Alþýðublaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 11: APRIL 1997 TRYGGINGASTOFNUN $?RÍKISINS Att þú rétt á uppbót á lífeyri? Samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins dagsettri 4. apríl 1997 er heimilt að greiða frekari uppbót til þeirra lífeyrisþega sem hafa í heildartekj- ur að meðtöldum bótum almannatrygginga allt að kr. 80.000,00 á mánuði. Heimild þessi er afturvirk og gildir frá 1. janúar 1997. Þeir elli- og örorkulífeyrisþegar sem misst hafa uppbótina eða hafa verið lækkaðir í greiðslum vegna tekna og telja sig nú vera undir nýjum tekjumörkum, eru beðnir um að senda ný gögn til lífeyristryggingadeildar, svo að hægt sé að meta rétt til greiðslna. Vegna mats á rétti til greiðslna þarf að skila inn gögnum sem snerta t.d. umönnunarkostnað, sjúkra- eða lyfja- kostnað og einnig húsaleigukvittanir, eigi lífeyrisþegi ekki rétt á húsaleigubótum. Þeir sem þegar hafa sent inn ný gögn og fengið synjun eru beðnir um að hafa samband við lífeyristryggingadeild og óska eftir endurskoðun. Hægt er að hringja í eftirtalin símanúmer þjónustsviðs vegna þessa: 560-4555, 560-4573, 560-4561. Kópavogsbúar- Aðalfundur Alþýðuflokksfélag Kópavogs heldur aðalfund sinn mánu- daginn 14. apríl kl. 20:30 í húsnæði félagsins Hamraborg 14a. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velunnarar félagsins velkomnir. Fh. stjórnar, Magnús Árni Magnússon formaður Alþýðuflokksmenn á Suðurlandi Fundur á Kaffi Lefolii á Eyrarbakka 12. apríl kl. 16:00 Ávörp flytja: Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri N.L.F.Í., Jón Baldvin Hannibalsson, alþingismaður, Magnús M. Norðdahl, formaður framkvæmdastjórnar Al- þýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands, Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður. Fundarstjóri: Steingrímur Ingvarsson. Hvetjum alla áhuga- og atvinnumenn um pólitík og velferð landsins til að mæta. Alþýðuflokkurinn á Suðurlandi. Opinn fundur flokkstjórnar Alþýðu- flokksins - Jafnaðar- mannaflokks íslands verður haldinn þriðjudaginn 15. apríl kl. 17:00 á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá fundarins verður nánar auglýst síðar. Fólk er hvatt til að mæta og taka mér sér kunningja. Með kveðju, Formaður. Aðalfundur Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 21. apríl kl. 20:30 á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Verkamannafélagið Hlíf Sumarorlof Umsóknir um orlofs- dvöl Þeir félagsmenn Hlífar sem hug hafa á að dveljast í sum- arhúsum eða orlofsíbúðum félagsins næsta sumar eru beðnir að sækja um það fyrir 20. apríl nk. Hlíf á eitt sumarhús í Ölfusborgum og þrjú við Húsafell í Borgarfirði. Þá á félagið tvær orlofsíbúðir á Akureyri. Auk þess er verið að smíða sumarhús fyrir félagið, sem á að staðsetja austur í Skyggnisskógi. Fari allt samkvæmt áætlun mun bústaðurinn koma í gagnið í júní í sumar. Eins og undanfarin sumur er gert ráð fyrir vikudvöl. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Hlífar, Reykjavíkur- vegi 64. Skrifstofan er opin frá 13.00-16.30. Símar 555 0987 og 555 0944. Stjórn Hlífao Menntamálaráðuneytið Laus staða Staða forstöðumanns Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála er laus til umsóknar. Forstöðumaður er ráð- inn til fimm ára í senn. Hann skal uppfylla þær hæfniskröf- ur sem gerðar eru til prófessora við Háskóla íslands, sbr. 5. gr. laga nr. 76/1993, um Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála. Hann skal hafa staðgóða þekkingu á rannsóknaraðferðum félagsvísinda og hafa sannað hæfni sína m.a. með rannsóknum á sviði uppeldis- og mennta- mála. Laun samkvæmt launakeríi starísmanna ríkisins. Umsækjendur um stöðu forstöðumanns skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau sem þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störí. Umsóknarfrestur er til 1. maí 1997. Umsóknir skulu sendar til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 9. apríl 1997. Kópavogsbúar, takið eftir! Vorhátíð Alþýðuflokksfélags Kópavogs er frestað til 25. þessa mánaðar. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Formaður Kvikmyndir | Haraldur Jóhannesson I skrifar Amilli messu og mjalta Háskólabíó: Hefðarfrúin •••• Aðalleikendur: Nicole Kidman, John Malkovich, Barbara Hershey Verðlaunamynd sinni „The Piano" fylgir Jane Campion eftir með kvik- myndun „A Portrait of a Lady", frægustu skáldsögu Henry James og einnar bestu bandarísku skáldsög- unnar á 19. öld. Lýsir hún hugsunum og tilfinningum ríkrar ungrar konu sem til Evrópu kemur frá Bandarikj- unum og hyggst lifa eigin lífi, eins og hugurinn beinir henni. Á þeim árum, sjöunda áratugi síðustu aldar, var „milliskeið svonefnt á milli þeirra tíma sem kristilegar og klassískar hugmyndir mótuðu og hinna sem við tóku, hverju nafni sem nefhdir verða", (að segir í Literary History of the United States, ritstýrt af R. E. Spiller, W. Thorp og fleirum). Kvikmyndin er fyrirmynd sinni trú. Unga konan, hreinlynd og vel að sér, víkur sér undan hnappheldu sem tveir eða þrír vænir og jafnvel vel fjáðir ungir menn bjóða henni, en verður suður á ítalíu að bráð manni sem lítt sést fyrir. Hvers vegna fór svo? Frábærlega er myndin úr garði gerð: Samtöl, atburðarás, sviðsetn- ing, ljósmyndun, leikur. Hverfur Nicole Kidman þó einkum inn í hlut- Verk sitt, jafnvel þótt sér við hlið hafi Barböru Hershey og John Mal- kovich. Sem sagt, mynd fyrir vand- fýsna áhorfendur. Þó enn í orði kveðnu Regnboginn: Rómeó og Júlía •••1/2 Aðalleikendur: Leonardo DiCaprio, Claire Danes, Pete Pest- lethwaite Meðan Ásbirningar, Haukdælir, Oddaverjar og Sturlungar bárust á banaspjót, elduðu Capulet og Montague grátt silfur í þessu leikriti Shakespeare. I kvikmyndinni er leik- ritinu búinn nýr staður og nýr tími: Verónuströnd í Kaliforníu (í stað Verína á ítalíu) og áliðin 20. öld í stað 13. aldar. Vandinn er sá að ljóð- textinn fellur ekki að nýju tímasetn- ingunni. Þar eð hann býr að skáld- legri hugsun, ekki síður en ljóðrænni framsetningu, vaknar sú spurning hvort uppfærsla textans til nútíma- máls hefði ekki fallið betur að nýju staðsetningunni. Hvað um það, kvik- mynd þessi er vel heppnuð. Og kunn- ir leikarar eru í hverju einu hlutverki. Úr sálarháska Kringlubíó: Eiginkona predikar- ans ••1/2 Aðalleikendur: Denzel Was- hington, Whitney Houston, Court- ney Vance Á ferðinni er endurgerð kvik- myndarinnar frá 1947 „Biskupsfrúar- innar" sem í léku Cary Grant, David Niven og Loretta Young. Prestur (Vance) reynir að beina afbrotaung- lingum inn á rétta braut, en tekst það ekki betur en svo að trú hans veikist. Og naumast hefur hann tíma til að sinna eiginkonu sinni (Whitney Hou- ston), kórstjóranum. Þá birtist vernd- arengill (Denzel Washington). Á söng og tónlist í myndinni er borið lof.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.