Alþýðublaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 f r é t t i r ■ Réttað fljótlega um framsal Haneshjónanna Vegabréfunum haldið af bandaríska sendiráðinu - Áður en framsalsbeiðnin kemur fyrir íslenskan dóm ■ ^ Plastprent hf. AÐALFUNDUR Aðalfundur Plastprents hf. verður haldinn þriðjudaginn 15. apríl 1997 kl.: 16.00 í húsnæði félagsins að Fosshálsi 17-25, Reykjavík. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 18 gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins | munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Plastprents hf. til búið væri að taka afstöðu til fram- salsbeiðni bandarískra stjómvalda segir Sigurður Gísli Sigurðarson lög- maður sem fer með málið hjá ríkis- saksóknara: „Mér skilst að sendiráð- “Bandaríska sendiráðið fékk vega- bréfin á sínum tíma, þeir kröfðust þess,“ segir Þorsteinn Geirsson ráðu- neytisstjóri í Dómsmálaráðuneytinu en framsalsbeiðni bandarískra stjóm- valda á Haneshjónunum er hjá ríkis- saksóknara og kemur fyrir héraðs- dóm fljótlega að beiðni hjónanna. Haneshjónin, Connie og Donald, vora látin undirrita yfirlýsingu þess efnis að þau ættu að hverfa af landi brott fyrir ákveðinn tíma en síðan var fresturinn framlengdur en sem kunn- ugt er hafa hjónin lagt á það milda áherslu að fá að mæta sjálfviljug fyr- ir rétti í Arizona þar sem þau sæta ákæru fyrir bamsrán á dótturdóttur sinni. Til þess verður þó að fella al- ríkishandtökutilskipunina niður, en yfirvöld í Arizona hafa staðið gegn því.“ “Starfsmaður Utlendingaeftirlits- ins leiddi okkur það skýrt fyrir sjónir að ef við skrifuðum ekki undir samn- ing um að við færam af landi brott fyrir ákveðinn tíma myndi hann gera ráðstafanir varðandi brottflutning okkar strax daginn eftir,“ segir Connie Hanes. „Við vildum halda virðingu okkar á Islandi, við höfum ekki gerst brotleg við íslensk lög og vildum ekki að þeir þyrftu að bera ábyrgð á gerðum okkar,“ segir Connie sem skrifaði undir ásamt manni sfnum.“ “Sendiráðið sviptir okkur vega- bréfunum til þess að neyða íslensk stjómvöld til að vfsa okkur úr landi. Þeir vita sem er að án pappíra eram við ólöglega í landinu." Aðspurður um hvort það hefði ekki verið eðlilegra að Islensk stjóm- völd hefðu geymt vegabréfin þangað Connie og Donald Hanes segja sendiráðið hafa svipt þau vegabréfunum til að neyða íslensk stjórnvöld til að vísa þeim úr landi. Þau segja vegabréfssviptinguna ekki standast samkvæmt bandarískum lögum. “Mér skilst af þeim fréttum sem ég hef fengið frá Bandaríkjun- um að saksóknarinn þar, Rick Romley geri flest það sem hann geri í pólitískum til- gangi,“ segir Connie Hanes. „Nú stendur til að gera annan þátt um málið í sjónvarps- myndaflokknum, „Unsolved Mystery" og hann vili þá gjarnan koma því á framfæri að hann sé hinn mikli bjargvættur barnsins og treysta athygli fjöl- miðla. Það vill hann gera með að láta flytja okkur í handjárnum til Arizona, úr einu fang- elsi í annað og halda okkur svo þar í fang- elsi þar til réttað verð- ur í málinu.“ ið hafi afturkallað vegabréfin, ég get ekki sagt um hvort að það sé óeðli- legt. Ég þori ekki að segja til um það, ég þarf að skoða það.“ Héraðsdómur sem að fjallar um málið að kröfu Haneshjónanna mun taka afstöðu til þess hvort skilyrði til framsals séu uppfyllt. Komist dóm- urinn að þeirri niðurstöðu tekur Dómsmálaráðuneytið endanlega ákvörðun. Falli dómur á þann veg að skilyrði séu ekki uppfyllt er ekki hægt að framselja hjónin. Það er síð- an hægt að áfrýja niðurstöðunni til Hæstarétts. Dómurinn mun ekki fjalla sérstak- lega um hvort brotið hafi verið á hjónunum á fyrri stigum málsins, að því er varðar töku bamsins. “Bandaríska sendiráðið afturkall- aði vegabréfin, okkur var tilkynnt að þau væra ekki í gildi og við höfðum ekki svigrúm til að neita. Við fengum einnig fullgildar skýringar á því af- hverju vegabréfin vora afturkölluð,“ segir Jóhann Jóhannsson hjá Útlend- ingaeftirlitinu. „Þeirra dvalar opg at- vinnuleyfi er útrunnið og því má segja að þau séu ólöglega í landinu en þessi framsalsbeiðni hefur sinn framgang og það kemur ekki til álita meðan málið stendur yftr. Ef niður- staða dómsins verður sú að skilyrð- um til framsals sé ekki fullnægt verða hjónin að gera ráðstafanir til að útvega sér annað vegabréf en vega- bréf era grandvöllur fyrir dvöl í öðra landi en heimalandinu." Hjónin og lögfræðingur þeirra í Bandaríkjunum hafa ritað sendiráð- inu bréf og krafist þess að vegabréf- in verði afhent en þau og bandarísk- ur lögfræðingur þeirra segja að skil- yrði séu ekki fyrir hendi samkvæmt bandarískum lögum til að halda þeim . Viðbrögð sendiráðsins eru þau að segja að þau geti fengið vegabréfm Vegabréfum hjónanna er haldið í Bandaríska sendiráðinu þrátt fyrir að héraðsdómur sé ekki búinn að fjalla um framsalið til Bandaríkjanna. aftur um leið og þau snúa vestur urn haf. Fyrir hjónunum blasir því ekki annað við en að lenda í sama niður- lægjandi fangaflutningakerfinu og þeim var sem mest í mun að komast hjá. “Okkur skilst að íslensk yfirvöld geti sett skilyrði við framsalinu um að við kæmust framhjá þessum flutn- ingum og gætum mætt fyrir rétt eins og fullgildir borgarar,“ segir Donald Hanes. “Mér skilst af þeim fréttum sem ég hef fengið frá Bandaríkjunum að saksóknarinn þar, Rick Romley geri flest það sem hann geri í pólitískum tilgangi," segir Connie Hanes. „Nú stendur til að gera annan þátt um málið í sjónvarpsmyndaflokknum, „Unsolved Mystery" og hann vill þá gjarnan koma því á framfæri að hann sé hinn mikli bjargvættur bamsins og treysta athygli fjölmiðla. Það vill hann gera með að láta flytja okkur í handjárnum til Arizona, úr einu fang- elsi í annað og halda okkur svo þar í fangelsi þar til réttað verður í mál- inu.“ Fangelsismál í Arizona eru í brennidepli eftir að foreldrar fanga sem lést við yfirheyrslur í júní síðast- liðinn, stefndu fylkinu og krefjast 20 milljón dollars skaðabóta. I fram- haldi að því er verið að rannsaka meint líkamlegt ofbeldi í fangelsum sem heyra undir lögreglustjórann Joe Arpaio og er málið orðið pólitískt bitbein lögreglustjórans og Rick Romley sem er skipaður verjandi starfsmanna fangelsisins." Hjónin era með netfang fyrir þá sem vilja kynna sér málið: htpp//www.geocities.com/CapitolHil 1 /6304

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.