli var þó á gjöf Njarðar en hann var sá að flestir hópar voru lokaðir og þess vel gætt að Borgarbarnið dró þá ályktun að pólitík væri eins og hver annar sértrúarsöfnuður. Landsbyggðar- maðurinn fylgir sínum flokksforingja líkt og sannir trúfélagar fylgja Benny Hinn. nýir aðilar kæmust ekki inn. Og ef það vildi svo óheppilega til að nýtt andlit leit dagsins ljós þá var þess vandlega gætt að tala ekki of mikið við þann nýja. Of mikil samskipti gætu haft þau truflandi áhrif að ný sjónarmið kæmu upp á yfirborðið. Þar sem tjáskipti sjálfs lands- byggðarmannsins voru ekki til að hrópa húrra fyrir þurfti borgarbarnið að leita vel að hinum ýmsu fyrirtækj- um. Borgarbarnið tók strax eftir því að merkingum var víða ábótavant. Eftir langa umhugsun komst hann að því að menn áttu bara að vita hvar hlutirnir voru. Opnunartími fyrir- tækja var einnig öðruvísi en tíðkaðist í borginni. En þetta átti borgarbarnið líka að vita og var landsbyggðamað- urinn furðu lostinn þegar hann var spurður að svona sjálfsögðum hlut. Hlutirnir hafa ekkert breyst í mörg ár og var landsbyggðarmaðurinn óvan- ur þessum spurningum. Já, þessi borgarbörn eru svo fáfróð. En þrátt fyrir nokkra annmarka þá hugsaði borgarbarnið jákvætt til landsbyggðarinnar. Því þrátt fyrir allt er stressið, sem fylgir borginni ekki til staðar úti á landi. Á landsbyggð- inni eru hvorki morðóðir brjálæðing- ar né óþolandi mikið af hagfræðing- um eða lögfræðingum. Á lands- byggðinni er ekki þessi eilífa rigning sem fylgir suðvesturhorninu. Á landsbyggðinni er alltaf gott veður. Já, landsbyggðin getur svo sannar- lega verið paradís á jörð. Osk Sjómannafélags Reykjavíkur um frekari rannsókn á ástæðum þess að Dísarfellið sökk er framhald mikilla umræðna meðal sjó- manna, sérstaklega þeirra sem hafa starfað lengi á kaupskipum. Þeim þykir veðr- ið ekki hafa átt að verða þess valdandi að skipið sökk. Jó- hann Páll Símonarson, sem er félagi í Sjómannafélaginu, sem er sérstakur áhugamaður um öryggismál sjómanna og hefur eytt miklum tíma í allskyns rannsóknir og fleira hefur farið fremst í flokki sjó- manna. Jóhann Páll sat sjó- prófin vegna Dísarfellsins og mun hafa rætt við skipverja og fleiri og eftir því sem best er vitað er hann með lista sem inniheldur allt að 90 að- finnsluatriðum sem Jóhann Páll telur að hafi ekki verið eins og best verður á kosið um borð Dísarfellinu áður en það lagði í hina afdrifaríku- ferð. Sjómenn vilja meina að við sjóprófin hafi ekki tekist að fá fram nægar skýringar. Ekki geta Sjálfstæðismenn í Reykjavík farið leynt með þann titring sem er innan þeirra raða varðandi fram- boðslista flokksins til næstu borgarstjórnarkosningar. Því fer fjarri að einhugur sé um Árna Sigfússon sem leiðtoga listans. Það má meðal annars sjá í viðtali Dags-Tímans við Guðrúnu Zoega, borgarfull- trúa þar sem hún segir óvíst hvort hún styðji Árna komi til prófkjörs. Vitað er að fleiri en Árni vilja leiða listann, í von um borgarstjórastólinn. Sama er hægt að segja um Sjálfstæðismenn í Hafnar- firði, en eins og kunnugt er klofnaði flokkurinn þar í bæ. Innan meirihluta sjáflstæðis- manna, það er þeirra sem ekki styðja Jóhann G. Berg- þórsson og Ellert Borgar Þorvaldsson, eru raddir um að Magnús Gunnarsson, sem leiddi listann síðast beri það mikla ábyrgð á hvernig fór að hann komi ekki til greina. Allt eins er reiknað með að Þorgils Óttar Matheisen hafi betra lag en áður til að taka forystu meðal sjálfstæðismanna í Hafnar- firði. Þeir sem til þekkja segja að Þorgils Óttar ætli sér að grípa tækifærið. Osættinu innan bæjar- stjórnar Vesturbyggðar virðist ekki ætla að linna. Þar er hver höndin upp á móti annarri og virðist ekkert lát á. Persónuleg óvild er orðin slík að ekki er gert ráð fyrir að um heilt grói á kjörtímabilinu. Þrír, þeirra níu, sem kjörnir voru í bæjarstjórnina hafa flutt bú- ferlum frá Vesturbyggð og talið er að fleiri flytji. Talið er víst að ósættið verði áfram, allt til næstu kosninga og þá er talið að þeir sem nú eru í bæjarstjórninni komi til með að eiga erfitt uppdráttar, hyggi þau á endurkjör. Því er allt eins gert ráð fyrir að miklar breytingar verði á framboðs- listum þeir flokka sem eiga aðild að bæjarstjórninni. inamegm "FarSide" eftir Gary Larson f i m m förnum vegi Hver er formaður Dagsbrúnar? Magnús Þór Magnússon: "Halldór sem tók við af Guð- mundi jaka." Bjarni Már Bjarnason: "Halldór Björnsson." Sigríður Oddný Stefánsdóttir: "Halldór Björnsson.' Kristín Jóna Vigfúsdóttir: "Halldór Björnsson." Snorri Gunnar Sigurðarson: "Ég fylgist ekki með póitík, en er það kannski Halldór Björnsson?" v 111 m c n n "Með því að kaupa einn felgu- bolta á ári hjá Toyota tekur það eina milljón og ellefu ár að safna punktum í utanlands- ferö." Óskar Magnússon í Hagkaup að ræða um Fríkortið í DT. "Ég er Húnvetningur. Það svarar þeirri spurningu." Gunnar Dal í HP, þegar hann var spurður hvaða listamaður hefði haft mest áhrif á hann. "Það var hringt á dyrabjöll- unni hjá mér og síðan var alltaf verið að trufla mig með símhringingum um nætur." Judith Esztergal, leikmaður Hauka, I Mogganum, en hún var að lýsa truflunum sem hún varð fyrir fyrir úrslitaleikinn um Is- landsmeistaratitilinn. "Ég lít ekki á þetta sem sam- keppni, að minnsta kosti ekki alvarlega samkeppni." Magnús Hreggviðsson í Fróða að ræða við HP, um fyrirhuguð tfmarit Þórarins Jóns Magnússonar. "Ég veit það ekki, en það gæti vel verið." Guðrún Zoega borgarfulltrúi Sjáifstæðis- flokksins i DT, þegar hún var spurð hvort hún muni styðja Árna Sigfússon í næstu kosningum. "Enda hefur John Wayne líka miklu meira að segja en Jesús Kristur. Og svo er hann líka svo miklu flottari ítauinu." Friðrik Erlingsson í Mogganum. "Ég ætla ekki að hjálpa ein- hverjum sóða út í bæ að fara illa með þessa konu." Arnar Knútsson, hjá Stuttmyndadögum, um mynd sem barst til hans, en á mynd- inni er þekkt sjónvarpskona í ástarleik við karlmann, í HP. "Það er engin spurning að þetta var hrein og klár ógnun því hann gaf í á traktornum og lækkaði gálgann með kart- öflugafflinum." Birgir Þórðarson ( DV, að lýsa samskiptum sínum við Ólaf Þórarinsson bónda á Háfi. Sáðu hugsun og þú uppskerð breytni. Sáðu breytni og þú uppskerð venjur. Sáðu venjum og þú uppskerð per- sónuleika. Sáðu persónuleika og þú uppskerð hlutverk. C.A Hall.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.